Morgunblaðið - 01.03.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.03.2002, Blaðsíða 22
                                                                                            !"# $ %&#  '$!%  '%("   '&$#    $ $#( &) )$  #$& &#*"+ & ,&"                       !  " #  " #  " #      !             !    HAGNAÐUR Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. á síðasta ári var rúmlega fjórfaldur á við hagn- að ársins 2000 og nam 641 milljón króna. Hagnaður ársins 2000 nam 152 milljónum. Vörusala nam 55,2 milljörðum og kostnaðarverð seldra vara 49,3 milljörðum. Umboðslaun og aðrar tekjur námu 242 milljónum króna. Hreinar rekstrartekjur námu því 6,1 milljarði króna. Vörusala jókst um 27% á milli ára. Innan við 2% tekna vegna sölu hér á landi Um 31% teknanna má rekja til sölu í Ameríku, 27% til Bretlands- eyja, 16% til Asíu og 26% til meg- inlands Evrópu og Íslands. Innan við 2% umsvifanna voru vegna sölu hér á landi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Sölumiðstöðinni. Skuldir Sölumiðstöðvarinnar jukust úr 17,7 milljörðum í 22,8 milljarða eða um 29%. Viðskipta- skuldir jukust hlutfallslega mest eða úr 3 milljörðum í 5,4 milljarða en fjárþörf var að öðru leyti mætt með aukningu skulda við lána- stofnanir. Veltufjárhlutfall um síð- ustu áramót var 1,10 en 1,05 ári áður. Eigið fé jókst um 39% á milli ára. Endurmat eigna að frádreg- inni verðbreytingarfærslu nam 729 milljónum króna. Arðsemi eigin fjár reyndist 19% á árinu en var um 5% ári áður. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur þau markmið að auka velt- una um 5-6% að raungildi þannig að hún verði um 60 milljarðar króna. „Að sama skapi er stefnt að því að hagnaður aukist og hann nái að endurspegla svipaða arðsemi eigin fjár og á nýliðnu ári,“ segir í tilkynningu SH. Áætlanir um 800 milljóna króna hagnað á þessu ári Áætlun ársins hljóðar upp á 800 milljóna króna heildarhagnað, þar af er áætlaður söluhagnaður 170 milljónir króna. Aðalfundur SH verður haldinn 8. mars nk. Fyrir fundinum liggur tillaga um heimild til kaupa á eigin hlutabréfum, enn- fremur tillaga um greiðslu 8% arðs. Hagnaður SH fjórfaldast frá 2000 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ HRÓBJARTUR Jónatansson, lög- maður fjárfestis sem skráði sig fyrir hlutafé í útboði MP BIO hf. í nóv- ember 2000, lagði í vikunni fram kröfu í Héraðsdómi Reykjavíkur um að MP Verðbréf verði skylduð til að leggja fram áreiðanleikakönnun fyr- ir MP Verðbréf hf. og MP BIO hf. vegna fjárfestinga í BioStratum In- corporated. Forsaga þessa máls er sú að MP Verðbréf hafa höfðað mál gegn fjár- festi vegna vanskila hans á greiðslu hlutafjár sem hann skráði sig fyrir í útboði MP BIO hf. Mál þetta var tek- ið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur hinn 23. janúar síðastliðinn og var málsaðilum veittur frestur til 26. febrúar til að fara yfir þau gögn sem lögð voru fram í málinu, m.a. 4 blað- síður af áreiðanleikakönnun sem LOGOS lögmannsþjónusta sf. og A&P Árnason ehf. gerðu fyrir MP Verðbréf hf. og MP BIO hf. vegna fjárfestingar í BioStratum Incor- porated, í tilefni af útboði á nýju hlutafé í MP BIO auk lista yfir einkaleyfi BioStratum. En ágrein- ingur er m.a. um það hvort fullyrð- ingar í útboðslýsingu um einkaleyfi BioStratum Inc. séu réttar. Í fram- haldi af því skrifaði Hróbjartur Jón- atansson bréf til Sigurmars K. Al- bertssonar, lögmanns MP Verðbréfa, þar sem hann óskaði eftir að fá áreiðanleikakönnun í heild sinni. Hróbjartur segir að samkvæmt tilkynningu MP Verðbréfa til Verð- bréfaþings Íslands 4. september 2001 hafi afkoma BioStratum Incor- porated verið mun lakari en áætlanir hafi gert ráð fyrir. Einnig segi í til- kynningunni að það þurfi að auka hlutafé BioStratum til að standa straum af frekari rekstrarkostnaði á næstunni. Annað efni áreiðanleikakönnunar gæti haft þýðingu Hróbjartur segir að þetta séu allt vísbendingar um að það hafi legið fyrir við útboðslýsinguna að rekstr- arfé BioStratum hafi ekki verið til staðar nema í tiltekinn skamman tíma, en þess ekki getið. Þess vegna hafi hann óskað eftir því að fá um- rædda áreiðanleikakönnun til þess að fá fram hvað hafi legið fyrir í henni um rekstrarstöðu BioStratum Inc. þegar útboðið fór fram. Að sögn Hróbjarts barst honum símbréf frá lögmanni MP Verðbréfa síðastliðinn föstudag þar sem til- kynnt var að áreiðanleikakönnunin yrði ekki afhent því um trúnaðar- upplýsingar væri að ræða. Þess vegna hefði verið óskað eftir því við Héraðsdóm Reykjavíkur að MP Verðbréf yrðu skylduð með dómsúr- skurði að afhenda könnunina í heild sinni enda kunni annað efni hennar að hafa þýðingu við úrlausn málsins en þær 4 blaðsíður sem MP Verðbréf hefðu kosið að leggja fram fyrir dóminn. Málið verður tekið fyrir aftur 20. mars og liggur þá fyrir afstaða dómsins til kröfu um að leggja fram áreiðanleikakönnunina. MP Verðbréf krafin um áreiðanleika- könnun HRAÐFRYSTIHÚSIÐ - Gunnvör hf. skilaði rúmlega 114 milljóna króna hagnaði á árinu 2001 og er það fimmföldun hagnaðar frá árinu áð- ur, en þá nam hagnaður félagsins 23 milljónum króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, EBITDA, jókst um 39% á milli ára og var 968 milljónir króna. Rekstrartekjur félagsins jukust um rúm 7% á milli ára og rekstr- argjöld drógust saman um 3,6%. Fjármagnsgjöld jukust um 213 milljónir króna og er sú aukning rakin til veikingar íslensku krón- unnar. Í tilkynningu frá félaginu eru gengisbreytingar íslensku krón- unnar sagðar hafa haft jákvæð áhrif á tekjur félagsins enda séu nánast allar tekjur þess í erlendum mynt- um, en neikvæð á skuldir þess sem eru að langmestu leyti í erlendum myntum. Þá er haft eftir Einari Val Krist- jánssyni, framkvæmdastjóra félags- ins, að árið 2001 hafi líkast til verið eitt besta rekstrarár félagsins í 61 árs sögu þess og miðað við svipaðar ytri aðstæður megi gera ráð fyrir að árið 2002 verði félaginu hagstætt. Aðalfundur HG verður haldinn 19. mars nk.   $! %       -                                                        , )& , "&# #(! $,) '%& ',!# & '&&   &#) & "##  %$# "*,"+ &*"% + &+ +  + &+ +  + &+ + + + + +             !  " #  " #  " #      !             !    Hraðfrystihúsið – Gunnvör Fimmföldun hagnaðar SÆTANÝTING í vélum Flug- leiða var 2,4 prósentustigum betri í janúar í ár en á sama tíma 2001, þrátt fyrir fækkun farþega, einkum meðal þeirra sem fljúga um Ísland yfir hafið. Samkvæmt upplýsingum frá Flugleiðum fækkaði farþegum í millilandaflugi um 18,9 % í jan- úar í samanburði við sama mán- uð á síðasta ári. Þeir voru 63.424 nú en 78.170 í janúar 2001. Farþegum sem áttu er- indi til Íslands eða frá Íslandi fækkaði um 2,9%, en þeim sem fljúga yfir Norður-Atlantshafið um Ísland fækkaði um 34%. Farþegum á almennu farrými fækkaði um 18,4% en á við- skiptafarrými fækkaði farþeg- um um 24,8%. Framboð lagað að minnkandi eftirspurn Félagið hefur lagað framboð sitt að minnkandi eftirspurn og í janúar minnkaði sætaframboð Flugleiða um 25,2% og salan um 21,9%, sem leiddi til þess að sætanýting var í mánuðinum 2,4 prósentustigum betri en í janúar 2001. Hún var 57,5% í janúar í ár, en 55,1% á síðasta ári. Farþegum í innanlandsflugi Flugfélags Íslands, dótturfyrir- tækis Flugleiða, fækkaði í jan- úarmánuði um 21,3%, úr 20.512 farþegum í fyrra í 16.147 í ár. Þá fækkaði fluttum tonnum hjá Flugleiðum-Frakt, dótturfyrir- tæki Flugleiða, um 15,7%. Batnandi sætanýt- ing en fækkun farþega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.