Morgunblaðið - 25.10.2001, Side 4

Morgunblaðið - 25.10.2001, Side 4
4 C FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR VÉLKÖTTUR sem mjálmar, deplar augunum og biður um strokur kemur á markað í Japan í nóvember og mun kosta jafnvirði 150 þúsunda króna. Kött- urinn, sem nefnist NeCoRo, og er framleiddur af japanska tæknifyrirtækinu Omron Corp., hefur hljóðnema í hausnum og hefur til að bera næga gervigreind til að læra nafn sitt sé það endurtekið aftur og aftur. Hann getur hringað sig saman og sest upp en ekki gengið eins og raunverulegur köttur. Þá getur hann gefið frá sér 40 tegundir af hljóðum. Omron segir að vélkötturinn bregðist reiður við ef einhver slær hann en þyki gott að vera strokið. Eins og er stendur ekki til að flytja kettina út. Salan hefst 20. nóvember og verða þá 5 þúsund kettir til sölu. Hægt er að panta þá á Netinu. Vélgæludýr eru vinsæl í Japan. Þannig hafa um 100 þúsund eintök selst af vélhundinum Aibo sem Sony setti á markað árið 1999. Reuters Malandi vélköttur ● NÝLEGA skrifuðu Haraldur Böðvarsson hf. (HB) og Maritech ehf. undir samninga um kaup Haraldar Böðvarssonar hf. á upplýsingakerfunum WiseFish og Navis- ion. WiseFish er heildarupplýsingakerfi í sjávarútvegi og er leiðandi hugbúnaður á sínu sviði. Maritech hefur þegar hafið uppsetn- ingu á WiseFish hjá Haraldi Böðvarssyni hf. og ná kerfin yfir veiðar og vinnslu til sölu og dreifingar sjávarafurða. Að því er fram kemur í fréttatilkynningu uppfylla WiseFish kerfin allar þarfir HB á þessum sviðum og bjóða staðlaða lausn á öllum stigum virðiskeðjunnar. Samhliða innleiðingu á WiseFish inn- leiðir Maritech upplýsingakerfið Navision fyrir fjárhagsbókhald HB. Maritech er stærsta hugbúnaðarfyr- irtæki á sviði sjávarútvegs í heiminum og rekur 14 skrifstofur í 5 löndum. Maritech ehf. hefur starfað með íslenskum sjávar- útvegi til fjölda ára við þróun á WiseFish. Stærsti einstaki hluthafi Maritech eru TölvuMyndir hf. með um 50% hlut í félag- inu. HB er eitt stærsta sjávarútvegsfyr- irtæki landsins og gerir út tvo frystitog- ara, tvo ísfiskstogara og 3 nóta- og tog- veiðiskip, enfremur rekur fyrirtækið frystihús og fiskimjölsverksmiðju. Haraldur Böðvarsson hf. innleiðir upplýs- ingakerfið WiseFish Haraldur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri HB, og Kristinn Ingi Jónsson, sölustjóri Maritech, innsigla samningana. Fyrir aftan eru lykilstarfs- menn fyrirtækjanna sem koma að innleiðingunni. ll STUTT ÆTLA má að heildargrásleppu- veiði á vertíðinni sl. sumar hafi verið um 6.700 tunnur. Það er rúmum þriðjungi meiri veiði en á síðasta ári en rúmum fjórðungi minna en með- alveiði undanfarinna 10 ára. Þetta kom fram í máli Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda, á aðalfundi sam- bandsins sem lauk í gær. Um 40% heildarveiðinnar var selt erlendum hrognaframleiðendum og gagnrýndi Örn íslenska hrognaframleiðendur harðlega fyrir að hækka ekki verð á hrognum, líkt og erlendir framleið- endur. Heildarveiðin í heiminum á þessu ári varð sú minnsta sem orðið hefur sl. 10 ár eða 21.200 tunnur. Mest var veiðin hér við land, Nýfundnalend- ingar veiddu 6.500 tunnur, Græn- lendingar 4.300 tunnur, Norðmenn 3.500 tunnur og í Danmörku var að- eins verkað í um 200 tunnur. Hæsta verðið 70 þúsund krónur fyrir tunnuna Örn sagði aðstæður til sölu grá- sleppuhrogna hafa verið góðar við upphaf vertíðarinnar. Ríkt hafi bjartsýni um hækkun þar sem veiði undanfarinna ára hafi gefið tilefni til að hrogn vantaði á markaðnum. „Ís- lenskir framleiðendur höfðu hins vegar ekki áhuga á hækkun. Þeir komu í veg fyrir að lögmálið um framboð og eftirspurn myndi gilda og buðu allir sama verð, 40 þúsund krónur fyrir tunnuna. Haldnir voru fjölmargir fundir með veiðimönnum og þeir upplýstir um stöðu mála. Því miður náðist ekki að vekja nægileg- an áhuga erlendra framleiðenda á hrognunum áður en vertíð hófst, þrátt fyrir að byrjunartími væri færður aftur um 10 daga víðast hvar.“ Örn áætlaði að meðalverð til ís- lenskra framleiðenda hefði á vertíð- inni verið í kringum 43 þúsund krón- ur fyrir tunnuna. Þegar liðinn var um mánuður af vertíðinni vaknaði áhugi erlendra kaupenda og þeir kepptust um að ná í hrogn hjá veiði- mönnum. „Hæsta verð sem ég hef vitneskju um var 70 þúsund krónur fyrir tunnuna. Í lok ágúst var ljóst að um 40% af heildarveiðinni höfðu ver- ið seld erlendum framleiðendum og var meðalskilaverðið um 50 þúsund krónur. Að vinna gegn markaðslög- málinu hafði því aðeins skilað ís- lensku framleiðendunum tæpum 4.000 tunnum. Þeir hafa þó reynt að klóra í bakkann með innflutningi en því miður engin útsöluhrogn að fá. Hrogn frá Nýfundnalandi voru seld á 76 til 80 þúsund krónur hver tunna. Af innflutningstölum má dæma hafa íslenskir framleiðendur getað kropp- að 300 tunnur frá Grænlandi sem þeir urðu að greiða fyrir töluvert hærra verð en til íslenskra veiði- manna, það er 50 þúsund krónur fyr- ir hverja tunnu.“ Örn sagðist vonast til að á næstu árum mundi ríkja heilbrigð sam- keppni í sölu grásleppuhrogna. Sagði hann það koma vel til greina að íslenskir veiðimenn seldu fram- leiðslu sína gegnum fiskmarkaði til að bregðast við aðferðum sem ís- lenskir framleiðendur hafa beitt á undanförnum árum. Verkað í 6.700 tunnur af grásleppuhrognum Framkvæmdastjóri LS gagnrýnir innlenda hrognaframleiðendur fyrir verðsamráð Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segist vonast til að á næstu árum muni ríkja heilbrigð samkeppni í sölu grásleppuhrogna. RÍKISENDURSKOÐUN var veitt viðurkenning síðastliðinn mánu- dag fyrir grein sem birtist í tíma- riti alþjóðasamtaka ríkisend- urskoðana, INTOSAI, á síðasta ári. Sigurður Þórðarson ríkisend- urskoðandi tók á móti viðurkenn- ingunni á aðalfundi samtakanna sem haldinn er í Seoul, höf- uðborg Suður-Kóreu. Viðurkenningin er veitt af stjórn INTOSAI á þriggja ára fresti fyrir grein sem birt er í tímariti samtakanna og þykir að mati dómnefndar skara fram úr. Greinin sem um ræðir birtist í fyrra og fjallaði um úttekt bresku ríkisendurskoðunarinnar, National Audit Office (NAO), á skipulagi og starfsháttum Ríkisendurskoðunar. Viðurkenningin er veitt í minningu Elmer B. Staats, sem var ríkisendurskoðandi Bandaríkjanna á árunum 1966–1981. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoð- andi álítur það mikinn heiður fyrir sig og starfsmenn Ríkisendurskoðunar að hljóta Elmer B. Staats-viðurkenninguna í ár. Verðlaunagreinin er valin úr hópi allra þeirra greina sem birtar eru í tíma- riti samtakanna, International Journal of Government Auditing, á þriggja ára tímabili. Greinarnar eru metnar út frá því hversu vel þær uppfylla tiltekin skil- yrði, þar á meðal hvort þær miðli nýrri faglegri þekkingu og hvort upplýsingar sem þar koma fram nýtist í starfsemi aðildarstofnana samtakanna. Verðlaunagrein Ríkisendurskoðunar ber heitið Auditing the Auditor: A Peer Review of the Icelandic National Audit Office. Þar er fjallað um úttekt sem breska ríkisendurskoðunin gerði á starf- semi Ríkisendurskoðunar árið 1997, að beiðni ríkisendurskoðanda. INTOSAI eru samtök ríkisendurskoð- ana 183 landa um heim allan og hafa verið starfandi síðan 1953. Aðalfundur samtakanna er haldinn þriðja hvert ár og hefur veiting Elmer B. Staats- viðurkenningarinnar verið fastur liður í dagskrá fundarins síðan árið 1983. Tímarit samtakanna er birt ársfjórð- ungslega á fimm tungumálum: ensku, spænsku, frönsku, þýsku og arabísku. Ríkisendurskoðun hlýtur alþjóðlega viðurkenningu Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi tekur við Elmer B. Staats-viðurkenningunni úr hendi David Walker, ríkisendurskoðanda Bandaríkjanna, á aðalfundi alþjóðasamtaka ríkisendurskoðana sem haldinn er í Seoul. www.sminor.is/ pabx.html Símstöð frá Siemens hittir í mark! Fjölbreyttir möguleikar ISDN-símkerfanna frá Siemens nýtast breiðum hópi notenda allt frá einstaklingum upp í stærstu fyrirtæki og stofnanir landsins. Við bjóðum afbragðsbúnað, fyrsta flokks þjónustu og hagstætt verð. Láttu í þér heyra. Símstöðvar tengir þig við umheiminn Nánar á Netinu! OD DI HF G8 27 8 NORSK samkeppnisyfirvöld hafa samþykkt yfirtöku SAS-flugfélagsins á norska flugfélaginu Braathens. Ekki er þó víst að af yfirtökunni verði og hefur SAS sett Braathens úrslita- kosti að því er greint er frá á fréttavef Dagens Næringsliv: „Losið ykkur við tíu flugvélar ella verður ekki af yf- irtökunni,“ eru skilaboðin. 5.000 manns starfa hjá Braathens sem rekur 33 flugvélar. Offramboð er á flugvélum á markaðnum eins og er og gæti því orðið erfitt og kostnaðar- samt fyrir Braathens að losa sig við tíu vélar. Forstjóri SAS, Jørgen Lindegaard, segir við DN að nú standi yfir athugun á því hvort Braathens sé enn þá 1,1 milljarðs norskra króna virði eins og upphaflega tilboðið frá í maí á þessu ári gerði ráð fyrir. SAS setur úrslitakosti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.