Morgunblaðið - 14.04.2002, Page 19

Morgunblaðið - 14.04.2002, Page 19
um Toyota-verksmiðjum og birgjum. Af færibandinu rúlla nýir bílar á 53 sekúndu fresti, 14 tíma á dag. Fram- leiðslukerfið sem þeir vinna eftir er einstakt í sinni röð og byggir á því að tengja framleiðsluna eftirspurninni. Allt sem gert er byggist á fyrirliggj- andi pöntunum frá viðskiptavinum. Þetta framleiðslukerfi er þekkt undir enska heitinu „just in time“ sem hægt er að útleggja á íslensku sem „á rétt- um tíma“. Færibandið gengur og starfsmennirnir vinna saman eins og vel smurð vél. Teymisvinnu er gert hátt undir höfði og starfsmennirnir eru hvattir til að koma með hugmynd- ir til að bæta kerfið. Toyota er vinsæll vinnuveitandi í Japan og komast færri að en vilja. Launin eru góð og starfsfólk hefur aðgang að ýmsum fríðindum hjá Toyota sem önnur fyrirtæki veita ekki. Toyota sér vel um fólkið sitt. Kyoto Enginn sem fer til Japans ætti að sleppa því að fara til Kyoto. Þar gefst tækifæri til að sjá fögur hof eins og Kinkakuji hofið sem er þriggja hæða hof, þar sem tvær efri hæðirnar eru þaktar 18 karata gulli, Kiyomizu-hof- ið þaðan sem útsýnið yfir borgina er stórbrotið og síðan Heian Shrine en þar blasti við ótrúleg sjón. Heimsókn hópsins til Kyoto bar upp á hátíðisdag, svokallaðan „com- ing of age day“ (manndómsvígslu- dag), þegar borgarstjórinn býður þeim borgarbúum sem verða tvítugir á árinu til móttöku. Gamall siður er að stúlkurnar klæða sig upp í sitt fínasta púss þennan dag. Þarna blasti við okkur aragrúi af tvítugum yngis- meyjum í silki-kímónóum, sem kosta mörg hundruð þúsund krónur hver, óaðfinnanlega greiddar og málaðar. Áhorfendum hefði fundist þeir vera komnir á dansleik í keisarahöllinni fyrir nokkrum öldum, ef þær í kím- ónóunum hefðu ekki margar hverjar verið að tala í farsíma og helming- urinn reykjandi. Þrátt fyrir það var ógleymanlegt að sjá þessar fallegu ungu konur klæddar kímónó. Nokkr- ir ungir menn voru í japönskum bún- ingum en greinilegt er að þeir leggja ekki eins mikið upp úr þessu og kven- fólkið eða þá að hefðin fyrir því að þeir klæði sig í þjóðbúning er ekki eins sterk. Singapúr, sektaborgin ágæta Frá Japan var haldið til Singapúr, eins sérkennilegasta ríkis á jörðu. Heimamenn kalla það barnfóstrurík- ið. Efnahagslíf þar er að mörgu leyti eins frjálst og hugsast getur en rík- isvaldið skiptir sér af nánast öllu öðru. Opinberar nefndir og ráð reikna út ákjósanlega hegðun á öllum hugsan- legum sviðum og stýra svo þjóðfélag- inu í þá átt með boðum, bönnum, styrkjum, refsingum, auglýsingaher- ferðum og sektum. Bann við tyggi- gúmmíi vakti heimsathygli. Sekta- frumskógurinn á engan sinn líka. Heimamenn segja í gamni „Singa- pore is a fine city“ og byggja á tví- ræðni orðsins „fine“, það getur þýtt bæði ágætur og sekt. Singapúr, sektaborgin ágæta. Einn af bílstjór- um hópsins komst ansi skemmtilega að orði þegar hann lýsti landinu sem blöndu af Disneylandi og gamla Aust- ur-Þýskalandi. Það fer ekkert á milli mála að hér á að vera röð og regla, skilti með boðum og bönnum út um allt. Strax á leið til landsins fá ferðamenn skýr skilaboð, þeim er tilkynnt að dauðarefsing liggi við því að smygla fíkniefnum inn í landið. Það er raunar dauðarefsing við ýmsu öðru, t.d. vopnaeign. Hýð- ingar eru líka vinsæl refsing. Stjórnmálaflokkurinn People’s Action Party ræður öllu og hefur gert frá því borgríkið varð sjálfstætt árið 1965. Flokksheitið er skammstafað PAP og heimamenn segja að það standi fyrir „Pay and Pay“, borga og borga. Það eru allir að borga. Sekt- irnar eru þó bara lítill hluti, meiru munar um skyldusparnað. Ríkið tek- ur nú um þriðjung launa í skyldu- sparnað en hlutfallið hefur verið hærra, farið allt upp í helming. Spari- féð er notað til endalausra fram- kvæmda og auðsöfnunar erlendis. Ríkisafskiptin þýða þó ekki að Singapúr sé velferðarríki eins og við þekkjum þau á Norðurlöndunum. Velferðarnetið er heldur gisið í borg- ríkinu, hér eiga menn að mestu að sjá um sig sjálfir. Viðskipti, viðskipti Hagsaga Singapúr undanfarna áratugi er um margt svipuð og Jap- ans. Lengst af reyndar um það bil áratug á eftir í þróuninni en hraðinn síst minni. Vöxturinn frá 1965 hefur verið ótrúlegur. Landið hefur komist úr sárri örbirgð í að vera eitt af rík- ustu löndum heims á innan við fjórum áratugum. Uppskriftin nokkuð skýr. Frjálst og tiltölulega óspillt efnahags- líf, mikill sparnaður, agi, eljusemi og takmarkalaus metnaður. Singa- púrbúar virðast hafa viðskiptin í blóð- inu. Það snýst allt um viðskipti. Þjóð- in ætlar sér að verða rík. Það tekur tíu mínútur að skoða sameinað þjóð- minja- og listasafnið. Peningaseðlarn- ir eru ekki með myndum af skáldum og listamönnum heldur flugvélum og fjarskiptatækjum. Kannski ferst Ís- lendingum þó ekki að gera grín að því með sjávarútveginn öðrum megin á myntinni. Flokkurinn sem hefur skaffað svo vel fær líka yfirgnæfandi stuðning í kosningum. Einn og einn úr stjórn- arandstöðunni nær á þing enda liti annað illa út. Allir hinir tilheyra PAP. Gagnrýni er tekið fálega og ef menn þykja fara með eitthvert fleipur er allt eins víst að þeir verði rúnir inn að skinni í meiðyrðamáli. Fyrstu skref Singapúr sem sjálf- stæðs ríkis voru erfið, samskiptin við nágrannaríkið Malasíu stirð, komm- únistar voru til vandræða og hinum ýmsu kynþáttum í borginni kom ekki allt of vel saman. Kínverjar eru í meirihluta, þeir ráða mestu í stjórn- málum og eru ríkastir. Stærsti minni- hlutinn er malasískur. Í Malasíu eru hlutföllin öfug, þar ráða malasískir stjórnmálunum en einnig þar eru Kínverjarnir ríkastir. Sambúðin hef- ur ekki alltaf gengið snurðulaust en þó kannski ekki verr en við má búast í ljósi aðstæðna. Eftir erfið upphafsskref náði PAP undir forystu Lee Kuan Yew þó góð- um tökum á stjórn mála og Singa- púrbúar skutust úr örbirgð til alls- nægta. Lee fór að nafninu til á eftirlaun 1990 en stjórnar enn að því er virðist því sem hann vill á bak við tjöldin. Það stefnir í að sonur hans verði næsti forsætisráðherra. Hvað sem mönnum kann að finnast um að- ferðirnar og jafnvel markmiðin með stefnu Lee verður það ekki af honum skafið að maðurinn er augljóslega fluggáfaður og með einstaka stjórn- unarhæfileika. Borgríkið Singapúr í núverandi mynd er nánast skilgetið afkvæmi hans. Opinberlega gagnrýnir enginn PAP og Lee Kuan Yew en ánægjan er ekki fölskvalaus. Efnahagsundrið hefur hikstað allra síðustu ár, ekki virðist lengur hægt að gera ráð fyrir hátt í 10% hagvexti ár eftir ár. Krepp- an í Asíu fór ekki verr með Singapúr en önnur lönd á svæðinu, raunar bet- ur ef eitthvað er, en Singapúr varð samt fyrir barðinu á henni. Nú er framtíðin óviss. Líkt og í Japan ganga margir geirar atvinnulífsins mjög vel, sumir betur en nokkurs staðar ann- ars staðar í heiminum. Aðrir geirar sýna þreytumerki. Það er álitamál hvort hægt er að halda uppi endalaus- um hagvexti með því að spara og spara, safna auði og fjárfesta. Margir Íslendinganna í hópnum voru hugsi eftir að hafa kynnst þessu ástandi sem sparnaður hefur valdið í Japan og Singapúr. Eftir langt flug heim til Keflavíkur var það því flest- um sönn ánægja að draga upp snjáð greiðslukortin í fríhöfninni í Keflavík. Það er líklega langt í að Íslendingar kynnist sparnaðarvandanum. Höfundar greinarinnar eru þau Magn- ús Ragnarsson, Jónína A. Sanders, Hrönn Ingólfsdóttir og Jón Ásgeir Sig- urðsson. Þau stunda MBA-nám við Há- skóla Íslands. Ingjaldur Hannibalsson prófessor skipulagði ferðina og var far- arstjóri. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.