Morgunblaðið - 14.04.2002, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.04.2002, Qupperneq 1
MORGUNBLAÐIÐ 14. APRÍL 2002 86. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Heilbrigðisiðnaður í stöðugri sókn 10 Á að banna einelti á vinnustöðum með lögum? 14 Barnið í skaflinum 20 Prentsmiðja Morgunblaðsins Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Cesaria snýr aftur Söngdrottningin berfætta Cesaria Evora syngur inn sum- arið hér á landi, heldur tónleika síðasta vetrardag. Árni Matthíasson hitti Cesariu að máli í París fyrir stuttu og hún sagði honum að þrátt fyrir frægðina lifði hún sínu venjulega lífi sem lítið hefði breyst í gegnum árin. /12 Sunnudagur 14. apríl 2002 B ÍSRAELSKAR hersveitir réðust inn í fleiri bæi á palestínsku sjálfstjórn- arsvæðunum á Vesturbakkanum í gær. Björgunarsveitir voru sagðar hafa fundið lík átta Palestínumanna í rústum íbúðarhúss sem hefði hrunið í aðgerðum Ísraela í miðborg Nablus fyrr í vikunni. Palestínumenn segja að margir óbreyttir borgarar hafi látið lífið í hernaðaraðgerðum Ísraela. Her Ísr- aels segist hins vegar hafa reynt að forðast mannfall í röðum óbreyttra borgara. Ísraelskar hersveitir voru enn í fjórum af helstu borgum og bæjum Palestínumanna á Vesturbakkanum: Betlehem, Ramallah, Jenín og Nabl- us. Herinn fór frá bænum Dahariyeh í gær en hersveitir og skriðdrekar réð- ust inn í tvo eða þrjá bæi í grennd við Jenín, þrjá nálægt Nablus og bæ skammt frá Ramallah. Mahmoud Shobi, 35 ára Palestínu- maður, sagði að björgunarsveitir hefðu flutt átta lík úr rústum húss bróður hans og föður í miðborg Nabl- us. Húsið hefði hrunið þegar jarðýtur Ísraelshers hefðu eyðilagt mannlausa byggingu við hliðina á því. Shobi sagði að lík bróður síns, mág- konu og þriggja ungra sona þeirra hefðu fundist í rústunum, svo og föður bræðranna og tveggja systra þeirra. Að sögn Shobis höfðu palestínskir skæruliðar ekki notað húsið. Ísraelsher sagðist aðeins hafa eyði- lagt sprengjuverksmiðju í miðborg Nablus og ekki vita til þess að íbúðar- hús hefðu hrunið. Verkfræðingur hefði verið á staðnum til að tryggja að hús við verksmiðjuna hryndu ekki. Arafat fordæmir hryðjuverk Hæstiréttur Ísraels fyrirskipaði hernum að hætta að flytja lík Palest- ínumanna úr flóttamannabúðum í Jenín, þar sem mannfallið hefur verið mest, að beiðni þingmanna ísraelskra araba. Herinn hefur vísað á bug ásök- unum Palestínumanna um að hann hafi orðið hundruðum óbreyttra borg- ara að bana í Jenín og reynt að fela lík þeirra. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, gaf í gær út yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi hryðjuverk og talið er að hún greiði fyrir því að Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, fallist á að ræða við hann. Pow- ell frestaði fyrirhuguðum fundi sínum með Arafat, sem átti að vera í gær, vegna sjálfsmorðsárásar palestínskr- ar konu sem varð sex Ísraelum að bana í miðborg Jerúsalem á föstudag. Bandarískir embættismenn sögðu að Powell hefði ekki enn ákveðið hvort hann færi á fund Arafats í dag eða næstu daga. Palestínskur heimildar- maður sagði að Bandaríkjamenn hefðu veitt Arafat sólarhrings frest til að fordæma sjálfsmorðsárásir Palest- ínumanna. Powell ræddi í gær við leiðtoga kristinna manna í Jerúsalem sem lögðu til að hann beitti sér fyrir þriggja daga vopnahléi í bænum til að vopnaðir Palestínumenn í Fæðingar- kirkjunni gætu lagt niður vopn og far- ið heim til sín. Ísraelskir hermenn hafa setið um kirkjuna í tæpan hálfan mánuð. Reuters Palestínsk kona skoðar mosku sem skemmdist í árás Ísraelshers í borginni Nablus á Vesturbakkanum. Ísraelsher ræðst inn í fleiri bæi Nablus. AP. GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, hefur höfðað mál gegn fréttastofu til að reyna að kveða nið- ur orðróm um að hann hafi litað á sér hár- ið. Schröder þarf þó að sætta sig við orðróminn í mánuð til við- bótar því und- irréttur í Ham- borg hyggst ekki kveða upp úrskurð í málinu fyrr en 17. maí. Kanslarinn, sem er 58 ára, vill að þýsku fréttastofunni DDP verði bannað að endurtaka ummæli sér- fræðings í almannatengslum, Sabine Schwind von Egelstein, sem sagði að Schröder væri trúverðugri ef hann litaði ekki „gráu hárin“. „Það gæti verið óþægilegt ef hald- ið verður áfram að birta þessa full- yrðingu nú þegar kosningar eru framundan,“ sagði lögmaður kansl- arans og skírskotaði til þingkosning- anna sem haldnar verða í september. Hann afhenti dómstólnum eiðsvarna yfirlýsingu frá hárskera Schröders, Udo Walz, sem vottaði að dökkt hár kanslarans hefði aldrei verið litað. Andstæðingar kanslarans hædd- ust að málshöfðuninni og sögðu að hann ætti að einbeita sér að því að leysa efnahagsvandamál landsins frekar en að „eltast við hégóma“. „Schröder ætti að binda enda á þennan skrípaleik og láta rannsaka hárið,“ sagði Hildegard Müller, leið- togi ungliðasamtaka Kristilegra demókrata. Deilt um háralit Schröders Gerhard Schröder Berlín. AP. LEIÐTOGAR nokkurra ríkja í Rómönsku Am- eríku sögðust í gær ekki ætla að viðurkenna stjórn Pedros Carmona, sem tók við embætti forseta Venesúela á föstudag eftir að herinn kom Hugo Chavez frá völdum. Margir Venes- úelamenn sögðust geta sætt sig við valdatöku Carmona en stuðningsmenn Chavez sögðu að hann væri enn forseti. Carmona, sem er formaður verslunarráðs Venesúela, lofaði forsetakosningum innan árs eftir að hann sór embættiseiðinn á föstudags- kvöld. Hann leysti einnig upp þingið, þar sem stuðningsmenn Chavez eru í meirihluta, og hæstarétt landsins. Þá lýsti hann því yfir að stjórnarskrá Venesúela frá 1999 væri ógild. Þessar ráðstafanir og valdataka Carmona sættu harðri gagnrýni. „Þetta eru ólöglegar að- gerðir af hálfu ólögmætrar stjórnar,“ sagði Tania D’Amelio, þingkona í flokki Chavez. Hún sagði að þingmenn flokksins hygðust efna til fundar á þinginu á morgun, mánudag. Vicente Fox, forseti Mexíkó, kvaðst ekki ætla að viðurkenna nýju stjórnina í Venesúela fyrr en kosningar yrðu haldnar. Leiðtogar Argent- ínu og Paraguay tóku í sama streng. Leiðtogar Rio-hópsins, samtaka 19 ríkja í Rómönsku Am- eríku, fordæmdu stjórnarskiptin og lýstu þeim sem broti á stjórnarskrá Venesúela. Her landsins kom Chavez frá völdum eftir að 150.000 stjórnarandstæðingar efndu til mót- mæla í Caracas og kröfðust þess að forsetanum yrði steypt. Chavez er sagður hafa fyrirskipað þjóðvarðliðum og vopnuðum hópum óbreyttra borgara að skjóta á mótmælendurna. Að minnsta kosti 14 manns lágu í valnum og 240 særðust. Segist ekki hafa sagt af sér Herinn flutti Chavez í herstöð í Caracas og hafnaði beiðni hans um að fá að fara til Kúbu. Búist er við að Chavez verði sóttur til saka vegna blóðsúthellinganna. Dóttir Chavez sagði í sjónvarpsviðtali að hún hefði fengið upplýsingar um að hann hefði verið fluttur á óþekktan stað. Hún kvaðst hafa rætt við föður sinn í síma og hann hefði neitað því að hafa sagt af sér. Viðurkenna ekki stjórnina Caracas. AP. Reuters Pedro Carmona sver embættiseið. Leiðtogar Ameríkuríkja mótmæla valdatöku nýs forseta Venesúela
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.