Morgunblaðið - 14.04.2002, Side 16

Morgunblaðið - 14.04.2002, Side 16
16 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ EIVØR Pálsdóttir var ekkinema þrettán ára þegarhún söng sig inn í hjörtuFæreyinga í heimabæ sín- um, Götu. Jafngömul söng hún ein- söng opinberlega á Ítalíu og Aust- urríki með Mannskórnum, karlakórnum í Færeyjum. Núna er hún átján ára gömul og margir telja hana vera upprennandi stjörnu á heimsvísu. Renna má rökum undir þessa skoðun þegar hlustað er á sólódisk hennar, Eivør Pálsdóttir, sem kom út nýlega. Þar er að finna tólf lög, þar af sex eftir hana sjálfa. Tónlistin er lituð þjóðlagahefð Fær- eyinga en um leið með rokk- og djasskenndum áhrifum. Rödd henn- ar er tær og náttúruleg og hún beit- ir henni áreynslulaust og einkar fal- lega. Einn meðreiðarsveina hennar á disknum er bassaleikarinn Mich- ael Blak, sonur hins góðkunna tón- smiðs, djassista og útgefanda Kristians Blak, en sá er einmitt eig- andi hljómplötuútgáfunnar Tutl sem gefur út Eivøru. Um þessar mundir er svo að koma út diskurinn Clichaze með samnefndri hljómsveit þar sem kveður við allt annan og rokkaðri tón en ennþá með færeyskum und- irtón. Þar syngur Eivør í allt öðrum stíl og minnir á stundum á íslensku dívuna Björk. Það segir hún að sé alveg óvart því sjálf hlustar hún ekki mikið á Björk. Clichaze hefur nú verið boðið að spila á Hróars- kelduhátíðinni í Danmörku í sumar sem er vissulega talsverð við- urkenning á gæðum sveitarinnar. Eivør er þó hógværðin uppmáluð og kveðst ekki stefna að heims- frægð. Hún vilji vera trú þeirri tón- list sem hún heldur mest upp á og föðurlandinu Færeyjum, sem greinilega á hug hennar og hjarta. „Ég vil að rödd mín heyrist en mig dreymir ekki um heimsfrægð. Mér hlotnaðist þessi sönggáfa og ég vil nýta mér hana vel. En ég er varla efni í stórstjörnu því ég er ekki mikið fyrir popptónlist. Tónlist mín er meira í ætt við þjóðlegar hefðir og djass. Ég held samt að ef maður hefur trú á því sem maður er að gera geti allt gerst. Og ég er þeirr- ar skoðunar að allir eigi að syngja á sínu móðurmáli.“ Í söngnámi hjá Ólöfu Kolbrúnu Í Færeyjum hefur ekki verið starfræktur söngskóli fyrr en nú á þessu ári. Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir hefur komið og haldið nám- skeið við skólann og þar hefur Ei- vør verið meðal nemenda. Síðustu þrjá mánuði hefur Eivør hins vegar verið við nám í söngskólanum í Reykjavík í boði Ólafar Kolbrúnar. „Mér finnst svo gott að vera í Reykjavík en í rauninni er ekki mikill munur á Reykjavík og Götu. Reykjavík er samt auðvitað miklu stærri. Það eru ekki nema 500 íbúar í Götu en samt er bærinn höfuðvígi tónlistar í Færeyjum. Þar búa mjög margir góðir tónlistarmenn. Tón- listarlífið dafnar um þessar mundir í Götu. Nýlega var stofnað tónleika- félag í Götu og haldnir eru tónleikar þar um hverja helgi,“ segir Eivør. Mikill áhugi á færeyskri tónlist Mikill áhugi virðist vera um þess- ar mundir á Íslandi fyrir færeyskri tónlist. Skemmst er að minnast að diskurinn How Far to Asgaard með hljómsveitinni Týr er ein söluhæsta platan hér á landi og lagið Orm- urinn langi einn helsti smellurinn. Margir Færeyingar hafa líka stund- að tónlistarnám hérlendis, t.a.m. við FÍH-skólann og sumir tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi. En Eivør hefur líka gert strand- högg úti í hinum stóra heimi. Í hitt- eðfyrra fór hún með færeysku djasshljómsveitinni Ivory í hljóm- leikaferðalag til Frakklands, Aust- urríkis og Bandaríkjanna þar sem sveitin kom fram á djasshátíðinni í Monterey. „Mér finnst skemmtilegast að syngja djass og spunatónlist, eins og sést kannski best á sólódisknum. Við unnum þessa skífu öll saman en ég sem sjálf sex lög sem eru á henni. Það eru margir stílar á þess- ari skífu, djass, rokk og þjóðlaga- tónlist.“ Sem oft á næturnar heima í herberginu mínu Clichaze er hin hliðin á Eivøru og kannski sú sem meiri rækt er lögð við af markaðsástæðum. „Þetta er þéttur hópur. Við komum öll frá Götu og höfum spilað lengi saman. Við tókum þátt í Prix Föroyar tón- listarsamkeppninni, meira í gamni en alvöru, og óvart unnum hana.“ Eivør er nú á heimleið til Fær- eyja en kveðst vilja koma aftur til Íslands með hljómsveit og flytja sína tónlist fyrir Íslendinga. Hún semur tónlist sína á gítar. „Ég sem oft á næturnar í herberginu heima hjá mér í Götu. Tónlist mín er ná- tengd Færeyjum og rótum mínum þar. Ég vil að tónlist mín end- urspegli landið. Ég syng betur á færeysku, finnst mér.“ Á sólódisknum syngur Eivør öll lögin á færeysku utan tvö sem sungin eru á dönsku. Þetta eru sálmarnir Som den gyldne Sol fremmbryder og Giv Fred fremde- les. Hún segir að þessi gömlu lög hafi áður fyrr eingöngu verið sung- in því Færeyingar áttu fyrr á öldum við sama vanda að stríða og Íslend- ingar að engin voru hljóðfærin. „Það er unaðslegt að heyra þessi lög sungin því þau koma frá hjart- anu. Það eru ekki margir sem ennþá kunna að syngja þessi lög. Ég valdi að hafa þau með á diskn- um til að forða þeim frá gleymsku,“ segir Eivør. Hvað með framtíðina. „Diskurinn með Clichaze er að koma út og ég ætla að vinna meira með hljóm- sveitinni. Við spilum á Nybø- tónlistarhátíðinni í Danmörku í júní og við ætlum að reyna að spila á Ís- landi í sumar.“ Eivør kemur fram í sjónvarps- þættinum Mósaík nk. miðvikudag. Þar flytur hún lag sitt Ástarstund. Tónlist mín er nátengd Færeyjum Morgunblaðið/RAX Eivör Pálsdóttir. Í bakgrunni eru Vogey og Tindhólmur í Færeyjum. Eivør Pálsdóttir, átján ára gömul söngkona frá Færeyjum, er á góðri leið með að heilla tónelska menn hvar sem er í heiminum. Guðjón Guðmundsson ræddi við Eivøru um tónlist hennar og heimalandið. SMS FRÉTTIR mbl.is LÖGREGLAN í Reykjavík stöðv- aði um 100 bíla á Sæbrautinni við skipulegt eftirlit aðfaranótt föstu- dags og kannaði ástand ökutækja og ekki síst ökumanna með tilliti til ökuleyfis, ölvunar og belta- notkunar. Enginn ökumaður reyndist undir áhrifum en 16 ára stúlka var staðin að því að aka próflaus. Hafði hún verið fengin til að aka fyrir umráðamann bíls- ins sem var ölvaður í farþegasæti. Að sögn Ágústs Svanssonar að- alvarðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík tekur fólk eftirliti af þessu tagi almennt mjög vel og er jákvætt í garð lögreglumanna. Skipulagt eftirlit af þessu tagi er framkvæmt hvenær sem tími gefst til hjá lögreglunni. Til marks um ánægju öku- manna með lögregluna var ósvik- in gleði sem skein úr hverju and- liti í bílnum sem Þorvaldur Sigmarsson útivarðstjóri var að athuga þegar Morgunblaðið átti leið hjá. Morgunblaðið/Júlíus Ánægja með aðgerðir lögreglu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.