Vísir - 09.06.1980, Síða 12
Mánudagur 9. júni 1980
SKRIFSTOFUR
STUÐNINGSMAIMNA
ALBERTS
OG BRYNHILDAR
Reykjavík: Nýja húsinu við Lækjartorg. Símar:
27833 — 27850. Opið frá 9—22 alla daga.
Akranes: Félagsheimilinu Röst. Sími: 93-1716.
Opið frá 17—22 virka daga og 14—18 um helgar.
Hvammstangi: Verslunarhúsn. Sigurðar
Pálmas. Sími 95-1350, opið virka daga kl. 17—19,
um helgar kl. 13—19.
Akureyri: Geislagötu 10. Sími 96-25177 og 25277.
Opið frá 14—19 alla daga.
Vestmannaeyjar: Strandvegi 47. Sími: 98-1900.
Opið 14—18 alla daga.
Selfoss: Austurvegi 39. Sími: 99-2033. Opið 18—22.
virka daga og 14—18 um helgar.
Keflavík: Hafnargötu 26. Sími: 92-3000. Opið
20—22 virka daga og 14—18 um helgar.
Hafnarfjörður: Dalshrauni 13. Sími: 51188. Opið
20—22 virka daga og 14—18 um helgar.
Kópavogur: Hamraborg 7. Sími: 45566. Opið
virka daga frá 18—22 og 14—18 um helgar.
Seltjarnarnes: Látraströnd 28. Sími: 21421. Opið
18—22 virka daga og 14—18 um helgar.
Blönduós: Húnabraut 13, sími 95-4160. Opið á
miðvikudögum og sunnudögum kl. 8—10.
Hella: I Verkalýðshúsinu. Sími 99-5018. Opið dag-
lega kl. 17—19 og 20—22.
Stykkishólmur: í Verkalýðshúsinu. Opið þriðju-
daga og fimmtudaga kl. 8—23. Sími 93-8408.
Garðabær: Skrifstofa Safnaðarheimilisins, sími
45380. Opið virka daga f rá kl. 17—20 og um helgar
14—17.
Skrifstofurnar veita allar upplýsingar um kjör-
skrá, utankjörstaðakosningu og taka á móti
frjálsum framlögum í kosningasjóð.
Maður fólksins Kjósum Albert
Fyrirliggjandi
plastrennur ásamt
niðurföllum og
fylgihlutum á
góðu verði
andri hf.
' I ImknAr O kt/\í IjIiiah*Ihm
Umboös- & heildverslun
Armúli 28. Pósthólf 1128. Reykjavík.
Sími: 83066.
Óeirðirnar i Miami voru fyrstu meiriháttar átökin i bandarfskum borgum um nokkurtárabil.
Barátta blokkumanna
í Bandaríkiunum
San Diego, 28. mai 1980.
Fyrir tuttugu og þremur ár-
um varð litil borg i suðurikjum
Bandarikjanna miðdepill
heimsfréttanna. Blökkumenn
voru farnir að leita réttar sins i
rikari mæli og átökin risu hæst
þegar yfirvöldin i Little Rock I
Arkansas, undir forystu
Faubusar rikisstjóra, beittu
lögregluvaldi til að meina niu
svörtum nemendum aðgang að
gagnfræðaskóla staðarins. Her
og alrikislögregla voru kvödd á
vettvang og varðsveitirnar
stóöu gráar fyrir járnum and-
spænis hvor annarri og allur
heimurinn fylgdist með þessum
ógnvekjandi og óvanalega at-
burði.
I dag sýnist þrákelni hvita
meirihlutans i suðurrikjunum
næsta óskiljanleg svo sjálfsagt
sem það er að fólk njóti sama
réttar án tillits til litarháttar.
Og vissulega hafa bandariskir
blökkumenn náð langt i rétt-
indabaráttu sinni og viðhorfin
tekið miklum breytingum á
þeim tveimur áratugum sem
liðnir eru.
Óeirðirnar i Miami
Engu að siður er langur vegur
frá aö blökkumenn sitji við
sama borð og hvitir menn i
þessu landi. Óeiröirnar i Miami
á dögunum sanna, svo ekki
verður um villst, aö mikiö
skortir á, að fullt lýöræði sé
komiö á. Tildrög uppþotsins
voru þau aö lögreglumenn i
Miami börðu svartan mann til
bana, eftir að hann hafði ekið á
mótorhjóli yfir gatnamót á móti
| rauðu ljðsi. Kviðdómur skip-
aöur hvítum mönnum einvörð-
| ungu, sýknaði lögreglumennina
■ af ákærum, þótt sannanir og
vitnisburöir um híð gagnstæða
■ lægju fyrir.
■ Þvi miður er þessi málsmeð-
ferö ekki einsdæmi. Alltof viða
■ gætir hlutdrægni i meðferð lög-
reglu og dómstóla þegar
blökkumenn eiga i hlut. Enn eru
blökkumenn almennt illa
menntaöir og I lélegustu og
1 ve.rst launuðu störfunum Og
I enda þótt allt virðist meö felldu
m á yfirborðinu hér „djúpt i suðr-
inu” fer ekki framhjá neinum
aðkomumanni i Little Rock að
I stéttamunur og aðskilnaður set-
, ur svip sinn á samfélagiö og
| samskipti manna.
Samviskan nagar þá
Þaö hefur að visu margt
breyst til batnaöar frá þvi að
Faubus stóð i skólahliðinu forð-
um. Skólastjórinn er svartur og
skólastarfið er til fyrirmyndar
aö flestra dómi. Samviskan
nagar ennþá ibúa þessarar
borgar og þeir gera sér
grein fyrir, hvaða orð fer af
borginni og leggja sig fram um
aðbreyta þeirri imynd. Þetta er
vingjarnlegt fólk, eins og aðrir
Bandarikjamenn, en hvort sem
það er af sögulegum eða tilfinn-
ingalegum ástæðum, þá rikja
hér i Little Rock annars konar
lifshættir og lifsviðhorf en
þekkjast viða hér um slóðir
aðutan
Ellert B.
Schram,
skrifar frá
Bandarikjun-
um
Suöurrikin eru heimur útaf
fyrir sig. Aristókratiskar fjöl-
skyldur standa á gömlum merg.
Hverfi auðkýfinga, klúbbar
yfirstéttarinnar, samfélag
hinna hvitu og betur megandi,
er að meira eða minna leyti lok-
aö hinum svörtu. öflug verka-
lýðshreyfing þekkist ekki, ibúa-
hverfi blökkumanna, eru ekki
hreinsuð, kosningaþátttaka
þeirra er i lágmarki og þriðji
hver svertingi hér i Little Rock
er sagður ólæs og óskrifandi.
Suðurrikjamenn eru ihalds-
samir, hafa imugust á stjórn-
inni i Washington og skattar eru
með lægsta móti. Enn er þaö
svo, að Republikanaflokkurinn
á ekki upp á pallboröið þótt hug-
myndafræði þess flokks fari að
mörgu leyti saman við
hugsunarháttinn hér, einfald-
lega vegna þess, aö Republik-
anar beittu sér fyrir afnámi
þrælahaldsins fyrir meira en
hundrað árum.
Hitti marga forystu-
menn
Ég hef átt þess kost að hitta
fjölmarga forystumennn
blökkumanna hér i Banda-
rikjunum.Upp til hópa eru þeir
sterkir persónuleikar, leiftrandi
vel gefnir og glæsilegir i fram-
komu, málflutningur þeirra er
áhrifamikill og augun skjóta
gneistum af baráttuhug og lifs-
krafti. Þeir eru sammála um,
að barátta þeirra hafi breyst,
áherslan liggi ekki lengur á
kosningarétti eða öðrum borg-
aralegum réttindum, heldur á
bættum efnahag og afkomu hins
svarta minnihluta.
Atburðirnir I Miami eru, að
þeirra mati, aðeins forspil að
þvi sem koma skal, vegna þess
að uppþotið þar var afleiðing
ástandsins almennt. Það mun
koma betur I ljtfs siðar i sumar.
Atvinnuleysið sem herjar á
Bandarikjamenn og versnandi
efnahagur, bitnar fyrst og
fremst á svörtu fólki. Þeir fá
fyrstir allra uppsagnarbréfin og
nú þegar er einn af hverjum
átta blökkumönnum at-
vinnulaus. Enda þótt 4000
blökkumenn gegni nú kosnum
trúnaðarstörfum hér vestra, er
það aðeins 1% af þeim embætt-
um, sem kosið er til. Hitt er rétt
að taka fram, að afstaðan til
hinna 20 milljóna blökkumanna
er afar mismunandi eftir þvi
hvaða riki á i hlut. Tilvera
þeirra og jafnrétti er hvað mest
virt á austurströndinni og enn
viðar gætir áhrifa þeirra i rik-
um mæli. Þannig gegnir svartur
maður borgarstjórastarfinu i
New Orleans sem telst til suður-
rikjanna (Louisiana) og kosning
hans byggist á stuöningi hvitra
manna, en það hefði verið
óhugsandi fyrir nokkrum árum
1 Michigan hafa verið settar á
fót sérstakar stofnanir, til að
rétta hlut blökkumanna, sem
beittir eru misrétti eða þurfa á
aðstoð að halda i einu eöa öðru
formi.
Vondaufir um árangur
Svo er að heyra, að leiðtogar
blökkumanna séu vondaufir um
mikinn árangur á næstunni. Það
var til að mynda athyglisvert,
að þegar allir helstu leiðtogar
blökkumanna komu saman
fyrirnokkrum vikum, lét enginn
forsetaframbjóðendanna sjá
sig, þó var þeim ölium sérstak-
lega boðiö. Astæðan er sögð sú,
að enginn þeirra gerði ráð fyrir
að atkvæöi hinna svörtu muni
ráða úrslitum i komandi kosn-
ingum
Verðbólgan hefur rýrt kjör
blökkumanna og niöurskurður á
fjárlögum kemur niður á fjár-
veitingum til félagslegrar þjón-
ustu, sem blökkumenn hafa
einna helst notið góðs af. Þrátt
fyrir lagalega og siðferðilega
viðurkenningu á jafnrétti og
jafnræði er ljóst, að enn er langt
i land i baráttu blökkumanna i
Bandarikjunum.