Morgunblaðið - 01.03.2002, Page 41

Morgunblaðið - 01.03.2002, Page 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 41 debenhams S M Á R A L I N D ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 1 69 59 02 /2 00 2 vi› elskum vori› Nýju vorlitirnir eru komnir í snyrtivörudeildina í Debenhams. Kynningar alla helgina 1. - 3. mars. Veittu sjálfri þér ánægju. Gefðu lífinu lit. ið gert á svæðinu eru þó ýmsir van- nýttir möguleikar eftir fyrir áhuga- sama frumkvöðla. Bætt aðgengi og markviss markaðssetning á Þjóð- garðinum í Jökulsárgljúfrum ásamt auknum samgöngubótum á Mel- rakkasléttu og Öxarfjarðarheiði munu opna nýjar víddir sem ferða- menn hafa lítið getað nýtt sér fram að þessu vegna lélegra samgangna. Þá má hugsa sér að stækka Þjóð- garðinn í Jökulsárgljúfrum upp að Kverkfjöllum. Með tengingu gljúfr- anna við náttúruperlurnar Herðu- breið, Öskju, Kverkfjöll og Ódáða- hraun verður kominn einstakur þjóðgarður sem á engan sinn líka. Fræðslumiðstöð um þjóðgarðinn, sem staðsett yrði í Ásbyrgi með útibú við Herðubreiðarlindir, gæti virkað sem sterkt aðdráttarafl fyrir ferðamenn sem um svæðið fara. Ferðaþjónusta sem tengist náttúru- skoðun, menningu og sögu á eftir að vaxa hratt á komandi árum því aukin fræðsla og tenging við mannlífið er eitt af því sem erlendir og innlendir ferðamenn sækjast eftir í auknum mæli. Ferðamálasamtök Norðurlands- eystra fagna áætlunum um beint millilandaflug til Egilsstaða og hug- myndum um millilandaflug til Akur- eyrar. Ný Norræna og aðrir nýir valmöguleikar fyrir erlenda ferða- menn virka sem vítamínsprauta fyr- ir ferðaþjónustuna á Norður- og Austurlandi en ferðaþjónustuaðilar verða þó að átta sig á að þetta kallar á aukna þjónustu og samvinnu milli landshlutanna. Eitt af því brýnasta sem vinna þarf að á komandi árum er að styrkja og auka samvinnu á svæðinu. Það er löngu orðið tíma- bært að allir þeir aðilar, sem að ferðaþjónustu koma á Norðurlandi, standi sameiginlega að markaðs- setningu landshlutans ásamt því að skapa svæðinu sterkari ímynd í aug- um innlendra og erlendra ferða- manna. Á síðasta ári var gerð skoðanna- könnun meðal ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi um stofnun markaðs- og kynningarskrifstofu. Mikill og al- mennur vilji kom fram hjá ferða- þjónustuaðilum um framgang þessa máls og nú hefur verið samið við Ferðamálasetur Íslands um að halda áfram með þá vinnu sem hafin var á síðasta ári. Sveitarstjórnamenn og ferðaþjónustuaðilar verða að koma að þessu máli með opnum huga því hér er um gríðarlega mikilvægt hagsmunamál fyrir svæðið í heild að ræða. Um leið og stjórn Ferðamálasam- taka Norðurlands eystra óskar ferðaþjónustuaðilum á Norðurland- ieystra til hamingju með 10 ára af- mælið vonast hún eftir áframhald- andi góðu samstarfi á komandi árum. Ferðir Fjölmörg ný fyrirtæki hafa sprottið upp, segir Ásbjörn Björgvinsson, og skapað nýja valmöguleika fyrir ferðamenn. Höfundur er forstöðumaður Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík. C vítamín 400 mg með sólberjabragði Bragðgóðar tuggutöflur. Eflir varnir. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.