Morgunblaðið - 14.11.2001, Blaðsíða 39
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 39
Laugavegi 24
Pantanir í síma 552 0624
Barnamyndatökur
M O N S O O N
M A K E U P
lifandi litir
LILJA Hilmarsdóttir fararstjóri
hjá Samvinnuferðum-Landsýn af-
hendir Stefaníu Guðmundsdóttur
starfsmanni Hreyfils gjafabréf
með ferð til Kúbu. Á myndinni
eru líka Sæmundur Kr. Sig-
urlaugsson forstjóri Hreyfils og
Elías Höskuldsson frá flugfélag-
inu Atlanta.
Stefanía lét þess getið í viðtali
við VR-blaðið vegna fimmtíu ára
starfsafmælis síns hjá bifreiða-
stöðinni Hreyfli að hún ætti þá
ósk heitasta að komast til Kúbu.
Af því tilefni ákváðu Sam-
vinnuferðir-Landsýn, Hreyfill og
flugfélagið Atlanta að gefa henni
ferð sem farin verður til Kúbu
14.-21. nóvember. Morgunblaðið/Kristinn
Boðið til Kúbu
NORICE er sameignarfélag Íslend-
inga í Noregi og Danmörku. Starf-
semi NorIce felst í aðstoð við Íslend-
inga er óska að flytja til
Norðurlandana vegna skóla eða at-
vinnu. NorIce var stofnað haustið
1999.
„Atvinnuástandið er sérstaklega
gott í Noregi og er atvinnuöryggið
þar mun betra en Íslendingar eru
vanir. Í Danmörku og Svíþjóð er at-
vinnuástandið ágætt en mikið at-
vinnuleysi ríkir í Finnlandi,“ segir í
fréttatilkynningu.
„Þar sem gengi íslensku krónunar
hefur lækkað mjög mikið gagnvart
öðrum gjaldmiðlum á Norðurlöndum
er mjög hagstætt flytja út núna.
Norska krónan hefur einnig styrkst
og hefur ekki verið sterkari í langan
tíma. Miðað við Íslendinga sem
fluttu til Noregs fyrir ári má segja að
þeir hafi fengið um 30% launahækk-
un vegna gengisbreytinga sem er
mikil kjarabót.
Á nýrri heimasíðu NorIce,
www.hallonordem.org gefst Íslend-
ingum kostur á að skrá umsóknir um
störf hjá 11 atvinnumiðlunum á
Norðurlöndum. Þetta eru 5 stærstu
atvinnumiðlanir Noregs, 4 atvinnu-
miðlanir í Danmörku og 2 atvinnu-
miðlanir í Svíþjóð. Af þeim umsókn-
um sem nú þegar eru skráðar hafa
40% umsækjenda fengið tilboð um
starf eftir 3 vikur og 20% eftir 5 vik-
ur,“ segir þar ennfremur.
Aðstoða Ís-
lendinga sem
vilja flytja til
Norðurlanda
SIGRÚN Aðalbjarnardóttir prófess-
or heldur fyrirlestur föstudaginn 16.
nóvember í málstofu uppeldis- og
menntunarfræðiskorar undir heitinu
„Í ljósi breyttrar heimsmyndar: Sam-
félagsvitund og samkennd.“
Fyrirlesturinn verður kl. 12.05 –
13, í stofu 101 Odda, Háskóla Íslands.
Fjallað verður um virðingu sem
brýnan þátt í gefandi samskiptum og
undirtón þess að móta réttlát sam-
félög, hvort sem þau eru stór eða smá:
Heimili, skóli, vinnustaður, ríki eða
samfélög þjóða.
Sigrún Aðalbjarnardóttir er pró-
fessor í uppeldis- og menntunarfræði
við félagsvísindadeild Háskóla Ís-
lands. Rannsóknir hennar eru á sviði
félagsþroska og samskiptahæfni,
áhættuhegðunar ungs fólks – lang-
tímarannsókn og fagmennsku kenn-
ara. Hún er þátttakandi í evrópska
samvinnuverkefninu Children’s Iden-
tity and Citizenship in Europe, segir í
fréttatilkynningu. Fyrirlesturinn er
öllum opinn og aðgangur er ókeypis
Fyrirlestur um
samfélagsvitund
og samkennd
FERMINGARBÖRN í 33 sóknum
um allt land gengu í hús mánudaginn
5. nóvember og söfnuðu 3 milljónum
króna til verkefna í Afríku. Þau
höfðu fengið fræðslu um helstu erf-
iðleika sem við er að etja í löndum
þriðja heimsins.
Hjálparstarf kirkjunnar þakkar
landsmönnum góðar viðtökur og
stuðning. Þetta er í þriðja sinn sem
þessi fræðsla og söfnun fer fram og
söfnunarfé rennur óskert til verk-
efna í Mósambík og Eþíópíu.
Þrjár milljónir
söfnuðust