Morgunblaðið - 14.04.2002, Síða 15

Morgunblaðið - 14.04.2002, Síða 15
eiga því ekki alls kostar við heldur verður að fara vægar í sakirnar og ákvörðun bótanna hlýtur að vera álitamál en þessa skoðun setti Gunn- ar Thoroddsen fram í ritinu Fjöl- mæli.“ Sigrún segir að krefjist þolandi eineltis bóta vegna fjárhagslegs tjóns þurfi hann að sýna fram á slíkt tjón. Þannig gæti þolandi eineltis veikst illa andlega eða líkamlega, svo hann verði að hætta að vinna að einhverju eða öllu leyti og fengi þá hugsanlega bætur. „Í norskum dómi voru þol- anda dæmar skaðabætur vegna tap- aðra launa eftir að hann hætti störf- um vegna eineltis á vinnustað sínum auk þess sem honum voru dæmdar bætur vegna tapaðrar yfirvinnu á meðan hann var í veikindafríi.“ Erfitt að sanna ef gerandi neitar Þá víkur Sigrún að því hvernig sönnunum á saknæmi geranda sé háttað. Segir hún að meginvandinn liggi í því að sanna, gegn neitun ger- anda, að hann hafi raunverulega við- haft þá háttsemi sem krafist er skaðabóta vegna. „Gegn mótmælum geranda virðist nauðsynlegt að hafa vitni að eineltinu og helst fleiri en eitt,“ segir hún. Sigrún tekur einnig fyrir tengslin á milli þess hvort tjónvaldur hafi get- að séð fyrir hvað hljótast myndi af háttsemi hans. Reifar hún mál sem kom upp í Noregi árið 1996 þar sem þolandi eineltis var lagður inn á sjúkrahús,„andlega niðurbrotinn“ og var lengi frá vinnu. Í málinu voru gerendurnir, sem voru tveir, sýknað- ir þar sem ekki var talið að þeir hefðu getað séð fyrir afleiðingar gerða sinna. Hvað snertir kröfur á atvinnurek- andann segir Sigrún að þolandi verði að sanna að atvinnurekandi hafi við- haft saknæma háttsemi. Sérstakar athafnaskyldur hvíli á atvinnurek- anda m.a. samkvæmt lögum um að- búnað og hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Bíði starfsmaður and- legt tjón vegna þess að hann er lagð- ur í einelti, og atvinnurekandi hefur ekki sinnt skyldum sínum, getur at- vinnurekandi orðið skaðabótaskyld- ur. „Þannig myndi vitneskja atvinnu- rekanda um að verið væri að leggja starfsmann í einelti á vinnustaðnum, án nokkurra aðgerða hans af því til- efni, geta valdið ábyrgð hans.“ Sigrún vísar í danskar aðstæður hvað þetta varðar og segir að greini- legt sé af málum sem komið hafa fyr- ir rétt, að danskir dómarar eru mjög tregir til að dæma skaðabætur vegna þeirrar meintu vanrækslu atvinnu- rekanda, að tryggja starfsmönnum sínum góðan andlegan aðbúnað. Ljóst sé að mjög erfitt er að sanna einelti á vinnustað. Hins vegar megi halda því fram að ef upp kæmi mál þar sem vitni væru að ítrekaðri lítils- virðingu sem beindist gegn ákveðnum aðila eða aðilum væru meiri möguleikar á því að dæmdar yrðu skaðabætur að því gefnu að þol- andi hefði komið kvörtun áleiðis til yfirmanna sinna. Refsiákvæði almennra hegning- arlaga geta tekið á einelti Í ritgerðinni eru athuguð hvaða refsiákvæði gætu átt við einelti á vinnustað og er þar skoðuð bæði ákvæði sérrefislaga og ákvæði al- mennra hegningarlaga. Segir Sigrún í því sambandi að athugunarefni sé hvort einelti á vinnustöðum geti orðið til þess að refsiábyrgð atvinnurek- anda stofnist samkvæmt vinnuvernd- arlögunum. Segir hún þó að hæpið sé að atvinnurekendur verði gerðir ref- siábyrgir vegna eineltis í ljósi þess að hvorki eru í lögunum né frumvarpi til laganna bein ákvæði um andlegt of- beldi s.s. einelti. Hvað varðar refsiábyrgð gerend- anna sjálfra skoðar Sigrún almenn hegningarlög. Kynferðisleg áreitni, sem er einn hluti eineltis, er sérstak- lega bönnuð þar. Hvað viðkemur annars konar einelti gætu hugsan- lega ýmis refsiákvæði hegningarlag- anna tekið á því, birtist eineltið í ein- hverri þeirri mynd sem lýst er í lögunum sem óheimili háttsemi. Þannig segir m.a. í 228 grein laganna að ef maður hnýsist í bréf, skjöl, dag- bækur eða önnur slík gögn, sem hafa að geyma upplýsingar um einkamál annars manns, og hann hefur komist yfir gögnin með brögðum, opnað bréf, farið í læsta hirslu eða beitt annarri áþekkri aðferð, þá varðar það sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að einu ári. „Á þessa grein gæti reynt í eineltismálum þar sem rann- sóknir sýna að þolendur eineltis hafa lent í því að farið er ofan í þeirra einkagögn. Eins kemur fram í 233. grein lag- anna að sá verknaður er refsiverður sem fólginn er í því að rægja, smána eða ógna einum eða fleirum vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar.“ Sig- rún segir að þessi háttsemi þurfi að vera opinber þannig að þetta ákvæði myndi væntanlega ekki ná yfir dæmi- gert einelti á vinnustað. Um ærumeiðingu segir hún að sé fjallað í 234.–237. grein hegningar- laganna en þar kemur m.a. fram að hver sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver, sem ber slíkt út, skal sæta sektum eða varðhaldi að einu ári. Sig- rún segir að sú háttsemi sem þarna er lýst sem ærumeiðingum geti vel rúmast innan þeirrar skilgreiningar á einelti sem hér hefur verið miðað við, að því gefnu að ekki sé um eitt einstakt tilvik af ærumeiðingu að ræða heldur að athöfnin sé endurtek- in.“ Í lok ritgerðarinnar er fjallað um leiðir til þess að komast fyrir og stöðva einelti og til hvaða aðila þol- andi eineltis getur leitað. Segir meðal annars að mikilvægt sé að gera yf- irmanni eða atvinnurekanda grein fyrir ástandinu eins fljótt og kostur er. Sé stjórnendum ekki kunnugt um ástandið verði ábyrgð ekki felld á þá auk þess sem ekki sé hægt að búast við að eineltinu linni hafi yfirmenn ekki vitneskju um það. Þá sé hægt að leita til öryggistrúnaðarmanna eða öryggisvarðar en þeir starfa sam- kvæmt vinnuverndarlögum og ber þeim að fylgjast með að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustað séu í samræmi við lög. Hægt sé að leita til trúnarðarmanns stéttar- félags, eða hafa milliliðalaust sam- band við stéttarfélag viðkomandi eða leita til Vinnueftirlits ríkisins. Bíði starfsmaður andlegt tjón vegna þess að hann er lagður í einelti, og atvinnurekandi hefur ekki sinnt skyldum sínum, getur atvinnurekandi orðið skaðabótaskyldur. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 15 Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík M O N S O O N M A K E U P lifandi litir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.