Morgunblaðið - 14.11.2001, Side 40
DAGBÓK
40 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Barn yfir á
rauðu ljósi
FYRIR stuttu var ég að
fylgja dóttur minni í skóla.
Á gangbraut á móts við
Hlíðarskóla við Hamrahlíð-
ina var á undan okkur 10–11
ára gömul stúlka sem var að
koma að gangbrautinni þeg-
ar strætisvagn kemur, flaut-
ar á hana og þegar hún lítur
upp bendir bílstjórinn henni
á að fara yfir á rauðu ljósi.
Það undrar mig að bíl-
stjórinn skuli hafa gert
þetta og finnst mér þetta
mjög ámælisvert, þ.e. að
hvetja barn til að fara yfir á
rauðu ljósi.
Vala Björg.
Bubbi og Esso
MIG langar að koma á
framfæri þakklæti til Esso
fyrir að hafa fengið Bubba
Morthens til að koma í
heimsókn í Austurbæjar-
skólann 6. nóv. sl. og fræða
nemendur um fíkniefna-
vandann og afleiðingar
hans. Bubbi talaði við nem-
endur á þeirra tungumáli og
var frábær. Vil ég þakka
Bubba fyrir gott erindi.
Katrín íþróttakennari.
Kraftlýsi fáanlegt
VEGNA skrifa sem hafa
verið að undanförnu um
Kraftlýsi á Djúpavogi, þá vil
ég koma því á framfæri að
búið er að endurskipuleggja
rekstur Kraftlýsis og er
starfsemin nú komin aftur í
fullan gang, og verður há-
karlalýsið áfram selt undir
sömu vörumerkjum og áð-
ur.
Hákarlalýsið fæst nú í
flestum heilsubúðum, þar á
meðal öllum búðum Heilsu-
hússins, ásamt fiskbúðum
og matvöruverslunum víða
um land.
Jóhann Hjaltason.
Fyrirspurn
MIG langar til að spyrja í
tilefni af nýlega gengnum
dómi um kynþáttamál hér í
Reykjavík hvort ekki væri
rétt að lögmætir aðilar
stöðvuðu sýningar á Töfra-
flautunni eftir Mozart vegna
kynþáttafordóma. Þar er
persóna sem heitir Monos-
tats sem alla tíð hefur verið
hafður svartur. Ég ætla að
benda þeim á sem áhuga
hafa á að kæra kynþáttamál
að láta loka þessari sýningu.
Sr. Kolbeinn Þorleifsson,
Ljósvallagötu 16.
Tapað/fundið
Sérsmíðuð
skóinnlegg týndust
SÉRSMÍÐUÐ skóinnlegg
frá Stoðtækni týndust í
Kringlunni föstudaginn 9.
nóv. milli kl. 13 og 13.30.
Þau hafa gleymst í kerru
uppi á 2. hæð við útgang hjá
Hagkaup. Þessi innlegg
hafa mikið notagildi fyrir
eiganda og er þeirra sárt
saknað. Þeir sem hafa séð
þessi innlegg eða vita hvar
þau eru eru vinsamlega
beðnir um að hafa samband
við Guðrúnu í síma
697 3765.
Kerrusvunta
í óskilum
BLÁ kerrusvunta með gul-
köflóttum köntum er í óskil-
um hjá Tex Mex, Langholts-
vegi 89. Uppl. á staðnum
eða í síma 588 7999.
Svört handtaska
týndist
SÍÐDEGIS mánudaginn 5.
nóv. sl. týndist svört hand-
taska í miðbæ Reykjavíkur.
Á henni var lítið merki þar
sem stendur Icelandair.
Í töskunni er snyrtidót af
ýmsu tagi, drappleit skyrta
og þverröndótt vesti. Þeir
sem kunna að búa yfir upp-
lýsingum um hvar umrædd
taska er niðurkomin eru
beðnir að hafa samband í
síma 461 1601 á daginn en
462 1100 á kvöldin.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Víkverji skrifar...
ALLTAF er það hvimleitt þegarmenn vilja ekki kannast við
gerðir sínar eða mistök sín. Þetta
kemur m.a. fram í því að menn sem
verða fyrir því að aka á kyrrstæðan
bíl, t.d. á bílastæði, stinga af og kom-
ast upp með það.
Nýverið varð dóttir Víkverja fyrir
því að væn dæld og rispur komu á bíl
hennar þar sem hún stóð á stæði við
hina nýju Smáralind. Annaðhvort
hefur bílhurð verið opnuð þetta
harkalega eða horn á bíl rekist í með
þessum afleiðingum. Í það minnsta
er skemmdin slík að ómögulegt er
annað en að sá sem henni olli hafi
orðið var við hana.
Þegar dóttirin varð beyglunnar
vör kannaði hún hvort bíll við hlið
hennar bíls gæti hafa valdið tjóninu
en það gat varla átt sér stað þar sem
hann var lítill og beyglan nokkuð hátt
á hlið bílsins. Viðkomandi hafði því
laumast burtu.
Heldur er það lágkúrulegt að
stinga af frá svona. Það er hins vegar
ódýrast fyrir tjónvaldinn. Dóttirin
situr því uppi með viðgerð upp á
nokkur þúsund krónur, kannski 10–
20 þúsund, því nokkra tíma hlýtur að
taka að rétta og pússa og mála svona
dæld. Menn hafa hins vegar enga af-
sökun fyrir svona framkomu. Ef
menn þykjast ekki geta skilið eftir
skilaboð á viðkomandi bíl er eina vitið
að hafa samband við lögreglu og fá
uppgefinn eiganda til að gera málið
upp. Sérlega einfalt og það eina rétta.
x x x
NÝLEGA gekk fyrsta alvarlegaóveðurshrina vetrarins yfir
landið og var hún nokkuð óvægin.
Skip lentu í erfiðleikum, hús
skemmdust, bryggjur flutu af stað,
bílar ultu og gámar fuku svo fátt eitt
sé nefnt. Við kippum okkur svo sem
ekki alvarlega upp við þessi tíðindi,
setjum undir okkur hausinn, reynum
að þola tjónið og fáum kannski bætur
en greiðum svo úr vandanum og dag-
lega lífið heldur áfram. Þetta er bara
þáttur í því að búa á ísa köldu landinu
og við stórborgarbörnin sem búum
við birtu og yl breiðum bara betur yf-
ir okkur við sjónvarpið og maulum
meira nammi. Látum eins og þetta
skipti okkur engu og bíðum betri tíð-
ar með blóm í haga.
Ef við höfum rænu á að líta upp úr
þægindunum rifjast það upp fyrir
okkur að ýmsir þurfa að leggja tals-
vert á sig í lífsbaráttunni og ýmsir
eru mjög svo háðir veðri og vindum í
afkomu sinni, þessum hlutum sem við
ráðum svo ósköp lítið við. Sjómenn
róa ekki nema vel viðri nema á stóru
skipunum og þar er ekki allt tekið út
með sældinni, bændur eiga allt sitt
undir heyfeng og vænum dilkum og
ýmis önnur störf eru háð þessum ytri
aðstæðum. Þetta vill kannski stund-
um gleymast hjá okkur sem höldum
að peningarnir verði til í bönkunum
og að allur gróði og arður felist í
verðbréfahöndli. Lífið er ekki alveg
svo einfalt og flest þurfum við að
leggja ýmislegt annað og meira á
okkur en svo að geta lesið peningana
nánast fyrirhafnarlaust af trjánum.
Í þessu sambandi má kannski til
gamans rifja upp eitt lögmál Murph-
ys sem Víkverji vitnar gjarnan til.
Þar segir nefnilega að það er ekkert
eins einfalt og það sýnist.
Þetta er mikil og gagnmerk speki
eins og lesendur hljóta að sjá! Hve-
nær eru hlutirnir eins einfaldir og
þeir sýnast? Lífið er ekki bara svart
eða hvítt.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
LÁRÉTT:
1 skjóta af byssu, 4 sigr-
ar, 7 talaði um, 8 dulu, 9
spil, 11 duglega, 13 syrgi,
14 brotlegur, 15 vinna, 17
spil, 20 geymir, 22 yfir-
hafnir, 23 mæti, 24 rás,
25 deila.
LÓÐRÉTT:
1 viðburðarás, 2 fornrit-
ið, 3 lengdareining, 4
höggva, 5 fuglar, 6 rödd,
10 núningshljóð, 12 ílát,
13 illgjörn, 15 þýðgeng-
ur, 16 niðurgangurinn,
18 skerðum, 19 ráfa, 20
þroska, 21 hljómur.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 skýrleiki, 8 totum, 9 rokið, 10 ann, 11 forað, 13
ausur, 15 moska, 18 sinna, 21 tóm, 22 græða, 23 andar,
24 aumingjar.
Lóðrétt: 2 kætir, 3 rómað, 4 eyrna, 5 kokks, 6 stef, 7 úð-
ar, 12 auk, 14 uxi, 15 magi, 16 skæru, 17 ataði, 18 smaug,
19 nudda, 20 aurs.
K r o s s g á t a
MIG langaði að forvitn-
ast hvernig stæði á því
hve Morgunblaðið kynn-
ir illa sjónvarps-
dagskrána í blaðinu hjá
sér, það var sú tíð er
Mbl. var með sérblað á
fimmtudögum um sjón-
varpsdagskrána og
gerði því ítarleg skil en
er hætt því, af hverju
veit ég ekki, eins og
þetta er í dag er sára-
lítil umfjöllun um þætti,
og bíómyndir um helgar
er oft bara sagt hverjir
eru í aðalhlutverki, það
er varla að það sé 30%
af einni blaðsíðu um-
fjöllun um íslenskt sjón-
varp, það mætti vera
heil opna með mikla um-
fjöllun, sérstaklega um
bíómyndir með góðum
myndum með til að auka
áhorf. Mér finnst þetta
bara svo skrítið þar sem
sjónvarpið skipar stóran
sess í lífi landsmanna og
Mbl. er öflugasti fjöl-
miðill landsins og lang-
ítarlegastur á flestum
sviðum. Þið mættuð
taka Séð og heyrt ykkur
til fyrirmyndar varðandi
sjónvarpsdagskrá.
Gísli Aðalsteinn
Jónasson, Keflavík.
Illa kynnt dagskrá
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Sel-
foss kemur og fer í dag.
Arnarfell kemur í dag,
Goðafoss fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn: Sel-
foss fer í dag, Jóhann
kom í gær.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur Sól-
vallagötu 48. Skrifstofa
s. 551-4349, flóamark-
aður, fataúthlutun og
fatamóttaka, sími 552-
5277, eru opin miðvikud.
kl. 14–17.
Mannamót
Aflagrandi 40, kl 9 og
kl. 13 vinnUstofa og
postulín, nýtt námskeið í
jóga hefst í dag kl. 17
komum fleirum að í
námskeiðið, skráning í
afgreiðslu s. 562-2571.
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta og opin
handavinnustofan, kl. 13
spilað, kl. 13–16.30 opin
smíðastofan, kl. 10 pútt-
völlurinn opinn. Allar
uppl. í s. 535-2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
13 hárgreiðsla, kl. 8–
12.30 böðun, kl. 9–12
vefnaður, kl. 9–16
handavinna og fótaað-
gerð, kl. 10 banki, kl. 13
spiladagur, kl. 13–16
vefnaður.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðju- og fimmtudögum
kl. 13–16.30, spil og
föndur.
Félagsstarf aldraðra,
Dalbraut 18–20. Kl. 9–12
aðstoð við böðun, kl. 9–
16.45 hárgreiðslu-og
handavinnustofur opnar,
kl. 10–10.45 leikfimi, kl.
14.30 banki.
Félag eldri borgara,
Kópavogi. Viðtalstími í
Gjábakka í dag kl. 15–
16. Skrifstofan í Gull-
smára 9 opin í dag kl.
16.30–18.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð-
un, kl. 10 hársnyrting,
kl. 10–12 verslunin opin,
kl. 13 föndur og handa-
vinna, kl. 13.30 enska,
byrjendur.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Borgarleik-
húsið 15. nóv. kl. 20.
Miðapantanir sem fyrst í
síma 820-8571 eftir há-
degi. Rúta frá Kirkju-
hvoli kl. 19.15. Stunda-
skrá í hópastarfi er
auglýst á töflu kjall-
aranum í Kirkjuhvoli og
á www.fag.is.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Línudans kl. 11, mynd-
list kl. 13, pílukast kl.
13.30. Tölvunámskeið í
Flensborg kl. 17. Á
morgun verður pútt í
Bæjarútgerðinni kl. 10
og glerskurður í Hraun-
seli kl. 13.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Miðvikud.:
Göngu-Hrólfar fara í
göngu frá Ásgarði,
Glæsibæ, kl. 10. Söng-
félag FEB, kóræfing kl.
17. Línudanskennsla
fellur niður. Brids-
námskeið kl. 19.30.
Fimmtud.: Brids kl. 13.
Framsögn kl. 16.15. Silf-
urlínan er opin á mánu-
og miðvikudögum kl. 10–
12. Skrifstofan er flutt
að Faxafeni 12, sama
símanúmer og áður. Fé-
lagsstarfið er áfram í
Ásgarði, Glæsibæ. Uppl.
á skrifstofu FEB. kl. 10–
16, s. 588-2111.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
fótaaðgerð, opin vinnu-
stofa, postulín, mósaik
og gifsafsteipur, kl. 9–13
hárgreiðsla, kl. 9–16
böðun. Opið alla sunnu-
daga frá kl. 14–16, blöðin
og kaffi. Farið verður að
sjá leikritið „Með vífið í
lúkunum“, föstudaginn
16. nóvember, miða-
pantanir fyrir 14. nóv.
Hæðargarði s. 568-3132.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar, kl. 10.30 gamlir
leikir og dansar, frá há-
degi spilasalur opinn.
Föstudaginn 16. nóv-
ember kl. 16 verður
myndlistarsýning Krist-
ínar Bryndísar Björns-
dóttur opnuð. Sunnu-
daginn 15. nóv. kl. 14.
syngur Gerðubergskór-
inn við guðsþjónustu í
Kópavogskirkju, m.a.
fjölbreytt söngdagskrá.
Upplýsingar um starf-
semina á staðnum og í
síma 575-7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin,
leiðbeinandi á staðnum
kl. 10–17, kl. 10.30
boccia, kl. 13 félagsvist,
kl. 16 hringdansar, kl. 17
bobb. Söngfuglarnir
taka lagið kl. 15.15. Guð-
rún Lilja mætir með gít-
arinn.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 vefnaður, kl.
9.05 leikfimi, kl. 13 ker-
amikmálun. Bún-
aðarbankinn með þjón-
ustu í Gullsmára kl. 10,
boccia kl. 14.
Hraunbær 105. Kl. 9 op-
in vinnustofa, handa-
vinna, bútasaumur, kl.
9–12 útskurður, kl. 9–17
hárgreiðsla og fótaað-
gerðir, kl. 11 banki, kl.
13 brids.
Hvassaleiti 58–60. Kl. 9
böðun, föndur-
klippimyndir, kl. 13.30,
gönguferð, kl. 15 teikn-
un og málun. Fótsnyrt-
ing, hársnyrting.
Korpúlfarnir, eldri
borgarar í Grafarvogi,
hittast á morgun
fimmtud. 15. nóv. kl. 10 í
keilu í Mjódd. Spiluð
keila, spjallað og heitt er
á könnunni. Allir vel-
komnir. Upplýsingar
veitir Þráinn Haf-
steinsson í s. 5454-500
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa, kl.
9–16 fótaaðgerðir, kl. 9–
12 tréskurður, kl. 10
sögustund, kl. 13 banki,
kl. 14 félagsvist, kaffi,
verðlaun.
Vesturgata 7. Kl. 8.25
sund, kl. 9–16 fótaaðgerð
og hárgreiðsla, kl. 9.15–
16 postulínsmálun og
myndmennt, kl. 13–14
spurt og spjallað, kl. 13–
16 tréskurður. Fimmtu-
daginn 15. nóvember
verður fyrirbænastund í
umsjón séra Hjálmars
Jónssonar dóm-
kirkjuprests, allir vel-
komnir. Jólafagnaður
verður fimmtudaginn 6.
desember, jólahlaðborð,
söngur, hljóðfæraleikur,
danssýning og fleira,
nánar auglýst síðar.
Föstudaginn 16. nóv-
ember dansað í kaffitím-
anum við lagaval Hall-
dóru, gott með kaffinu,
allir velkomnir.
Vitatorg. Kl. 9 smíði og
hárgreiðsla, kl. 10 fóta-
aðgerðir, morgunstund,
bókband og bútasaum-
ur, kl. 12.30 versl-
unarferð, kl. 13 hand-
mennt og kóræfing, kl.
13.30 bókband, kl. 15.30
kóræfing.
Félagsstarf aldraðra,
Bústaðakirkju. Fé-
lagsstarf aldraðra í Bú-
staðakirkju. Helgistund
í kirkju kl. 11, súpa,
brauð, spjall og fl. Kl.
13–16.30 handavinna,
spilað og föndrað og
góður gestur í heimsókn.
Þið sem viljið láta sækja
ykkur, vinsamlega látið
Sigrúnu vita í síma 864-
1448, eða kirkjuvörð í
síma 553-8500.
Álftanes. For-
eldramorgna í Hauks-
húsum kl. 10–12 í dag.
Heitt á könnunni.
ITC-deildin Melkorka
heldur fund í Gerðu-
bergi í kvöld, 14. nóv., kl.
20. Stef fundarins er
„Æfingin skapar meist-
arann“. Gestur fund-
arins er dr. Zuilma
Gabríela Sigurðardóttir
lektor hjá félagsvís-
indadeild Háskóla Ís-
lands. Allir velkomnir
Uppl. veitir Jóhanna
Björnsdóttir s. 553-1762
og 552-4400, netfang:
hannab@isl.is.
Hana-nú, Kópavogi.
Fundur í Bókmennta-
klúbbi kl. 20 í kvöld á
Lesstofu Bókasafns
Kópavogs. Gestur
kvöldsins er Matthías
Johannessen skáld.
Fjallað verður um verk
Tómasar Guðmunds-
sonar. Minnt er á dag ís-
lenskrar tungu á Bóka-
safni Kópavogs
föstudaginn 16. nóv-
ember en þar munu fé-
lagar í Bókmennta-
klúbbi Hana-nú taka
þátt í „maraþon“-
upplestri frá kl. 13–17
ásamt öllum þeim sem
vilja taka þátt í lestr-
inum.
Styrkur, samtök
krabbameinssjúklinga
og aðstandenda þeirra,
Skógarhlíð 8. Opið hús í
kvöld frá kl. 20.30. Sig-
urður Böðvarsson
krabbameinslæknir flyt-
ur erindi um húð-
krabbamein. Allir vel-
komnir.
Í dag er miðvikudagur 14. nóv-
ember, 318. dagur ársins 2001. Orð
dagsins: Enginn skapaður hlutur er
honum hulinn, allt er bert og önd-
vert augum hans. Honum eigum vér
reikningsskil að gjöra.
(Hebr. 3, 13.)