Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 B 9 bílar  TATA fyrirtækið indverska sýndi hugmyndabíl- inn Indiva sem er sjö manna bíll með 1,4 lítra vél og er ætlun fyrirtækisins að hann verði settur á markað í mjög náinni framtíð. Tata sýndi einnig jeppann Safari og fólksbílana Indica og Sedan. Um 10% af framleiðslu fyrirtækisins eru til útflutnings og segja forráðamenn þess ætlunina að sækja á næstu árum af meiri þunga til Evrópulanda. Indiva er 4,27 m langur og 1,78 m breiður og er eins og aðrir hugmyndabílar skemmtilega frísk- legur í útliti. Samt sem áður er hann næsta „eðli- legur“ þannig að ekki þarf að koma á óvart að sjá hann á götu, framúrstefnan í útlitinu er ekki meiri en svo. Indiva er straumlínulagaður, með mjög sléttum og felldum hliðum en heldur litlum hjól- um. Tata fyrirtækið var stofnað árið 1945 og fram- leiddi í fyrstu járnbrautarvagna. Tæpum áratug síðar hófst bílaframleiðsla, í fyrstunni í samstarfi við Daimler Benz en því lauk árið 1969 og hefur bílaframleiðslan síðan staðið á eigin fótum. Auk fólksbíla framleiðir fyrirtækið vörubíla og rútur. Útflutningur hófst árið 1961, aðallega til landa í Afríku og Asíu en með Indica og Safari hefur fyr- irtækið einnig sótt til Evrópu. Eru það helst Ítalía, Spánn, Portúgal, Malta og Bretland. Tata frá Indlandi sækir til Evrópu Morgunblaðið/jt Indverski bílaframleiðandinn Tata sýndi meðal annars Tata Safari-jeppann.  MEÐAL áhugaverðari jeppa í Genf er nýr bíll frá Kia sem nefndur er Sor- ento. Hann er flokki eða flokkum ofar en Sportage-jeppinn sem þekktur er hérlendis. Sorento er hraðaksturs- og lúxusjeppi en með jeppaeiginleikum. Bílnum er einkum stefnt inn á markað í Evrópu og virðist hann vel geta átt þangað erindi. Sorento er laglegur bíll og virðist við fyrstu sýn geta samsamað sig jepp- unum frá Mercedes Benz, BMW og Lexus þar sem hann er ávalur og rennilegur. Þá er mælaborð allt mjög fágað og plássið er gott, bæði í fram- sem aftursætum. Sorento verður annars vegar boðinn með 2,5 lítra dísilvél með samrásarinn- sprautun sem er 145 hestöfl. Hin vélin er 3,5 lítra sex strokka bensínvél, 195 hestafla. Þetta er vel búinn jeppi byggður á sjálfstæðri grind og með hátt og lágt drif. Ekki er ennþá vitað hvert verðið verður. Sorento verður dýrari en Sportage og spurning er hversu miklu ódýrari en lúxusjepparnir sem nefndir voru hér að framan verður fróðlegt að sjá. Möguleikar hans hér- lendis hljóta að ráðast mest af verðinu. Morgunblaðið/jt Sorento-jeppinn frá Kia er verklegur gripur. Áhuga- verður Kia Sorento Á bílasýningum er greinilega hægt að sýna annað handbragð en á bílum. Á bás Lancia mátti sjá handverksmenn við fiðlusmíði sem er ekki alveg ljóst hvernig tengja má bílum en einnig við bólstrun sem er skiljanlegra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.