Morgunblaðið - 01.03.2002, Síða 51

Morgunblaðið - 01.03.2002, Síða 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 51 UNGLINGAR í Bústaðahverfi minn- ast nú 30 ára afmælis Bústaðakirkju með sínum takti. Uppfærsla á leik- gerð JKS sem byggð er á þýðingu sr. Hannesar Arnar Blandon og Em- ilíu Baldursdóttur. Leikgerðin er eftir Sigrúnu Sól Ólafsdóttur, sem er leikstjóri. Tónlistarstjóri er Pálmi Sigurhjartarson tónlistar- manns og söngstjórn er á höndum Jóhönnu Þórhallsdóttur kórstjóra kirkjunnar og dansstjóri er Camer- on Corbett. Verkefnið er samstarfsverkefni Félagsmiðstöðvarinnar Bústaða, Bústaðakirkju og Réttarholtsskóla. Þátttakendur í verkefninu eru börn og unglingar úr Bústaðahverfi alls um 150 ungmenni. Aðstoðarleikstjórn, tæknimál, búningamál, förðun, kynningarmál og önnur umgjörð er á höndum nemenda í Réttarholtsskóla undir leiðsögn tómstundaráðgjafa Bú- staða og kennara í skólanum. Sýningin er afar fjölbreytt þar sem boðið verður upp á dans, söng, rapp, tískusýningu og fleira skemmtilegt sem allt er tengt við- fangsefninu. Verkefni þetta er stórt í sniðum og dæmi um jákvæða uppbyggjandi vinnu með ungu fólki þar sem þeirra frumkvæði og hugmyndir skipta sköpum til að verkefnið gangi upp. Áætlaðar eru 4 sýningar og er frumsýning þann 1. mars næstkom- andi klukkan 20 í Bústaðakirkju. Næstu sýningar eru laugardaginn 2. mars klukkan 19 og klukkan 21. Gert er ráð fyrir aukasýningu sunnudaginn 3. mars klukkan 20. Miðasala er í kirkjunni milli kl. 15 og 19. Vegna þessarar uppfærslu hefur kirkjunni verið breytt nokkuð hvað varðar uppröðun og fyrirkomulag. Þess vegna verður ekki hefðbundin messa á sunnudaginn kl. 14.00 en fjölskyldumessa verður kl. 11.00 og þá koma gestir úr sýningunni með tóndæmi. Sunnudaginn er æsku- lýðsdagur þjóðkirkjunnar og þátt- taka unglinganna hluti af umgjörð þess dags. Ég hvet fólk til að gefa þessu framtaki unglinganna gaum og sýna áhuga í verki og koma á sýning- arnar. Þetta er eitt af mörgu sem unglingar eru að vinna í jákvæðu starfi, sem oft nýtur ekki sömu um- fjöllunar og það sem úrskeiðis fer. Þetta er góðir unglingar í góðum gír og við skulum gefa þeim gaum. Pálmi Matthíasson. Hvatning til sátta SAMKOMA verður í kvöld, 1. mars, kl. 20 í Hallgrímskirkju á Alþjóð- legum bænadegi kvenna. Alþjóðabænadagur kvenna er sprottinn úr aldagamalli alheims- hreyfingu kristinna kvenna, sem nú starfar í yfir 170 löndum. Ár hvert safnast konur um allan heim saman fyrsta föstudag í mars til að fræðast um aðstæður hverrar annarrar, biðja saman og styrkjast þannig til góðra verka í þágu kynsystra sinna og samfélagsins alls. Efni bæna- dagsins 2002 er valið af landsnefnd kvenna í Rúmeníu og yfirskrift þess er: Hvatning til sátta. Íbúar í Rúm- eníu eru um 22 milljónir. Lang- stærsti hluti þjóðarinnar tilheyrir kristinni kirkju, að miklum meiri hluta rúmensku rétttrúnaðarkirkj- unni. Fjárhagur Rúmena er bágbor- inn, fátækt mikil, félagsleg aðstoð af skornum skammti, umhverfisvitund lítil og lýðræðið veikburða. Konur þjást af völdum atvinnuleysis, hús- næðisskorts og ónógrar kynfræðslu, sem orsakar mikinn fjölda fóstur- eyðinga. Nú er hins vegar lag fyrir kirkjur og ýmis samtök að stuðla að fræðslu, sátt og jafnvægi í landinu, sátt milli fólks, sátt við umhverfið og sátt við Guð. Bænasamkoman í Hallgríms- kirkju 1. mars kl. 20 er liður í þeirri viðleitni. Þangað eru allir velkomn- ir, konur og karlar jafnt, til að fræð- ast, syngja og biðja saman og heyra raddir margra kvenna. Að bæna- deginum á Íslandi standa konur úr eftirtöldum söfnuðum og hópum: Aðventkirkjunni, Fríkirkjunni í Reykjavík, Hjálpræðishernum, Hvítasunnukirkjunni, Íslensku Kristskirkjunni, KFUK, Kristni- boðsfélagi kvenna, Kaþólsku kirkj- unni og Þjóðkirkjunni. Ræðukonur kvöldsins eru Guðrún Ásmundsdóttir leikkona og Hrönn Sigurðardóttir kristniboði. Stjórnarfundur Safnaðarfélags Digranesprestakalls OPINN stjórnarfundur verður hald- inn í Safnaðarfélagi Digranes- prestakalls þriðjudaginn 5. mars kl. 20.30. Fundurinn verður haldinn í safnaðarsal og er öllum opinn. Rædd verða málefni félagsins. Jesús Kristur súperstjarna í Bústaðakirkju Morgunblaðið/Ásdís Hallgrímskirkja í Reykjavík. KIRKJUSTARF NÝLEGA skrifuðu fulltrúar fyrir- tækjanna Kasts ehf. og Íslenska út- varpsfélagsins undir samstarfs- samning sem snýr að beinum út- sendingum síðarnefnda aðilans frá ensku, spænsku og ítölsku knatt- spyrnunni. Allir þátttakendur í SMS-at- kvæðagreiðslunni munu fara í pott þar sem vinningar verða dregnir út. Kosið um „mann leiksins“ SEINNI hluti Íslandsmóts skák- félaga 2001-2002 verður haldið dag- ana 1. og 2. mars. Teflt verður í Brimborgarhúsinu, Bíldshöfða 6, Reykjavík, og hefst 5. umferð föstu- daginn 1. mars kl. 20, 6. umferð laug- ardaginn 2. mars kl. 10 og 7. umferð sama dag kl. 17. Á mótinu tefla 220 skákmenn frá flestum skákfélögum á landinu. Fyrri hluti keppninnar fór fram sl. haust og eru þetta því úrslit um Ís- landsmeistaratitil skákfélaga. Teflt er í fjórum deildum. Mjög góð aðstaða verður á skák- stað, Brimborgarhúsinu, og áhorf- endur velkomnir. Hraðskákmót Íslands 2002 verður haldið sunnudaginn 3. mars á Kjar- valsstöðum og hefst kl. 16. Íslandsmót skák- félaga 2001–2002, seinni hluti Háteigskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 13 í umsjón Þórdísar þjón- ustufulltrúa. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45-7.05 alla virka daga nema mánu- daga. Mömmumorgunn kl. 10-12 í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur, djákna. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyr- ir börn. Kirkjuskólinn í Mýrdal. Samvera á morgun, laugardag, kl. 11.15 í Víkur- skóla. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Varmárskóla kl. 13.15-14.30. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11-12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og bibl- íufræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir sam- komuna. Allir velkomnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 20 samkoma í Landakirkju á Alþjóðlegum bænadegi kvenna. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Flóa- markaður frá kl. 10-18. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Bibl- íurannsókn og bænastund á miðviku- dagskvöldum kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Brynjar Ólafsson. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðu- maður Jón Hjörleifur Jónsson. Samlestrar og bænastund á mánu- dagskvöldum kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Samlestrar og bæna- stund í safnaðarheimilinu á fimmtudög- um kl. 17.30. Allir hjartanlega velkomn- ir. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður Elías Theodórsson. Biblíu- rannsókn/bænastund á miðvikudags- kvöldum kl. 20. Allir hjartanlega vel- komnir. Safnaðarstarf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.