Morgunblaðið - 01.03.2002, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 01.03.2002, Qupperneq 26
ERLENT 26 FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ 15% afs látt ur af ö llum vör um á lö ngu m l aug ard egi Laugavegi 23 • Sími 551 5599 LAGERSALAN hefur opnað aftur Gífurlegt magn af skóm frá ýmsum merkjum, fótboltaskór, hlaupaskór, götuskór, inniskór. Verð frá 500 kr. Ýmislegt fleira. Komið og gerið góð kaup! Nýjar vorvörur Ítölsk barnafataverslun Laugavegi 53, s. 552 3737 Mikið úrval af sængurgjöfum fyrir krakka frá 0-12 ára Fullt af flottum stelpu- og strákafötum Laugavegi 54 Sími 552 5201 Ferming í Flash Mikið úrval af fallegum fermingarfötum • kjólar • skyrtur • pils • toppar • buxur UM tuttugu Kúbumenn héldu í gær kyrru fyrir í mexíkanska sendiráðinu í Havana en hópur fólks hafði á miðvikudagskvöld ekið rútubifreið í gegnum girð- ingu er umlykur sendiráðið. Er talið að tilgangur fólksins með athæfinu hafi verið sá að leita hælis í Mexíkó sem pólitískir flóttamenn. Nokkrir farþeganna slösuð- ust er bíllinn keyrði í gegnum hliðið að sendiráði Mexíkó en aðrir sáust hrópa vígorð gegn stjórnvöldum á Kúbu frá þaki sendiráðsins. Vopnaðir her- menn og stuðningsmenn stjórnvalda dreifðu mannfjölda sem safnast hafði saman við sendiráðið eftir að hliðið var brotið niður og fylgdu þessu nokkrir pústrar, að sögn er- lendra fréttamanna. Fidel Castro, forseti Kúbu, kom á staðinn eftir að búið var að dreifa mannfjöldanum í fyrrakvöld. Hann ræddi ekki við fréttamenn eftir heimsókn sína í sendiráðið en talið er að sögusagnir um að stjórnvöld í Mexíkó séu reiðubúin til að taka við flóttafólki frá Kúbu hafi verið fólkinu hvatning til að ráðast inn í sendiráðið. Stjórnvöld í Mexíkó segja sögu- sagnirnar hins vegar byggðar á misskilningi. NORSKA dagblaðið Aftenposten birti í vikunni grein þar sem sagt er að umræðan um ESB-aðild hafi snú- ist á Íslandi. Hugsanlegt sé að Íslend- ingar sæki um aðild að ESB fyrir árið 2005 þegar næst fara fram þingkosn- ingar í Noregi. Í greininni segir höfundurinn, Lars Hellberg, allt benda til þess að Sam- fylkingin verði fyrst íslenskra flokka til að marka þá stefnu að Íslendingum beri að leita eftir aðild að ESB. Telur höfundurinn líklegt að Framsóknar- flokkurinn geri hið sama eftir að Sam- fylkingin hefur tekið upp þetta stefnumál, sem gerðist eftir atkvæða- greiðslu innan flokksins í haust. Sagt er frá því að Davíð Oddsson forsætisráðherra sé andvígur aðild að sambandinu en hins vegar sé klárlega meirihluti fyrir því á Íslandi að hafnar verði viðræður við Evrópusambandið. Hafi það komið fram í skoðanakönn- un, sem birst hafi í Morgunblaðinu, að tæp 68% vilji hefja aðildarviðræður við ESB. Að vísu verði að hafa í huga að slík könnun segi ekkert til um það hvernig menn myndu verja atkvæði sínu þegar niðurstaða aðildarvið- ræðna liggi fyrir. Lars Hellberg upp- lýsir hins vegar að kosningar til Al- þingis fari næst fram í september og að jafnaðarmenn séu í sókn á Íslandi. Höfundurinn gerir grein fyrir af- stöðu flokka og fjallar um frumkvæði Halldórs Ásgrímssonar á vettvangi Evrópuumræðu á Íslandi. Hann velt- ir því fyrir sér hvernig staða Norð- manna myndi breytast gagnvart ESB ef Íslendingar bættust í hóp aðildar- þjóða. Tekur hann sérstaklega fram að Norðmenn gætu ekki vænst þess í eigin aðildarviðræðum að auðveldara yrði að ná samkomulagi við ESB á vettvangi sjávarútvegsmála þótt Ís- lendingar yrðu þá í hópi aðildarríkj- anna. Hins vegar sé hugsanlegt að auðveldara yrði að fá fram meirihluta við ESB-aðild Noregs væru Íslend- ingar fyrir í bandalaginu. Lars Hellberg segir að útilokað megi telja að Íslendingar hefji aðild- arviðræður við ESB fyrr en núver- andi stækkunarferli þess sé lokið. Það starf gangi hins vegar vel og því sé hugsanlegt að Ísland sæki um aðild áður en Norðmenn ganga næst til þingkosninga árið 2005. Annar norskur blaðamaður, Gunn- ar Johnsen, segir í grein í sama blaði í vikunni að norskir stjórnmálamenn bíði eftir því að „ný staða komi upp“ í samskiptum Norðmanna og ESB. Vísar hann með þessu til ummæla Jans Petersens utanríkisráðherra. Johnsen segir að „ekki [muni] koma á óvart“ að það verði Íslendingar sem skapi þá nýju stöðu. Thorbjörn Jagland, leiðtogi norska Verkamannaflokksins, hefur einnig vísað til þess að Íslendingar kunni að sækja um aðild að ESB á undan Norðmönnum. Jagland hefur að und- anförnu gagnrýnt norsku ríkisstjórn- ina fyrir það sem hann nefnir „ábyrgðarleysi“ í Evrópumálum. „Komi Ísland til með að sækja um að- ild mun það hafa fremur dramatískar afleiðingar fyrir Norðmenn,“ hefur NTB-fréttastofan eftir Jagland. Íslensk ESB-umsókn sögð hugsanleg fyrir 2005 Kúba Gerðu áhlaup að sendiráði Mexíkó Havana. AFP. Málarar - Múrarar - Píparar - Smiðir Dúkarar - Rafvirkjar - Ræstitæknar Til þjónustu reiðubúnir! Eitt númer - 511 1707 www.handlaginn.is handlaginn@handlaginn.is ATVINNA mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.