Morgunblaðið - 01.03.2002, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 01.03.2002, Qupperneq 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 51 UNGLINGAR í Bústaðahverfi minn- ast nú 30 ára afmælis Bústaðakirkju með sínum takti. Uppfærsla á leik- gerð JKS sem byggð er á þýðingu sr. Hannesar Arnar Blandon og Em- ilíu Baldursdóttur. Leikgerðin er eftir Sigrúnu Sól Ólafsdóttur, sem er leikstjóri. Tónlistarstjóri er Pálmi Sigurhjartarson tónlistar- manns og söngstjórn er á höndum Jóhönnu Þórhallsdóttur kórstjóra kirkjunnar og dansstjóri er Camer- on Corbett. Verkefnið er samstarfsverkefni Félagsmiðstöðvarinnar Bústaða, Bústaðakirkju og Réttarholtsskóla. Þátttakendur í verkefninu eru börn og unglingar úr Bústaðahverfi alls um 150 ungmenni. Aðstoðarleikstjórn, tæknimál, búningamál, förðun, kynningarmál og önnur umgjörð er á höndum nemenda í Réttarholtsskóla undir leiðsögn tómstundaráðgjafa Bú- staða og kennara í skólanum. Sýningin er afar fjölbreytt þar sem boðið verður upp á dans, söng, rapp, tískusýningu og fleira skemmtilegt sem allt er tengt við- fangsefninu. Verkefni þetta er stórt í sniðum og dæmi um jákvæða uppbyggjandi vinnu með ungu fólki þar sem þeirra frumkvæði og hugmyndir skipta sköpum til að verkefnið gangi upp. Áætlaðar eru 4 sýningar og er frumsýning þann 1. mars næstkom- andi klukkan 20 í Bústaðakirkju. Næstu sýningar eru laugardaginn 2. mars klukkan 19 og klukkan 21. Gert er ráð fyrir aukasýningu sunnudaginn 3. mars klukkan 20. Miðasala er í kirkjunni milli kl. 15 og 19. Vegna þessarar uppfærslu hefur kirkjunni verið breytt nokkuð hvað varðar uppröðun og fyrirkomulag. Þess vegna verður ekki hefðbundin messa á sunnudaginn kl. 14.00 en fjölskyldumessa verður kl. 11.00 og þá koma gestir úr sýningunni með tóndæmi. Sunnudaginn er æsku- lýðsdagur þjóðkirkjunnar og þátt- taka unglinganna hluti af umgjörð þess dags. Ég hvet fólk til að gefa þessu framtaki unglinganna gaum og sýna áhuga í verki og koma á sýning- arnar. Þetta er eitt af mörgu sem unglingar eru að vinna í jákvæðu starfi, sem oft nýtur ekki sömu um- fjöllunar og það sem úrskeiðis fer. Þetta er góðir unglingar í góðum gír og við skulum gefa þeim gaum. Pálmi Matthíasson. Hvatning til sátta SAMKOMA verður í kvöld, 1. mars, kl. 20 í Hallgrímskirkju á Alþjóð- legum bænadegi kvenna. Alþjóðabænadagur kvenna er sprottinn úr aldagamalli alheims- hreyfingu kristinna kvenna, sem nú starfar í yfir 170 löndum. Ár hvert safnast konur um allan heim saman fyrsta föstudag í mars til að fræðast um aðstæður hverrar annarrar, biðja saman og styrkjast þannig til góðra verka í þágu kynsystra sinna og samfélagsins alls. Efni bæna- dagsins 2002 er valið af landsnefnd kvenna í Rúmeníu og yfirskrift þess er: Hvatning til sátta. Íbúar í Rúm- eníu eru um 22 milljónir. Lang- stærsti hluti þjóðarinnar tilheyrir kristinni kirkju, að miklum meiri hluta rúmensku rétttrúnaðarkirkj- unni. Fjárhagur Rúmena er bágbor- inn, fátækt mikil, félagsleg aðstoð af skornum skammti, umhverfisvitund lítil og lýðræðið veikburða. Konur þjást af völdum atvinnuleysis, hús- næðisskorts og ónógrar kynfræðslu, sem orsakar mikinn fjölda fóstur- eyðinga. Nú er hins vegar lag fyrir kirkjur og ýmis samtök að stuðla að fræðslu, sátt og jafnvægi í landinu, sátt milli fólks, sátt við umhverfið og sátt við Guð. Bænasamkoman í Hallgríms- kirkju 1. mars kl. 20 er liður í þeirri viðleitni. Þangað eru allir velkomn- ir, konur og karlar jafnt, til að fræð- ast, syngja og biðja saman og heyra raddir margra kvenna. Að bæna- deginum á Íslandi standa konur úr eftirtöldum söfnuðum og hópum: Aðventkirkjunni, Fríkirkjunni í Reykjavík, Hjálpræðishernum, Hvítasunnukirkjunni, Íslensku Kristskirkjunni, KFUK, Kristni- boðsfélagi kvenna, Kaþólsku kirkj- unni og Þjóðkirkjunni. Ræðukonur kvöldsins eru Guðrún Ásmundsdóttir leikkona og Hrönn Sigurðardóttir kristniboði. Stjórnarfundur Safnaðarfélags Digranesprestakalls OPINN stjórnarfundur verður hald- inn í Safnaðarfélagi Digranes- prestakalls þriðjudaginn 5. mars kl. 20.30. Fundurinn verður haldinn í safnaðarsal og er öllum opinn. Rædd verða málefni félagsins. Jesús Kristur súperstjarna í Bústaðakirkju Morgunblaðið/Ásdís Hallgrímskirkja í Reykjavík. KIRKJUSTARF NÝLEGA skrifuðu fulltrúar fyrir- tækjanna Kasts ehf. og Íslenska út- varpsfélagsins undir samstarfs- samning sem snýr að beinum út- sendingum síðarnefnda aðilans frá ensku, spænsku og ítölsku knatt- spyrnunni. Allir þátttakendur í SMS-at- kvæðagreiðslunni munu fara í pott þar sem vinningar verða dregnir út. Kosið um „mann leiksins“ SEINNI hluti Íslandsmóts skák- félaga 2001-2002 verður haldið dag- ana 1. og 2. mars. Teflt verður í Brimborgarhúsinu, Bíldshöfða 6, Reykjavík, og hefst 5. umferð föstu- daginn 1. mars kl. 20, 6. umferð laug- ardaginn 2. mars kl. 10 og 7. umferð sama dag kl. 17. Á mótinu tefla 220 skákmenn frá flestum skákfélögum á landinu. Fyrri hluti keppninnar fór fram sl. haust og eru þetta því úrslit um Ís- landsmeistaratitil skákfélaga. Teflt er í fjórum deildum. Mjög góð aðstaða verður á skák- stað, Brimborgarhúsinu, og áhorf- endur velkomnir. Hraðskákmót Íslands 2002 verður haldið sunnudaginn 3. mars á Kjar- valsstöðum og hefst kl. 16. Íslandsmót skák- félaga 2001–2002, seinni hluti Háteigskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 13 í umsjón Þórdísar þjón- ustufulltrúa. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45-7.05 alla virka daga nema mánu- daga. Mömmumorgunn kl. 10-12 í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur, djákna. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyr- ir börn. Kirkjuskólinn í Mýrdal. Samvera á morgun, laugardag, kl. 11.15 í Víkur- skóla. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Varmárskóla kl. 13.15-14.30. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11-12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og bibl- íufræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir sam- komuna. Allir velkomnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 20 samkoma í Landakirkju á Alþjóðlegum bænadegi kvenna. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Flóa- markaður frá kl. 10-18. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Bibl- íurannsókn og bænastund á miðviku- dagskvöldum kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Brynjar Ólafsson. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðu- maður Jón Hjörleifur Jónsson. Samlestrar og bænastund á mánu- dagskvöldum kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Samlestrar og bæna- stund í safnaðarheimilinu á fimmtudög- um kl. 17.30. Allir hjartanlega velkomn- ir. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður Elías Theodórsson. Biblíu- rannsókn/bænastund á miðvikudags- kvöldum kl. 20. Allir hjartanlega vel- komnir. Safnaðarstarf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.