Morgunblaðið - 14.11.2001, Side 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞORSTEINN A. Þorvaldsson,
fyrrverandi sparisjóðsstjóri Spari-
sjóðs Ólafsfjarðar, neitaði refsi-
verðri sök í máli sem ríkislögreglu-
stjóri höfðar gegn honum, en
aðalmeðferð í málinu hófst fyrir
Héraðsdómi Norðurlands eystra í
gærmorgun. Jón H. B. Snorrason
saksóknari sækir málið en verjandi
Þorsteins er Jónatan Sveinsson
hrl.
Efnahagsbrotadeild ríkislög-
reglustjóra gaf út ákæru á hendur
fyrrverandi sparisjóðsstjóra í júní
síðastliðið sumar og var hún þing-
fest í héraðsdómi í byrjun júlí.
Ákæran á hendur sparisjóðs-
stjóranum fyrrverandi er fyrir
stórfelld umboðssvik, bókhaldsbrot
og brot á lögum um ársreikninga.
Er hann sakaður um að hafa stefnt
fé sjóðsins í stórfellda hættu með
veitingu lána og ábyrgða til til-
greindra aðila, en hluti þeirra hafi
verið umfram heimil viðmiðunar-
mörk og ekki færður í bókhald
sjóðsins. Sparisjóður Ólafsfjarðar
gerir bótakröfu á hendur Þorsteini
að upphæð um 21,7 milljónir
króna. Hafnaði hann kröfunni í
fyrstu en dró síðar til baka og fól
lögmanni sínum að fara með málið
fyrir sína hönd.
Engar athugasemdir
komu frá stjórninni
Þorsteinn starfaði hjá Sparisjóði
Ólafsfjarðar frá árinu 1974 til
1997, þar af síðustu 15 árin sem
sparisjóðsstjóri. Hann sagði að eft-
ir því sem liðið hefði á hefði stjórn
sjóðsins veitt sér rýmri heimildir
til útlána og megnið af öllum útlán-
um sjóðsins hefði hann veitt, en
stjórn fjallað um þau eftir á. Þor-
steinn sagði að aldrei hefðu komið
fram athugasemdir við störf sín,
lánveitingar dregnar til baka eða
þær vefengdar.
Eftir að skýrslur bankaeftirlits
um stöðu Sparisjóðs Ólafsfjarðar
hefðu komið fram haustið 1995 og
vorið 1996 hefðu menn reynt að
vinna sig út úr vandanum. Eftir að
svokallaðar „pörunarreglur“, sem
bankaeftirlit Seðlabankans taldi
eðlilegt að viðhafa og gengur út á
að paraðir eru saman viðskipta-
menn sem tengjast á einhvern
hátt, hafi hann leiðst út í að leyna
lánveitingum til þeirra. Enda hefði
hann talið hagsmuni sjóðsins og
þeirra fara saman, þ.e. yrði þeim
ekki veitt fyrirgreiðsla hefði gjald-
þrot þeirra verið yfirvofandi. Þor-
steinn kvað sér ekki hafa verið
kunnugt um þessar „pörunarregl-
ur“ fyrr en á árinu 1995. Eftir að
farið var að para fyrirtæki og ein-
staklinga með þeim hætti hefði í
einhverjum tilvikum verið farið yf-
ir viðmiðunarreglur um útlán og
hann því leiðst út á þá hættulegu
braut að leyna ábyrgðum.
Fram kom hjá Þorsteini að hann
hefði á engan hátt auðgast vegna
þessarar háttsemi sinnar og eng-
inn þeirra viðskiptamanna sem um
ræðir hafi verið sér venslaður.
Kvaðst Þorsteinn ávallt hafa
reynt að vinna fyrir sjóðinn af heil-
indum og sér væri annt um hann.
Hann gagnrýndi hversu langan
tíma öll málsmeðferðin hefði tekið,
eða 4 og ½ ár. Á þeim tíma hefði
hann þrívegis sótt um starf, en
ekki fengið enda ekki skrýtið að
atvinnurekendur vildu fá niður-
stöðu í málið áður en hann yrði
ráðinn til starfa.
Bág staða sparisjóðsins kom
stjórnarmönnum á óvart
Fjórir fyrrverandi stjórnarmenn
í Sparisjóði Ólafsfjarðar komu fyr-
ir dóminn í gær, Svavar B. Magn-
ússon, fyrrverandi formaður
stjórnar, Hafsteinn Þór Sæmunds-
son, Björn Þór Ólafsson og Sig-
urbjörg Ingvarsdóttir. Fram kom í
máli þeirra allra að bág staða
Sparisjóðs Ólafsfjarðar hefði kom-
ið þeim mjög á óvart og töldu þau
sig ekki hafa haft undir höndum
nægar upplýsingar um að mál
væru að þróast til verri vegar.
Fram kom að sparisjóðsstjóra
hefði verið falið að leita frekari
ábyrgða hjá verst stöddum lántak-
endum sjóðsins og menn treyst
honum í þeim efnum. Fram kom
einnig í máli sumra stjórnarmanna
að þá brast minni varðandi ein-
staka þætti málsins.
Þorvaldur Hreinsson, þjónustu-
stjóri Sparisjóðs Ólafsfjarðar,
sagði að öll gögn hefðu verið að-
gengileg og hann minntist þess
ekki að gögn hefðu ekki verið færð
í bókhald.
Greiddi skuld gegn því
að fallið yrði frá ákæru
Jón Ingvar Þorvaldsson, bróðir
Þorsteins, greindi frá því að hann
hefði innt af hendi greiðslur sem
Þorsteinn hefði verið í ábyrgð fyrir
svo þær féllu ekki á sparisjóðinn.
Um er að ræða víxil og skuldabréf
að upphæð um 36 milljónir króna.
Með þessum hætti kvaðst Jón hafa
viljað aðstoða bróður sinn, enda
hefði hann talið að þá yrði ekki
höfðað sakamál á hendur Þor-
steini. Hafði hann orð Ásgeirs
Loga Ásgeirssonar, þáverandi
stjórnarmanns, fyrir því að ef sjóð-
urinn biði ekki skaða af yrði ekki
kært í málinu. Á þeim forsendum
hefði hann greitt. Ákæran á hend-
ur Þorstein hefði því komið al-
gjörlega á óvart. Aðspurður hvort
hann myndi krefja sparisjóðinn um
endurgreiðslu fjárins sagðist Jón
ekki hafa tekið um það ákvörðun.
Sjóðurinn skaðaðist ekki
Magnús D. Brandsson, spari-
sjóðsstjóri Sparisjóðs Ólafsfjarðar,
sagðist engin samskipti hafa átt
við Jón vegna málsins, en stjórn-
armaður spurt sig hvort nokkuð
yrði gert í málinu ef umrædd skuld
yrði greidd. Hann hefði svaraði því
neitandi. Aðspurður af hverju lög-
reglu hefði ekki verið gert viðvart
um að skuldin hefði verið greidd,
sagði hann að þar sem sjóðurinn
hefði ekki borið skaða af hefði mál-
ið verið metið svo að ekki bæri að
tilkynna um það.
Fram kom í máli sparisjóðs-
stjóra að tap Sparisjóðs Ólafsfjarð-
ar vegna útlána nemur um 600
milljónum króna, en það er fé sem
endanlega er búið að afskrifa eftir
að málið kom upp.
Aðalmeðferð verður framhaldið
fyrir Héraðsdómi Norðurlands
eystra í dag, miðvikudag. Þrjú
vitni til viðbótar munu þá koma
fyrir dóminn, en réttarhaldinu í
Héraðsdómi Norðurlands eystra
lýkur með ræðum sækjanda og
verjanda í málinu.
Aðalmeðferð í máli fyrrverandi sparisjóðsstjóra í Ólafsfirði í Héraðsdómi Norðurlands eystra
Neitaði refsiverðri
sök í dómsmálinu
Sparisjóðurinn
tapaði 600
milljónum
LAMBHRÚTUR frá bænum Sjávar-
hólum á Kjalarnesi fannst illa til reika
í Eilífsdal í Kjós í fyrradag. Varla fer
á milli mála að hundur hefur bitið
hrútinn en dýrbítar hafa lagst tals-
vert á fé á Kjalarnesi og nágrenni að
undanförnu.
Það var Guðmundur Davíðsson,
bóndi í Miðdal, sem gekk fram á hrút-
inn og hafði þegar samband við Ólaf
Hólm Guðbjartsson, bónda á Sjávar-
hólum, enda hrúturinn með fjármark
frá bænum.
Ólafur telur að hrúturinn hafi að
öllum líkindum verið bitinn seinni-
partinn í ágúst en þá hafi tveir
hundar herjað á fé í Esjunni. Vinstri
afturfóturinn er illa farinn og getur
hrúturinn ekki stigið í hann. Ólafur
segir að ekki sé um annað að ræða en
að lóga hrútnum.
Við fjárleitir í haust saknaði Ólafur
50 kinda, aðallega lamba en alls er
hann með um 200 ær. Síðan þá hafa
20–25 kindur skilað sér af fjalli með
hundsbit. Flestar hefur þurft að fella.
Lögðust á féð í lok ágúst
Tveir hundar, tík og hvolpur, frá
bænum Esjubergi voru handsamaðir
í byrjun nóvember en þeir eru taldir
hafa hrellt fé á Kjalarnesi. Ólafur
taldi þá að hundarnir hefðu verið í
slagtogi með tveimur öðrum hundum
sem hann telur að hafi bitið megnið af
fénu í lok síðasta sumars. Öðrum
hundinum var lógað en hinum komið
fyrir annars staðar.
„Þetta er mikið tjón en þetta er líka
svo sárt,“ segir Ólafur. Honum virðist
sem hundarnir tveir hafi fengið að
ganga lausir í heila viku í ágúst án
þess að eigendur þeirra gerðu ráð-
stafanir til að hafa uppi á þeim eða
láta bændur í nágrenninu vita af
hundunum. Hundarnir hafi á þessum
tíma bitið 50 kindur frá honum auk
fjár frá öðrum bæjum í nágrenni
Esju.
Ólafur á ekki von á því að fá tjónið
bætt, helst sé möguleiki á bótum frá
tryggingafélagi eigenda hundanna.
Málið er í rannsókn hjá lögreglunni í
Reykjavík.
Enn kemur bitið fé af fjalli
Morgunblaðið/RAX
Ólafur Hólm Guðbjartsson, bóndi á Sjávarhólum, með lambhrútinn sem ekki getur stigið í fótinn.
LÖGMAÐUR Högna Óskarsson-
ar geðlæknis hefur krafist þess
að settur landlæknir, Lúðvík
Ólafsson, dragi til baka áminn-
ingu sem hann veitti Högna fyrir
að hafa brotið 11. gr. læknalaga.
Í yfirlýsingu sem Morgun-
blaðinu hefur borist frá Högna
Óskarssyni af þessu tilefni segir:
„Með bréfi sínu dagsettu þ. 5.
þ.m., og með tilvísan til grein-
argerðar, sem fylgdi bréfinu,
veitti Lúðvík Ólafsson, settur
landlæknir í „prófessorsmálinu“
svokallaða, mér undirrituðum
áminningu fyrir að hafa brotið
11. gr. læknalaga alls sjö sinnum
í álitsgerð um störf dómkvaddra
sérfræðinga, sem ég hafði samið
fyrir verjanda málsins fyrir
Hæstarétti. Hefur hann reyndar,
þegar þetta er skrifað, leiðrétt
ein mistök sín og fækkað hinum
meintu brotum í sex.
Hafði ég, eftir að mér hafði
verið formlega tilkynnt að Lúð-
vík Ólafsson hefði verið settur
landlæknir til að úrskurða í
þessu máli, beðið hann um að
skilgreina umfang verksins eins
og hann hygðist vinna það, þ.e.
hver ákæruatriðin væru. Svarið
var á þá lund að „því verður ekki
endanlega svarað fyrr en að
verklokum“. Fékk ég þannig
aldrei skilgreind ákæruatriðin.
Nú hefur það gerst, að Lúðvík
Ólafsson, settur landlæknir, hef-
ur sent frá sér úrskurð sinn. Í
13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/
1993 segir að aðili máls skuli
eiga þess kost að tjá sig um efni
máls áður en stjórnvald tekur
ákvörðun í því. Þennan rétt til
andmæla fékk ég ekki. Hefur
settur landlæknir, Lúðvík Ólafs-
son, þannig veitt mér áminningu
án þess að skilgreina kæruatriði
og án þess að gefa mér kost á að
koma við þeirri vörn í málinu,
sem nauðsynleg er. Er hér aug-
ljóslega um að ræða alvarlegt
brot á stjórnsýslulögum.
Með bréfi sínu dagsettu þ. 8.
þ.m. reynir Lúðvík Ólafsson að
bæta fyrir þetta með því að
bjóða mér andmælarétt. Að
sjálfsögðu er það hrein merking-
arleysa að gefa aðila máls and-
mælarétt vegna ákvörðunar sem
þegar hefur verið tekin. Grein-
argerðin, þar sem farið er rangt
með atvik og efni máls í veiga-
miklum atriðum, hefur orðið til-
efni ítarlegrar umfjöllunar í fjöl-
miðlum, og valdið mér og öðrum
óþægindum og skaða.
Hefur lögmaður minn því í
dag sent settum landlækni, Lúð-
vík Ólafssyni, bréf með samriti
til heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytis, þar sem þess er
krafist að hann dragi áminn-
inguna til baka og kynni það
jafnframt á opinberum vett-
vangi, að veiting áminningarinn-
ar hafi verið mistök af sinni
hálfu.
Rétt er að undirstrika þá
skoðun mína í lokin, að forms-
atriði máls sem þessa eiga ekki
að þurfa að verða að umfjöll-
unarefni. Því miður hefur máls-
meðferð setts landlæknis, Lúð-
víks Ólafssonar, verið með þeim
ólíkindum, að ekki verður hjá því
komist að mótmæla henni harð-
lega. Meginatriði málsins er hins
vegar hin efnislega umfjöllun.
Hún verður því miður að bíða
þar til Lúðvík Ólafsson, eða aðrir
fyrir hans hönd, hafa tryggt það,
að farið verði að lögum í mál-
inu.“
Yfirlýsing frá Högna Óskarssyni
Þess krafist að
áminning verði
dregin til baka