Morgunblaðið - 14.04.2002, Page 21

Morgunblaðið - 14.04.2002, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 21 Kæli- og frystiskápar Eldunartæki Þvottavélar og þurrkarar Uppþvottavélar OD DI HF I1 92 7 með barni, en hún svaraði: „Heldurðu það?“ Er hann gekk fastar á hana sagði hún að „seint myndi það koma í ljós“. Húsaröðin á Hnjúki í Skíðadal var um miðja nítjándu öld þannig að bæj- ardyr voru nyrstar, þá nýlegt stofu- hús, síðan skemma og syðst kofi. Nokkru fjær var svo fjós. Miðvikudaginn 19. nóvember 1845 var norðanhríð, hvassviðri mikið, tals- verð snjókoma og vægt frost. Þau Jón og Ingibjörg húsbændur á Hnjúki lögðu sig er líða tók að kvöldi og það gerði einnig Elená sem látin var sofa inni hjá þeim – gát hefur sem sagt verið höfð á henni. Þunginn var horfinn Ingibjörg vaknaði svo undir nótt og var þá Elená ekki lengur inni í her- berginu. Ingibjörg spratt þá á fætur og fann Elená aðgerðarlausa í eldhús- inu. Ingibjörgu til léttis var hún jafn- gild og hún hafði verið. Elená reikaði síðan út og fram bæjargöngin en Ingibjörg elti hana með hægð. Elená fór út í hríðina og leið svo nokkur stund þar til Ingibjörg sá hvar hún gekk í snjónum suður hlaðið. Hún fékk illan grun og hrópaði á mann sinn að vitja um Elená. Jón kom þá á sokkaleistum og nærfötum í sama mund og Elená var að bogra við að loka bæjardyrunum. Þau Jón og Ingi- björg sáu strax að þungi hennar var horfinn og spurðu hana hvað orðið hefði af barninu. Dró allsnakið barnið upp úr snjónum Jón þreif ómjúklega í öxlina á henni og hrópaði að hún væri búin að fyrirgera lífi sínu. Þessu svaraði Elená engu, heldur vék þegjandi út úr bæjardyrunum og suður hlaðið. Jón fylgdi henni eftir þar til hún kom að skafli við vegg sem í var ofurlítil gróf. Jón sópaði snjón- um frá veggnum í flýti og dró fljótlega út allsnakið barnið upp úr snjónum. Virtist honum ekkert líf vera með því. Jón hljóp með barnið í höndum sér á móti hríðinni til Ingibjargar sem tók við því og hljóp með það inn í bað- stofuna. Hún spretti frá sér bolföt- unum og stakk barninu inn á sig til að ylja því. Brátt fór það að sýna lífs- mark og nokkru síðar var það laugað, var ekki annað að sjá en það væri með fullu fjöri. Það var nokkru síðar lagt á brjóst hjá móður sinni, sem sýndi því síðan ástúð og umhyggju. Þegar Elená var spurð hvað hún héldi að myndi leiða af þessu atburð- um svaraði hún: „Blóð fyrir blóð.“ Í réttarhöldum öllum sem af þessu leiddi var hún sérstaklega fáorð og gagnorð. Naflastrengurinn slitnaði við fallið Í dómi í sökinni nr. 1/1846, sem sýslumaður Th. Guðmunsen kvað upp gegn Elenáu Jónsdóttur á Hnjúki í Eyjafjarðarsýslu, segir svo um fæð- inguna: „…og fæddi rétt á eftir sveinbarn þar standandi á hlaðinu tvo faðma frá bæjardyrum. Naflastrengurinn slitn- aði við fallið, og tók hún barnið svo strax upp og bar það milli handa sinna fjær bæjardyrum nokkra faðma og lét það þar allsnakið í snjó- skafl ofan við útihúsvegg og sópaði nokkrum snjó ofan á.“ Einnig segir í dómsorðunum: „Fangaða hefur ekki viljað við kannast, að neinn hafi hvatt sig til þess illverknaðar að fæða í dul og fyr- irfara barninu, og sér í lagi finnst ekki það í réttargerðunum, sem veki grun um, að barnsfaðir hennar og fyrrver- andi húsbóndi, Vigfús bóndi Jónsson á Sveinsstöðum, hafi neitt að því stuðlað í orði eða verki.“ Elená bar að hún hefði lengi vel ekki trúað því að hún væri með barni en eftir að hún skildi að svo var ákvað hún að fæða barnið í dul og fyrirfara því svo. „Þessi ásetningur, segir hún, hafi vaknað hjá sér bæði til þess, að hin fyrri neitun sannaðist, og líka til þess, að hún losazt gæti við að ala önn fyrir uppfóstri og uppeldi barnsins.“ Réttinum fannst ástæða til að sýna þá linkind „sem forordning 4. okt. 1833 14. gr. seinasti hluti heimilar, og það þess heldur sem hér er að dæma um illa upplýstan ungling, sem að sönnu hefur játað sig að hafa haft ásetning til að tortýna lífi barns síns, en sem þó ekki finnst að hafi fyrir- hugað neina vissa aðferð til þess, skaðað barn sitt heldur ekki aðöðru leyti, og hefur síðan sýnt barni sínu móðurlega ástsemi“. Því dæmist rétt vera Því dæmist rétt vera: Fangaða, Elená Jónsdóttir, á að vinna 4 ár í Kaupmannahafnar betr- unarhúsi.“ Áður hafði Elená verið dæmd í lífs- tíðarfangavist á Akureyri 2. febrúar 1846 en umræddur dómur í Lands- yfirrétti féll 6. apríl það sama ár. Hæstiréttur dæmdi síðan Elená til dauða 4. desember 1846 en konung- urinn úrskurðaði í árslok að hún skyldi í fangelsi „paa Vor Naade“. Elená sat fjögur ár í spunahúsinu í Kaupmannahöfn en var látin laus samkvæmt konungsúrskurði 5. maí 1851. Eftir það fór hún fljótlega á sínar heimaslóðir norður í Svarfaðardal. Elená fæddi Vigfúsi son og giftist Eftir nokkurn tíma gerðist hún aft- ur vinnukona hjá Vigfúsi á Sveins- stöðum og fæddi honum svo annan son sem Jósep nefndist. Ekki er að sjá að Una fóstursystir Elenáar hafi amast við þeim mæðginum því á Sveinsstöðum voru þau næstu árin. Næst er þar til að taka að Elená giftist 1858 rosknum ekkjumanni í Svarfaðardal sem hét Jón Bergsson, hún var þá rösklega þrítug en brúð- guminn á sextugsaldri. Þau hjón voru síðan í húsmennsku á ýmsum bæjum og eignuðust saman nokkur börn, af þeim héldu lífi þau Vilhelmína og Ágúst. Í fátækt sinni nokkrum árum síðar greip Elená til þess ráðs að gerast sauðaþjófur og lenti aftur í mála- rekstri vegna þess. Hún fékk sama verjanda og áður, hét sá Ari Sæ- mundsson, og lagði hann áherslu á flónsku hennar, eins og hann hafði gert er hann varði hana í dulsmálinu forðum daga. Málalok urðu þau að Elená var dæmd til að þola tuttugu vandarhögg. Salómon snjókonungur dó úr holdsveiki Nokkru eftir þetta skildu þau Elená og Jón Bergsson, að því er virðist mest fyrir fátæktar sakir, og átti Jón þá fá ár ólifuð. Elená var eftir þetta í húsmennsku og barðist áfram með þau börn sín sem hjá henni voru. Börn hennar fjögur sem lifðu urðu svo smám sam- an sjálffær. Salómon Vigfússon var fyrstu árin í fóstri á Hnjúki og síðan á Sveinsstöð- um hjá föður sínum. Börn hans tvö sem upp komust eignuðust ekki af- kvæmi. Salómon dó úr holdveiki. Jós- ep Vigfússon ólst upp á Sveinsstöðum hjá föður sínum og kvæntist í Svarf- aðardal. Vilhelmína Jónsdóttir ólst upp með móður sinni og giftist síðar og bjó í Skagafirði. Ágúst átti svarf- dælska konu en drukknaði ungur í selaróðri. Öll áttu börn Elenáar af- kvæmi og á hún nú marga niðja sem lifa og starfa í samfélaginu. Augun leiftruðu og skutu gneistum Sagan af Elená Jónsdóttur er sögð af Jóni Helgasyni í Íslensku mannlífi og leitaði hann víða fanga til þess að gera hana sem gleggsta. Ein af heimildum hans er frásögn Björns R. Árnasonar á Grund í Svarf- aðardal, sem mundi vel eftir Elená sem gamalli konu, en hún var í vin- fengi við foreldra hans. „Elená var vinföst og trygg, mjög góðgerðarsöm, svo sem efni leyfðu, sívinnandi úti og innan dyra. Heilsan afbragð – lítt kvellisjúk, enda hlífði hún sér ekki, hvort sem hún vann fyr- ir sjálfa sig eða aðra,“ segir Björn. „En hiklaus gat hún verið í svörum, ef henni fannst ástæða til, og fór þá ekki að mannvirðingum. Fráleitt er að ætla að hún væri heimskingi að nátt- úru. Hún var sérstaklega barngóð og lét sér annt um lítilmagna. Hún var í lægra meðallagi á vöxt, en nokkuð þrekin, stutthöfði og útlim- anett. En það sem sérstaklega ein- kenndi hana voru augun – meðallagi stór, móbrún, og ef henni bjó gremja í huga, var sem þau leiftruðu og skytu gneistum.“ Elená Jónsdóttir andaðist af elli- hrörnun 20. nóvember 1899, „ekkja í Hólsbúð“, – upp á dag 54 árum eftir að hún ól sveinbarnið úti í norðanhríð- inni og skildi það eftir í snjóskaflin- um. Anna Pálsdóttir bókavörður á Hér- aðsbókasafni Sauðárkróks er af- komandi Elenáar Jónsdóttur og hef- ur tekið saman niðjatal þessarar formóður sinnar. „Elená var móðir föðurömmu minnar eða með öðrum orðum langamma mín,“ sagði Anna þegar blaðamaður Morgunblaðsins ræddi um hið nýja niðjatal sem hún tók saman og gekk endanlega frá árið 2000. „Raunar hef ég síðan bætt þeim við sem fæðst hafa nýlega í þessari ætt og ég veit um,“ hélt Anna áfram. En hvað eru margir niðjar Elenáar í niðjatali Önnu? „Þeir eru rúmlega 420 sem ég veit um nú,“ sagði hún. En hvers vegna fór Anna að taka þetta niðjatal saman? „Það byrjaði á því að ég og dóttir mín, Guðrún Ingólfsdóttir, vorum að bæta inn í niðjatal langafa hennar fyrir ættarmót sem haldið var á Steinsstöðum fyrir fáum árum. Mér fannst svo gaman að þessu að ég ákvað að gera niðjatal frá langöfum og langömmum barnanna minna. Þarna var sem sagt kominn einn langafi og ég bætti hinum þremur við. Um þetta leyti fékk ég tölvu og það gerði þetta starf mun þægi- legra. Einnig hef ég haft góða að- stöðu á mínum vinnustað og á hér- aðsskjalasafninu sem er í sama húsi. Ég vissi ekkert um ömmubræður mína úr Svarfaðardal eða þeirra af- komendur og langaði til að leita að þeim að gamni mínu. Ég byrjaði á sögu Dalvíkur og bókinni Svarfdæl- ingar. Þar var heilmikið efni. Ég þekki líka konu á Dalvík sem veitti mér upplýsingar. Ég leitaði uppi niðjatöl venslafólks og fékk upplýsingar úr þeim. Einnig skoðaði ég minning- argreinar, vélstjóratal og fleira. Þjóð- skráin var mjög gagnleg líka. Þegar það dugði ekki hringdi ég í fólk og bað um upplýsingar.“ Hvernig varð fólki við þegar það frétti um sögu Elenáar? „Ég talaði ekki um hana sem slíka heldur bað bara um upplýsingar og allir tóku því vel og sendu mér bréf eða veittu munnlegar upplýsingar. Ég sendi þeim sem gáfu upplýsingar svo niðjatalið. Upphaflega ætlaði ég að gera þetta mér til gamans en svo sá ég að fleiri gátu haft ánægju af þessu.“ Eru afkomendur Elenáar mjög margir miðað við það sem gerist? Ég veit það ekki – sumir áttu mörg börn og aðrir ekki. Það fæddist fyrsta barn í sjöunda ættlið frá Elená árið 1998.“ Er mikill ættarsvipur með þessu fólki? „Ég hef ekki séð nema fáa afkom- endur en ég get ekki séð neinn sér- stakan ættarsvip með þeim. Elená var með móbrún augu að sögn Björns R. Árnasonar. Systir pabba var með brún augu eins og Elená og að minnsta kosti eitt af barnabörnum hennar er brúneygt. Ein kona suður á Akranesi sagðist einnig vera með brún augu. Fleiri brúneygða af þess- ari ætt veit ég persónulega ekki um.“ Er eitthvað sérstakt sem hefur verið „gegnumgangandi“ í þessari ætt sem komin er frá Elená? „Ég hef hvergi rekist á nafn sem tengist neinu misjöfnu. Jón Helgason lýsir þessu fólki sem myndarlegu og atorkusömu að sögn.“ Er þjóðþekkt fólk í þessum hópi? „Ekki er mikið um það og enginn úr hópi alþingismanna á ættir að rekja til Elenáar svo ég viti. Margir af niðjum Elenáar hafa hins vegar fallega rit- hönd og skrifa jafnvel skrautskrift.“ Er í bígerð eða kalla saman á ætt- armót allt þetta fólk? „Nei, ekki frá minni hendi.“ Manstu eftir að hafa heyrt um Elená í æsku þinni og uppvexti? „Nei, ég hafði engar sögur heyrt af henni fyrr en ég las um hana í bókum. Hún dó þegar pabbi var þriggja ára og mamma hans og dóttir Elenáar dó þegar hann var sjö ára. Hann talaði aldrei um Vilhelmínu móður sína eða ömmu sína Elená. Hann ólst upp með föður sínum á ýmsum bæjum í Hjaltadal. Pabbi dó 1981 þá 85 ára gamall.“ Niðjar Elenáar á fimmta hundrað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.