Morgunblaðið - 23.01.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.01.2002, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í Morgunblaðinu 10. jan. sl. (bls. 12) var fjallað um væntanlegt inntökupróf í lækna- deild. Rætt var við varaforseta lækna- deildar til þess að fá nánari fregnir af þessu máli, sem varð- ar allmarga og þá ekki hvað síst ungmenni, sem eiga eftir að þreyta þetta próf. Sá sem þetta ritar fékk á sínum tíma að stunda nám í Háskóla Íslands. Honum var leiðbeint í íslenskum fræðum og kennt margt gagnlegt. Fyrir þetta er hann þakklátur og er hlýtt til HÍ. – Skólinn er þó auð- vitað ekki hafinn yfir málefnalega gagnrýni. Fyrir kennarafund í MR 8. jan. sl. voru lögð fram ljósrit af bréfi kennslustjóra ld. til „rektors og skólameistara framhaldsskóla“, dags. 6. 12. sl., og hinum nýju reglum um inntöku nýnema í lækn- isfræðiskor og sjúkraþjálfunarskor í ld. HÍ. Reglurnar, sem eru dags. 8. nóv. sl., voru samþykktar af há- skólaráði og undirritaðar af rektor og kennslustjóra HÍ. Þær hafa ver- ið birtar í Stjórnartíðindum, nr. 885/2001, og lögformlegt gildi þeirra ber að skoða í því ljósi. Þær eru aðgengilegar almenningi á Netinu (www.hi.is/nam/laek). Margvíslegir kostir eru við það að hverfa frá þeirri skipan, sem verið hefur um skeið í ld. HÍ. Vara- forseti ld. bendir í fyrrnefndu við- tali við Morgunblaðið á það, að gamla fyrirkomulagið hafi einfald- lega gengið sér til húðar. – Gamla aðferðin var ómannúðleg, og þetta var ekki skynsamleg nýting á tíma kennara og nemenda, en jafnvel 80% af upphaflegum nemendum heltust fljótlega úr lestinni. – Fram kemur og í blaðinu, að formaður fé- lags læknanema telur kosti hins nýja prófs fleiri en gallana. Meg- inkosturinn felist í því að stúdentar þurfi nú ekki að „verja heilum vetri í nánast mannskemmandi klásus- próf“, en geti þess í stað nýtt tím- ann í annað nám, komist þeir ekki inn í ld. Formaðurinn nefnir hins vegar, að sumt valdi hér áhyggjum, t.d. námsefni til prófsins. Sérstak- lega sé og mikilvægt, að stúdentar fái að vita með góðum fyrirvara um námsefni. Fréttirnar um inntökuprófið hafa valdið nokkurri spennu hjá sumum framhaldsskólanemum. Við skulum setja okkur í þeirra spor. Tökum sem dæmi nemanda á síð- asta ári í framhaldsskóla, sem þrá- ir að verða læknir. Hann veit, að sam- keppnin er grimm og hörð og aðeins tak- markaður hópur kemst áfram. Hann fær sl. haust að líta í Kennsluskrá HÍ fyrir skólaárið 2001-2002. Á bls. 46 og næstu síðum eru upplýsingar um nám í ld. Þar er fjallað rækilega um val stúd- enta til læknanáms og hvernig prófum verði háttað í einstökum greinum. Þar vega greinilega þyngst efnafræði, eðlisfræði og inngangur að líffæra- og lífeðlisfræði. Getið er um samkeppnispróf, er skeri úr um, hverjir haldi áfram námi í ld., og það sé haldið í lok haustmiss- eris. – Er ekki sennilegt, að fyrr- nefndur nemandi leggi í skóla sín- um – og jafnvel sjálfur – sérstaka áherslu á nám í fyrrnefndum grein- um? Svo berast þau tíðindi eftir áramótin, að þetta samkeppnispróf verði með allt öðrum hætti og nokkur áhersla lögð á greinar á sviði félagsvísinda. Þetta kann að orka tvímælis frá siðferðilegu sjón- armiði og vera það sem kallað er „siðfræðileg álitaefni“ (með fullri virðingu fyrir félagsvísindum). Hafa ber og í huga í framtíðinni, að náttúrufræðibraut býr nemendur undir nám í háskóla í heilbrigð- isgreinum. Hugum þá að hinum nýju reglum HÍ um þessi málefni. Hið fyrsta sem vekur athygli er hinn snúni embættisstíll, sem algengur er í stofnanamáli samtímans og tor- veldar stundum skilning, sbr. t.a.m. síðustu efnisgrein og orða- lagið „að byggja ramma utan um einkunnagjöf“. – Þá er og setningu greinarmerkja víða töluvert ábóta- vant og hún hvorki í samræmi við hinar nýju eða eldri reglur, sbr. hér 3. efnisgr. 2. gr. Þar er og að- lögun sagnar að frumlagi, sem minnst er á í handbókum handa ungmennum, ekki sem skyldi. Dæmi: „Tiltekinn fjöldi ... fá rétt til náms ... .“ – Þá skal vikið að 5. gr., en sumt er þar heldur erfitt skiln- ings. Þar segir, að 70% inntöku- prófsins verði eingöngu krossapróf og þar miðað við námsefni fram- haldsskóla. Síðan segir: „Í fyrsta sinn (árið 2002) verður einkum miðað við þau námskeið sem eru í kjörnum mála-, náttúrufræði- og félagsmálabrauta [svo!].“ Hin síð- astnefnda braut er heldur vafasöm, því að ekki er til kjarnabraut með þessu nafni. Hér mun líklega átt við félagsfræðabraut. Nokkru síðar segir: „Þeir áfangar sem lagðir eru til grundvallar fyrir prófið eru eft- irfarandi:“, og síðan eru taldir upp margir áfangar í 11 liðum. Það vek- ur athygli, að í þeirri upptalningu eru ýmsir áfangar, sem ekki eru í kjörnum brautanna þriggja. Þá eru ýmsir áfangar í kjörnunum ekki nefndir í upptalningunni (Aðalnám- skrá framhaldsskóla, almennur hluti, bls. 63-68. Hún er aðgengileg á heimasíðu menntamálarn.). Ekki veit ég hvernig stendur á þessum mun á því, sem einkum verður mið- að við, og því, sem er lagt til grundvallar í prófi þessu. Hér skal aðeins hugað að lið e) í upptalningunni, þ.e. íslenskunni, en ætlunin er að nota þar eingöngu krossapróf. Heftið Aðalnámskrá framhaldsskóla, íslenska, skal at- hugað í þessu viðfangi (aðgengilegt á heimasíðu menntamálarn.). Skoð- um t.a.m. „ÍSL 102“. Þar eru t.d. nefnd þau áfangamarkmið, að nem- andi – geti lesið upphátt fyrir aðra eigin texta og annarra, – öðlist sjálfstraust og öryggi í ræðustól, – temji sér notkun hjálpargagna við réttritun, þ.m.t. orðabækur og leið- réttingarforrit, – þjálfist í notkun handbóka í ritun, – geti gengið frá texta á viðunandi hátt í tölvu, o.m.fl. – Við blasir, að einföld krossapróf henta ekki þeim áfangamarkmiðum, sem hér hefur verið lýst. Niðurstaða mín hér er þessi: Það er fagnaðarefni að nú skuli aflögð gömlu samkeppnisprófin í ld. Hins vegar hefur ekki tekist sem skyldi að skipuleggja og skilgreina það sem við tekur. Þessi mál eru við- kvæm og vandmeðfarin. Standa þarf vel að formlegum ákvörðun- um, þannig að þær séu skýrar og gengið frá þeim á viðunandi hátt, áður en þær birtast í Stjórnartíð- indum. Um inntökupróf í lækna- deild, kosti þess og galla Ólafur Oddsson Inntökupróf Það er fagnaðarefni að nú skuli aflögð gömlu samkeppnis- prófin í læknadeild, segir Ólafur Oddsson, en ekki hefur tekist sem skyldi að skipu- leggja og skilgreina það sem við tekur. Höfundur er kennari. ÞAÐ voru tilmæli Samkeppnisráðs sl. sumar að Reykjavík- urborg endurskoðaði framkvæmd styrk- veitinga til tónlistar- skólanna svo að hún mismunaði ekki skól- unum. Í kjölfarið lýsti formaður Fræðslu- ráðs Reykjavíkur því yfir í fjölmiðlum að verið væri að endur- skoða þessi mál. Það er því undar- legt að lesa það í Morgunblaðinu, haft eftir formanni fræðsluráðs, að fyrst í síðustu viku hafi Fræðsluráð Reykjavíkur sam- þykkt að gera eitthvað í málinu. Borgarstjórn hefur haft tækifæri til að endurskoða styrkveiting- arnar frá því í sumar og hefði mátt ætla að breytingatillögur hefðu komið fram við gerð fjárhags- áætlunar þessa árs. Í frétt Morgun- blaðsins kemur fram að formaður fræðslu- ráðs hafi lagt fram til- lögu um að veita Tón- skóla Hörpunnar einnar milljónar króna styrk til að gera til- raun um breytta kennsluhætti fyrir börn á 1. og 2. ári í hljóðfæraleik. Það var að tillögu varafor- manns fræðsluráðs að Tónskóli Hörpunnar útbjó drög að samn- ingi um breytta kennsluhætti fyrir börn á 1. og 2. ári í hljóðfæraleik og voru þær til- lögur lagðar fyrir fræðsluráð haustið 2000. Tillaga formanns fræðsluráðs um einnar milljónar styrk til verksins er sorgleg áminning um það hve vilji fræðslu- ráðs til að leysa málið er lítill. Tón- listarskólar með 80 nemendur, jafn stórir Tónskóla Hörpunnar, fá rekstrarstyrki upp á 8 milljónir króna frá Reykjavíkurborg. Það sjá allir óréttlætið í þessu máli. Áframhaldandi mismunun Kjartan Eggertsson Tónlistarskólar Tillaga formanns fræðsluráðs um einnar milljónar styrk til verksins, segir Kjartan Eggertsson, er sorgleg áminning um það hve vilji fræðsluráðs til að leysa málið er lítill. Höfundur er skólastjóri Tónskóla Hörpunnar. É g hef oft velt því fyrir mér hvers vegna sumt fólk er endalaust að hafa orð á því við systur mína að hún sé of mjó, horuð, rengluleg, vannærð og veikluleg. Ég hef ekki alltaf skilið hvað þetta fólk er að fara, enda er systir mín bæði sæt og góð og er í ofanálag svo ljónheppin að hafa þetta eftirsótta vaxtarlag. Auk þess er mér verulega hlýtt til hennar. Hvað er fólk eiginlega að meina? Ég hef svosum líka velt því fyrir mér hvers vegna þetta sama fólk steinþegir um það að ég sé of feit. Um það ríkir slík grafarþögn að stundum held ég að ég hljóti að vera mjó – í það minnsta passleg, en að ég sýnist bara feit þegar ég horfi á sjálfa mig. Slíkt fyr- irbæri er reyndar al- þekkt og er ein birting- armynd graf- alvarlegs sjúkdóms. Nei, fjandakornið. Svar við þessum vangaveltum mínum er mér sagt að fáist í bíói þessa dagana, á myndinni Shallow Hal. Þar segir af manni sem vill bara grannar konur. Þegar hann er dáleiddur klikkar forritið, og honum finnst meira máli skipta að þær séu indælar og góðar, þótt þær séu feitar! Þetta frétti ég hjá unglingi mér nákomnum, sem sagði mér frá boðsferð sinni í bíó, en aðgöngu- miðinn sem hún og vinkona hennar áttu að framvísa voru „eins stórar nærbuxur og hægt var að finna“. Drottinn minn dýri, maður leggur nú ýmislegt á sig fyrir frían bíómiða nú til dags, enda lítið mál að grínast með feitabollur, þær eru hvort eð er svo geðgóðar og glaðværar sjálfar. En aftur að Grunn- hyggna Halla. Hann varð svo óheppinn eftir að hann var fall- inn í dá, að verða ástfanginn af konu. Hún var yndisleg og góð, greind og skemmtileg. Hvað er hægt að biðja um meira? Ég sagði óheppin, því þótt Halli virt- ist sannarlega dottinn í lukku- pottinn var einn ljóður á. Ástin hans góða var sem sagt feita- bolla. Að því komst hann þegar hann vaknaði úr dáinu. Ég var orðin svo spennt að fylgjast með Halla og ástinni hans að um leið og ég sá unglingablaðið Fókus sem fylgdi DV á föstudaginn svalg ég í mig grein um þessa forvitnilegu bíómynd, til að kom- ast að því hvernig allt fór. Þar stóð: „Á hann að fórna ástríku sambandi fyrir útlitsgalla.“ Er nema von að spurt sé! Ungling- urinn er nefnilega nýbúinn að sjá aðra bíómynd, Legally Blond, og var himinlifandi yfir því að vera dökkhærð en ekki ljóshærð; stúlkur með þann útlitsgalla eiga virkilega erfitt ætli þær að kom- ast í gegnum laganám, ég tala nú ekki um ef þær klæðast bleiku. Sólveig Pétursdóttir hlýtur að hafa komist í gegn í dökku dragtinni sinni sem er svo klæði- leg. Þeir eru orðnir svo margir út- litsgallarnir sem maður þarf að burðast með, að það er skilj- anlegt að fólk vilji ekki bæta meiri vandræðum á sig að nauð- synjalausu. Nú eru liðnir nokkrir dagar, og í millitíðinni er ég búin að ráðfæra mig við mömmu, vinkon- ur mínar, sálfræðinginn og saumaklúbbinn um það hvað fel- ist í örlögum Halla. Það er und- arlegt, en mér finnst tónninn á þann veg, að þetta fólk sem ég treysti svo vel, hafi enga samúð með honum. Mér finnst jafnvel að eitthvað hafi gerst og að ég sé jafnvel orðin umskiptingur eins og Halli. Mér er sagt að það sé ekkert grín að vera feitur, og þó að ég það sé ekkert víst að ég sé góð og falleg að innan þótt vöxtur minn sé svona, hvað þá að ég sé endilega gáfuð og greind fyrir dökka hárið. Hvað nú ef ég fer að trúa því? Mér er sagt að for- dómar ríði röftum hvar sem er, innra með fólki sem utan, og jafnvel að heilu samfélögin taki sig saman um að viðhalda þeim. Ég vissi reyndar að feitlagið fólk á erfitt með að fá á sig föt og skó, og að það þarf að fara í sér- stakar sérverslanir fyrir feitt fólk til að fá spjarir utan á sig. Ja, nema það heyri auglýst að hin og þessi búðin sé með fatnað í stórum stærðum, sérstærðum, aukastærðum eða yfirstærðum. Hvaða stærð er ég eiginlega? ... stór, sér, auka eða yfir? Mín stærð getur varla verið númer aftan í hálsmáli, því eins og blaðamaðurinn á Fókus orðaði það, er stærðin útlitsgalli, og það sem er eðlilegt og normal á ekki við um þetta fólk. Og bitte nú. Útlitsgallað fólk hljómar næstum eins og afsláttarfólk. Ég fékk af- slátt á píanóinu mínu af því að það var örlítil rispa, þ.e. útlits- galli, á lokinu á því. Útlitsgallað fólk ætti að fást með afslætti – í vinnu, í hjónabönd eða bara hvað sem er. Mig rámar í könnun sem gerð var einhvers staðar, þar sem kom einmitt fram að feitlag- ið fólk ætti erfiðara með að fá vinnu en annað fólk, og að því væri síður treyst til ábyrgð- arstarfa. Samkvæmt opinberum viðhorfum, gæti einmitt útlits- gallanum verið um að kenna. Í þessu umskiptingsástandi mínu núna, hef ég líka komist að því hvers vegna systir mín góða er ítrekað spurð um sitt holda- far, en ekki ég. Þarna skipta orð- in horaður og feitur grundvall- armáli. Sá sem er horaður þarf bara að borða aðeins meira, ef hann vill, en sá sem er feitur er manneskja sem hefur misst tökin á lífi sínu, kann sér ekki hóf, er of góð við sjálfa sig, hefur engan aga og er bara lin og léleg. Til að bæta okkur þetta upp er klifað á klisjunni um að feita fólkið sé svo guðdómlega glatt. Orðið feitur felur í sér áfellisdóm sem sam- félagið allt hefur fellt. Feitir þurfa eins og aðrir að glíma við ýmis vandamál, og er þunglyndi eitt það algengasta, þvert á klisj- una. Áreitið gegn feitu fólki er þung byrði, sem margir kyngja þegjandi og hljóðalaust. En þögnin er jafnvel enn þyngri byrði. Um leið er markvisst unn- ið að því að kenna unglingum að draga fólk í dilka eftir útliti og segja þeim að það sé ekki sjálf- gefið að þeir verði elskaðir ef þeir eru feitir. O svei. Hamingj- unni fórnað Útlitsgallað fólk ætti að fást með afslætti – í vinnu, í hjónabönd eða bara í hvað sem er. VIÐHORF Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.