Morgunblaðið - 23.01.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sími 525 3000 • www.husa.is
4.495kr.
Bita- og borasett 112 stk
Verð áður 6.337 kr.
Verkfæra
dagar
Sólarkaffi Ísfirðinga
Fagna endur-
komu sólarinnar
SÓLARKAFFI Ís-firðinga á sér langahefð, margra ára-
tuga hefð ef grannt er
skoðað. Hefðin fyrir vest-
an tengist „komu sólarinn-
ar“ en ekki sér til hennar í
nokkrar vikur um hávet-
urinn vegna fjallaum-
gjarðar bæjarins. Vest-
firðingar, og þá ekki síst
Ísfirðingar, eru og fjöl-
mennir á höfuðborgar-
svæðinu og þeir láta sitt
ekki eftir liggja, halda úti
öflugu félagsstarfi og hafa
árlegar uppákomur, m.a.
Sólarkaffi Ísfirðinga, sem
haldið verður á Hótel
Sögu nk. föstudag. Kol-
brún Sveinbjarnardóttir,
stjórnarmaður í Ísfirð-
ingafélaginu, hefur haft
veg og vanda af skipulagningu
Sólarkaffisins að þessu sinni og
hún svaraði nokkrum spurning-
um Morgunblaðsins.
Hvernig er þetta með sólar-
ganginn á Ísafirði?
„Hún hverfur okkur sjónum í
nóvember, það fer reyndar eftir
veðurfari hvaða dag hún kveður,
en bærinn er svo hömrum girtur,
að í svartasta skammdeginu nær
hún ekki upp fyrir fjallsbrúnir.
Þetta eru alveg átta vikur sem
ekki sér til sólar, en 25. janúar
gægist hún hins vegar aftur upp
ef veður leyfir og þann dag hafa
Ísfirðingar haldið upp á. Fyrstu
sólargeislarnir sjást fyrst á Gleið-
arhjalla í Eyrarfjalli. Gleiðarhjalli
heitir eftir tröllskessu sem hét
Gleiða. Í bænum koma fyrstu
geislarnir í Sólgötuna, sem áður
hét Steypuhúsgata því þar voru
fyrstu steinhúsin í bænum reist
snemma á síðustu öld. Þegar sólin
sendir fyrstu geisla hvers árs má
finna pönnukökuilminn um allan
bæ, en þó fer það nokkuð eftir
hverfum hvar ilmurinn er. Það er
til í dæminu að fólk kíki í kaffi til
fólks neðarlega í bænum, t.d. á
Sólgötunni, og síðan getur það
mætt í kaffi ofar í bænum þegar
frá líður og fleiri hverfi sjá sól-
argeislana!“
En hvernig er þetta með Sólar-
kaffið í Reykjavík?
„Það er mikil og gömul hefð
fyrir þessu og Sólarkaffið núna,
sem við höldum á Hótel Sögu,
verður hið fimmtugasta og sjö-
unda í röðinni. Í upphafi var þetta
gert til að hittast og gleðjast sam-
an og það má segja að það sé enn
það sem heldur þessu gangandi.
Hins vegar varð þessu fólki ljóst
að ein samkoma á ári var alls ekki
nóg. Við bættum við Kirkjukaffi á
vorin, þar sem kór brottfluttra Ís-
firðinga tekur jafnan lagið, og á
haustin hittumst við einnig til að
kveðja sólina. Það höfum við gert
í seinni tíð í Eden í Hveragerði.“
Hvað er þetta stór félagsskap-
ur og hvað mæta margir í Sólar-
kaffið?
„Það eru milli 800 og 900 fé-
lagar í Ísfirðingafélaginu í
Reykjavík og mest hafa komið um
900 manns í Sólar-
kaffið. Þá var það hald-
ið á Broadway og var
mikið stuð. Við færðum
okkur út á Hótel Sögu
núna vegna þess að í
fyrra komu aðeins um 500 manns
í kaffið og staður eins og Broad-
way gleypir þann fjölda. Okkur
þykir leitt að það skuli hafa fækk-
að aðeins hjá okkur og við leitum
leiða til að hressa við mætinguna
á ný. Það er aðallega yngra fólkið
sem lætur sig vanta og við þurf-
um að fitja upp á einhverju til að
laða það að aftur. Hins vegar
verður að segja, að það er gífur-
leg stemming fyrir Sólarkaffinu
og ég veit mörg dæmi um fólk
sem ætlar að keyra suður til að
taka þátt í samkomunni.“
Er þetta bara kaffiþamb?
„Nei, ekki aldeilis, þetta er alls-
herjar gleðskapur. Það er kaffi,
rjómapönnukökur, snittur og
fleira. Ólafur Hannibalsson, for-
maður okkar, heldur setningar-
ávarp og Önundur Jónsson löggu-
stjóri er veislustjóri. Þjóðsöngur
Ísfirðinga, Í faðmi blárra fjalla,
verður fluttur og síðan flytur
Magnús Reynir Guðmundsson
hátíðarræðu. Þórarinn Gíslason
verður með píanóleik undir borð-
um og síðan verða Halli og Laddi
með skemmtidagskrá. Geir Ólafs-
son kynnir tvö lög af nýjum diski
og síðan leika hljómsveitirnar
Heiðursmenn Kollu, Rúnar Þór
og félagar og Pönnukökur með
rjóma fyrir dansleik sem stendur
langt fram á nótt.“
Ekki eru Halli og Laddi að
vestan?
„Nei, okkur finnst allt í lagi að
hafa eitthvað að sunnan með í
dagskránni!“
Það er svo fleira á dagskrá fé-
lagsins eða hvað?
„Ja, við eigum hús á Ísafirði,
Sóltún heitir það. Það er mjög
merkilegt hús og á sér sögu. Við
leigjum það til félagsmanna og
þegar það er ekki í leigu bjóðum
við listamönnum að dvelja þar.
Síðan gefum við út Vestanpóstinn
einu sinni á ári. Þetta
er vandað blað sem
sent er til allra félaga í
Ísfirðingafélaginu.
Menn borga árgjald í
félaginu og blaðið er
innifalið. Þetta er vandað blað og
byggist að mestu á viðtölum við
þekkta Ísfirðinga og gömlum
myndum sem Ísfirðingar eru dug-
legir að senda okkur.“
Og hvað haldið þið með mæt-
inguna í ár?
„Hann Guðfinnur Kjartansson,
miðasalinn okkar í Bolholti 6, seg-
ir mikið að gera og því er ástæða
til bjartsýni.“
Kolbrún Sveinbjarnardóttir
Kolbrún Sveinbjarnardóttir er
fædd á Ísafirði árið 1947. Gekk
þar í venjulega grunn- og fram-
haldsskóla og útskrifaðist loks úr
Húsmæðraskólanum Ósk vorið
1966. Hefur síðan verið söng-
kona alla tíð, með vestfirskum
hljómsveitum til ársins 1972 en
síðan með ýmsum sveitum sunn-
an heiða til dagsins í dag. Auk
þess er hún starfsmaður Veit-
ingaskipsins Þórs, gamla varð-
skipsins sem liggur við Ingólfs-
garð. Eiginmaður Kolbrúnar er
Lúðvík Jóelsson bakarameistari
og börnin eru fjögur, öll upp-
komin.
Síðan gefum
við út Vest-
anpóstinn
Guði sé lof, það eru bara saltkringlur. Þeir eru hættir að senda hvíta duftið,
hr. Bush. Nú þarftu bara að fara að ráðum mömmu.
HAGSTOFA Íslands er með í und-
irbúningi að taka upp útreikning á
vísitölu framleiðsluverðs og standa
vonir til að hægt verði að taka upp
útreikning vísitölunnar síðar á
þessu ári. Í framhaldinu er síðan
gert ráð fyrir að tekin verði upp út-
reikningur á vísitölu innflutnings-
verðs.
Rósmundur Guðnason, deildar-
stjóri vísitöludeildar Hagstofu Ís-
lands, segir að Hagstofan hafi feng-
ið fjárveitingar til að undirbúa út-
reikning á vísitölu innlends fram-
leiðsluverðs sem mæli verðbreyting-
ar í framleiðslunni án allra skatta.
Undanfarna mánuði hafi verið farið
yfir aðferðafræðina varðandi út-
reikning slíkrar vísitölu og stefnt sé
að því að hann komist í framkvæmd
síðar á þessu ári.
Talsvert hefur verið rætt um
nauðsyn útreiknings á vísitölu heild-
söluverðs í ljósi verðbreytinga á
matvöruverði að undanförnu. Rós-
mundur sagði að þessi vísitala
mældi ekki verð á heildsölustigi,
enda væru mörkin milli heildsölu-
og smásölustigs í mörgum tilvikum
mjög óljós og því miklum tæknileg-
um vandkvæðum bundið að reikna
út slíka vísitölu. Hins vegar væri
stefnt að því að reikna út vísitölu
innflutningsverðs í framhaldi af út-
reikningi framleiðsluverðsvísitöl-
unnar, en þá væri við það miðað að
mæla verð vörunnar frá erlendum
framleiðanda komið á hafnarbakk-
ann hér á landi, þ.e.a.s. að meðtöld-
um flutningskostnaði og trygging-
um en án dreifingarkostnaðar hér á
landi.
Áhugaverð vísitala
„Þetta finnst okkur frá sjónarmiði
efnahagsstjórnunar og að ýmsu
öðru leyti áhugaverð vísitala. Hins
vegar er alveg ljóst að það flækir
myndina verulega að reyna að meta
heildsölustigið til viðbótar. Það væri
mjög vandasamt sérstaklega vegna
þess hversu erfitt er að greina á
milli heildsölu- og smásölustigsins.
Það er auðvitað ástæðan fyrir því að
flestar þjóðir reikna nú vísitölu
framleiðendaverðs og hafa horfið
frá því að reyna að verðleggja vörur
á heildsölustiginu yfir í það að verð-
leggja þær á framleiðendastiginu,
eins og Bandaríkjamenn til dæmis,“
sagði Rósmundur ennfremur.
Hann bætti því við að Hagstofan
hefði eins og önnur ríkisfyrirtæki
orðið að draga saman seglin að und-
anförnu og það hefði auðvitað áhrif
á það hvað hægt væri að gera.
Aðspurður hvort þessar nýju vísi-
tölur yrðu reiknaðar út mánaðar-
lega eins og þær sem fyrir eru,
sagði Rósmundur að ákvörðun hefði
ekki verið tekin í þeim efnum, en all-
ar líkur væru á því að það yrði nið-
urstaðan. Væntanlega yrði byrjað á
innlendri matvöruframleiðslu í ljósi
þeirrar umræðu sem orðið hefði um
verðbreytingar á matvöru að und-
anförnu og það væri auðvitað inn-
legg í athugun á því hvar verðhækk-
anirnar yrðu í þjóðfélaginu.
Vísitala framleiðslu-
verðs í undirbúningi
Reiknað með vísi-
tölu innflutnings-
verðs í framhaldinu