Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 42
42 C ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir
FYRIR ELDRI BORGARA
SNORRABRAUT- 55 ÁRA OG
ELDRI Falleg 2ja herb. íbúð á jarðhæð
55,7 fm. Fallegt parket á gólfum og ljósar
beiki innréttingar. Sérverönd í garði með
skjólveggjum. Verð 8,8 millj.
Í SMÍÐUM
SUÐURTÚN - ÁLFTANES Vel
skipulagt parhús á tveimur hæðum með
innbyggðum bílskúr alls 194,6 fm. Selst
fokhelt að innan og fullbúið að utan. Til af-
hendingar fljótlega. Verð 14 millj.
RAÐHÚS/PARHÚS
LAUFRIMI Gullfallegt endaraðhús
110,6 fm á einni hæð með 25,5 fm inn-
byggðum bílskúr alls 136,1 fm. Þrjú svefn-
herbergi, fallegt eldhús, vandaðar innrétt-
ingar, arinn í stofu, góð verönd. Hiti í stétt-
um. Áhvíl. húsbr. 5,3 millj.
HÆÐIR
HRAUNTEIGUR Efri sérhæð 117 fm í
góðu þríbýlishúsi. Tvær bjartar samliggj-
andi stofur með góðum suðursvölum, tvö
svefnherbergi og baðherbergi. Nýleg inn-
rétting í eldhúsi. Geymsluris og sér-
geymsla í kjallara.
HÁTEIGSVEGUR MEÐ BÍL-
SKÚR Falleg og vönduð 80 fm sérhæð.
Tvær fallegar samliggjandi stofur í suður,
hjónaherbergi með svölum, eldhús og flí-
salagt baðherb. Parket á gólfum. Góður
24 fm bílskúr. Fallegur garður með sérver-
önd. Verð kr. 14,2 millj.
SKIPHOLT Sérstaklega falleg 140,5
fm efri sérhæð ásamt 30,7 fm inn-
byggðum bílskúr. Þrjú til fjögur svefn-
herbergi, fallegar stofur með arni og
suðursvölum. Falleg nýleg innrétting í
eldhúsi, flísalagt bað. Parket á stofum
og herbergjum. Hiti í stéttum. Vönduð
eign. Verð 18.5 millj.
4RA - 6 HERBERGJA
FUNALIND Glæsilega útbúin íbúð á
tveimur hæðum alls 151 fm í nýju litlu fjöl-
býli. Parket á gólfum. Stórar stofur, 3-4
svefnherb., tvö baðherb. og tvennar svalir.
Sérþvottahús. Verð 17.9 millj.
FELLSMÚLI 112 fm 4ra herbergja
íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli. Rúmgóð
stofa og 3 svefnherb. Þvottavélatenging á
baði. Húsið allt nýlega tekið í gegn og
klætt. Verð 12.7 millj.
ÁLFATÚN MEÐ BÍLSKÚR Mjög
góð 4ra herb. íbúð 89,6 fm á 3. og efstu
hæð i litlu fjölbýli ásamt aukaherbergi í
kjallara. Nýtt parket á stofu og fallegar nýj-
ar flísar á eldhúsi og holi. Parket á her-
bergjum. Sérþvottahús í íbúð. Tvennar
svalir. Frábært útsýni og mjög barnvænt
umhverfi. Verð kr. 14,8 millj.
3JA-4 HERBERGJA
VESTURBERG Góð 73 fm 3ja her-
bergja íbúð á 4. hæð í lyftuhúsi. Flísalagt
baðherb. Parket og gólfdúkur á gólfum.
Góðar austursvalir. Sameiginlegt þvotta-
hús á hæðinni. Verð 9,2 millj.
BIRKIMELUR Falleg 3ja herb. íbúð á
4. hæð með aukaherb. í risi. Falleg, ný
innrétting í eldhúsi með þvottavélateng-
ingu. Tvær samliggjandi stofur m/suður-
svölum. Stórt hjónaherb. Baðherb. m/bað-
kari. Parket á holi og eldhúsi. Verð 12,5
millj.
KRUMMAHÓLAR M/BÍL-
SKÝLI Gullfalleg 3ja herb. 89,6 fm
íbúð á jarðhæð. Ný falleg eldhúsinn-
rétting. Flísar og parket á eldhúsi og
stofu. Þvottavélatenging á baði. Sér-
garður. Stæði í bílageymslu fylgir.Verð
10.5 millj.
REYKÁS Góð 101,8 fm íbúð. Stofa,
tvö svefnherb. eldhús, baðherb.
m/baðkari og sturtu og tvö herb. í risi.
Sérþvottahús í íbúð. Stórar svalir. Góð-
ur bílskúr með geymslulofti fylgir. Verð
14.millj.
HRAUNBÆR Mikið endurnýjuð 4ra
herb. endaíbúð á 3. hæð. Stór stofa
með rúmgóðum svölum, 3 svefnherb.
baðherb. og eldhús með nýlegri fallegri
innréttingu. Flestir gluggar nýir og allt
gler nýtt. Nýtt parket á allri íbúðinni.
Verð 12 millj.
MEISTARAVELLIR MEÐ BÍL-
SKÚR 4ra herb. íbúð 104,3 fm á 2.
hæð. skiptist í 2-3 svefnherb., rúmgóða
stofu m/suðursvölum, eldhús með
borðkróki, baðherb. með baðkari og
glugga. Bílskúr m/gryfju 20,8 fm.
Skuldlaus eign. Verð 13.0 millj.
Þórhildur Sandholt
lögfr. og lögg. fast.sali.
Gsm 898 8545
Gísli Sigurbjörnsson
sölumaður
FAX 568 3231
GAUKSÁS RAÐHÚS Glæsilegt raðhús á
tveim hæðum með innbyggðum bílskúr
alls 234. fm Sérlega vandað og vel hannað
hús, tilbúið til afhendingar. Hús sem býður
upp á mikla möguleika og hægt að skoða
hús sem er fullbúið. Mjög gott fermetra-
verð. Verð: 14,9 m.kr. Teikningar og upp-
lýsingar á skrifstofu og á staðnum.
ÓLAFSGEISLI EINBÝLI Hús sem eru
205 fm og 185 fm Sérstaklega skemmti-
lega hönnuð hús með innbyggðum bíl-
skúr. Upplýsingar og teikningar á skrif-
stofu. Verð: 16,8 - 19,4 m.kr.
BLÁSALIR - KÓPAVOGUR Í 12 hæða
fjölbýlishúsi 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir á
glæsilegum útsýnisstað í Kópavogi. Nú-
tímalegur byggingamáti. Hús álklætt að
utan (nánast viðhaldsfrítt), rör í rör lagna-
kerfi, heitt vatn forhitað í húsinu, hljóðein-
angrun meiri en áður hefur þekkst o.m.fl.
Góð sölugögn á skrifstofu, teikningar og
nánari upplýsingar
VOGAR VATNSLEYSUSTRÖND EIN-
BÝLI Glæsileg hús á einni hæð 125 fm
með innbyggðum 31 fm JEPPABÍLSKÚR.
Húsin eru byggð úr forsteyptum viðhalds-
fríum einingum, tilbúin að utan, útveggir
einangraðir og pússaðir inni, rör í rör
lagnakerfi og pússuð gólf. Frábær stað-
setning. Verð aðeins: 11,6 m.kr.
SKÁLHOLTSBRAUT ÞORLÁKSHÖFN.
Gott einbýli í kyrlátu umhverfi 105 fm og
bílskúr 54 fm Góðar innréttingar og gegn-
heilt paket á gólfum. Verð: 10,9 m.kr.
KLUKKUBERG HAFNAFFIRÐI
Á annarri hæð glæsileg 4ra herb. íbúð á
tveim hæðum alls 104,3 fm Vandaðar inn-
réttingar og gott parket á gólfum. Glæsi-
legt útsýni og gott ytra umhverfi. Verð:
12,9 m.kr.
LÆKJARSMÁRI KÓPAVOGI Stór-
glæsileg íbúð sem getur verið 4ra herb.
95,6 fm ásamt bílskýli 12 fm íbúðin er öll
sem ný í stórglæsilegu umhverfi. Sérlega
góður frágangur á öllu jafn úti sem inni.
Útsýni. Verð: 13,4 m.kr.
Á LANDSBYGGÐINNI Söluskáli með
bílalúgum í góðu eigin húsnæði. Jöfn og
góð velta. Gott fyrir heimamenn eða fólk
sem vill flytja á staðinn því gott einbýlishús
fylgir með. Bein sala eða skipti á eign á
höfuðborgarsvæðinu og nágreni. www.hi-
byliogskip.is
Vegna stóraukinna umsvifa á fasteignamarkaði getum
við bætt við okkur öllum gerðum eigna á söluskrá.
Ekkert skoðunar- eða skráningargjald.
Seljendur
Sölusamningur – Áður en fast-
eignasala er heimilt að bjóða eign til
sölu, ber honum að ganga frá sölu-
samningi við eiganda hennar um
þjónustu fasteignasala á þar til gerðu
samningseyðublaði. Eigandi eignar
og fasteignasali staðfesta ákvæði
sölusamningsins með undirritun
sinni. Allar breytingar á sölusamningi
skulu vera skriflegar. Í sölusamningi
skal eftirfarandi koma fram:
Tilhögun sölu – Koma skal fram,
hvort eignin er í einkasölu eða al-
mennri sölu, svo og hver söluþóknun
er. Sé eign sett í einkasölu, skuldbind-
ur eigandi eignarinnar sig til þess að
bjóða eignina aðeins til sölu hjá ein-
um fasteignasala og á hann rétt til
umsaminnar söluþóknunar úr hendi
seljanda, jafnvel þótt eignin sé seld
annars staðar. Einkasala á einnig við,
þegar eignin er boðin fram í maka-
skiptum. – Sé eign í almennri sölu má
bjóða hana til sölu hjá fleiri fast-
eignasölum en einum. Söluþóknun
greiðist þeim fasteignasala, sem sel-
ur eignina.
Auglýsingar – Aðilar skulu semja
um, hvort og hvernig eign sé auglýst,
þ. e. á venjulegan hátt í eindálki eða
með sérauglýsingu. Auglýsingakostn-
aður skal síðan greiddur mán-
aðarlega samkv. gjaldskrá dagblaðs.
Öll þjónusta fasteignasala þ. m. t.
auglýsingar er virðisaukaskattskyld.
Gildistími – Sölusamningurinn er
uppsegjanlegur af beggja hálfu með
fyrirvara (hámark 30 dagar) og gera
þarf það skriflega. Ef einkasölusamn-
ingi er breytt í almennan sölusamn-
ing þarf einnig að gera það með skrif-
legum hætti. Sömu reglur gilda þar
um uppsögn.
Öflun gagna/söluyfirlit – Áður en
eignin er boðin til sölu, verður að út-
búa söluyfirlit yfir hana. Seljandi skal
leggja fram upplýsingar um eignina,
en í mörgum tilvikum getur fast-
eignasali veitt aðstoð við útvegun
þeirra skjala sem nauðsynleg eru.
Fyrir þá þjónustu þarf að greiða, auk
beins útlagðs kostnaðar fasteignasal-
ans við útvegun skjalanna. Í þessum
tilgangi þarf eftirfarandi skjöl:
Veðbókarvottorð – Þau kosta nú
900 kr. og fást hjá sýslumannsemb-
ættum. Opnunartíminn er yfirleitt
milli kl. 10.00 og 15.00. Á veðbók-
arvottorði sést hvaða skuldir (veð-
bönd) hvíla á eigninni og hvaða þing-
lýstar kvaðir eru á henni.
Greiðslur – Hér er átt við kvittanir
allra áhvílandi lána, jafnt þeirra sem
eiga að fylgja eigninni og þeirra, sem
á að aflýsa.
Fasteignamat – Hér er um að
ræða matsseðil, sem Fasteignamat
ríkisins sendir öllum fasteignaeig-
endum í upphafi árs og menn nota
m.a. við gerð skattframtals. Fast-
eignamat ríkisins er til húsa að
Borgartúni 21, Reykjavík sími
5155300.
Fasteignagjöld – Sveitarfélög eða
gjaldheimtur senda seðil með álagn-
ingu fasteignagjalda í upphafi árs og
er hann yfirleitt jafnframt greiðslu-
seðill fyrir fyrsta gjalddaga fasteigna-
gjalda ár hvert. Kvittanir þarf vegna
greiðslu fasteignagjaldanna.
Brunabótamatsvottorð – Vott-
orðin fást hjá því tryggingafélagi, sem
eignin er brunatryggð hjá. Vottorðin
eru ókeypis. Einnig þarf kvittanir um
greiðslu brunaiðgjalda. Ef fá þarf nýtt
brunabótamat á fasteign, þarf að
snúa sér til Fasteignamats ríksins og
biðja um nýtt brunabótamat.
Hússjóður – Hér er um að ræða yf-
irlit yfir stöðu hússjóðs og yfirlýsingu
húsfélags um væntanlegar eða yf-
irstandandi framkvæmdir. Formaður
eða gjaldkeri húsfélagsins þarf að út-
fylla sérstakt eyðublað Félags fast-
eignasala í þessu skyni.
Afsal – Afsal fyrir eign þarf að
liggja fyrir. Ef afsalið er glatað, er
hægt að fá ljósrit af því hjá viðkom-
andi sýslumannsembætti og kostar
það nú kr. 100. Afsalið er nauðsyn-
legt, því að það er eignarheimildin
fyrir fasteigninni og þar kemur fram
lýsing á henni.
Kaupsamningur – Ef lagt er fram
ljósrit afsals, er ekki nauðsynlegt að
leggja fram ljósrit kaupsamnings. Það
er því aðeins nauðsynlegt í þeim til-
vikum, að ekki hafi fengist afsal frá
fyrri eiganda eða því ekki enn verið
þinglýst.
Eignaskiptasamningur – Eigna-
skiptasamningur er nauðsynlegur, því
að í honum eiga að koma fram eign-
arhlutdeild í húsi og lóð og hvernig af-
notum af sameign og lóð er háttað.
Umboð – Ef eigandi annast ekki
sjálfur sölu eignarinnar, þarf umboðs-
maður að leggja fram umboð, þar
sem eigandi veitir honum umboð til
þess fyrir sína hönd að undirrita öll
skjöl vegna sölu eignarinnar.
Yfirlýsingar – Ef sérstakar kvaðir
eru á eigninni s. s. forkaupsréttur,
umferðarréttur, viðbyggingarréttur o.
fl. þarf að leggja fram skjöl þar að lút-
andi. Ljósrit af slíkum skjölum fást yf-
irleitt hjá viðkomandi fógetaembætti.
Teikningar – Leggja þarf fram
samþykktar teikningar af eigninni.
Hér er um að ræða svokallaðar bygg-
ingarnefndarteikningar. Vanti þær má
fá ljósrit af þeim hjá byggingarfull-
trúa.
Kaupendur
Þinglýsing – Nauðsynlegt er að
þinglýsa kaupsamningi strax hjá við-
komandi sýslumannsembætti. Það er
mikilvægt öryggisatriði. Á kaupsamn-
inga v/eigna í Hafnarfirði þarf áritun
bæjaryfirvalda áður en þeim er þing-
lýst.
Greiðslustaður kaupverðs – Al-
gengast er að kaupandi greiði afborg-
anir skv. kaupsamningi inn á banka-
reikning seljanda og skal hann
tilgreindur í söluumboði.
Greiðslur – Inna skal allar greiðslur
af hendi á gjalddaga. Seljanda er
heimilt að reikna dráttarvexti strax
frá gjalddaga. Hér gildir ekki 15 daga
greiðslufrestur.
Lánayfirtaka – Tilkynna ber lán-
veitendum um yfirtöku lána.
Lántökur– Skynsamlegt er að gefa
sér góðan tíma fyrir lántökur. Það
getur verið tímafrekt að afla tilskil-
inna gagna s. s. veðbókarvottorðs,
brunabótsmats og veðleyfa.
Afsal – Ef skjöl, sem þinglýsa á,
hafa verið undirrituð samkvæmt um-
boði, verður umboðið einnig að fylgja
með til þinglýsingar. Ef eign er háð
ákvæðum laga um byggingarsam-
vinnufélög, þarf áritun bygging-
arsamvinnufélagsins á afsal fyrir
þinglýsingu þess og víða utan Reykja-
víkur þarf áritun bæjar/sveitarfélags
einnig á afsal fyrir þinglýsingu þess.
Samþykki maka – Samþykki maka
þinglýsts eiganda þarf fyrir sölu og
veðsetningu fasteignar, ef fjölskyldan
býr í eigninni.
Gallar – Ef leyndir gallar á eigninni
koma í ljós eftir afhendingu, ber að
tilkynna seljanda slíkt strax. Að öðr-
um kosti getur kaupandi fyrirgert
hugsanlegum bótarétti sakir tómlæt-
is.
Gjaldtaka
Þinglýsing – Þinglýsingargjald
hvers þinglýsts skjals er nú 1.200 kr.
Stimpilgjald– Það greiðir kaupandi
af kaupsamningum og afsölum um
leið og þau eru lögð inn til þinglýs-
ingar. Ef kaupsamningi er þinglýst,
þarf ekki að greiða stimpilgjald af af-
salinu. Stimpilgjald kaupsamnings
eða afsals er 0,4% af fasteignamati
húss og lóðar, þ. e. 4.000 kr. af hverri
milljón.
Skuldabréf – Stimpilgjald skulda-
bréfa er 1,5% af höfuðstóli (heildar-
upphæð) bréfanna eða 1.500 kr. af
hverjum 100.000 kr. Kaupandi greiðir
þinglýsingar- og stimpilgjald útgef-
inna skuldabréfa vegna kaupanna, en
seljandi lætur þinglýsa bréfunum.
Stimpilsektir– Stimpilskyld skjöl,
sem ekki eru stimpluð innan 2ja mán-
aða frá útgáfudegi, fá á sig stimp-
Minnisblað