Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 C 29HeimiliFasteignir É g hef safnað geisladiskum í 16 eða 17 ár,“ segir Sig- urður Örlygsson listmál- ari, „eða allt frá því að geisladiskar komu fyrst á markað. Þetta er orðinn hálfgerður leikur hjá mér, mér finnst gaman að grúska á útsölum og fornsölum og viða að mér diskum þar. Þetta má ekki vera of skipuleg söfnun, ég fletti í gegn og athuga hvort ég rekst á eitthvað áhugavert.“ Hann segist sárasjaldan kaupa diska á fullu verði og fer helst ekki yfir þúsundkallinn. Sigurður safnaði ekki gömlu vinylplötunum þó hann hafi átt nokkrar á sínum tíma og hann seldi þær flestar þegar geisladiskar fóru að fást. Hann fékk sér snemma geislaspilara þó þeir væru nokkuð dýrir á þeim tíma, og lét málverk í skiptum fyrir spilarann. „Það eina sem ég safna markvisst núna er efni með Miles Davis,“ segir Sigurður og kveðst eiga hér um bil allt sem gefið hefur verið út með honum. „Ég á ýmsar upptökur með honum sem ekki eru til í verslunum. Þær hafa ákveðið söfnunargildi og ganga á milli manna, t.d. á netinu, en þar er líflegur skiptimarkaður.“ Geisladiskarnir þekja heilan vegg í stofunni hjá Sigurði og meira til. Hann smíðaði hillurnar sjálfur, en hæð og dýpt hillnanna er rúmlega hulsturstærðin. Hægt er að koma fingri ofan við hulstrin til að draga þau út. Efnið lét hann sníða fyrir sig og skrúfaði svo hillurnar saman, rúnnaði þær á köntunum og málaði síðan. „Safnið er orðið svo stórt að ég þarf að skipuleggja það mjög vel. Það má segja að þetta sé eingöngu klassík og djass, ég á lítið þar fyrir utan. Djassinn og klassíkin sprengdu allt utan af sér, svo ég verð að hafa óperurnar sér. Þær eru heldur ekki eins margar, en á móti kemur að hulstrin eru stærri og þykkari því þeim fylgir iðulega tölu- vert lesefni.“ Sigurður notar einskonar bóka- safnskerfi til að flokka safnið og hann þekkir það nokkuð vel, því það hefur ekki komið nema einu sinni fyrir að hann hafi keypt disk sem hann átti fyrir. Sigurður flokkar safnið niður eftir höfundum, djass- inn er í stafrófsröð en klassíkin og óperunar eru sér. Hann hlustar mik- ið á tónlist, en segist þekkja mis- mikið til verkanna. „Ég hlusta alltaf á músík þegar ég mála, maður er þá ekki eins mikið einn.“ Sigurður segist reyna að hafa hemil á sér við söfnunina en við- urkennir þó að enn sé pláss fyrir nokkra diska í hillunum. Gaman að grúska Morgunblaðið/Golli SIGURÐUR ÖRLYGSSON: „Það eina sem ég safna markvisst er efni með Miles Davis og ég á hér um bil allt sem hefur verið gefið út með honum.“ Það er auðvelt að útvega sér hirslur utan um 50 geisladiska. En þegar diskarnir skipta þúsundum vandast málið. Guðlaug Sigurðardóttir heimsótti þrjá menn sem eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á tónlist og safna henni markvisst. S afnið mitt samanstendur af klassískri tónlist,“ segir Lárus Jóhannesson, kaup- maður í versluninni 12 tón- um á Skólavörðustíg. „Ég hlusta á margskonar tónlist, en kaupi lítið annað en klassík. Ég á t.d. eitt og annað sem ég hef safnað síðan í gamla daga og fyrir skömmu endurnýjaði ég eitthvað af gömlu vinylplötunum mín- um sem nú eru komnar út á geisla- diskum, s.s. Uriah Heep. Ég var ekki búinn að hlusta á þetta nema smá- stund inni í eldhúsi um daginn, þegar konan mín spurði hvort við værum örugglega af sömu kynslóð. En það sem telst til safsins er klassísk tón- list.“ Stoltið í safni Lárusar eru verk sovéska píanóleikarans Emil Gilels, en hann hefur komið a.m.k. tvisvar til Íslands. „Ég á nánast allt sem komið hefur út á geisladisk með honum, en það eru tæplega 100 diskar. Sjostako- vits er eitt af mínum uppáhaldstón- skáldum og ég er í alheimssamtökum um hann, en það er nördasamfélag sem gefur út blað fjórum sinnum á ári, heldur ráðstefnur og fleira í þeim dúr. Svo á ég hér um bil allt sem Wag- ner, Mozart, Bach og Beethoven skrifuðu. Vinnan við að útvega þetta safn spannar hundruð klukku- stunda.“ Lárus flokkar safn sitt þannig að Emil Gilels er á sérstökum stalli, en afganginum er raðað eftir höfundum og safndiskar fara á sérstakan stað með blönduðu efni. „Það skiptir mig mestu máli að eiga verkin. Ég á t.d. tíu mismunandi upptökur af ballöðum eftir Chopin og ég eyði miklum tíma í að bera túlkanir verkanna saman. Allir mínir diskar eru sérvaldir, það dugar mér ekki að kaupa eitthvert sérstakt verk, það verður að vera ákveðin útgáfa af verkinu. Stundum kaupi ég jafnvel margar útgáfur af sama verkinu og vel svo úr þá útgáfu sem ég vil eiga og losa mig við hinar.“ Jóhannes Guðmundsson húsa- smíðameistari sérsmíðað hillurnar fyrir safnið en hann er afi Jóhann- esar, sem á og rekur verslunina 12 tóna með Lárusi. „Safnið mitt er af hæfilegri stærð, um 2.000 diskar, og tel að safnið sé þannig núna að ég eigi eftir að spila alla þessa diska aftur. Einhverntíma heyrði ég sagt að safn sem færi yfir 500 diska væri orðið of stórt til að vera „lifandi“. Þess vegna grisja ég reglulega. Ég geng í gegn- um ákveðin tónlistartímabil og kynni mér þau mjög vel, en að því loknu tek ég diskana burt og færi mig yfir í næsta tímabil. Núna ég að kynna mér rússneska tónlis, s.s rússneskar óp- erur. Ég ber sterkar taugar til Rúss- lands, konan mín er ættuð þaðan og þar bjó ég um tíma. Ég og sonur minn, sem er eins árs, erum í óða önn að kynna okkur þennan fjársjóð!“ Við nánari skoðun kemur í ljós að Lárus á einnig „hliðarsafn“ sem telst ekki með aðalsafninu. Það er á bakvið hurð í stofunni, en í því eru öll verk sem Bach samdi. „Þetta er sérsafn og ástæðan fyrir því að ég geymi það þarna er tillitssemi við eiginkonuna. Ég get ekki leyft safninu að flæða stjórnlaust um heimilið og þetta Bach-safn er smáyfirsjón sem verður að fyrirgefast.“ Sameinaði vinnu og áhugamál Morgunblaðið/Jim Smart LÁRUS JÓHANNESSON: „Ég geymi Bach-safnið mitt á bakvið hurð í stofunni af tillitssemi við eiginkonuna.“ V ERNHARÐUR Linnet heyrði djassþátt í útvarp- inu fyrir tilviljun þegar hann var 11 ára gamall. Gerry Mulligan var að spila „Walkin’ Shoes“, hljóðritun frá París, og Vernharður hefur ekki orðið samur síðan. „Ég fór í Fálkann og ætlaði að kaupa plötuna. Þar var Baldur heit- inn Kristjánsson píanóleikari við vinnu og hann spurði mig hvort ég vissi hvað ég væri að kaupa. Ég vissi það upp á hár.“ Tónlistarlegt uppeldi Vernharðs byrjaði snemma. „Ég var svo hepp- inn að ég fékk að vera í sveit hjá Klemenzi kornbónda á Sámsstöðum í Fljótshlíð. Þegar við komum af engjunum á kvöldin var hlustað á djassmúsík og Þórir Guðmundsson, uppeldissonur Klemenzar, stillti á Voice of America. Um helgar kom Gunnar Reynir Sveinsson, tónskáld, í heimsókn, en konan hans var ráðs- kona á Sámsstöðum. Hann var með alla nýjustu djassmúsíkina á 45 snúninga plötum sem hann fékk á Vellinum.“ Djassinn er Vernharði bæði at- vinna og ástríða. Hann hefur um ára- bil skrifað gagnrýni um djass og hann hefur gert óteljandi útvarps- þætti um sama efni. Plötur og geisla- diskar hafa því sópast að honum gegnum tíðina og nú þekja þær heil- an vegg í stofunni hjá honum, geymdar í Lundia-hillum. Hillurnar hafa fylgt honum lengi og hann segir að margir tónlistarsafnarar hafi not- að Lundia-hillukerfi því þær hafi verið svo traustlegar og með góðum plöturekkum. Þessar hillur eru þó ekki hugsaðar fyrir geisladiska, því hillurnar eru of djúpar og börn sem koma í heimsókn til hans hafa gaman af því að ýta diskunum innar í hill- una. Vernharður segir að hann hafi ekki rokið til og keypt geisladiska um leið og þeir fóru að fást, því hon- um fannst þeir ekki hafa næg hljóm- gæði. „Til að byrja með var dálítið harður og líflaus tónn á geisladisk- unum, en það hefur gjörbreyst. Núna hef ég endurnýjað eitthvað af gömlu plötunum mínum á geisladisk- um, en geymi plöturnar eins og safn- grip, eins og fyrrnefnda plötu Gerry Mulligan.“ Geisladiskarnir eru góðir til síns brúks en Vernharði finnst skemmtilegra að handfjatla gömlu plöturnar. Honum þykir geisladiska- útgefendur ekki hafa staðið sig í stykkinu við framsetningu kynning- arefnis og bæklinga. „Sumum útgef- endum virtist vera alveg sama um hvort auðvelt sé að lesa kynningar- textann, þeir hugsa bara um útlitið. En sem betur fer hafa sumir hverjir tekið sig á í þessum efnum. Stóru út- gefendurnir sinna þessari hlið oft illa en sem dæmi um fyrirtæki sem gef- ur út gott kynningarefni get ég nefnt fyrirtækið Mosaik, allt sem frá þeim kemur er til fyrirmyndar. En það eru hlutir í safninu mínu sem mér þykir vænna um en aðra, eins og t.d. fyrsta platan með Gerry Mulligan. Ég hef ekki mikinn tíma fyrir aðra tónlist en djassinn núorðið því ég þarf á honum að halda vinnu minnar vegna.“ Vernharður hefur ekki hugmynd um hvað hann á mörg eintök og reynir ekki að giska á það. „Söfnunin sem slík er ekki ástríða hjá mér, heldur þarf ég að eiga vissa hluti, t.d. til að geta gert útvarpsþætti því ég á sjálfur megnið af því sem ég spila í þáttunum. En það er ekki magnið sem skiptir máli,“ segir Vernharður, „það eru gæðin.“ Morgunblaðið/Jim Smart VERNHARÐUR LINNET: „Söfnunin sem slík er ekki ástríða hjá mér, ég þarf bara að eiga ákveðna hluti.“ Keypti fyrstu plötuna 11 ára – og á hana ennþá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.