Morgunblaðið - 14.11.2001, Síða 12

Morgunblaðið - 14.11.2001, Síða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ STRÍÐSREKSTURINN í Afg- anistan, menntunarmál, að- gengi fatlaðra, málefni fjöl- skyldunnar, frammistaða fjölmiðla og hvernig venju- legur dagur í lífi forsetans gengur fyrir sig var meðal þess sem brann á framhalds- skólanemum í Borgarholts- skóla þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands heimsótti þá í gær. Í heim- sókn sinni kynnti hann sér mismunandi námsbrautir í skólanum auk þess sem hann opnaði nýja vefsíðu skólans og veitti verðlaun í sam- keppni um slagorð og auglýs- ingu gegn reykingum. Að loknu innliti á mismun- andi námsbrautir skólans var samkomustund á sal með fjöl- breyttri dagskrá. Að loknu tónlistaratriði nemenda bauð skólameistari forseta velkom- inn, nemendur lásu ljóð og Sigursteinn Sigurðsson, for- maður nemendafélags Borg- arholtsskóla, tók til máls. Ólafur Ragnar ávarpaði sal- inn þar sem hann þakkaði fyrir að hafa fengið að koma í heimsókn á almennum starfs- degi í skólanum. Meðal ann- ars kom hann inn á forvarnir í máli sínu og sagði sígarettur líklega einu vöruna sem seld væri á Íslandi sem beinlínis dræpi fólk væri hennar neytt eins og til væri ætlast. Fjöldi þeirra sem létust vegna reyk- inga árlega á Íslandi væri svipaður og ef tvær flugvélar færust þó að líklega myndu óöruggar flugvélar vera teknar úr umferð um leið og upp um þær kæmust. Þá opnaði Ólafur Ragnar nýja heimasíðu skólans sem nemendur á margmiðlunar- braut eiga veg og vanda af og að því loknu veitti hann verð- laun fyrir samkeppni um slagorð og auglýsingu gegn reykingum. Það var Róbert G. Jónsson sem hlaut verð- laun fyrir besta slagorðið en höfundur bestu auglýsing- arinnar var Sóley Björk Stef- ánsdóttir. Verðlaunin voru stafrænar myndavélar sem eflaust eiga eftir að koma slíkum hugmyndasmiðum að góðum notum. Sendiráðið í Japan of dýrt? Í lok dagskrárinnar svaraði Ólafur Ragnar spurningum nemenda úr sal og voru þau fjölbreytt og viðamikil mál- efnin sem á þeim brunnu. Fyrsta spurningin laut að stríðinu í Afganistan og var spurt um skoðun forsetans á því hvort Bandaríkjamenn væru fórnarlömb miðað við fyrri aðgerðir þeirra í þess- um löndum og hvort forsetinn teldi rétt af Íslendingum sem hlutlausri þjóð að styðja stríðsaðgerðirnar í Afganist- an. Ólafur Ragnar svaraði því til að óhjákvæmilegt væri að reyna að koma í veg fyrir að saklaust fólk léti lífið á sama hátt og raunin varð hinn 11. september. Stjórnvöldum í Afganistan hefði verið gefið tækifæri til að vinna með Bandaríkjamönnum að því að ná í hryðjuverkamennina. Það hefðu þau ekki gert og því hefði verið óhjákvæmilegt að láta verkin tala. Ólafur Ragnar sagði að þó að 5. grein NATO-sáttmálans hefði verið gerð virk hefði NATO ekki tekið þátt í stríðsaðgerð- unum hingað til. Því væri ekki hægt að segja að Ísland væri aðili að átökunum. Nemandi á félagsfræða- braut spurði forsetann hvort ekki hefði mátt eyða minni fjármagni í sendiráðið í Japan og veita því frekar í mennta- kerfið. Sagði Ólafur Ragnar að Japan væri mjög dýrt land og því væri óhjákvæmilegt að sendiráð þar væri dýrt í upp- byggingu. Hann teldi mik- ilvægt að stuðla að sambandi milli Íslands og Asíu en treysti sér ekki til að dæma um hvort hægt hefði verið að byggja sendiráðið á ódýrari hátt. Hann sagði mikilvægt að menntamál hefðu forgang því menntun væri besta fjár- festingin sem Íslendingar gætu lagt í og í því sambandi sagðist hann ósáttur við að menntun væri alltaf flokkuð sem útgjöld og eyðsla en ekki fjárfesting. Einum nemandanum lék forvitni á að vita hvernig venjulegur dagur í lífi forset- ans væri. Svaraði Ólafur Ragnar því til að enginn dag- ur væri venjulegur hjá sér þar sem forsetaembættið hefði margbreytilegum skyldum að sinna. Annars færi hann venjulega í svokall- aða kraftgöngu úti við að loknu morguntei og gerði æf- ingar á eftir á meðan hann hlustaði á fréttir í útvarpinu. Hann notaði morgnana til að semja ræður og færi á skrif- stofuna síðdegis eða tæki á móti fólki á Bessastöðum. Stundum, þegar starfsdag- urinn væri langur, færi hann í ræktina eða sund síðdegis. Oft lyki vinnudeginum ekki fyrr en kl. 23–24 um kvöldið en kosturinn væri að starfið væri skemmtilegt og ögrandi þar sem hann fengi tækifæri til að hitta marga og fræðast um fjölbreytileg málefni. Erfitt að breyta Bessastöðum Spurt var um aðgengi fatl- aðra á Bessastöðum og hvort forsetinn beitti sér fyrir bættu aðgengi fatlaðra í sam- félaginu almennt. Sagði Ólaf- ur Ragnar að hann hefði reynt að hveta til þess að fatl- aðir fengju tækifæri í sam- félaginu á við aðra. Hins veg- ar væri erfitt að koma því í kring að breyta Bessastöðum til að auðvelda aðgengi fatl- aðra þar sem flest hús þar væru friðuð. Þó hefði verið reynt að haga málum þannig að þegar fatlaðir heimsæktu Bessastaði gætu þeir komist um allt húsið hjálparlaust. Nemandi, sem sagðist hafa sérstakan áhuga á fjölskyldu- málum, óskaði eftir að vita hvort forsetinn hygðist beita sér fyrir þeim málaflokki. Ólafur Ragnar sagðist hafa reynt að koma þeim boðskap áleiðis að fjölskyldan væri einn mikilvægasti vettvang- urinn í samfélaginu og að í henni væru fólgnar bestu for- varnirnar. Ekkert eitt hefði reynst jafn árangursríkt í baráttunni gegn fíkniefnum og samvera með fjölskyld- unni. Að lokum innti nemandi á margmiðlunarbraut eftir skoðun forsetans á því hvern- ig fjölmiðlar nútímans stæðu sig. Sagði Ólafur Ragnar að hann teldi fjölmiðla að mörgu leyti standa sig vel en þó hefði skort á að þeir sinntu skyldu sinni sem umræðuvettvangur á undanförnum árum. Þannig ættu fjölmiðlar að vera um- ræðutorg sem stuðlaði að lýð- ræðislegri umræðu í sam- félaginu. Forseti Íslands kynnti sér nám í Borgarholtsskóla og svaraði fyrirspurnum nemenda Stundar kraftgöngu daglega og skrifar ræðurnar á morgnana Morgunblaðið/Ásdís Ólafur Ragnar afhendir Róberti G. Jónssyni verðlaun fyrir besta slagorðið gegn reykingum en á milli þeirra stendur Sóley Björk Stefánsdóttir sem gerði bestu auglýsinguna. Forsetinn heimsótti meðal annars nemendur í bíl- og málmskálum og kynnti sér námið sem þar fer fram. Grafarvogur BÆJARSTJÓRN Mosfellsbæjar hefur falið bæjarstjóra að rita yf- irdýralækni bréf vegna málefna minkabúsins Dalsbús í Helgadal en að sögn bæjarstjóra telja nágrann- ar búsins að fjölda lausra minka á svæðinu megi rekja til þess að dýr sleppi þaðan. Í eftirlitsferð héraðs- dýralæknis í búið í gær kom fram að unnið er að því að gera búið dýr- helt. Morgunblaðið greindi frá því á sunnudag að tæplega 100 minkar hefðu veiðst í Mosfellsbæ og ná- grenni í ár og er það met að sögn minkabanans þar. Að sögn Jó- hanns Sigurjónssonar bæjarstjóra telja nágrannar Dalbús að mink- arnir komi þaðan. Hann segir það sem snýr að frágangi búsins, s.s. fráveitumál, umhverfisþætti og reksturinn vera undir umsjón bæj- aryfirvalda og heilbrigðiseftirlits en það sem snúi að dýrahaldi, þ.e. aðbúnaði og umgjörð dýranna, sé á hendi héraðsdýralæknis og þar með yfirdýralæknis. Því hafi hon- um verið falið að skrifa yfirdýra- lækni vegna málsins þar sem óskað væri eftir því að tekið yrði á þess- um málum. Aðspurður segir hann bæjaryf- irvöld hafa reynt að þrýsta á um bætur. „Það sem við höfum verið að horfa á eru þessi girðingamál því menn vilja meina að minkurinn geti sloppið út og það sé eitthvað sem þurfi að laga.“ Fellst ekki á að hafa tapað dýrunum Gunnar Örn Guðmundsson, hér- aðsdýralækir í Gullbringu- og Kjósarsýslu, fór í eftirlitsferð í minkabúið í gær en slík eftirlits- ferð var síðast farin í fyrra. Hann segir málin hafa verið rædd en ver- ið sé að vinna í því að gera búið dýrhelt. Búið sé að óska eftir skýrslu frá minkabananum í Mos- fellsbæ um málið en hún hafi ekki borist. „Þetta vill nú reyndar víða koma fyrir þrátt fyrir að maður telji að búrin séu dýrheld því það eru kannski einhver mannleg mis- tök eða eitthvað slíkt sem gerir það að verkum að dýrin sleppa út,“ segir Gunnar. Hann segir eiganda búsins ekki fallast á að hafa tapað eins mörg- um dýrum og haldið sé fram og erf- itt geti verið að sanna að dýrin séu frá honum komin. Aðspurður segir hann að erfitt geti verið að knýja á um úrbætur því ekki séu til ákvæði í reglugerðum sem heimili beitingu dagsekta í slíkum tilfellum. Hins vegar telji hann að þau úrræði sem gripið hefur verið til eigi að nægja til að halda dýrunum í skefjum. Héraðsdýralæknir í eftirlitsferð í minkabúið í Helgadal í gær Unnið að úrbótum Mosfellsbær

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.