Morgunblaðið - 14.04.2002, Page 11

Morgunblaðið - 14.04.2002, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 11 benda til þess að heilbrigðisiðnaður, ásamt tölvuiðnaði og tölvuþjónustu verði einn af máttarstólpum hag- kerfisins í nánustu framtíð, með sambærilega veltu og sjávarútvegur og málmiðnaður. Tekjur nema 20 milljörðum króna Tekjur fyrirtækja í heilbrigðisiðn- aði sem skráð eru á hlutabréfamark- að, þ.e. Pharmaco, Delta, Össur, Lyfjaverslun Íslands og Íslensk erfðagreining, voru rúmir 20 millj- arðar árið 2000 og er gert ráð fyrir að tekjur þeirra verði um 30 millj- arðar árið 2001. Í þessum tölum er jafnframt um tekjur vegna erlendr- ar starfsemi að ræða, sem ekki er tekið tillit til hér að ofan, þar sem talað er um heildarveltu án virðis- aukaskatts. Útflutningstekjur fyrirtækja í heilbrigðisiðnaði árið 2000 voru 5,2 milljarðar króna. Vöruskiptajöfnuð- ur heilbrigðisafurða var samt sem áður neikvæður um rúmlega þrjá milljarða króna. Þrátt fyrir að mörg fyrirtæki í heilbrigðisiðnaði skili dágóðum hagnaði er greinin ekki rekin með hagnaði í heild. Afkoma átta stærstu fyrirtækjanna var neikvæð um rúma 2 milljarða króna árið 2000 og segir skýrsluhöfundur að ljóst sé að heild- artapið væri meira ef öll fyrirtæki í heilbrigðisiðnaði væru tekin með í reikninginn. þó bendi ekkert til ann- ars, en að heldur dragi úr heildar- tapinu, því framlegð þeirra fyrir- tækja sem skila hagnaði hafi verið að aukast. „Ef aðeins eru tekin þau fyrirtæki sem rekin voru með hagnaði árið 2000 var samanlagður hagnaður þeirra 1,7 milljarður króna,“ segir í skýrslunni og samkvæmt því ætti ríkið að hafa fengið um 700 milljónir króna í tekjuskatt. Skýrslan staðfesting á tilfinningu Halldór segir aðspurður að það sem komi fram í áðurnefndri skýrslu sé staðfesting á ákveðinni tilfinn- ingu: „Það hefur verið okkar tilfinn- ing að heilbrigðistækniiðnaður á Ís- landi væri mjög vaxandi atvinnu- grein og skýrsla Ólafs staðfestir það. Það skal þó viðurkennt með mikilli ánægju að vöxturinn er meiri en að minnsta kosti ég gerði ráð fyrir,“ segir Halldór. Hann segir aðspurður að horfur um vöxt heilbrigðisiðnaðar á næstu árum séu mjög góðar. „Þessi iðnaður á mikla framtíð fyrir sér á Íslandi og það eru allir möguleikar í umhverf- inu hér til að skapa einskonar „Silic- on Valley“ stemmningu í kringum hann ef rétt er haldið á spilunum,“ segir Halldór að lokum. rsj@mbl.is HEILBRIGÐISIÐNAÐUR er allur sá iðnaður sem byggist á tækni sem notuð er til að afla þekk- ingar, veita þjónustu eða um- breyta hráefni í gæði, þekkingu eða lyf fyrir heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisiðnaður og heil- brigðisþjónusta eru ekki sama atvinnugreinin, en eru þó ná- tengdar. Læknar sem starfa við heilbrigðisþjónustu þarfnast þekkingar, lækningatækja og lyfja sem verða til í heilbrigð- isiðnaði. Innan heilbrigðisiðnaðar eru þrjú svið: Heilbrigðistækni, lyfja- tækni og líftækni. Heilbrigðistækni er nýting á tækni og framleiðsla á tækjum fyrir heilbrigðisgeirann. Lyfjatækni er nýting á tækni til lyfjaframleiðslu. Líftækni er tækni þar sem líf- efni eða líffræðileg kerfi eru notuð til að afla þekkingar sem nýtt er í heilbrigðisgeiranum. - Úr skýrslunni „Efnahagsleg áhrif heilbrigðis- og líftækni á íslenska hagkefið.“ Heilbrigðistæknivettvangur skilgreinir heilbrigðisiðnað sem framleiðslu á lyfjum, stoðtækj- um og þjónustu, heilsuvörum, lækningatækjum og vörum, hug- búnaði og erfðatækni. Hvað er heil- brigðisiðnaður? EINS OG fram kemur í meðfylgjandi grein ertónlistarneysla mjög að breytast á og nýjar kynslóðir hafa tekið upp breytta háttu, kaupa síður tónlist á hefðbundinn hátt. Eftirfarandi dæmi eru af tónlistaráhugafólki hér á landi sem óskaði eftir því að nöfn þess yrðu ekki birt enda er það að fara á svig við höfundarréttarlög. Kristján er líffræðingur sem starfar sem vef- smiður. Hann er með góða tengingu heim til sín, enda vinnur hann aðallega þar og notar hana að stórum hluta til að sækja sér tónlist. Hann hlustar mikið á tónlist en segist ekki hafa keypt sér plötu í þrjú eða fjögur ár. Hann hefur mest gaman af léttri danstónlist og nóg er af slíku á Netinu. Napster var aðalleið hans til að sækja tónlist, en nú orðið notar hann Morpheus sem hann segir betri en Napster var á sínum tíma. Kristján ber við verðlagi á plöt- um, enda segist hann ekki hafa úr ýkja miklu að moða, en hann komst upp á lagið með að sækja sér ódýra tónlist þegar hann var námsmaður og hefur haldið þeim sið síðan. Kristján hlustar aðallega á tónlist í tölvunni sinni, en á einnig MP3-spilara sem hann notar þegar hann er á ferðinni. Eggert er mikill áhugamaður um framúrstefnu og tilraunarokk og segist kaupa yfir hundrað plöt- ur á ári. Eggert hlustar talsvert á tónlist á Netinu, til að mynda á Netútvarpsstöðvar, en sækir einnig mikið af tónlist og segir það einu leiðina til að fylgj- ast með, það sé svo margt af tónlist sem seint eða aldrei berist hingað til lands. Hann nefnir sem dæmi bandarísku rokksveitina White Stripes, sem hann segist hafa ítrekað reynt að komast yfir hér á landi á síðasta ári en ekki tekist. Hann segist hafa sótt sér þrjár breiðskífur sveitarinnar á Netinu og síðan keypt sér nýjustu plötuna á Amazon og hinar plötunar síðan í utanlandsferð. Eggert telur eins líklegt að hann eigi eftir að eyða enn meiru í plötu- kaup þegar fram líður en hann taki líka síður áhættu, vilji hlusta á plötunar áður en að kaupum kemur. Eggert notar Morpheus / KaZaA og Aud- ioGalaxy jöfnum höndum, hlustar á tónlistina í tölv- unni eða varpar lögunum yfir í wav-skrár og brennir diska til að nota í heimilisspilarann, bílinn og ferðaspilarann. Umslög finnur hann líka á Net- inu, til að mynda á cdcovers.cc, og prentar þau út í litaprentara. Matthías vinnur á steypustöð og er mikill áhuga- maður um framsækna danstónlist sem hann kallar electro. Hann notar AudioGalaxy mjög mikið og þá aðallega til að komast yfir ýmsar sérútgáfur og endurhljóðblandanir af danstónlist sem ógerningur er að nálgast hér á landi og jafnvel erfitt að finna erlendis. Hann er mis duglegur að sækja sér efni, nær stundum í tugi laga á einum degi, en síðan líða dagar á milli þar sem afraksturinn er ekki nema tvö til þrjú lög. Matthías hlustar jöfnum höndum á tónlistina í tölvunni og af diskum sem hann hefur brennt fyrir heimilis- eða ferðaspilarann sinn og dreymir um það að eignast geislaspilara sem spilað getur hvort tveggja brennda MP3-diska og hefð- bundna geisladiska. Matthías kaupir alla jafna nokkuð af plötum og segist eflaust kaupa mun meira ef hægt væri að fá tónlistina í verslunum hér. Hann kaupir ekki plötur á Netinu þar sem hann á ekki greiðslukort og hyggst ekki fá sér slíkt. Björt segist alæta á tónlist, en mest gaman hefur hún af bresku gítarpoppi. Hún kaupir nokkuð af plötum, en notar Netið til að leita að forvitnilegri tónlist, lögum sem hún heyrir í útvarpinu og langar að hlusta á aftur og svo má telja. Hún segist hafa gaman af léttri popptónlist í bland við aðra tónlist, en ekki svo mikið að hún tími að kaupa sér plötur með slíkri tónlist. Nefnir sem dæmi Kylie Minogue-lag sem vinsælt var á síðasta ári, tónlist sem hún myndi seint kaupa sér á geisladisk, en finnst í lagi að sækja það á Netið til að geta hlustað á það nokkrum sinnum. Hún líkir því við að taka upp úr útvarpinu á snældu. Morgunblaðið/Golli Breytt tónlistarneysla PLÖTUFYRIRTÆKIÐ Skíf-an hyggst læsa geisladiskumsem það gefur út svo að ekkisé hægt að spila þá í tölvum og þá ekki hægt að afrita þá. Í sam- eiginlegri tilkynningu aðstandenda Norðurljósa, sem eiga Skífuna, full- trúa Samtaka flytjenda og hljóm- plötuframleiðenda og Samtaka tón- skálda og eigenda flutningsréttar kemur fram að þetta sé gert til að bregðast við síaukinni ólöglegri fjöl- földun, en í tilkynningunni kemur fram að samkvæmt upplýsingum rá alþjóðasamtökum hljómplötufyrir- tækja sé einn diskur brenndur fyrir hvern disk sem seldur er. Einnig hyggst Skífan fyrst evr- ópskra plötufyrirtækja bjóða þeim sem vilja hlusta á tónlist í tölvum upp á að sækja sér tónlist yfir Netið. Þannig geti nettengdir tölvunotend- ur sem keypt hafa eintak af varinni plötu sótt innihaldið yfir Netið með því að nota lykilnúmer í bækling plöt- unnar. Tónlistin verður á sérstöku MP3-sniði sem „læst“ er við þá tölvu sem notuð er við að sækja hana að því segir í tilkynningu Skífunnar. Kemur ekki á óvart Þessi ráðstöfun Skífunnar kemur ekki á óvart; frekar má segja að það komi á óvart hve langan tíma hefur tekið fyrir plötufyrirtæki að bregðast við afritun og dreifingu á tónlist með aðstoð tölvugeisladiskabrennara og yfir Netið. Með því að taka af skarið eru Skífumenn að feta sömu slóð og fyrirtæki ytra eru rétt að byrja að fara en hingað til lands hafa borist stöku diskar undanfarið sem hafa verið læstir á þennan hátt. Hagsmunir tónsmiða og flytjenda fara saman við hagsmuni fyrirtækj- anna að mestu leyti, enda skerðir það tekjur tónlistarmanna að hugverkum þeirra sé dreift án endurgjalds. Sem dæmi má nefna geisladisk XXX Rott- weilerhunda, sem kom út fyrir síð- ustu jól, en kunnugir segja að ólögleg afritun hafi dregið úr sölu þeirrar plötu sem nemi 15-20% hið minnsta. Það flækir þó málið að tónlistar- menn hafa einnig óbeinan hag af dreifingunni, því víðar sem tónlist viðkomandi berst því meiri líkur ættu að vera á því að plötur með tónlist hans seljist. Þannig hefur því verið haldið fram að velgengni Sigur Rósar í Bandaríkjunum skrifist að miklu leyti á það að tónlist hljómsveitarinn- ar var dreift yfir Netið áður en plötur hljómsveitarinnar voru fáanlegar þar í landi. Umdeild ákvörðun Sú tilhögun að læsa diskum svo að ekki sé hægt að lesa þá í tölvum hefur þegar orðið til að skapa deilur vestan hafs, en þar hafa plötufyrirtæki gefið út nokkra slíka diska til reynslu. Þar eru dæmi um að eldri gerðir geisla- spilara hafa ekki getað lesið diskana og fyrir vikið hefur hollenska stórfyr- irtækið Phillips, sem er upphaflegur hönnuður geisladiskastaðalsins, gefið til kynna að þau fyrirtæki sem læsi diskum á þennan hátt megi ekki leng- ur hafa á þeim CD-merkinguna sem er að finna á velflestum diskum enda feli merkingin í sér að viðkomandi disk sé hægt að spila í öllum gerðum geislaspilara og tölvum að auki. Einnig hafa neytendasamtök látið í sér heyra þar sem gjald er tekið af óbrenndum diskum, líkt og af óátekn- um snældum, sem rennur til rétthafa efnis. Hér a landi hefur slíkt gjald verið tekið af snældum í áraraðir en lögum var breytt fyrir nokkru í þá veru að gjald yrði einnig tekið af brennanleg- um geisladiskum, en gjöldin renna ekki einvörðungu til innlendra rétt- hafa. Eftir nokkra deilur var ákveðið að gjald á diska með minna en 2 Gb geymslurými yrði 17 kr. og á geisla- diska með meira en 2 Gb geymslu- rými 50 kr. Umrædd læsing á diskum kemur í veg fyrir að menn geti nýtt sér rétt- inn til að afrita höfundarverk til einkanota sem er lögmætt sam- kvæmt 1. mgr. 11. gr. höfundalaga og segja má að greitt sé fyrir með áð- urnefndu gjaldi. Ekki er ljóst hvaða áhrif þetta á eftir að hafa hér á landi, hvort neytendasamtök muni bregð- ast við eða lagabreytingu þurfi til, en segja má að Skífan sé að bregðast að hluta við slíkri gagnrýni fyrirfram með því að gera kaupendum geisla- diska kleift að sækja sér eintak af við- komandi plötu til að spila á einkatölvu eins og greint er frá í upphafi. Geisladiskurinn undirrót vandans Segja má að geisladiskurinn sé undirrót vandræða plötufyrirtækj- anna, því með því að dreifa tónlist á stafrænu formi, á geisladiskum, var lagður grunnur að því sem síðar varð; starfsemi tölva byggist á stafrænum upplýsingum og því gat ekki verið nema tímaspursmál hvenær tölvu- tæknin næði svo langt að hægt yrði að afrita grisladiska í tölvum með svokölluðum geisladiskabrennurum, en þeir voru upphaflega aðeins ætl- aðir fyrir tölvugögn. Notkun þeirra til brennslu á tónlist og reyndar ólög- legrar afritunar tölvuleikja og annars hugbúnaðar, hefur aftur á móti aukist svo gríðarlega að skapast hefur mikil samkeppni í framleiðslu geislabrenn- ara og hugbúnaðar til að brenna með þeim afleiðingum að hvort tveggja hefur hrapað í verði. Þannig er hægt að kaupa geisladiskabrennara sem er ekki nema nokkrar mínútur að afrita disk fyrir 10–15.000 kr. í dag. Vinsældir þess að dreifa tónlist yfir Netið hafa einnig aukist gríðarlega á undanförnum misserum og ýmsar þjónustur sprottið upp sem auðvelda mönnum að skiptast á tónlist á svo- kölluðu MP3-sniði, en MP3 skrár eru lög sem þjappað hefur vefur verið svo saman að þær minnka um allt að 1:10. Fyrir vikið er tiltölulega einfalt að sækja sér til að mynda fjögurra mín- útna lag yfir Netið sem er um 4 MB á MP3-sniði en 40 MB annars. Markmiðið að vera skrefi á undan Ljóst er að tæknin sem Skífan hyggst beita, Key2audio sem er upp- finning austurríska framleiðslufyrir- tækisins Sony DADC, mun draga verulega úr ólöglegri fjölföldun á tón- list og ekki síst dreifingu tónlistar á MP3-sniði verði hún almennt notuð. Ekki má þó líta svo á málin að búið sé að koma í veg fyrir ólöglega fjölföld- un og dreifingu á MP3-sniði til fram- búðar. Nægir að nefna að þegar er til hugbúnaður sem getur afritað Key3audio læsta diska þó ekki sé enn hægt að „rippa“ þá, þ.e. lesa lög af þeim beint á tölvu og breyta í MP3- skjöl. Að sögn starfsmanna Skífunn- ar gera menn þar á bæ sér grein fyrir því að ekki sé búið að leysa úr þessum vanda endnalega, þeir geri sér grein fyrir því að tölvuþrjótar séu þegar byrjaðir að reyna að brjóta upp læs- inguna, en mestu skipti að spyrna við fótum, koma af stað umræðu um ólöglega afritun og gera fólki grein fyrir að hún sé þjófnaður. Þegar þrjótarnir séu búnir að brjóta upp læsinguna muni menn skipta um lás og halda baráttunni áfram. Brugðist við ólöglegri fjölföldun Til að bregðast við ólöglegri fjölföldun hyggst Skífan læsa útgáfudiskum. Árni Matthíasson segir að ákvörðunin komi ekki á óvart, á óvart komi hversu lengi menn hafi verið að taka við sér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.