Morgunblaðið - 14.04.2002, Síða 14

Morgunblaðið - 14.04.2002, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á SÍÐASTLIÐNUM árumhefur umræða um eineltiog leiðir til að bregðastvið því farið vaxandi.Upphaflega beindist at- hyglin aðallega að einelti barna í skólum en nú hefur einelti fullorð- inna á vinnustöðum komið meira inn í umræðuna. Rannsóknir hafa sýnt fram á algengi eineltis á vinnustöðum og skaðsemi þess bæði á þolanda og annað starfsfólk. Í könnun sem gerð var af Evrópu- stofnun um bætt kjör og starfsað- stæður kom fram að 2% launþega telja sig verða fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað en 9% launþega telja sig lagða í einelti á vinnustað en tíðni eineltis er mismunandi eftir sviðum atvinnulífsins og er einelti á vinnustöðum algengast við ýmiss konar þjónustustörf. Engin heildarrannsókn hefur verið gerð á tíðni eineltis á vinnnustöðum hér á landi. Nokkrar kannanir hafa þó verið gerðar og er sú nýjasta frá vorinu 2001 þar sem spurningalistar voru lagðir fyrir í átta ólíkum fyr- irtækjum á höfuðborgarsvæðinu og á ráðstefnu Sambands íslenskra bankastarfsmanna. Niðurstöður úr þessari könnun voru þær að 10,9% aðspurðra töldu sig hafa orðið fyrir einelti á vinnstað síðastliðið ár. Í ritgerð sinni fjallar Sigrún um réttindi þolenda eineltis á vinnustöð- um og skoðar sérstaklega hvernig frændþjóðir okkar, Norðmenn, Dan- ir og Svíar haga málum sem þessum. Þar hafa verið sett í löggjöf ákvæði sem sérstaklega vernda starfsmenn gegn áreitni, þ.á m. einelti á vinnu- stöðum. Meðal annars var gerð reglugerðarbreyting í Danmörku 15. október 2001 þar sem segir að koma skuli í veg fyrir að vinna hafi í för með sér hættu á líkamlegri eða andlegri heilsurýrnun vegna eineltis, þar á meðal vegna kynferðislegrar áreitni. Alþjóðlegt átak gegn einelti á vinnustöðum Sigrún fjallar í upphafi ritgerðar sinnar um einelti frá félagsvísinda- legu sjónarhorni og skoðar hvernig félagsvísindamenn skilgreina það. Greinir hún frá því að Alþjóðavinnu- málastofnuninni, ILO, hafi hrundið af stað átaki gegn ofbeldi á vinnu- stöðum. Á alþjóðaráðstefnu stofnun- arinnar fyrir rúmu ári var kynnt skýrsla um málefnið. Þar er ýmis háttsemi talin upp undir samheitinu ofbeldi á vinnustöðum og má þar nefna morð, líkamsárás og nauðgun, en einnig fellur undir hugtakið kyn- ferðisleg áreitni annars konar áreitni s.s. vegna kynþáttar og síðast en ekki síst er talað um bæði bullying sem á íslensku gæti þýtt t.d. yfirgangur og mobbing en íslensk þýðing gæti verið meinfýsni. Í orðinu yfirgangur felst, eins og kemur fram í ritgerðinni, háttsemi þar sem reynt er á illgjarn- an eða niðurlægjandi hátt að gera lít- ið úr starfsmanni eða hópi starfs- manna, sem hugsanlega gætu ógnað stöðu gerandans, með því að öskra á starfsmanninn, vera með stöðuga gagnrýni, neita að skoða aðrar leiðir að settu marki en eigin leiðir eða neita að miðla fróðleik. Meinfýsni felst í því að vera stöð- ugt með neikvæðar athugasemdir og gagnrýni, útiloka einstaklinginn frá félagsskap annarra eða breiða út slúður eða lygar um hann. Í þessu samhengi kemur fram að fræðimenn telja megináherslu skil- greiningarinnar á einelti vera á ójöfnum styrk geranda og þolanda en það ójafnvægi leiði til þess að þol- anda finnst hann eiga í erfiðleikum með að verja sig. Það sé þannig mjög mikilvægt að greina á milli eineltis og deilna eða hagsmunaárekstra milli tveggja jafnsterkra einstaklinga. Í ritgerðinni kemur fram að hugtakið einelti, í þeirri merkingu sem hér um ræðir, hefur ekki ákveðna lögfræði- lega merkingu hér á landi. Sigrún skilgreinir því hugtakið einelti í rit- gerð sinni í samræmi við áðurnefnd- ar félagsvísindalegar skilgreiningar, og skoðar lagalega stöðu þess sem verður fyrir þess háttar háttsemi. Sigrún skilgreinir einelti í ritgerð sinni þannig að það taki til allrar nei- kvæðrar háttsemi sem beint er að að- ila á vinnustað hvort sem er í formi orða, athafna eða athafnaleysis. Háttsemin þurfi að vera kerfisbundin og endurtekin og megi nefna að undir hana falli að vera stöðugt með gagn- rýni, lítilsvirðingu og hæðni um per- sónu eða störf þess sem fyrir einelt- inu verður, vinna gegn honum með því að setja honum óraunhæf mark- mið við vinnu sína og jafnvel eyði- leggja þegar unna vinnu. Undir hugtakið fellur einnig áreitni s.s. kynferðisleg, vegna kyn- þáttar, kynhneigðar og fötlunar og einnig félagsleg útskúfun. Líkamlegt ofbeldi sé hins vegar ekki nauðsyn- lega talið falla undir hugtakið þótt hugsanlega geti einelti magnast upp í þess háttar ofbeldi. Er hægt að neita að vinna með geranda eineltis? Sigrún skoðar í ritgerðinni réttar- stöðu starfsfólks hér á landi til að krefjast umbóta á vinnustaðnum. Kemur fram að það hvílir sú ábyrgð á vinnuveitanda að tryggja að gætt sé fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta á vinnustað m.a. við framkvæmd vinnu. Koma þessi ákvæði fram í lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöð- um. „Sú skylda hvílir því á vinnuveit- anda að bæta úr ástandi sem ekki getur talist í samræmi við ákvæði laganna. Er starfsmanni heimilt að neita að hlýða fyrirskipunum vinnu- veitanda, sem brýtur gegn lögum eða velsæmi, og eru þarflausar eða hættulegar. Það vaknar því sú spurn- ing hvort starfsmanni sé heimilt að neita að vinna þar sem aðstæður á vinnustað eru ekki með forsvaranleg- um hætti og hvort starfsmanni sé þannig heimilt að neita að vinna með geranda eineltis.“ Sigrún segir for- dæmi fyrir slíku í Noregi en hæsti- réttur þar í landi hafi viðurkennt rétt starfsmanna til þess að neita að vinna með aðilum sem hafa í frammi áreitni, mismunun eða einelti á vinnustað. „Var talið heimilt að neita að vinna með starfsmanni sem lesið hafði grófa hótun inn á símsvara vinnufélaga síns og var gerandinn rekinn umsvifalaust og bótalaust úr starfi, svo dæmi sé tekið. Einnig var tveimur nýnasistum, sem héldu skrá yfir pólitískar skoðanir starfsfélaga sinna, vikið fyrirvaralaust og bóta- laust úr starfi.“ Sigrún greinir einnig frá dómi sem féll í Danmörku árið 1996 en forsaga þess máls var sú að starfskona í blómabúð hafi orðið fyrir óásættan- legri áreitni af hálfu sambýliskonu eiganda búðarinnar. Starfskonan kvartaði oft um þetta við eigandann og að lokum sagðist hún ekki koma til vinnu nema tryggt væri að hún þyrfti ekki að þola áreitnina. Dómurinn féllst á að starfskonunni hefði verið heimil þessi neitun á vinnuframlagi, þar til aðstæður hefðu verið lagaðar. Ekki hægt að taka tillit til þeirra „viðkvæmu“ Í ritgerðinni kemur fram að vinnu- veitanda beri undir öllum kringum- stæðum að koma tilhlýðilega og sómasamlega fram við starfsmann sinn og þarf starfsmaður ekki að sæta því að sjálfsvirðingu hans sé misboðið með því t.d. að vinnuveit- andi eða yfirmaður lítilsvirði hann eða tali niður til hans. Sigrún segir að það felist því í virðingar- og trúnaðar- skyldum vinnuveitanda að hann leggi ekki starfsmann sinn í einelti. Í ritgerð sinni segir Sigrún jafn- framt, að leggi starfsmaður sam- starfsmann í einelti og hafist vinnu- veitandi ekki að þrátt fyrir að hafa vitneskju um eineltið myndi það telj- ast veruleg vanefnd af hálfu vinnu- veitanda sem heimilaði þolanda ein- eltis að rifta ráðningarsamningi. Sigrún rekur hvernig þessi mál hafa þróast m.a. í Danmörku og segir að í seinni tíð hafi mál komið fyrir danska dómstóla þar sem óviðunandi atferli vinnuveitanda hafi staðið yfir um langa hríð. Hafi starfsmenn neyðst til að fara í veikindafrí þess vegna. Þá vakni sú spurning hverra kosta starfsmaðurinn eigi völ í stöð- unni. Er hann nauðbeygður til að segja starfi sínu lausu, á hann að vera lengi í veikindafríi eða er riftun á starfssamningi af hans hálfu heimil? Í ritgerðinni kemur fram að jafnvel þótt óumdeilt sé að starfsmaður hafi orðið fyrir andlegu tjóni vegna hátt- semi vinnuveitanda þá sýni dönsk dómaframkvæmd að það sé mjög erf- itt að fá dómstóla til að fallast á að um svo verulega vanefnd hafi verið að ræða af hálfu vinnuveitanda að hún heimili riftun ráðningarsamnings. Í dómi Vestra Landsret í Dan- mörku árið 1997 var riftun ráðning- arsamnings þó heimiluð. Í málinu þótti sannað að vinnuveitandi stefn- anda sem var stúlka, hafi niðurlægt hann svo mikið með skömmum og einstaklegu ókurteisu og dónalegu tali, að hún hafi haft rétt til þess að rifta ráðningarsamningi sínum. Vinnuveitandinn neitaði flestöllum ásökunum en sagðist oft vera með skot á starfsfólkið en hann hefði aldr- ei sagt þá hluti sem stúlkan bar á hann. Varðandi sönnun í þessu máli þá segir Sigrún að það hafi haft mikil áhrif að framburður fulltrúa stéttar- félags stúlkunnar studdi framburð hennar og að stúlkan hafði skrifað hjá sér allt sem vinnuveitandinn sagði við hana og hafði hún sagt sam- starfsfólki sínu frá því. Sigrún bendir einnig á að sú staða geti komið upp að allt starfsfólkið verði fyrir áreitni af hálfu sama ein- staklings. „Slíkt mál kom fyrir rétt í Danmörku. Í dómsniðurstöðunni kom m.a. fram að stefnandi hafði ver- ið lærlingur á sama vinnustað og hafði því vitað fyrirfram hvernig vinnuveitandi hans var. Tekið var fram í dómnum að þótt stefnandi hafi tekið háttsemi stefnda mun nær sér en aðrir starfsmenn sé ekki hægt að taka sérstakt tillit til þeirra „við- kvæmu“ á vinnustaðnum.“ Dæmdar skaðabætur vegna eineltis á vinnustað Í ritgerðinni kemur fram hvernig skaðabótaábyrgð vegna eineltis er háttað. Þannig getur þolandi eineltis ýmis krafist skaðabóta úr hendi ger- anda eða úr hendi atvinnurekanda. Sá sem krefst skaðabóta verður að sanna að hann hafi orðið fyrir tjóni og hvert tjón hans sé. Hvað snertir kröf- ur á gerandann sjálfan þá verður þol- andinn að sanna að gerandi að einelt- inu hafi viðhaft saknæma háttsemi og sanna orsakatengsl á milli tjóns og athafna geranda. Sigrún segir að í þeim dönsku dómum sem hún hafi lesið, þar sem krafist er skaðabóta vegna óviðunandi aðstæðna á vinnu- stað, séu læknisvottorð oft lögð fram, þar sem kemur fram að viðkomandi sé andlega og eða líkamlega veikur og jafnvel staðfesting um veru við- komandi á sjúkrahúsi vegna ástands hans. Segir hún jafnframt að í 26. gr. skaðabótalaga komi fram að heimilt sé að láta þann sem ábyrgð ber á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns greiða miskabætur. Hvað varðar að sanna slíkt tjón þá segir Sigrún að líklegt sé að svipuð sjónarmið gildi um sönnun og gildi um ærumeiðingar. „Það leiðir af eðli ærumeiðinga að alltaf er mjög erfitt að upplýsa hvort tjón hafi hlotist af þeim. Venjulegar sönnunarreglur Á að banna einelti á vinnustöðum með lögum? Morgunblaðið/Sverrir Sigrún H. Kristjánsdóttir lögfræðingur. Í lokaritgerð Sigrúnar H. Kristjánsdóttur við lagadeild HÍ kemur fram að hún telur eðlilegt að taka upp í íslensk lög ákvæði sem banna hvers kyns ótilhlýðilega áreitni hvort sem er í formi eineltis, kynferðislegrar áreitni eða annars konar áreitni. Hildur Einarsdóttir skoðaði ritgerðina og ræddi við Sigrúnu um helstu rökin á bak við slíka lagagerð. „Er starfsmanni heimilt að neita að hlýða fyrirskipunum vinnuveitanda, sem brýtur gegn lögum eða velsæmi, og eru þarflausar eða hættulegar. Það vaknar því sú spurning hvort starfsmanni sé þannig heimilt að neita að vinna með geranda eineltis.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.