Morgunblaðið - 14.04.2002, Page 22

Morgunblaðið - 14.04.2002, Page 22
22 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGINN4. apríl 1979 varðÁslaug Kristins-dóttir Íslandsmeist-ari kvenna í skák. Þátttakendur í mótinu voru 14 og var teflt í tveimur flokkum. Morg- unblaðið sagði frá þessu í frétt og lét fylgja með að Áslaug hefði hlot- ið fimm vinninga af sex mögu- legum. Áslaug var 18 ára þegar þetta var og stundaði þá nám við Menntaskólan við Sund. En hvað skyldi hafa drifið á daga Áslaugar síðan hún hlaut þennan titil, sem svo mikið virðist þurfa að hafa fyrir? Eignaðist tvíbura og hætti að tefla „Ég tefldi nokkur ár eftir að þetta var. Ég varð aftur Íslands- meistari 1983 en 1986 eignaðist ég tvíbura og gerðist heimavinnandi húsmóðir og hætti að tefla opinber- lega að mestu leyti um langa hríð. Það er raunar erfitt að hætta alveg að tefla,“ sagði Áslaug. Hefur þú ekkert teflt opinberlega eftir Íslandsmeistaramótið 1983? „Jú, ég tók í Íslandsmeistaramóti 1992 og varð þá í öðru sæti en varð svo Íslandsmeistari á ný árið 1994. Eftir það kom hlé en ég tók aftur þátt í Íslandsmeistaramóti árið 2000 og þá urðum við efstar og jafnar ég og Harpa Ingólfsdóttir – en hún sigraði einvígi okkar á milli um titilinn.“ Fer senn á Norðurlanda- skákmót vagnstjóra Ertu komin í gott form núna? „Árið 2000 var send kvennasveit á Ólympíumót en það hafði ekki verið gert í 16 ár. Við fórum fjórar í sveit til Istanbúl. Rösklega áttatíu þjóðir tóku þátt og við við vorum í kringum sextugasta sæti. Við vor- um satt að segja ekki alveg nógu ánægðar með árangurinn. En við vorum hins vegar ánægðar með að Ísland skyldi loksins senda kvenna- sveit út til keppni á ný.“ Fórstu á erlend mót meðan þú tefldir sem mest á þínum yngri ár- um? „Já, árið 1978 tók ég þátt í ung- lingamóti í London. Árið 1980 fór ég á Ólympíumót á Möltu og árið áður tefldi ég á Norðurlandamóti í Svíþjóð, síðan 1982 í Luzern Sviss á Ólympíumóti og 1983 tefldi ég í Ósló í átta landa keppni. Nú er ég að fara eftir tæpan mánuð á skák- mót í Kaupmannahöfn, þetta er Norðurlandamót vagnstjóra en ég ek nefnilega strætisvagni um þess- ar mundir.“ Byrjaði sjö ára að tefla Fórstu í nám eftir stúdentspróf? „Nei, ég vissi aldrei hvað ég ætl- aði að verða og fór að vinna í Landsbankanum. Síðan giftist ég og eignaðist tvíburana, tvær stelpur sem eru núna sextán ára. Ég vann áfram í Landsbankanum eftir að stelpurnar kom- ust á leikskóla en hætti aftur að vinna utan heim- ilis 1991 og var heimavinnandi þar til ég hóf störf sem vagnstjóri 1996.“ Hvenær tókstu meirapróf? „Égt tók það þegar ég var tvítug en notaði það ekki fyrr en ég fór að keyra strætó 35 ára gömul. Ég keyri á leið 3, frá Mjódd og út á Seltjarnarnes.“ Hvernig líkar þér sú vinna? „Mér líkar hún vel núna. Ég var í miklum vafa um hvort ég ætti að fara í þetta starf en ég var látin æfa mig hjá reyndum vagnstjórum fyrst áð- ur en ég byrjaði. Mér fannst erfitt að keyra stóran vagn og þurf auk þess að fara eftir tímatöflu, ég ætl- aði að hætta við, ég var viss um að ég gæti ekki ráðið við þetta og fór inn á Hlemm og ætlaði að láta þá vita af því að ég væri hætt við að þiggja starfi, en kíkti fyrst inn á kaffistofuna og þar var fullt af vagnstjórum. Ég horfði yfir hópinn og hugsaði: „Ef allt þetta lið getur keyrt strætó hlýt ég að geta það líka. Ég hætti við að hætta og svo smávandist þetta og í dag kann ég vel við starfið.“ Hvenær byrjaðir þú að tefla? „Ég var sjö ára. Ég er fædd í Reykjavík og hef alltaf búið þar. Ég tefldi fyrst við pabba heima, hann kenndi mér mannganginn. Síðan 1972, þegar Fischer og Spassky tefldu einvígið hér, þá fékk ég eins og fleiri mikinn áhuga. Á kvennaárinu 1975 var stofnuð kvennadeild í Taflfélagi Reykjavík og þá fór ég að tefla alveg á fullu með þeim árangri sem áður gat.“ Heimsmeistari kvenna í skák sigraði heimsmeistara karla Það er lífseig þjóðsaga að konur verði seint eins góðar í skák og karlmenn – hvað viltu segja um það? „Heimsmeistari kvenna, hin kín- verska Chen Zhu, var að sigra heimsmeistara karla um daginn – það svarar þessari spurningu held ég. Annars sagði sovéskur stór- meistari einu sinni að það væri mjög erfitt fyrir konur að tefla fjögurra klukkutíma langar skákir því að það þyrfti að þegja allan tím- ann.“ Hefur þú eytt miklum tíma í skákæfingar? „Nei, það hef ég ekki gert. Ég hef líka lítið lesið skákbækur. Mér finnst miklu skemmtilegra bara að tefla. Ég tefldi við Hannes Hlífar Stefánsson um daginn í Ráðhúsi Reykjavíkur en satt að segja átti hann ekki í neinum vandræðum með að vinna mig.“ Ætlar þú að halda áfram að tefla á næstunni? „Já, ég ætla að halda áfram að tefla. Ég er í íslenska kvennalands- liðinu í skák og mæti á landsliðsæf- ingar að minnsta kosti einu sinni í viku, við erum að æfa fyrir næsta Ólympíumót sem verður í Slóveníu seinna á þessu ári. Einnig tefli ég í skákklúbbnum hjá Strætó.“ Tefla stelpurnar þínar? „Ég kenndi þeim þegar þær voru litlar en þær höfðu engan áhuga á þessu. Þær vildu frekar fara í fim- leika og fleira – þær ætla ekki að verða skákkonur.“ Hvernig líst þér á framtíð kvenna innan skáklistarinnar? „Mér líst vel á þetta núna. Ég er núna að kenna skák í Foldaskóla á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs og það er greinilega mikill áhugi á skák þar og fullt af stelpum er á námskeiðinu.“ Teflir og keyrir strætó Morgunblaðið/Árni Sæberg Áslaug Kristinsdóttir strætisvagnastjóri. Skáklistin hefur lengi þótt heillandi viðfangsefni. Ás- laug Kristinsdóttir varð Ís- landsmeistari kvenna í skák 1979. Guðrún Guðlaugs- dóttir spurði hana um þetta mót og hvað hefur síðan tekið við í lífi hennar. „Við vorum satt að segja ekki alveg nógu ánægðar með árangurinn. En við vorum hins vegar ánægðar með að Ísland skyldi loks- ins senda kvennasveit út til keppni á ný.“ HVAR ERU ÞAU NÚ?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.