Morgunblaðið - 14.11.2001, Side 14
Féll niður í
kjallara
Keflavík - Slys varð við Myllu-
bakkaskóla í Keflavík síðastliðinn
föstudag. Tíu ára drengur hlaut
höfuðmeiðsl.
Lögreglunni var tilkynnt um
óhappið klukkan rúmlega hálftólf.
Þarna hafði 10 ára drengur fallið
aftur fyrir sig, 1,30 metra fall, yfir
steyptan kant við kjallaratröppur
og kom niður á andlitið. Hann var
fluttur á Sjúkrahús Heilbrigð-
isstofnunar Suðurnesja og var
lagður inn að skoðun lokinni, en
hann var með stóra kúlu á enni og
mun hafa hlotið heilahristing.
AKUREYRI
14 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SUÐURNES
HVÍTT duft hrundi í gær úr um-
slagi sem fylgdi kaffibaunasend-
ingu frá Rúanda. Bréfið var opnað
í gámi í vörugeymslu í Keflavík.
Starfsmaður kaffibrennslunnar
komst í snertingu við duftið og
gekkst hann undir læknisskoðun í
Reykjavík vegna möguleika þess
að um miltisbrandsgró væri að
ræða.
Gámurinn var í vörugeymslu á
vegum Flutningaþjónustu Gunn-
ars. Starfsmaður Kaffitárs ehf. í
Njarðvík sem átti vörusendinguna
fleygði frá sér bréfinu þegar hann
varð var við duftið og lét yfirvöld
vita. Það var rétt fyrir klukkan
hálfellefu í gærmorgun. Eiturefna-
sveit Brunavarna Suðurnesja kom
á staðinn ásamt lögreglu.
Bréfið var sett í loftþéttan plast-
poka og samkvæmt ósk smitsjúk-
dómalæknis var síðan farið með
það til rannsóknar á sýkladeild
Landspítala - háskólasjúkrahúss í
Reykjavík. Samkvæmt upplýsing-
um lögreglunnar í Keflavík tekur
það um það bil sólarhring að fá
niðurstöðu um það hvort þarna er
um miltisbrand að ræða. Gámurinn
var innsiglaður og svæðið hreinsað.
Fyrirtækinu var lokað það sem eft-
ir lifði dags þótt vörur úr gámnum
hefðu ekki verið fluttar þangað.
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Slökkviliðsmaður fer með poka með umslaginu og hvíta duftinu í lög-
reglubíl. Duftið er nú til rannsóknar.
Viðbúnaður
vegna hvíts dufts
frá Rúanda
Keflavík/Njarðvík
UNGUR maður var fluttur á sjúkra-
hús eftir bílveltu út af Sandgerðis-
vegi um kl. hálfátta í gærmorgun.
Ökumaðurinn, sem var einn á ferð,
kastaðist út úr bílnum við veltuna.
Hann var fluttur með sjúkrabíl á
Landspítala – háskólasjúkrahús en
meiðsli hans voru ekki talin lífs-
hættuleg. Hann var lagður inn á
sjúkrahúsið.
Hálka var á veginum, að sögn lög-
reglunnar í Keflavík.
Kastaðist út úr bíl
Sandgerði
Vogar - Traktorsgrafa og fólks-
bifreið lentu í árekstri í Vogum að
morgni síðastliðins mánudags.
Óhappið varð á gatnamótum
Tjarnargötu og Stapavegar. Fólks-
bifreiðin var talsvert mikið skemmd
og var tekin af vettvangi með drátt-
arbíl. Engin slys urðu á fólki.
Grafa í árekstri
Stofnað Sam-
fylkingarfélag
Sandgerði - Stofnað hefur verið
Samfylkingarfélag í Sandgerði.
Sigurbjörg Eiríksdóttir bæj-
arfulltrúi var kosin formaður.
Stofnfundur Samfylkingar-
félagsins í Sandgerði var vel sótt-
ur, samkvæmt upplýsingum for-
manns. Gestir fundarins voru
alþingismennirnir Rannveig Guð-
mundsdóttir og Sigríður Jóhann-
esdóttir.
Með Sigurbjörgu í stjórn eru
Sturla Þórðarson tannlæknir og
Ólína Ólafsdóttir, starfsmaður
íþróttahúss. Í varastjórn eru Ólaf-
ur Gunnlaugsson trésmíðameistari
og Hannes Jóhannsson vélvirki.
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
Keflavík - Hljómsveitirnar Rými,
Vei og Gismo leika á Musterisfestiv-
alinu á sal Fjölbrautaskóla Suður-
nesja í kvöld klukkan 20. Nemenda-
félag FS er að endurvekja Must-
erisfestivalið og stendur til að halda
reglulega tónleika undir þessu nafni
í vetur.
Musterisfestiv-
al endurvakið
ATVINNULAUSUM á Akureyri
hefur fjölgað nokkuð að undan-
förnu. Um síðustu mánaðamót voru
279 manns á atvinnuleysisskrá í
bænum samkvæmt yfirliti frá
Svæðisvinnumiðlun Norðurlands
eystra, 147 konur og 132 karlar. At-
vinnulausum fjölgaði um 18 frá
mánuðinum á undan en þá voru 137
konur og 124 karlar á skrá.
Um mánaðamótin október-nóv-
ember í fyrra voru hins vegar 75
karlar og 42 konur án atvinnu á Ak-
ureyri, eða rúmlega 160 færri en á
sama tíma í ár.
Í Ólafsfirði hefur atvinnulausum
einnig fjölgað á milli mánaða. Um
síðustu mánaðamót voru 38 á skrá,
28 konur og 10 karlar. Mánuði fyrr
voru 32 á skrá, 26 konur og 6 karl-
ar. Fyrir ári voru atvinnulausir í
Ólafsfirði 31, 23 konur og 8 karlar.
Atvinnulausum fækkaði
í Dalvíkurbyggð
Atvinnuástandið í Dalvíkurbyggð
er nokkuð gott um þessar mundir
en þar fækkaði um einn á atvinnu-
leysisskrá á milli mánaða. Um síð-
ustu mánaðamót voru þar 8 á skrá,
5 karlar og 3 konur. Í mánuðinum á
undan voru jafn margir karlar á
skrá og 4 konur. Um mánaðamótin
október-nóvember í fyrra voru 6
manns á atvinnuleysisskrá í Dalvík-
urbyggð, 1 karl og 5 konur.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu á laugardag voru 411
manns á atvinnuleysisskrá á öllu
Norðurlandi eystra um síðustu
mánaðamót 178 karlar og 233 kon-
ur. Mánuði fyrr voru 371 á skrá,
152 karlar og 233 konur. Fjölgunin
á milli mánaða er því 40 manns og
er um helmingur fjölgunarinnar á
Akureyri. Um mánaðamótin októ-
ber-nóvember í fyrra voru 227
manns á atvinnuleysisskrá í kjör-
dæminu, 157 konur og 70 karlar og
er fjölgunin á milli ára því tæplega
200 manns.
Atvinnulausum fjölgar á Akureyri
Fjölgunin á milli ára
yfir 160 manns
NÚ styttist í að bílaumferð verði
hleypt á göngugötuna á Akureyri
en eins og kunnugt er hefur bæj-
arstjórn Akureyrar samþykkt að
breyta göngugötunni í vistgötu
og opna hana fyrir bílaumferð
alla virka daga frá kl. 8-22. Í
vistgötu eiga gangandi vegfar-
endur réttinn gagnvart bílaum-
ferð.
Ráðist var í bráðabirgða-
framkvæmdir í götunni, búið er
að mála línur fyrir bílaumferðina,
mála bílastæði sem verða 17 í
götunni og setja upp staura fyrir
stöðumæla.
Í kjölfarið hefur bílaumferð í
götunni aukist nokkuð, þótt
breytingin hafi enn ekki tekið
gildi.
Í byrjun næsta árs er svo hug-
myndin að bjóða út framkvæmdir
við umfangsmiklar breytingar á
götunni.
Morgunblaðið/Kristján
Starfsmenn Símans unnu að því í gær að losa upp festingar fyrir síma-
klefa sem staðsettur var í göngugötunni. Þótt bílaumferð hafi enn ekki
verið hleypt á götuna með formlegum hætti er þar nokkur umferð yfir
daginn og eins og sést á myndinni eru bíleigendur þegar farnir að prófa
nýju bílastæðin.
Styttist í bílaumferð
um göngugötuna
ferða- og atvinnumálafulltrúi taki til
starfa 1. janúar nk. Umsækjendur
um stöðuna eru: Annette Mönster,
Akureyri, Arnþór Guðjón Benedikts-
son, Dalvík, Auður Herdís Sigurðar-
dóttir, Reykjavík, Björn Björnsson,
Reykjavík, Björn Sigurður Lárus-
son, Akranesi, Grímur Halldórsson
Laxdal, Mosfellsbæ, Gunnþóra
Kristín Ingvadóttir, Akureyri, Guð-
rún Gunnsteinsdóttir, Stavanger í
Noregi, Heiðar Ingi Svansson, Kópa-
MIKILL áhugi er fyrir starfi ferða-
og atvinnumálafulltrúa Dalvíkur-
byggðar, ef marka má fjölda um-
sókna um stöðuna. Alls barst 21 um-
sókn frá fólki víðs vegar af landinu og
alla leið frá Noregi. Guðrún Pálína
Jóhannsdóttir, bæjarritari í Dalvík-
urbyggð, sagði að umsóknirværu
mun fleiri en gert hefði verið ráð fyr-
ir.
Hér er um nýtt starf að ræða í
sveitarfélaginu og er gert ráð fyrir að
vogi, Jóhann Jónsson, Hrísey, Krist-
rún Ásgeirsdóttir, Selfossi, Kormák-
ur Bragason, Kópavogi, Kristján J.
Kristjánsson, Akureyri, Lárus Páll
Pálsson, Borgarnesi, Soffía Michiko
Gústafsdóttir, Selfossi, Sveinn Arn-
dal Torfason, Dalvík, Sveinn Rúnar
Traustason, Akureyri, Valdimar
Thor Hrafnkelsson, Dalvík, Þórður
Kristleifsson, Reykjavík, Þorvaldur
Guðmundsson, Selfossi, Ægir Þor-
mar Dagsson, Akureyri.
Ferða- og atvinnumálafulltrúi Dalvíkurbyggðar
Tuttugu og ein um-
sókn um stöðuna
HEIMAMAÐURINN Halldór
Brynjar Halldórsson sigraði með
glæsibrag á Unglingameistara-
mótinu í skák, sem fram fór á Ak-
ureyri um síðustu helgi. Halldór
Brynjar fann sig vel á heimavelli,
hlaut 6,5 vinninga af 7 mögulegum
en þetta var í fyrsta skipti sem mótið
er haldið á Akureyri.
Björn Ívar Karlsson frá Vest-
mannaeyjum hafnaði í öðru sæti með
5,5 vinninga en þeir Stefán Bergs-
son, Akureyri, og Birkir Örn Hreins-
son, Kópavogi, urðu jafnir í þriðja til
fjórða sæti með 5 vinninga.
Unglingameistaramót
Íslands í skák
Heimamað-
urinn sigraði
örugglega