Morgunblaðið - 14.11.2001, Side 1

Morgunblaðið - 14.11.2001, Side 1
261. TBL. 89. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 14. NÓVEMBER 2001 FLUGRITI Airbus A300-þotunnar, sem hrapaði til jarðar í New York í fyrradag, fannst í gær. Vonast er til, að hann geti tekið af öll tvímæli um það, sem gerðist. Talsmaður bandaríska samgöngu- öryggisráðsins, George Black, sagði, að flugritinn væri fundinn en hljóð- ritinn, sem skráir samtöl í flug- stjórnarklefa, fannst í fyrradag. At- hugun á honum bendir ekki til, að um hryðjuverk hafi verið að ræða en Black sagði, að á honum mætti heyra „skrölthljóð“, sem hefði byrjað skömmu eftir flugtak, þagnað síðan og hafist aftur. Þá liðu ekki nema 20 sekúndur þar til heyra mátti um- mæli um, að vélin væri að verða stjórnlaus. Vildi Black ekki geta sér til um hvað hefði valdið skrölthljóð- inu. Rannsóknin á slysinu beinist nú að hreyflum Airbus-þotunnar en upp- lýst hefur verið, að komið hafi upp tilvik þar sem nokkuð hafi verið talið skorta á öryggi þeirra. Rudolph Giuliani, borgarstjóri í New York, sagði í gær, að 265 manns hefðu beðið bana í slysinu, 260 um borð í vélinni og fimm á jörðu niðri. Flugslysið í New York Flug- ritinn fundinn  Rannsóknin/20 New York. AP, AFP. AP Grátandi kona sem á, eins og margir aðrir, um sárt að binda eftir slysið í fyrradag. Bandaríkjastjórn hafði beðið Norðurbandalagið að fara ekki inn í Kabúl en talsmenn þess sögðu í gær, að nauðsynlegt hefði verið að fara inn í borgina til að halda uppi lögum og reglu. Fréttir voru þó um gripdeildir og að minnsta kosti ellefu arabískir og pakistanskir liðsmenn talibana voru drepnir. Gæslulið á vettvang Skyndilegt hrun talibanahersins hefur komið alþjóðasamfélaginu á óvart og gert það enn brýnna en áður, að komið verði á breiðri sam- steypustjórn í landinu. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær ánægju sinni með framvind- una en skoraði jafnframt á Norð- urbandalagið að halda uppi aga meðal hermanna sinna og virða mannréttindi í hvívetna. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði, að senda yrði til landsins gæslulið frá Sameinuðu þjóðunum strax og unnt væri og það gerði einnig Pervez Musharraf, forseti Pakistans, sem sagði, að Kabúl ætti að vera vopnlaust svæði. Eitt stærsta verk- efnið í sögu SÞ Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær á skyndifundi í öryggisráðinu, að það yrði að bregðast strax við og koma í veg fyrir pólitískt tómarúm í Afganistan. „Aðstoð við Afganistan er eitt stærsta verkefnið, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa staðið frammi fyr- ir,“ sagði Annan. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra, sem staddur er á Alls- herjarþingi SÞ í New York, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að þróun mála í Afganistan ýtti undir skjót viðbrögð í Öryggisráðinu. „Margt bendir til, að ályktun um Afganistan verði afgreidd á morg- un, en þar verður lögð áhersla á að ný stjórn í Kabúl hafi breiðan stuðning innanlands og einnig í ná- grannaríkjunum,“ sagði Halldór. Óljós staða í Kandahar Talsmenn Norðurbandalagsins sögðu í gær, að það hefði lagt und- ir sig fimm ný héruð og þar á með- al borgina Jalalabad. Um væri að ræða Nangahar, Kunar og Laghm- an í austurhlutanum, Farah í vest- urhlutanum og Ghazni í suðurhlut- anum. Staðan í Kandahar, höfuð- vígi talibana, var heldur óljós í gær. Fréttir voru um, að 200 manna herflokkur, sem staðið hef- ur með talibönum, hefði gert upp- reisn og náð á sitt vald flugvelli borgarinnar og í símaviðtali sagði einn íbúa borgarinnar, að svo virt- ist sem flestir hermenn talibana væru horfnir fyrir utan herlög- reglumenn. Mohammad Omar, leiðtogi talibana, skoraði hins veg- ar í gær á hermenn sína að verjast og lagði áherslu á, að hann væri enn í Kandahar en orðrómur hafði verið um, að hann væri flúinn. Mikill fögnuður í Kabúl er íbúarnir voru lausir undan kúgun talibana Vígi talibanastjórnarinnar falla hvert á fætur öðru Konur kasta kuflum og leyft að stunda nám og vinnu á ný Reuters Íbúar í Kabúl þustu út á götur borgarinnar tugþúsundum saman til að fagna því, að kúgunarstjórn talibana var á enda. Var dansað og sungið við tón- list, sem útvarpsstöð borgarinnar flutti nú í fyrsta sinn í mörg ár, og það vakti ekki minni athygli, að þulurinn skyldi vera kona.  Kabúl/25  Tónlist/18 MIKILL fögnuður braust út í Kabúl í gærmorgun þegar hermenn Norð- urbandalagsins héldu inn í borgina þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar um að gera það ekki. Var léttir fólksins mestur yfir því að vera laust við kúgun talibana. Margir karlar létu raka af sér skeggið, sem þeir höfðu verið skyldaðir til að bera, konur köstuðu kuflunum og tónlist barst um borgina í fyrsta sinn í mörg ár. Talsmaður Norðurbandalagsins tilkynnti í gær, að konur mættu nú aftur stunda nám og vinnu utan heimilis en það bönnuðu talibanar. Eftir fremur auðvelda sigra Norðurbandalagsins í Norður- Afganistan hafði verið búist við, að talibanar myndu veita harða mót- spyrnu við Kabúl, en þess í stað laumuðust þeir burt í skjóli nætur og héldu til Kandahar, höfuðvígis talibana í suðurhlutanum. GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkj- anna, tilkynnti í gær á fundi með Vladím- ír Pútín, forseta Rússlands, í Washington, að Bandaríkjastjórn hygðist fækka í kjarnorkuvopnabúri sínu um tvo þriðju á næsta áratug. „Það er runninn upp nýr tími í sam- skiptum Rússa og Bandaríkjamanna, tími vonar og framfara,“ sagði Bush á frétta- mannafundi með Pútín. Bandaríkjamenn eiga nú um 7.000 kjarnaodda þannig að eftir fækkunina munu þeir verða á bilinu 1.700 til 2.200. Pútín lýsti yfir, að Rússar myndu „svara í sömu mynt“ að þessu leyti án þess að nefna neinar tölur. Pútín sagði, að enn væri enginn samn- ingur á borðinu um ABM, gagneldflauga- samninginn frá 1972, en samkvæmt hon- um mega Bandaríkjamenn ekki koma upp eldflaugavarnakerfi. Hann sagði, að við- ræðum yrði þó haldið áfram „svo við get- um tekist á við ógnir 21. aldar sem vinir og félagar“. Bush boðar fækkun kjarnaodda Washington. AP, AFP. Reuters Bush, forseti Bandaríkjanna, og Pútín, forseti Rússlands, í Hvíta húsinu í gær. Helstu umræðuefnin á þriggja daga fundi þeirra verða fækkun kjarnavopna, ABM-samningurinn og Afganistan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.