Morgunblaðið - 14.04.2002, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.04.2002, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ TALSMENN apótekanna segja ekki rétt að álagning apótekanna hafi hækkað um 4 til 5% frá áramótum eins og haft er er eftir framkvæmda- stjóra ASÍ í Morgunblaðinu í gær heldur sé 9 til 10% lyfjahækkun fyrst og fremst tilkomin vegna aðgerða stjórnvalda. Hagstofan hefur reiknað út 9,3% hækkun á lyfjaverði frá áramótum, að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, fram- kvæmdastjóra ASÍ. Hann segir að breyting á niðurgreiðslum Trygg- ingastofnunar ríkisins skýri ekki hækkunina að öllu leyti. Krónan hafi styrkst verulega á tímabilinu og álykta megi að álagning lyfjaverslana hafi hækkað um 4 til 5%. Ingi Guðjónsson, framkvæmda- stjóri Lyfju, segir að þótt apótekin hafi hækkað lyfjaverð eitthvað sé það af og frá að Lyfja hafi hækkað álagn- ingu sína á lyfjum um 4 til 5% frá ára- mótum. Hafa beri í huga að gengis- hækkanir frá áramótum hafi ekki skilað sér í verðinu og geri það ekki fyrr en í næsta eða þarnæsta mánuði, því miðað sé við meðalgengi undan- genginna þriggja mánaða. Megin- ástæða hækkuninnar sé því reglu- gerðarbreytingin um áramótin. Karl E. Wernersson, fram- kvæmdastjóri Lyfja og heilsu, segir að fyrirtækið hafi ekki breytt álagn- ingarforsendum sínum frá áramótum. Hins vegar þyrfti að skoða meðalverð á hverri lyfjaávísun því þegar heil- brigðisráðuneytið hefði lækkað greiðsluþátttöku sína um áramótin hefði hlutur sjúklingsins hækkað um allt að 10 til 12%. Hann bendir á að þessir útreikn- ingar séu mjög flóknir og hafa beri í huga að gefið sé út ákveðið hámarks- verð. Hækkunina megi fyrst og fremst rekja til aðgerða ríkisstjórn- arinnar og reyndar hafi meðalálagn- ing hjá félaginu lækkað á fyrsta árs- fjórðungi ársins miðað við fyrsta ársfjórðung í fyrra. Hanna María Siggeirsdóttir, stjórnarformaður Plúsapóteka, bend- ir á að ríkið ákveði hvað sjúklingur eigi að borga mikið fyrir lyf. Af þeim lyfjum sem Tryggingastofnun hafi tekið þátt í að borga hafi sjúklingur greitt að hámarki 4.500 kr. fyrir ára- mót en eftir áramót hafi hlutur sjúk- lings verið 4.950 kr. að hámarki. Þetta skýri verðhækkunina og Plúsapótek hafi ekki hækkað álagninguna. Hún bendir á að lyfjaverð sé mjög fljótandi og ríkið ákveði lyfjaverð með því að gefa út verðskrá í hverjum mánuði. Lækkun á heildsöluverði komi Tryggingastofnun til góða en hafi ekki áhrif á hlut sjúklings vegna ákvarðana ríkisvaldsins. Talsmenn lyfjaverslana Hækkunin vegna aðgerða stjórnvalda HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsóknar- flokksins, segir að það hafi legið fyrir frá upphafi að fá Evrópusambandið til samninga um það að Íslendingar séu jafnstaddir gagnvart fríverslunar- samningum við þau ríki sem eru að bætast við sambandið í stækkun þess. Þetta snerti bókun 9 við EES-samn- inginn um sölu á sjávarafurðum, og því sé ekki um nýtt mál að ræða. Hall- dór var ásamt formönnum annarra stjórnmálaflokka en Sjálfstæðis- flokksins spurður um viðbrögð við því sem kom fram á fundi Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra með starfs- bróður sínum í Noregi, Kjell Magne Bondevik, á föstudag um möguleika á tvíhliða viðræðum við ESB um jafn- virðissamninga. Formenn Samfylk- ingarinnar og Vinstri grænna leggja ólíkt mat á gildi slíkra samninga. „Þetta mál snýst um það að póli- tískar forsendur EES-samningsins standi. Hann stendur ekki lengur vegna breyttra forsendna. Ég hef verið þeirrar skoðunar að það ætti að reyna að fá fram breytingar á samn- ingnum, samhliða stækkun Evrópu- sambandsins. Norðmenn hafa sýnt mikið metnaðarleysi í því máli og það metnaðarleysi kemur fram af hálfu forsætisráðherra Noregs núna, sem kemur ekki á óvart. Það liggur fyrir, og hefur lengi gert, að Evrópusam- bandið er ekki áhugasamt um þetta og Norðmenn hafa ekki viljað láta á það reyna. Þetta þýðir að endurskoð- un á EES-samningnum á sér ekki stað fyrr en eftir stækkun sambands- ins. Það mun að mínu mati ekki verða að veruleika fyrr en eftir fimm til tíu ár, sem er mjög vont mál fyrir bæði Ísland og Noreg,“ segir Halldór. Hvað fríverslunarsamninga varðar segir utanríkisráðherra að hagsmunir Íslands og Noregs falli ekki saman. Reiknað hafi verið með að löndin myndu sækja það mál sitt í hvoru lagi, um það hafi verið rætt við Evrópu- sambandið. Um ákveðin atriði geti löndin þó rætt samhliða við ESB, en um önnur ekki. Flótti frá aðildarviðræðum Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir málflutning Davíðs og Bondeviks vera óljósan í þessum efnum. „Manni sýnist að þeir séu að bjarga sér á handahlaupum frá þeirri stað- reynd að ríkisstjórnir þeirra náðu ekki samstöðu innan EFTA um við- ræður við Evrópusambandið um upp- færslu EES-samningsins þegar ákveðinn gluggi opnaðist í haust með yfirlýsingu ESB um vilja sambands- ins til slíkra viðræðna. Það tækifæri fór forgörðum, fyrst og fremst vegna forystuleysis ríkisstjórnar Norð- manna. Nú hefur ESB sagt að það sé ekki lengur reiðubúið í þær viðræður fyrr en eftir mörg ár, þegar stækkun sambandsins er lokið. Alvöru viðræð- ur um uppfærslu EES-samningins hefðu að sjálfsögðu haft það markmið að endurheimta öll þau fríðindi sem er að finna fyrir fríverslun með fisk við þau lönd sem eru á leið inn í ESB. Þetta er fyrst og fremst flótti frá því að taka upp alvöru viðræður við ESB um aðild,“ segir Össur. Hann segir að komi til viðræðna við ESB um jafnvirðissamninga muni Norðmenn fá mun meira út úr þeim samningum en Íslendingar. Þar sé miðað við gildandi viðskiptatölur og Norðmenn hafi þar mun meira for- skot. Jafnvirðissamningur muni því ekki gagnast Íslendingum nema að óverulegu leyti. Eina leiðin til að vinna gegn þessum ágalla sé að vera innan Evrópusambandsins. Úrlausnarefni sem ber að vinna að Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir möguleikann á svo- nefndum jafnvirðissamningum hafa legið fyrir en hann geti vel tekið undir með Davíð Oddssyni um að Íslend- ingar eigi að fara í þessar viðræður við ESB. Ekki sé þó um stóra hags- muni að ræða miðað við viðskipti okk- ar í dag við þau lönd sem sótt hafa um aðild að ESB. „Hvað framtíðarmöguleika okkar á þessum mörkuðum varðar þá væri æskilegast að halda fullri fríverslun fyrir fiskafurðir en ekki missa það inn í mögulega tollfrjálsa kvóta sem við höf- um nú þegar innan Evrópusambands- ins. Fordæmið er til staðar frá þeim tíma þegar Finnland, Svíþjóð og Aust- urríki gengu inn í ESB. Þá var tekið til- lit til okkar en auðveldara mál við að eiga en nú. Þetta er úrlausnarefni sem ég tel einboðið að vinna að,“ segir Steingrímur. Hann segir hagsmuni Ís- lands og Noregs mismunandi eftir fisk- afurðum og viðskiptum við umrædd lönd. Norðmenn hafi verið duglegir við að koma sér fyrir á mörkuðum þeirra landa sem hafa sótt um ESB-aðild. En ef Íslendingar nái að halda tollfrelsi verði þeir betur staddir með fiskút- flutning í framtíðinni. Á sömu línu og Davíð Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist ekki hafa kynnt sér nægjanlega hvað felist í jafnvirðissamningum til að geta tjáð sig um þá. Vill hann aðeins ítreka að hann sé „á sömu línu“ og Davíð Odds- son í Evrópumálum. Utanríkisráðherra um jafnvirðissamninga Hefur legið fyrir frá upphafi FJÓRIR fulltrúar 9.F í Digranes- skóla urðu í 2. sæti af 20 liðum í KappApel stærðfræðikeppninni í Noregi, en úrslitin fóru fram á föstudag. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur bekkur tekur þátt í keppninni og var hann aðeins einu stigi á eftir sigurveg- urunum. Kappapel varð til í Noregi fyrir nokkrum árum og varð lands- keppni þar á stærðfræðiárinu 2000. Tilgangurinn er að efla áhuga unglinga á stærðfræði og sýna þeim að verðug stærð- fræðiverkefni nútímans eru mun fjölbreyttari en margir nemendur hafa komist í tæri við. Auk þess er lögð áhersla á gildi samvinnu. Í fyrra var Íslandi og öðrum Norðurlöndum boðið að velja einn 9. bekk í keppnina núna og hér á landi fór fyrst fram for- keppni, en Anna Kristjánsdóttir, prófessor við Kennaraháskóla Ís- lands, hafi forystu um verkefnið. Nær 40 bekkir sýndu keppninni áhuga og 25 þeirra luku bæði fyrstu og annarri lotu hennar. Nokkrir bekkir fóru síðan í þriðju lotu sem var fjölþætt bekkjarverkefni um stærðfræði og íþróttir. 9.F í Digranesskóla fékk 75 stig af 80 mögulegum og var stigahæstur eftir fyrstu lotur keppninnar. Áróra Helgadóttir, Magnús Ingimundarson, Snæfríð- ur Halldórsdóttir og Stefán Arn- órsson voru síðan valin úr bekkn- um til keppni við sigurvegara frá hverju fylki í Noregi og fór Þórð- ur Guðmundsson, kennari þeirra, með þeim ásamt Önnu Kristjáns- dóttur. Erlendu þátttakendurnir kepptu sem gestir og voru því ekki með í lokaúrslitunum en ís- lenski bekkurinn fékk engu að síður viðurkenningu eins og hann hefði orðið í 2. sæti í loka- úrslitum. Hann fékk 66 stig en sigurvegarnir 67 stig. „Þetta er frábær frammistaða hjá krökk- unum,“ segir Þórður Guðmunds- son, en stigin eru fyrir bekkjar- verkefnið sem var sent út og keppnina í Noregi. Ljósmynd/Thor Stoltir keppendur 9.F í Digranesskóla í Kópavogi með kennara sínum. Frá vinstri: Stefán Arnórsson, Áróra Helgadóttir, Magnús Ingimund- arson, Þórður Guðmundsson og Snæfríður Halldórsdóttir. Bekkur í Digranes- skóla í öðru sæti Stærðfræðikeppnin KappAbel í Noregi fyrir nemendur í 9. bekk Könnun Gallup fyrir Sjálfstæðis- flokk um fylgi í Reykjavík Flokkurinn eykur fylgið SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR eykur fylgi sitt um þrjú prósentu- stig í könnun sem Gallup gerði fyrir Sjálfstæðisflokkinn dagana 6. apríl til 11. apríl. Fylgi flokksins mælist nú 40% en hann var með 37% fylgi í könnun þjóðarpúls Gallup sem birt var í síðustu viku marsmánaðar. Fylgi R-lista mælist nú 55%, var áður 61%. Önnur framboð fá samtals um 5% atkvæða. Rúm 14% þátttakenda voru ekki viss hvað þau myndu kjósa eða neituðu að svara, sem er tals- verð aukning frá síðasta þjóðar- púlsi Gallup þar sem 7% voru óákveðin. Úrtakið í könnuninni var 800 einstaklingar í Reykjavík, svar- hlutfall var 66,5%. Úrtakið er nokkru minna en í öðrum könn- unum sem Gallup hefur birt um borgarstjórnarkosningarnar í ár og eru vikmörk því töluvert hærri en í fyrri könnunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.