Vísir - 09.06.1980, Síða 20

Vísir - 09.06.1980, Síða 20
VISIR Mánudagur 9. júnl 1980 20 Visir á lerð i Iran: ,,Það veit enginn hvað gerist hér i íran á næstunni. Ástandið er óljóst og það má segja að nú séu fimm rikis- stjórnir i landinu.” Þetta voru orð íranskrar konu sem blaðamaður Visis ræddi við í Teheran þegar hann var þar staddur nýlega. Voru þau lýs- andi fyrir þau sundur- leitu öfl, sem þar eru á ferðinni og vilja ráða hvert i blóra við annað. Þa brostu byltingar- verðirnir i banda- ríska sendiráðinu - begar biaðamennirnir sðgðust vera frá íslandi Viö bandarlska sendiráöiö I Teheran: Byltingarveröirnir i brostu breitt þegar þeim var sagt aö þar væru tslendingar á ferö. Það fer ekki hjá þvi að ferða- maður sem kemur til íran um þessar mundir verði var við þá spennu sem þar er i lofti. Það eru nokkrir sem vilja halda vestur á bóginn en aðrir vilja halda i austur. Sumir vilja hverfa aftur til fortíðarinnar, aðrir til fram- T e x t i o g myndir: Hall- dór Reynis- son. tiðarinnar, enn aðrir til hægri eða vinstri. Það er þvi engin furða þótt hin sundurleitu öfl irönsku byltingarinnar vilji halda hvert i sina áttina og ástandið er vægast sagt óljóst. Engin brjóstbirta i öllu landinu Þegar ferðalangar með El- ectra-flugvél Iscargos komu til Teheran mætti þeim mikið lið af alls konar embættismönnum á flugvellinum þar. Hermenn, flug- vallarstarfsmenn, verkamenn og aðrir sem virtust ekki hafa neitt k Horftyfir Teheran Isuöurátt: Þar standa vlöa hálfreist stórhýsi.en lltiö hefur veriö um framkvæmdir siöan i islömsku byltingunni. A „basarnum” I Teheran gnæföi mikilúöleg ásjóna Khomeinis yfir manngrúanum sem annars staöar I þessu landi. Timanum skal snúið við sérstakt fyrir stafni fylltu alla ganga i flugstöðvarbyggingunni en farþegar voru þar hins vegar sárafáir. Þrátt fyrir heila herdeild af starfsmönnum var þjónustan ákaflega silaleg. Bið hér og bið þar. Ein biðin var eftir toll- skoöuninni. Þar var her manns eins og fyrri daginn en þó gekk þjónustan hægt. Vorum við íslendingarnir hálf hræddir við að tranir færu að fetta fingur út i myndavélarnar sem við höfðum meðferðis. Allt gekk þó að óskum þangaö til kom að Heinz, en svo hét þýskur ferðafélagi okkar og umboðsmaður kjúklingaútflytj- endanna þýsku. Hann fékk á baukinn þvi hann hafði tekið með sér eina flösku af léttu vini til að fara með inn i landið, en nú var hún tekin af honum þvi algert áfengisbann er I íran eftir að ís- lömsku klerkarnir komust þar i valdastóla. Heinz bað þá um að flaskan yrði geymd þangaö til hann færi aftur úr landinu en það var ekki leyft og var nú hinum dýru veigum hellt niður i stóran gám i votta viður- vist. Teheran er eins og flestar borgir i Mið-Austurlöndum undarleg blanda af vestrænu og austrænu, nýju og gömlu. Þar má sjá hin örgustu hreysi og glæstar hallir I svo til sömu andránni. Eitt vakti sérstaka athygli okkar, i borginni var mikið um hálfbyggðar byggingar. Var þar um að ræða framkvæmdir er stöðvast höfðu i kjölfar íslömsku byltingarinnar i landinu. Stóöu þar viða ónotaðir bygginga- kranar eins og risadýr frá for- sögulegum timum. Umferðin I Teheran er kapituli út af fyrir sig. Bilamergð mikil fyllir göturnar og umferðarlög eru þar litt i heiðri höfð. Samt virðist umferðin ganga stórslysa- laust og enda þótt bilið á milli bila sé stundum þröngt, þannig að varla má koma fingri á milli, sleppa flestir skrámulaust út úr þeim leik Það er margt i borgarlifinu sem bendir til að íslömsku klerkarnir, vilji snúa timanum við. tran var I

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.