Morgunblaðið - 25.10.2001, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 25.10.2001, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 C 5 SPRON og Netbankinn hafa opn- að nýjan fjármálavef, hagur.is, en honum er ætlað að vera hjálpartæki í fjármálum heimilisins. Vefurinn er öllum opinn en sækja þarf um að- gang inni á honum. Á hagur.is er hægt að setja sér markmið í útgjöld- um fjölskyldunnar, skipuleggja sparnað, endurmeta lántöku og greiðslubyrði lána. Einnig geta not- endur vefjarins reiknað út eigna- stöðu og hversu mikil áhrif ný lán- taka hefur á fjárhaginn. Leið- beiningar eru með hverjum hluta á vefnum til þess að auðvelda notkun- armöguleika. Notendur vefjarins geta einnig vistað upplýsingarnar og fengið ráðgjöf hjá þjónustufulltrú- um. Á vefnum er einnig að finna ýmsar upplýsingar frá verðbréfasér- fræðingum SPRON um hvernig best sé að skipta eignum milli mismun- andi verðbréfa út frá gefnum for- sendum. Geir Þórðarson hjá Netbankanum segir að markmið SPRON og Net- bankans með vefnum sé að veita við- skiptavinum betri þjónustu. „Það eru sífellt fleiri sem vilja bjarga sér sjálfir í gegnum Netið óháð stað og stund. Fólk vill geta haft yfirsýn yfir fjármálin og geta séð með einföldum hætti hvort ráðrúm er til fjárfestinga eða hvort ástæða er til að endurmeta fjármál heimilisins.“ Á vefnum er svæði sem opið er öll- um. Þar er að finna orðasafn yfir al- geng fjármálahugtök, upplýsingar um skattamál, almenn atriði um hús- næðiskaup, lánamöguleika, trygg- ingar og upplýsingar um sparnað og ávöxtun og ýmsar reiknivélar. www.hagur.is SPRON opnar fjár- málavef FISKISTOFA svipti 28 báta veiðileyfi í septembermánuði, 7 vegna afla um- fram aflaheimildir en 21 vegna van- skila á frumriti úr afladagbók. Skipin sem svipt voru veiðileyfi vegna afla umfram aflaheimildir voru Snæbjörg ÍS, Ellen Sig GK og Siggi Gísla en þessi skip hafa fengið leyfið að nýju eftir að aflamarksstaða þeirra hafði verið lagfærð. Leyfissviptingar Sveins Sveinssonar BA, Árvíkur RE, Guð- mundar Þórs SH og Blossa GK gilda þar til aflamarksstaða skipanna hefur verið lagfærð. Breki VE, Síldin AK, Vísir SH, Bryndís SU, Dagrún NK, Sumarliði SH, Jón Trausti RE, Ljúfur BA, Þytur MB, Svala GK, Anna RE, Skotta NS og Íris María SF voru öll svipt veiðileyfi vegna vanskila á afladagbókarfrumriti en hafa öll fengið leyfið aftur. Ívar SH, Uggi HF, Sæfari SH, Hrönn AK, Mardöll BA, Fríða ÍS, Hafdís ÍS og Lukka KÓ hafa einnig verið svipt veiðileyfi vegna vanskila á frumriti úr afladagbók. 28 skip svipt leyfi ◆ ll FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.