Morgunblaðið - 01.03.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 01.03.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnulíf, menntun og búseta í Borgarfirði Með öll heims- ins tækifæri SVEITARFÉLÖGINí Borgarfirði norðanSkarðsheiðar, standa í sameiningu að málþingi um atvinnulíf, menntun og búsetu í Borg- arfirði. Málþingið verður á morgun, laugardaginn 2. mars, í Hótel Borgarnesi og stendur milli klukkan 13 og 18. Hólmfríður Sveinsdóttir er verkefnis- stjóri hjá Borgarbyggð og sinnir m.a. Staðardagskrá 21 og fleiri verkefnum. Morgunblaðið ræddi við hana um málþingið. Hvert er tilefni og til- gangur málþingsins? „Tilgangur málþingsins er að horfa til framtíðar fyrir Borgarfjörð sem eina heild. Við viljum skerpa ímynd svæðisins og gera það að sýnilegri valkosti til búsetu og fyr- ir atvinnustarfsemi. Jafnframt má segja að með því eigi sér stað ákveðin naflaskoðun sveitarfélag- anna sem og hugmyndaöflun.“ Hver er staðan í atvinnulífi, menntun og búsetu í Borgarfirði? „Staðan er góð þótt alltaf sé hægt að bæta sig. Þannig viljum við sjá aukna fjölbreytni í atvinnu- málum, fjölga hér störfum sem krefjast háskólamenntunar og fjölga hálaunastörfum. Hérna eru góðir leikskólar, grunnskólar og tveir háskólar, Viðskiptaháskól- inn á Bifröst og Landbúnaðarhá- skólinn á Hvanneyri. Hér er ekki framhaldsskóli og vilja örugglega einhverjir sjá breytingu þar á. En á heildina litið er hér blómlegt, fjölbreytilegt og skemmtilegt mannlíf.“ Helstu kostir og gallar svæðis- ins? „Kostirnir eru óteljandi. Sem dæmi má taka einstaka náttúru- fegurð hvert sem litið er. Sagan er okkur líka mikilvæg og það sem hún býður upp á. Staðsetning Borgarfjarðar er auk þess sérlega heppileg. Hæfileg fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu og öllu sem það hefur upp á að bjóða sem og nálægð við Snæfellsnesið og Dal- ina, Vestfirðina og Norðurlandið. Með bættum samgöngum er Borgarfjörður ein samfelld heild, eitt atvinnu-, félags- og menning- arsvæði. Hér eru nokkur stór og öflug fyrirtæki, auk þess sem Grundartangi er líka innan okkar atvinnusvæðis. Ef ég á að nefna einhverja galla þá er það helst að hér þyrftu að vera fjölbreyttari atvinnutækifæri. Ef hægt er að tala um kvenna- og karlastörf þá þurfum við að auka möguleika kvenna á vinnumarkaði og launin þyrftu líka að hækka. Við erum enn talsvert á eftir höfuðborgar- svæðinu hvað það varðar.“ Eru sóknarfæri … og þá hver? „Já, hér eru heldur betur sókn- arfæri. Þau eru í raun hvert sem litið er, enda erum við Borgfirð- ingar sannfærðir um að við höfum öll tækifæri í hendi okkar, það er bara að spila rétt og skynsamlega úr þeim. Háskólarnir tveir eru í raun okkar „stóriðja“ í mjög jákvæðum skiln- ingi. Ég sé líka mikla vaxtarbrodda í ferðaþjónustunni, sem og í flestri annarri þjónustu. Nálægð okkar við stærsta markað landsins og gríðarlega mikil sum- arhúsabyggð í Borgarfirði veita okkur endalausa möguleika. Sí- vaxandi eftirspurn eftir menning- artengdri ferðaþjónustu gefur okkur líka sóknarfæri. Þannig getum við nýtt okkur alla söguna sem er hér við hvert fótmál. Síðast en ekki síst vil ég nefna sóknar- færi Borgarfjarðar til að bjóða fólki upp á svokallaða tvöfalda bú- setu. Þ.e. að búa hérna en sækja vinnu t.d. á höfuðborgarsvæðið. Ég er sannfærð um að slíkt fyr- irkomulag eigi eftir að njóta og vaxandi vinsælda.“ Hvernig byggið þið málþingið upp? „Eftir að Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri setur þingið fáum við sex framsöguerindi, sem öll ganga út frá því hvernig bæta megi sam- keppnisstöðu svæðisins, bæði hvað varðar íbúa og atvinnurekst- ur. Þeir sem tala eru Stefán Logi Haraldsson, framkvæmdastjóri Vírnets-Garðastáls, Guðmundur Ólafsson, lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og Viðskiptaháskólans á Bifröst, Sig- urbjörg Ósk Áskelsdóttir, lands- lagsarkítekt og framkvæmda- stjóri Landlínu ehf., Jón Sigurðs- son rekstrarhagfræðingur, Bjarn- heiður Halldórsdóttir, ferðamála- fræðingur og framkvæmdastjóri Kötlu Travel, og Grétar Þór Ey- þórsson, forstöðumaður Rann- sóknarstofnunar Háskólans á Ak- ureyri og Byggðarannsóknar- stofnunar.“ Hvernig verður unnið úr því sem fram kemur? „Það ríkir mikil eftirvænting hérna í Borgarfirði vegna mál- þingsins og þess sem það kann að leiða í ljós. Hér, sem og annars staðar á landinu, er að bresta á með sveitarstjórnarkosningum. Niðurstöður þingsins verða því nýjum sveit- arstjórnum gott vega- nesti. Jafnframt eiga Borgfirðingar allir eftir að geta nýtt sér niður- stöðurnar með hverjum þeim hætti sem þeir kjósa.“ Eru Borgfirðingar bjartsýnir á framvindu sinna mála í framtíð- inni? „Ég held að ég geti fullyrt að Borgfirðingar séu mjög bjartsýn- ir á framtíðina á öllum sviðum. Enda ekki ástæða til annars. Við höfum öll heimsins tækifæri í hendi okkar.“ Hólmfríður Sveinsdóttir  Hólmfríður Sveinsdóttir er fædd á Akranesi 18. júní 1967 og alin upp í Borgarnesi. Stúdent frá Fjölbrautaskóla Vesturlands 1988. BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 1994, starfs- maður Vinnumálastofnunar 1994–99, m.a. sem deildarsér- fræðingur hjá Starfsmenntaráði félagsmálaráðuneytisins og for- stöðumaður Svæðisvinnumiðl- unar Vestfjarða. Verkefnisstjóri hjá Iðntæknistofnun 2000–2001 og frá 1. nóvember 2001 verkefn- isstjóri hjá Borgarbyggð. … það ríkir mikil eftir- vænting Á þessari glærumynd sjáið þið hvernig fer fyrir litla landssímakarlinum sem kjaftar frá sukki stjórnarformannsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.