Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 8
HYUNDAI býður upp á breiða línu bíla, allt frá smábílum upp í með- alstóran jeppa. Á öllum vígstöðvum er Hyundai með ódýrustu kostum og má þar sérstaklega minna á Santa Fé jepplinginn og ekki síst lúxusbílinn Sonata. Elantra, sem hér er til umfjöllunar, er stór milli- stærðarbíll, og er í þar í fríðum flokki annarra valkosta, eins og t.d. Opel Vectra, Skoda Octavia og Toyota Avensis svo nokkrir séu nefndir. Einungis 1,6 lítra vél Ný Elantra er betur undir þessa samkeppni búin en áður því hún er orðin stærri og rúmbetri. Stóri kosturinn við Elantra í þessum samanburði er að hann er á umtals- vert lægra verði en flestir keppi- nautarnir, þó ekki Skoda Octavia. Þessi bíll hefur líka fengið góða dóma fyrir árekstrarvarnir, m.a. í Bandaríkjunum, og bilanatíðni í Hyundai er alls ekki há, ef marka má niðurstöður í TUV-könnuninni. Þar er hann í 68. sæti af 107 sætum yfir bíla eins til þriggja ára gamla með 5,5% bilanatíðni. Við prófuðum bílinn á dögunum með 1,6 lítra vélinni sem er reynd- ar eini vélarkosturinn sem stendur til boða. Það verður að segjast að vélin mætti alveg vera aflmeiri fyr- ir þetta mikinn bíl. Hámarksafköst eru 107 hestöfl og í sjálfskiptum bílnum vantar hreinlega upp á aflið vilji menn sportlega takta. Í bein- skipta bílnum þarf að hræra vel í gírum og ná háum vélarsnúningi til að ná öllu út úr henni. Mikill kostur er að spólvörninni, ekki síst þegar götur eru huldar klakabörðum eins og verið hefur. Elantra líður samt dálítið fyrir það að hafa ekki stærri vélar fyrir þá sem vilja meiri af- köst. Bíllinn býður því upp á þægileg- an akstur innanbæjar en hann er tiltölulega laus við sportlega takta og er af þeim sökum kannski ekki spennandi fyrir akstursfíklana sem vilja finna meira fyrir bílnum sín- um. Þetta er ágætlega einangraður bíll og verður lítið vart við vind- hljóð á ferð en aðeins heyrist frá dekkjunum þegar komið er upp á góðan þjóðvegahraða. Mikill staðalbúnaður Annað sem Elantra hefur með sér er mikill staðalbúnaður. Hér er hann boðinn með fjórum örygg- ispúðum, ABS-kerfi og spólvörn, en að auki má telja upp hluti eins og hita í framsætum, rafstýrða spegla og hliðarrúður, armpúða með geymsluhólfi í aftursæti og hólf milli framsæta. Hins vegar flaskar framleiðandinn á því að bjóða ekki þriðja þriggja punkta beltið og þriðja hnakkapúðann í aftursætum. Sætin eru frekar djúp og stinn og styðja vel við líkamann. Öku- mannssætið er að auki með hæð- arstillingu og stillingu í baki en jafnframt er hægt að stilla halla á setunni. Ökumaður finnur því auð- veldlega strax þægilega stöðu undir stýri og uppröðun á stjórntækjum er öll rökrétt og mælar í góðri sjónlínu. Bíllinn stenst ekki alveg sam- anburði við fyrrnefnda keppinauta hvað varðar innréttingar og frá- gang enda gríðarlegar framfarir orðið á þessu sviði einmitt í þessum flokki evrópskra bíla. Það er í raun ekkert hægt að setja út á aksturseiginleika El- antra. Hann kemur hvergi á óvart og er hreinn og beinn. Hann er þægilegt samgöngutæki og reyndar nokkuð vænlegur kostur þegar litið er til verðsins og búnaðar. Það er reyndar sterkasta hlið þessa bíls. Fyrir fernra dyra stallbak með fimm gíra beinskiptingu er verðið 1.690.000 krónur. Aðrir bílar í sama stærðarflokki eru t.d. Opel Vectra, Toyota Avensis og Skoda Octavia. Allir eru þessir bílar um 4,50 m á lengd. Sá eini sem skákar Elantra í verði er Skoda Octavia Ambiente, sem kostar beinskiptur 1.630.000 kr. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hyundai Elantra-stallbakur, einnig fáanlegur sem langbakur. Elantra – hefð- bundinn fólksbíll Elantra er svipaður að lengd og Skoda Octavia, 4,50 m. Fremur þröngt op er í farangursrýmið. Einfaldleiki er ríkjandi í innréttingu. Einungis 1,6 lítra vél er fáanleg í bílinn. gugu@mbl.is REYNSLUAKSTUR Hyundai Elantra Guðjón Guðmundsson 8 B SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ bílar Vél: 1.599 rúmsentimetr- ar, fjórir strokkar, tveir yfirliggjandi knastásar. Afl: 107 hestöfl við 5.800 snúninga á mínútu. Tog: 146 Nm við 3.000 snúninga á mínútu. Gírkassi: Fimm gíra handskiptur. Hemlar: Kældir diskar að framan, diskar að aftan. Lengd: 4.495 mm. Breidd: 1.720 mm. Hæð: 1.425 mm. Eigin þyngd: 1.253 kg. Farangursrými: 415 lítrar. Hröðun: 11 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Hámarkshraði: 182 km/klst. Eyðsla: 7,4 lítrar í blönduðum akstri. Verð: 1.690.000 kr. Umboð: B&L hf. Hyundai Elantra Gls

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.