Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ grænn Jaguar XKR-sportbíll með óvenju- legum búnaði, m.a. hríðskotabyssu aftan við aftursætin. Bíllinn er á íslenskum númerum því í sögunni er óþokkinn búsettur á Íslandi. Spæjarinn hugumprúði er á Aston Martin Vanquish. Bíll Bonds er mun aflmeiri, með V12-vél, 460 hestafla, en Jaguar-bíll óþokk- ans aðeins með V8-vél, 363 hestafla. Upplýs- ingafulltrúi kvikmyndarinnar á staðnum upplýsti að málmlakkið á Jaguar-bílnum væri blandað gulli. Hún var ófeimin að gefa upp alls kyns tölur og staðreyndir um fram- leiðsluna enda óhófið og glæsileikinn órjúf- anlegur hluti af James Bond. Lítrann af lakkinu sagði hún kosta 2.000 pund, eða tæp- ar 290 þúsund ísl. kr. Þetta eru þó smámunir í samanburði við þann kostnað sem tækni- deild kvikmyndaliðsins lagði í til að breyta bílunum í fjórhjóladrifsbíla. Kostnaðurinn við breytingarnar á bílunum átta, já það eru sex varabílar ef eitthvað skyldi fara úrskeið- is, er 1,5 milljónir sterlingspunda, um 216 milljónir ísl. kr. Þetta eru einu fjór- hjóladrifnu Jaguar- og Aston Martin- bílarnir í heiminum. Eftir æsispennandi elt- ingaleik á bílunum kemst Bond að lokum undan illmenninu á snjóþotu með fluggetu, en verður fyrir stöðugum árásum frá Ík- arusi, sem er helsta vopn illmennisins, og sendir frá sér hitageisla. Bond fer yfir lónið og í gegnum skóginn, sem „plantað“ hefur verið í ísinn, og rífur þar vængina af þotunni. Leikurinn berst síðan upp á jökul og þar fer Bond á laskaðri þotunni fram af 600 feta hyl- dýpi, en það atriði verður að líkindum tekið upp á Svalbarða. Bið og aftur bið Úti á ísnum var fjöldi manns við undirbún- ing að tökum í sjö gráða frosti en björtu veðri. Þarna er hópurinn að jafnaði við vinnu frá klukkan átta á morgnana fram til klukk- an fjögur, dúðaður í dúnúlpur utan klæða og flotgalla innan klæða. Að minnsta kosti þrjár myndavélar voru notaðar og áður höfðu nokkur atriði verið tekin úr þyrlu. All- ir voru á mannbroddum á glerhálum ísnum og voru að undirbúa „skotið“. Bílarnir á dekkjum með stórum nöglum. Leikstjóri spennuatriðanna, Vic Armstrong, sat í leik- stjórastólnum ómissandi en aðstoðarmenn voru að koma fyrir litlum sprengjum í akst- urslínu bílanna. Svo var gefið merki og bíl- unum ekið af stað á miklum hraða. Skyndi- lega kváðu við sprengingar við afturhjól Bond-bílsins eins og verið væri að skjóta á bílinn úr vélbyssunni. Atriðið, sem hafði ver- ið í undirbúningi í nokkrar klukkustundir, tók að hámarki tíu sekúndur. Svo var byrjað að stilla upp og undirbúa fyrir næstu töku og þá tók aftur við löng bið. Svona gengur dag- urinn fyrir sig úti á ísnum og að meðaltali er afraksturinn einungis um 20 sekúndur af efni á dag. Kvikmyndagerð er nákvæmn- isvinna en umfram allt þolinmæðisvinna. Eltingaleikinn í nýjustu Bond-myndinni, í ægifagurri umgjörðinni á Jökulsárlóni, fá ís- lenskir áhorfendur að sjá í bíó í nóvember. Áhættuleikarar eru í hlutverkum illmennisins og Bonds í atriðunum sem tekin eru upp á Jökulsárlóni. gugu@mbl.is „ÞETTA hefur gengið mjög vel. Veðrið hefur verið frábært, en það var okkar mesta áhyggjuefni að það myndi hlýna. Þetta er víst kaldasti febr- úarmánuður í 65 ár og við völdum þessar tvær vik- ur til þess að koma hingað, sem er ekki einleikið,“ segir Vic Armstrong, leikstjóri áhættuatriða í nýju Bond-myndinni, í viðtali við Morgunblaðið í upphit- uðum húsvagni hans við Jökulsárlón. Að loknu góðu dagsverki kemur Armstrong sér þar fyrir og klippir afrakstur dagsins í litlu Macintosh-tölvunni sinni. Þeir sem þekkja til í kvikmyndaheiminum vita að Vic Armstrong er ein af stóru stjörnunum. Því til staðfestingar má nefna að hann fékk Ósk- arsverðlaun í fyrra fyrir tæknilegt framlag sitt til kvikmynda og daginn áður en hann kom til Íslands til að taka upp nýju Bond-myndina tók hann við bresku BAFTA-verðlaununum fyrir framlag sitt til breskrar kvikmyndagerðar. Á afrekaskrá Arm- strongs er meðal annars Charlie’s Angels, tvær Bond-myndir og margar fleiri myndir. Armstrong var á árum áður einn af fremstu áhættuleikurum heims og var staðgengill Seans Connerys í You only Live Twice árið 1966. Hann hefur einnig verið staðgengill Rogers Moores og Georges Lazenbys, sem allir hafa leikið hlutverk Bonds. Þá var hann leikstjóri áhættuatriða í Tomorrow Never Dies og The World is Not Enough, en margir muna eftir eltingarleiknum á Thames á hraðbátum í síð- arnefndu myndinni, sem er hugverk Armstrongs. Lónið stíflað Hann segir að engin sérstök vandamál hafi kom- ið upp ennþá en það sem getur sett strik í reikning- inn er veðrið. Um leið og hlýnar og ísinn á lóninu bráðnar er tökum sjálfhætt. Heimamenn komu með bráðsnjalla lausn til að tefja fyrir þiðnun íssins. Þeir lokuðu fyrir aðstreymi sjávar á flóði með því að ryðja jarðvegi í lónið. Þar gætir því ekki lengur sjávarfalla en sjórinn er a.m.k. 2–3 gráðum hlýrri en jökulvatnið. „Við ákváðum ekki að taka upp myndina hér fyrr en tveimur vikum áður en tökur hófust. Við vildum alltaf nota Jökulsárlón. Það er einstætt land- fræðilega og á allan hátt. Ég hef hvergi annars staðar fundið svona stað. Ljósið hérna er líka alveg ótrúlegt og litirnir í ísnum. Skömmu áður en við ætluðum að taka ákvörðun um staðarval hafði ís- inn þiðnað og við töldum ekki mögulegt að gera þetta hér. Ég flaug til Alaska og fann þar svipað lón en með mun minni ísjökum. Þá fékk ég skilaboð um að lónið hefði lagt á ný og þá ákváðum við að byrja strax hér. Þetta hefði aldrei getað gerst nema með frábæru undirbúningsliði. Chris [Courbould, yf- irmaður áhættuatriða, innsk. blm.] og Saga Film hafa unnið frábært starf. Ég kom á mánudegi og byrjaði tökur á þriðjudag,“ segir Armstrong. Hann segir að nú séu tökur á undan áætlun en það leiði einungis til þess að tekið sé upp meira efni. Íslenskur hluti myndarinnar njóti góðs af því í betri og nákvæmari tökum. „Það verður meira kjöt á beinunum og við höfum tækifæri til að einbeita okkur betur að smáatriðum.“ Staðgengill Seans Connerys

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.