Morgunblaðið - 01.03.2002, Side 58

Morgunblaðið - 01.03.2002, Side 58
DAGBÓK 58 FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Ráðherra endurráði Guðmund LÍKT og aðrir hluthafar hef ég áhyggjur af enda- lausum uppákomum, vand- ræðagangi og mistökum varðandi stjórnun og rekst- ur Landssíma Íslands hf. Nú er sú tíðin að lands- feður okkar telja nauðsyn- legt „að losna við“ og selja fyrirtæki í eigu ríkisins, allrar þjóðarinnar, sem betur eru komin í höndum dugmikilla forstjóra einka- fyrirtækjanna, verða að sæta stífu aðhaldi eigenda sinna við stjórnun þeirra. Þegar Landssíminn var í eigu allrar þjóðarinnar skil- aði hann dágóðum arði í ríkiskassann þrátt fyrir að honum væri stjórnað af mönnum sem gerðu sér að góðu þau laun sem kjara- dómur skammtaði þeim. Þeir sáu ekki ástæðu til að stofna einkafyrirtæki til að geta aukið eigin tekjur og til að lækka tekjuskatt- inn hjá sér. Sá sem var síðasti for- stjóri Símans áður en hon- um var breytt í hlutafélag var Guðmundur Björnsson. Hann var síðan settur á eft- irlaun. Ég vil nú skora á samgönguráðherra að ráða Guðmund að nýju. Þar með fengi Landssími Íslands hf. sinn fyrri sess meðal þjóð- arinnar og fyrirtækið losaði sig undan skyldum vegna starfslokasamnings Guð- mundar, auk þess þyrftu stjórnendur fyrirtækisins ekki að falast eftir ráðgjöf hjá misstórum einkafyrir- tækjum til að vera fær um að halda skammlaust um stjórnartaumana. Því eiga allir að geta orð- ið sáttir með þessa niður- stöðu. Hluthafi í Landssíma Íslands hf. Sýnum samstöðu Í MORGUNBLAÐINU sl. sunnudag var grein sem fjallaði um íslenska konu, Guðríði og Hebu dóttur hennar, og lífsreynslu þeirra en fyrrum eiginmað- ur Guðríðar svipti dóttur þeirra frelsinu og hugðist gifta hana í Egyptalandi. Langar mig að biðja ís- lenskar konur að sýna þeim mæðgum stuðning sinn og láta í sér heyra vegna þessa máls. Þessi maður á ekki að hafa leyfi til að dveljast hér í landi því hann er ógnun við dóttur sína. Eins vil ég koma því á framfæri að mér líkaði vel hvernig Davíð kom fyrir í Kastljósi sl. þriðjudag og að mér líkar ekki stefna Halldórs Ásgrímssonar í utanríkismálum. Anna Kristjánsdóttir. Eigenda leitað ÞESSI mynd fannst í tösku sem var meðal annarra muna í dánarbúi. Taskan var eign Svövu Sigurðar- dóttur. Í töskunni eru ýms- ir persónulegir munir og gamlar innrammaðar myndir. Sú sem fann tösk- urnar vill koma þeim til réttra eigenda og eru þeir beðnir að hafa samband við Steinunni í síma 555 3489. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... HÉR á landi hafa ýmsir bariztgegn því að skattskrár séu gerðar opinberar og liggi frammi á skattstofum í nokkrar vikur á ári. Ungir sjálfstæðismenn hafa t.d. verið duglegir að færa rök að því að upplýs- ingar um skattgreiðslur – og þar með um tekjur fólks – séu persónuupplýs- ingar, sem sjálfsagt sé að leynt fari. Svo eru aðrir, sem segja að birting skattskránna sé sjálfsagt aðhald og þáttur í skattaeftirliti; hvatning til að telja rétt fram og reyna ekki að skjóta tekjum eða eignum undan skatti. Vegna þess hvað málið er umdeilt hér á landi brá Víkverja dálítið í brún þegar hann var að rápa á Netinu og rakst á heimasíðu norska blaðsins Bergens Tidende á leitarvél, þar sem hægt er að leita í norsku skattskránni eins og hún leggur sig; fletta upp hverjum einasta norskum skattgreið- anda og skoða hvað hann hefur haft í skattskyldar tekjur á síðasta ári og hver eignarskattstofn hans er. Norð- menn eru ekki síður en Íslendingar uppteknir af persónuvernd, en með þessu eru persónuupplýsingarnar orðnar nokkurn veginn eins aðgengi- legar og hugsazt getur. Blaðið tekur fram að hin rafræna skattskrá sé fengin frá yfirvöldum. Hvað ætli fólki fyndist í okkar agnarlitla samfélagi ef hægt væri að fletta tekjum þess upp á Netinu með samþykki yfirvalda? x x x VÍKVERJA hefur ekki fundiztsérstaklega mikið til um að taka eigi upp atriði í næstu James Bond- myndina hér á Íslandi. Af lestri norska blaðsins Verdens Gang mætti hins vegar ætla að Íslendingar ættu að vera bæði stoltir og glaðir af því að Jökulsárlón skuli hafa orðið fyrir val- inu sem tökustaður. Blaðið birti á dögunum frétt um að framleiðendur myndarinnar hefðu fallið frá hug- myndum um að taka upp atriði í Jostedalen í Luster. Fulltrúi fram- leiðendanna er þráspurður í fréttinni hvernig standi á þessu en gefur ekki önnur svör en þau að Jostedalen sé ekki lengur til umræðu. Blaðamaður- inn getur engan veginn leynt von- brigðum sínum; kallar svörin sem hann fékk „nedslående“, þ.e. eitthvað sem veldur depurð eða hugsýki. Það fylgir sögunni í frétt VG að Skotar séu álíka daprir og Norðmenn yfir því að Pierce Brosnan muni ekkert eltast við vonda kalla í þeirra fagra landi, en slíkt hafði víst verið nefnt sem mögu- leiki og vakið miklar vonir í brjósti skozku þjóðarinnar. Það er gott að Ís- lendingar hafa a.m.k. val á tökustöð- um fyrir James Bond til að gleðjast yfir í skammdeginu og fyllast þjóð- arstolti. x x x ÞEGAR textavarp Ríkissjón-varpsins hóf göngu sína fyrir nokkrum árum varð mikil rekistefna vegna þess að ekki réðu öll sjónvarps- tæki við að birta séríslenzka bókstafi eins og broddstafi, æ, ð og þ. Nú er það vandamál væntanlega að mestu úr sögunni eftir því sem sjónvarps- tækjakostur landsmanna hefur end- urnýjast. Textavarpið er hins vegar líka orðið aðgengilegt á Netinu og þá bregður svo við að á forsíðu texta- varpsvefjarins eru séríslenzkir stafir að þvælast á víð og dreif þar sem þeir virðast alls ekki eiga heima; á milli lína og undir texta. Þetta gerir upp- hafssíðuna dálítið undarlega útlits og aflestrar. Fyrr má nú rota en dauð- rota, segir Víkverji bara. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 brumhnappar, 8 hefja upp, 9 brotna, 10 mánað- ar, 11 haldist, 13 pílára, 15 karlfugl, 18 sundfugl- ar, 21 bein, 22 slöngvuðu, 23 mjúkan, 24 geðslag. LÓÐRÉTT: 2 garm, 3 þurfalingur, 4 tekur, 5 kjánum, 6 feiti, 7 hrun, 12 móðurlíf, 14 greinir, 15 síðast af öllu, 16 rengdu, 17 grasflöt, 18 styrkir, 19 dútla, 20 brún. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 búbót, 4 nýtur, 7 lokið, 8 göfgi, 9 ala, 11 skap, 13 gata, 14 ostra,15 fúlt, 17 tólf, 20 bar, 22 gifta, 23 ábata, 24 niðra, 25 apana. Lóðrétt: 1 belgs, 2 bukka, 3 taða, 4 naga, 5 tafla, 6 reika, 10 litla, 12 pot, 13 gat,15 fegin, 16 lyfið, 18 óraga, 19 flasa, 20 bala, 21 ráma. K r o s s g á t a Í DV fyrir nokkrum dögum var sagt frá því að Pétur Blöndal og Katrín Fjeldsted ætluðu að leggja fram tillögu á þinginu um niðurfell- ingu skattaafsláttar sjó- manna. Ef þau leggja fram þessa tillögu skrifa þau sig út af borði íslenskra stjórn- mála. Allir sjómenn á Ís- landsmiðum fengu að vita af þessari vænt- anlegu tillögu þeirra. Sjómenn og fjölskyldur þeirra fylgjast grannt með. Pétur og Katrín. Það eru sjómenn sem leggja sig í lífshættu hvern einasta dag til að halda þjóðinni á floti. Und- anfarið hefur sjórinn höggvið stórt skarð í raðir íslenskra sjó- manna, eiginkonur, börn, heilu byggð- arlögin syrgja. Sjómenn eru langdvölum frá fjöl- skyldum sínum.Væri ykkur ekki nær að hjálpa sjómönnunum okkar að ná fram ýms- um kröfum sínum? T.d ef að bátur ferst og sjó- menn bjargast fá þeir engin laun frá útgerð- inni frá þeim degi er bátur ferst, ekki krónu. Það er ótrúlegt hvað sjómenn þurfa að ganga í gegnum til að fá stöðu sína metna að verð- leikum. Þegar þing- menn missa sjónar af lífi fólksins í landinu, hafa ekki hugmynd um um hvað það snýst, er kominn tími til að að þeir dragi sig í hlé. Sjómannaafslátturinn Skipin Reykjavíkurhöfn: Laug- arnes kemur í dag, Mánafoss og Árni Frið- riksson fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Plato kemur á morgun. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 leikfimi og vinnustofa, kl. 12.45 dans, kl. 13 bókband, kl. 14 bingó. Árskógar 4. Kl. 13-16.30 opin smíðastofan. Allar upplýsingar í síma 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9-12 bókband, kl. 9-16 handavinna, kl. 10- 17 fótaaðgerð, kl.13 frjálst að spila og gler- list. Félagsvist kl. 13.30. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13-16.30, spil og fönd- ur. Kóræfingar hjá Vor- boðum, kór eldri borg- ara í Mosfellsbæ á Hlaðhömrum fimmtu- daga kl. 17-19. Jóga á föstudögum kl. 11. Pútt- kennsla í íþróttahúsinu kl. 11 á sunnudögum. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014, kl. 13-16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hár- greiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8-16. Félagsstarfið Dalbraut 18-20. Kl. 9-12 aðstoð við böðun, kl. 9-16.45 hár- greiðslustofan opin, kl. 9 opin handavinnustofan. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Bingó í Gullsmára 13 kl. 14. Opið hús verður í Gjábakka laugardaginn 2. mars kl. 14. Á dag- skrá er upplestur, dans- sýning o.fl. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10-12 verslunin opin, kl. 13 „Opið hús“, spilað á spil. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Fimmtud. 7 mars kl. 20 Borgarleik- húsið, Íslenski dans- flokkurinn, miðapant- anir í síma 565-6622 eftir hádegi. Föstud. 1. mars kl. 11 dans. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli , Flatahrauni 3. Myndlist og brids kl. 13.30. Sæludagar á Örkinni 3-8 mars. Þátttakendur láti vita um hvort þeir ætli að notna rútuna er fer sunnudaginn 3. mars kl. 16.30 í síma 555 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10-13. Kaffi, blöðin og matur í há- degi. Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir í Ás- garði í Glæsibæ, félags- heimili, söng- og gam- anleikinn „Í lífsins ólgusjó“ – minningar frá árum síldarævintýr- anna. Einnig „Fugl í búri“, dramatískan gamanleik. Sýningar eru miðviku- og föstu- daga kl. 14 og sunnu- daga kl. 16. Miðapant- anir í s: 588-2111, 568-8092 og 551-2203. Árshátíð FEB verður í kvöld í Versölum, Hall- veigarstíg 1, húsið opn- að kl. 19 og borðhald hefst kl. 19.30. Miða- pantanir á skrifstofu FEB. Sími: 588-2111. Námskeið í framsögn og upplestri hefst fimmtudaginn 7. mars kl. 16.15, leiðbeinandi Bjarni Ingvarsson. Framtalsaðstoð frá Skattstofu Reykjavíkur verður þriðjudaginn 19. mars á skrifstofu fé- lagsins, panta þarf tíma. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9-16.30 myndlist og rósamálun á tré, kl. 9-13 hár- greiðsla, kl. 9.30 göngu- hópur, kl. 14. brids. Op- ið alla sunnudaga frá kl. 14-16, blöðin og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spila- salur opinn, myndlist- arsýning Braga Þórs Guðjónssonar stendur yfir. Vetingingar í veit- ingabúð. Mánudaginn 4. mars bankaþjónusta kl. 13.30-14.30. Upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í síma 575- 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 9.15 rammavefnaður, kl. 13 bókband, kl. 13.15 brids. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 10 glerlist, bingó kl. 14. Hraunbær 105. Kl. 9-12 baðþjónusta, kl. 9-17 hárgreiðsla og fótaað- gerðir, kl. 9 handa- vinna, bútasaumur, kl. 11 spurt og spjallað. Kl. 14 verður góukaffi, gestur Þuríður Krist- jánsdóttir, sem ræðir um Góuna. Sýndir verða íslenskir bún- ingar. Veislukaffi. Allir velkomnir. Spilað bingó. Hvassaleiti 56-58. Kl. 9 böðun, leikfimi og postulín, kl. 12.30 postulín. Fótaaðgerð, hársnyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9-13 tréskurður, kl. 9-17 hár- greiðsla, kl. 10 boccia. Félagsstarfið er opið öllum aldurshópum, all- ir velkomnir. Vesturgata 7. Kl. 9-16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15 handa- vinna, kl. 13.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30 kaffi og dansað í að- alsal. Laugardaginn 2. mars kl. 20-23 verður opið hús í tilefni vetr- arhátíðar Reykjavík- urborgar Ljós í myrkri. Dagskrá. Róbert Arn- finnsson leikari les ljóð. Guðný Helgadóttir leik- kona kynnir og stýrir einnig fjöldasöng. Guð- laug Erla Jónsdóttir flytur gamanmál. Dans- að við undirleik feðg- anna Inga og Karls Jón- atanssonar. Veitingar. Allir velkomnir. Kl 15 ferðakynning á vegum Úrvals-Útsýnar. Reb- ekka Kristjánsdóttir kynnir vor- og sum- arferðir. Ferðavinn- ingar, pönnukökur með rjóma í kaffitímanum. Dansað við lagaval Sig- valda. Framtalsaðstoð verður veitt mánudag- inn 18. mars, skráning í síma 562-7077. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bók- band og morgunstund, kl. 10 leikfimi og fótaað- gerðir, kl. 12.30 leir- mótun, kl.13.30 bingó. Háteigskirkja aldraðir. Samvera í Setrinu kl. 13-15. Kl. 13.30 teflt, spilað og rabbað, kaffi á eftir. Söngur með Jónu, kl. 13.30 vöfflur með kaffinu. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (ca. 16-25 ára) að mæta með börnin sín á laugard. kl.15-17 á Geysi, Kakó- bar, Aðalstræti 2. (Gengið inn Vesturgötu- megin.) Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Breiðfirðingakórinn heldur árlega dags- og söngskemmtun í Breið- firðingabúð laugard. 2. mars og hefst kl. 21, Svarfdælingakórinn kemur í heimsókn og tekur lagið. Happdrætti. Vetrarhátíð Reykjavík- ur, Ljós í myrkri. Kvöldvaka í Ráðhúsinu kl. 20. Þjóðdansar, kveðnar rímur, sagðar draugasögur, Árni Björnsson þjóðhátta- fræðingur ræðir um hvað er skemmtilegt í myrkrinu og tekur lagið. Hljómsveitin Vinaband- ið leikur fyrir dansi. Kvæðamannafélagið verður á staðnum. Allir velkomnir. Krabbameinsfélagið. Minningarkort félagsins eru afgreidd í síma 540 1990 og á skrifstofunni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upplýsingar í tölvupósti (minn- ing@krabb.is). Minningarkort Minningarkort Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eru afgreidd í síma 551- 7868 á skrifstofutíma og í öllum helstu apótekum. Gíró-og kreditkorta- greiðslur. Í dag er föstudagur 1. mars, 60. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Sú þjóð, sem í myrkri sat, sá mikið ljós. Þeim er sátu í skuggalandi dauðans, er ljós upp runnið. (Matt. 4, 16.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.