Morgunblaðið - 14.04.2002, Side 12

Morgunblaðið - 14.04.2002, Side 12
12 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ HERNAÐARLEGT mikil-vægi landsvæðisins viðSvartahaf hefur aukisteftir árásir hryðjuverka- manna á Bandaríkin 11. september. Að sögn evrópskra og bandarískra embættismanna hafa þessi umskipti í för með sér að auknar líkur eru á að Rúmenía og Búlgaría fái aðild að Atl- antshafsbandalaginu (NATO). Á Vesturlöndum hafa löngum ver- ið uppi efasemdir um vilja stjórn- valda í þessum löndum til að innleiða lýðræðislegar umbætur og berjast gegn spillingu. Nú gætir aukins vel- vilja í garð þessara ríkja enda er Svartahafssvæðið mikilvægt með til- liti til herfararinnar í Afganistan og hugsanlegra aðgerða í því skyni að koma Saddam Hussein, forseta Íraks, frá völdum. Sýnt þykir að fjögur eða fimm fyrrum kommúnistaríki í Mið- og Austur-Evrópu fái nú í haust boð um að ganga í NATO. Verður það trú- lega gert er leiðtogar aðildarríkjanna koma saman til fundar í Prag í nóv- ember. Verður það umfangsmesta stækkun NATO til þessa en þrjú ríki bættust við árið 1999, Ungverjaland, Pólland og Tékkland. Náin samvinna við Bandaríkjamenn Ráðamenn í Búlgaríu og Rúmeníu hafa lýst yfir áhuga sínum á að vera á „gestalistanum“ og hefur því verið tekin upp náin samvinna við Banda- ríkjamenn í tengslum við herförina í Afganistan. Með þessu móti vilja Rúmenar og Búlgarir sýna stjórn- völdum í Washington fram á að þeir geti talist tryggir bandamenn. Í nóvember og desember í fyrra flugu eldsneytisvélar Bandaríkja- manna að jafnaði sex sinnum á dag frá Búlgaríu til að herflugvélar í ná- grenni Afganistan gætu tekið bensín á flugi. Búlgarskur herflugvöllur við Svartahafið er nú í raun bandarísk herstöð en þar halda nú til um 200 bandarískir hermenn. Ríkin hafa og bæði opnað lofthelgi sína fyrir Bandaríkjamönnum og heitið þeim öllum þeim afnotum sem þeir æskja bæði af landi og höfnum. Um 20 bandarískar flugvélar á leið til og frá Afganistan fara að jafnaði dag- lega um lofthelgi Rúmeníu. Hermenn frá Búlgaríu og Rúmen- íu sinna nú friðargæslu í Kabúl, höf- uðborg Afganistan. Rúmenar hafa boðið fram sérþjálfaða fjallasveit. Ríkin tvö hafa þrefaldað fjölda þeirra manna sem þau leggja til vegna frið- argæsluverkefna á Balkanskaga og þannig gert Bandaríkjamönnum og fleiri ríkjum kleift að losa um liðsafla þar og senda hann til Afganistan. Rúmensk herstöð í borginni Const- anza við Svartahaf mun brátt verða miðstöð bandarískra hermanna á leið til og frá Balkanskaga og hugsanlega öðrum spennusvæðum. „11. september gjörbreytti mikil- vægi Svarhafssvæðisins,“ segir Mirc- ea Geoana, utanríkisráðherra Rúm- eníu. Í Búlgaríu og Rúmeníu er einnig unnið að því að endurnýja flugbrautir og hafnir fari svo að Bandaríkjamenn óski eftir að nýta þessi mannvirki. Slíkt kæmi t.a.m. til álita ef farið yrði með hernaði gegn Saddam Íraksfor- seta. „Næst þegar Bandaríkjamenn óska eftir stuðningi eða þurfa á stuðningi að halda munu Búlgarir reynast þeim frábærir bandamenn,“ segir Solomon Pasi, utanríkisráð- herra Búlgaríu. Embættismenn segja að þessi af- staða Rúmena og Búlgara hafi ekki farið framhjá ráðamönnum í Wash- ington. Er þá vísað til þess að margir bandamenn Bandaríkjanna, t.d. Sádi-Arabar og Tyrkir, hafi nú þegar lýst sig andvíga hugsanlegum hern- aðaraðgerðum til að binda enda á valdatíð Saddams Hussein. Bandarískir embættismenn hafa ekki hvikað frá þeirri afstöðu sinni að Rúmenar og Búlgarir þurfi að hraða mjög umbótum ætli þeir sér að koma alvarlega til álita sem NATO-ríki. Vísað er til þeirrar miklu spillingar sem sé landlæg í ríkjum þessum. Bandaríkjamenn og NATO-þjóðir hafa einnig gert að umtalsefni hvern- ig minnihlutahópar eru meðhöndlað- ir í ríkjum þessum. Sérstaklega hafa menn haft áhyggjur af því hvernig Rúmenar koma fram við Roma-þjóð- ina, sem betur er þekkt undir sam- heitinu „sígaunar“. Þar í landi hafa fulltrúar NATO ennfremur lýst yfir óánægju sökum þess að styttur af fasista einum sem lét til sín taka á ár- um síðari heimsstyrjaldarinnar hafa verið reistar. Rúmenar hafa heitið því að lögum verði breytt til að greiða fyrir því að stytturnar verði rifnar niður. Bandaríkjamenn hafa einnig lýst yfir áhyggjum sökum þess að útgjöld þessara ríkja til varnarmála séu ófullnægjandi og dugi ekki til ætli þau sér að samhæfa herafla sinn sveitum Atlantshafsbandalagsins. Þessu hafa ráðamenn þar eystra svarað með því að auka framlög til varnarmála þannig að þau eru nú rúmlega tvö prósent af landsfram- leiðslu. Með því móti á í senn að end- urskipuleggja heraflann og færa hann í nútímalegra horf. Rúmenar stefna að því að binda enda á her- skyldu og koma sér upp her atvinnu- manna fyrir lok þessa áratugar. Richard L. Armitage, aðstoðarut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, hef- ur sagt að Bandaríkjamenn vilji að NATO verði stækkað á „eins áhrifa- ríkan hátt og hugsast getur“. Armi- tage lét þessi orð fallaá fundi leiðtoga tíu ríkja sem óskað hafa eftir aðild að NATO en sú samkunda var haldin í Rúmeníu. Hvatti hann Rúmeníu og Búlgaríu til að vinna áfram af fullum krafti að því að ná markmiði sínu, þ.e. NATO-aðild. Svo virðist sem fulltrúar Banda- ríkjastjórnar og annarra NATO- ríkja hafi náð samkomulagi um að bjóða fjórum ríkjum aðild að banda- laginu: Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Slóveníu. Talið er að fimmta ríki, Slóvakía, fái einnig boð um að ganga í bandalagið þó að því tilskildu að Vla- dimir Meciar, fyrrum forseti landsins og meintur valdníðingur, komist ekki til valda á ný í kosningum í haust. Ekki er litið svo á að Albanía, Makedónía og Króatía geti gert sér raunhæfar vonir um að fá aðild að NATO. Hins vegar ræðir hér um gífurleg umskipti. Fyrir aðeins níu mánuðum eða svo hefði fáum dottið í hug að til tals kæmi að bjóða hvorki fleiri né færri en sjö ríkjum að ganga til liðs við NATO. „Þetta er stóri-hvellur og hann er raunverulegur,“ segir emb- ættismaður frá NATO-ríki. „Þessu hefði ég aldrei trúað rétt eins og ég hefði aldrei getað ímyndað mér að árásin 11. september ætti eftir að eiga sér stað,“ bætir hann við. Þátttaka Rússa í bandalaginu gegn hryðjuverkaógninni hefur gert að verkum að afstaðan til NATO og hugsanlegrar aðildar Eystrasalts- ríkjanna þriggja að því bandalagi hefur breyst. Tyrkir og Grikkir þrýsta á NATO Tyrkir og Grikkir hafa verið einna ákafastir talsmenn þess að Rúmen- um og Búlgörum verði boðin aðild að NATO og þykir mörgum tíðindum sæta að þær tvær þjóðir geti náð sameiginlegri afstöðu í svo mikil- vægu máli. Grikkir og Tyrkir halda því fram að mikilvægt sé að banda- lagið stækki ekki aðeins til austurs heldur einnig til suðurs. Það beri að gera bæði með tilliti til öryggishags- muna aðildarríkjanna en einnig þurfi að horfa til glæpastarfsemi og óstöð- ugleika á Balkanskaga og víðar. „Áður var skortur á samráði ríkjandi með Grikkjum og Tyrkjum en nú höfum við sameinast um það hagsmunamat að stækkun banda- lagsins sé mikilvæg með tilliti til stöðugleika á þessu svæði,“ segir Bulent Ecevit, forsætisráðherra Tyrklands. Hann telur ekki koma til greina að stækkun bandalagsins beinist aðeins til austurs og norðurs. Utanríkisráðherrar þessara fjög- urra ríkja áforma að fara saman til Washington til að leggja áherslu á þá skoðun sína að bjóða beri Rúmenum og Búlgörum að bætast í hóp NATO- þjóða. APFulltrúar tíu ríkja sem óskað hafa eftir aðild að NATO á fundi í Búkarest í Rúmeníu. Rúmenía og Búlgaría í NATO? Mikilvægi Svartahafssvæðisins hefur stóraukist eftir 11. september. Hugsanlegt er að þau umskipti hafi í för með sér að Rúmenum og Búlgörum verði boðið að bætast í hóp aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins. Reuters Rúmenskir herlögreglumenn á leið til friðargæslu í Afganistan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.