Morgunblaðið - 01.03.2002, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.03.2002, Qupperneq 1
50. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 1. MARS 2002 AÐ minnsta kosti 40 manns féllu í óeirðum á Vestur-Indlandi í gær en þá gengu hópar hindúa ber- serksgang í kjölfar morðanna á 58 trúbræðrum þeirra á miðvikudag. Lögregla og her Indlands er í við- bragðsstöðu en óttast er að alls- herjar trúarbragðastríð sé í upp- siglingu í kjölfar atburðanna á miðvikudag, þar sem múslímar réðust á lest í bænum Godhra í Gujarat-ríki og kveiktu í henni með fyrrgreindum afleiðingum. Yfirvöld fyrirskipuðu í gær að útgöngubann skyldi gilda í Ah- medabad, höfuðborg Gujarat, eftir að hópur ungmenna gekk ber- serksgang, olli skemmdum á moskum í borginni og kveikti í verslunum og veitingastöðum í eigu múslíma. Þar voru um 20 manns og hugsanlega miklu fleiri brenndir inni. Narendra Modi, ríkisstjóri í Gujarat, sagði að a.m.k. 40 hefðu fallið og 18 særst í átökum sem urðu milli óeirðaseggja og lögregl- unnar á nokkrum stöðum í Guj- arat. Sagðist hann hafa farið fram á að aukið herlið yrði sent á stað- inn svo hafa mætti hemil á óeirða- seggjum. Enn mikil spenna í Ahmedabad Lögregla beitti táragasi til að reyna að hafa hemil á fólki í Ah- medabad og skaut jafnframt byssukúlum upp í loftið. Féllu sex þegar lögreglumenn neyddust til að skjóta á mannþröngina, að því er lögreglustjórinn P.C. Pande greindi frá. „Þetta var slæmur dagur. Mér líður eins illa og eins hjálparvana og daginn sem jarð- skjálftinn reið yfir,“ sagði Pande og vísaði þar til jarðskjálftans í Gujarat í janúar 2001 sem varð tuttugu þúsund manns að bana. Sagði Pande að mikil spenna væri enn í Ahmedabad og kvaðst hann óttast að til frekari átaka kæmi í dag, föstudag. Útgöngubann er nú við lýði í 26 borgum í Gujarat og næstum 700 manns hafa verið handtekin en yfirvöld leggja áherslu á að lægja öldurnar og koma í veg fyrir að ástandið fari úr böndunum. Hindúar á Vestur-Indlandi hefna morða á 58 trúbræðrum sínum Vaxandi ótti við alls- herjar trúarbragðastríð AP Eldur var borinn að mörgum bifreiðum er hindúar hefndu 58 trúbræðra sinna, sem múslímar drápu á miðviku- dag. Óstaðfestar fréttir hermdu, að 60 múslímar og jafnvel fleiri hefðu týnt lífi í ofbeldishrinunni í gær. Ahmedabad. AFP. JOSE Maria Aznar, forsætisráð- herra Spánar, setti í gær í Brussel ráðstefnu um umbætur á Evrópu- sambandinu. Stefnt er að því að gera það opnara og virkara. Á ráð- stefnan að koma saman 20 sinnum næsta árið og vonast er til, að hún leggi grunn að stjórnarskrá fyrir Evrópusambandið. Á myndinni er Aznar (t.h.) með Pat Cox, forseta Evrópuþingsins. Reuters Opnara og virkara EINN maður lést og um þrjátíu meiddust nokkuð þegar lest var ek- ið á sendibíl, sem ekið hafði verið í gegnum vegg og fallið um sex metra niður á lestarteinana. Slysið átti sér stað í bænum Nocton í Lincolnskíri en talið er, að hinn látni sé ökumaður bifreiðar- innar. Þeir, sem meiddust, voru allir farþegar með lestinni en aðallega var um að ræða skrámur og hnjask en engin alvarleg meiðsli. Einn lést í lestarslysi London. AFP. KANADÍSKAR orrustuþotur fylgdu í gær farþegaþotu frá Air India til lendingar í New York en talið var, að grun- samlegur farþegi væri um borð. Vélin, Boeing 747, lagði upp frá London með 378 far- þega og 19 manna áhöfn. Þar vöknuðu grunsemdir um, að einn farþeganna væri á lista yfir grunaða hryðjuverka- menn, en vélin var farin í loft- ið áður en það var kannað nánar. Talsmaður flugfélags- ins í New York sagði, að fylgst væri með manninum um borð en ekki virtist neitt grunsamlegt við hegðun hans. Fulltrúar FBI, bandarísku al- ríkislögreglunnar, ætluðu að taka á móti manninum við komuna. Grun- samlegur farþegi New York. AP. TÓLF Palestínumenn og einn Ísraeli féllu og um 135 Palest- ínumenn særðust, þar af 10 al- varlega, er ísraelskir hermenn gerðu stórárás á þrennar flótta- mannabúðir á Vesturbakkanum í gær. Fyrir aðeins fáum dögum kynntu Sádi-Arabar nýjar tillög- ur um frið í Miðausturlöndum en árás Ísraela í gær þykir ekki boða neitt gott fyrir framhaldið. Sex palestínskir lögreglumenn og einn palestínskur borgari féllu í skotbardögum er brutust út þegar Ísraelar gerðu áhlaup á Jenin-flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum, að sögn palest- ínskra heimildarmanna. Ísra- elskur hermaður og þrír Palest- ínumenn féllu í átökum í Balata-búðunum skammt frá borginni Nablus og ísraelskar fallbyssuþyrlur réðust með skot- hríð á Aida-flóttamannabúðirnar að sögn ísraelska hersins og pal- estínskra sjúkrahússtarfsmanna. Marwan Barghuti, yfirmaður Fatah-samtaka Palestínumanna á Vesturbakkanum, hótaði því að samtökin myndu hefna „fjölda- morða“ Ísraela í Jenin og Balata. „Við viljum vara Ísraela við því, að ef þeir kalla ekki lið sitt til baka á næstu klukkustundum munu Palestínumenn hefna sín á Ísraelum hvarvetna á herteknu svæðunum,“ sagði Barghuti. Javier Solana, yfirmaður utan- ríkismála hjá Evrópusamband- inu, sagði í Kaíró í gær að hann myndi halda til Washington á mánudaginn til viðræðna um Miðausturlönd og friðartillögur Sádi-Araba. Í grófum dráttum hljóða þær upp á að arabaríkin taki upp eðlileg samskipti við Ísrael gegn því að Ísraelar verði á brott frá öllu arabísku landi sem þeir hafa hertekið síðan 1967. Ísraelar hafa látið í ljós nokk- urn áhuga á að ræða tillöguna frekar og palestínskir leiðtogar hafa fagnað henni. Þau samtök múslíma sem neita að viðurkenna ríki gyðinga hafa aftur á móti hafnað tillögunni. Utanríkisráð- herrar Persaflóaríkjanna og Evr- ópusambandsins áttu með sér samráðsfund í Granada á Spáni í gær og segja í sameiginlegri yf- irlýsingu, að vilji Ísraelar sýna friðarvilja í verki verði þeir að draga her sinn til baka, hætta af- tökum án dóms og laga, hætta ólöglegri landtöku og hætta að takmarka ferðafrelsi Palestínu- manna og leiðtoga þeirra, Yass- ers Arafats. Hóta hefndum fyrir „fjöldamorð“ Ísraela Jerúsalem, Gazaborg. AFP. Stórárásir á þrennar flótta- mannabúðir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.