Morgunblaðið - 14.04.2002, Side 24

Morgunblaðið - 14.04.2002, Side 24
um aðrar listgreinar? Getur verið að sú tilfinning mín eigi við einhver rök að styðjast, að oft séu bestu fræðararnir nautnafullir listunnendur sem hafa ekki endilega formlega menntun í faginu, heldur ein- ungis þá menntun sem log- andi áhugi getur verið, þar sem menn leggjast í persónu- legt grúsk og finnast þeir knúnir til að miðla þekking- unni áfram; fullvissir um að aðrir séu að fara á mis við stóran sannleika? Víst getur þó fólk menntað í sögu tiltek- inna listgreina og í fagurfræði komið áherslum listamanna og því merkilega í listinni á framfæri þannig að óvígðir fyllist áhuga og taki skírn. Gott dæmi um slíka fræðslu mátti sjá hjá Birni Th. Björnssyni, rithöfundi og list- fræðingi, meðan hann var að breiða út boðskap myndlist- arinnar. Hann stýrði áhuga- verðum sjónvarpsþáttum og skrifaði bækur um liststefnur, listamenn og listaverk; bækur sem eru stórskemmtilegar af- lestrar um leið og þær út- skýra fyrirbærið myndlist og virka sem eldiviður á þá sem lesa; fólk vill sjá meira, vita meira. Og fyrirlestrar Björns Th. í Háskólanum þóttu mér engum líkir; hann kunni að koma boðskapnum á framfæri. Myndlistin þarf á fleiri slíkum að halda. Fólki sem hrífst og reynir að hrífa aðra með. Við að fylgjast með myndlist-arumræðunni hér hef oft velt fyrirmér frösum um að tilteknar list-stefnur séu einungis fyrir innvígða og þá sem skilji listina; að áhorfendur þurfi að þekkja leyniorð til að fá aðgang að og geta upplifað og notið listar. List hvers tíma endurspeglar samtíma sinn og er sem slík mjög áhugavert fyrirbæri, nokkuð sem gam- an og gagnlegt getur verið að velta fyrir sér. Samtímalistin hefur á hverjum tíma mætt skilningsleysi – sem er í raun oftast áhuga- leysi. Fólk nennir ekki eða hefur ekki áhuga á að spá í hvert listamaðurinn sæki myndefni sitt eða aðferðir; hvað hann er að hugsa. Hræðist jafnvel hið óþekkta. Þá er auðveld- ast að halla sér að einhverri listsköpun sem er hvorki né; laglegar umbúðir en lítið meira. Eða einfaldlega halda sig við hið gamla og viðurkennda. En hér er alltaf þörf fyrir fræðslu og vilja til að læra, til að skilja. Það er jú einn af hæfileikum mannsins að F YRIR nokkrum árum var ég búsettur í þeirri margbrotnu borg New York. Af öllum lífs- ins lystisemdum sem þar voru í boði, þótti mér einn af helstu kostum borgarinnar vera út- varpsrásirnar sem buðu upp á allt það besta í djassi; og ekkert nema djass. Á hverjum morgni vaknaði ég með stöð þar sem mættur var Phil Schaap, mik- ill djasstrúboði, og bar saman sólóa Charlie Parkers í hálfa klukkustund. Á afmæl- isdögum liðinna stórmeistara var einungis leikin tónlist eftir þá eða með þeim, og þeg- ar um þá allra merkustu var að ræða, jafn- vel ekkert annað í tvo, þrjá daga. Þáttagerð- armennirnir voru hver öðrum betri og buðu upp á þemaþætti; ræt- ur djassins og blúsinn, swing, bebop, spuna, nýjan djass, frjálsan djass; allt þetta og miklu meira, ásamt út- skýringum, viðtölum við hljóðfæraleikara og alhliða fræðslu sem ég naut að hlýða á. Það kom þó fyrir að ég slökkti á þess-um fræðaþulum í heimaborg djass-tónlistarinnar og setti í stað þeirrakassettur í tækið. Kassettur með útvarpsþáttum á Rás eitt sem vinur minn einn hér heima hafði tekið upp og sent mér. Það voru djassþættir Jóns Múla Árnason- ar. Hann vissi sem var að ég var aðdáandi, að djasstrúboð Múlans á gömlu gufunni hafði opnað eyru mín fyrir þessari heillandi tónlist. Ég hlýddi aftur og aftur á þessar spólur, og geri enn af og til. Tónlistin er frá- bær, Jón Múli kunni að velja hana, en ekki síður eru það kynningarnar sem unun er að hlusta á: þessi drafandi, djúpa rödd segir frá tónleikum bigbands hertoga Ellingtons í Þjóðlistasafninu í Washington einhverntím- ann á sjötta áratugnum, þessi og þessi munu blása sólóa og það er fjallað um hrynsveit- ina, sagt frá því sem gerðist á sviðinu og baksviðs og bent á sérkenni í útsetningunni. Svo er hertoginn látinn gefa tóninn og sveifl- an brestur á. Hrein klassík, í tónlist og út- varpsmennsku. Vitaskuld var það skandall, menningarlegt slys, að Jóni Múla skyldi ekki gert kleift að halda áfram með þættina um djassinn þótt hann væri kominn á aldur; eins og ég heyrði söguna þá átti hann að hafa hætt þar sem honum þótti greiðslan ekki fullnægjandi. Ef satt er, þá gerðu yfirmenn þessarar annars góðu útvarpsrásar mikil mistök með því að borga þessum stórmeist- ara ekki nokkrum krónum meira en öðrum, svona undir lok ferilsins. Jón Múli átti sín áhugasvið innan tónlist- arinnar og lék sína menn óspart; bigböndin og miklir blásarar, sérstaklega frá því fyrir og um miðja öld voru áberandi. Þannig er því líka farið með boðendur; vilja koma boð- skapnum á framfæri og þeir sem hafa hæfi- leika ná að smita einhverja þeirra sem til heyra. Þeir eru örugglega ófáir sem geta sagt sömu sögu og ég, hvað þetta varðar, fyrr mætti líka vera, þrautseigjan við þátta- gerðina og spilun á djasstónlist á milli dag- skrárliða var slík í alla þessa áratugi. Og svo skrifaði hann líka ágæta bók sem heitir ein- faldlega Djass og kom út árið 1985. Þar bendir höfundur á áhugaverð hlustunardæmi um leið og hann segir frá öllum þessum djassmönnum, sigrum þeirra, sorgum og öllu hinu sem fylgdi; „fyllirí og hopp og hí um borg og bý.“ Það er náðargáfa að geta miðlað áhuga og nautn fyrir listum á þann hátt að aðrir hrífist með, fræðist og fyllist áhuga á að kynna sér betur um hvað er að ræða. Íslendinga vantar fleiri slíka uppfræðara. Djassinn hefur átt hauka í horni þar sem voru Jón Múli á Rík- isútvarpinu og síðar Vernharður Linnet, sem hefur í mörg ár staðið sig vel við að fræða hlustendur og lesendur um djass. En hvað geta haldið áfram að bæta við sig þekkingu, og maður skyldi ætla að þeir sem mennti sig vilji halda áfram og vita sífellt meira. Alltaf finnst mér því jafn skrýtið að hitta fólk sem hefur hlotið góða menntun, getur flaggað há- skólagráðum en er gjörsamlega laust við lág- marks þekkingu á listum síðustu áratuga, og það sem meira er, þegar list er annarsvegar sýnir það af sér hroka hins menntunars- nauða sem ekkert vill læra. Enn hittir maður vel menntað fólk á sínu sviði, sem lætur sem svokölluð formbylting myndlistarinnar hafi aldrei orðið, þrátt fyrir að meira en hálf öld sé liðin síðan frumherjar á borð við Svavar Guðnason og Þorvald Skúlason létu að sér kveða. Vissulega eru sífellt nýjar og nýjar formbyltingar; ný efni birtast, nýjar aðferð- ir, ný hugsun. Listamenn reyna að vera frumlegir og þeir svara ríkjandi stefnum sem þeir telja staðnaðar. Það er eðli framþróunar og áhugavert að reyna að fylgja hugsunum listamannanna eftir. Skóla- kerfið hefur ekki fært nemendum lykla að listinni. Auðvitað er þaðmeingallað þegar kemur að uppeldi í listum og skapandi hugs- un; það er grátlegt að sjá viskubrunna fram- haldsskólanna gata aftur og aftur á einföld- ustu spurningum um listir eftir að þeir hafa talið upp frumefni og formúlur eðlisfræð- innar, höfuðborgir bandarískra ríkja og nöfn ráðuneytisstjóra. Að listin gefur lífinu gildi er vissamargra eldhuga sem reyna að boðahugmyndir sögunnar og kynnaskapandi listamenn sem end- urspeglað hafa tímana og auðgað menningu þjóða. Listin er ekki bara fyrir söfn og sali, heldur fyrir einstaklinginn að njóta; það hef- ur verið leiðarljós fræðara á borð við Jón Múla sem gat miðlað þjóðinni af þekkingu sinni og áhuga á djassinum. Hann hafði víst áhuga á mörgu öðru og vildi deila því, eins og pólitík, en ég er fákunnandi um slíka hluti og finnast þeir í raun hálfómerkilegir – alla- vega í samanburði við djassinn. Jón Múli var alþýðufræðari sem við stöndum í þakk- arskuld við. Í bókinni um djassinn, upphafi kaflans um Duke Ellington, sem virtist vera eftirlæt- isdjassskáld höfundar, skrifaði Jón Múli: Í djassheimi hafa ríkt margir konungar, fáir hafa þó eignast ríkið að verðleikum – flestar hátignirnar verið sæmdar nafnbótinni í hrifningu auglýsenda og umboðsmanna sem buðu kónga sína til sölu. En það er eins í djasssögunni og í mannkynssögunni að stól- konungar fá litlu að ráða þegar lægri höfð- ingjar hrifsa til sín öll völd. Í djassheimi ríkti einn hertogi ofar öllum konungum í hálfa öld. Hér er eins og höfundur lýsi sjálfum sér í íslensku djasslífi; trúboðshertogi sem barð- ist fyrir málstaðnum og lét sveifluna ríkja. Af trúboðum listanna AF LISTUM Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Djasstrúboðinn - Jón Múli Árnason með Louis Armstrong, sem hann sagði ósjaldan, í ræðu og rituðu máli, hafa verið einn besta og mesta djasssnilling veraldar. 24 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÉG ÆTLA að fá koff-ínlausan, fitulausan,soja-latte með kar-mellubragði, á klaka takk.“ Stelpan á undan mér í röðinni á kaffihúsinu bíður með eftirvæntingu eftir drykknum sínum, fær hann í hendur, tekur stóran sopa, andvarpar og segir við vin- konu sína, ,,Guði sé lof fyrir kaffi! Ég kem sko engu í verk áður en ég fæ kaffið mitt.“ Það er nefnilega það. Ég spái stundum í það hvort þessir drykkir sem eru hvað vinsælastir á kaffi- húsum hér í Berkeley, mekka heilsufríkanna, geti í raun talist kaffi. Þeir heita kaffi, eða réttara sagt kaffi- drykkir, en eru sumir komnir svo langt frá upp- runa sínum að manni finnst svolítið sérstakt að fólk telji sig vera að drekka kaffi þegar það svelgir þá í sig. Ekki að það komi mér svo sem neitt við hvað þetta fólk telur sig vera að drekka, það fer samt í taug- arnar á mér að fyrir vikið skuli varla vera hægt að fá almennilega ,,venjulega“ espresso drykki hér. Nú hljóma ég líklega eins og prinsessan á bauninni, sem er orðin kaffi-fasisti í of- análag, en mér finnst lág- mark að geta fengið al- mennilegt capuccino eða kaffi latte á húsum sem sér- hæfa sig í gerð kaffi- drykkja. En hér er það hægara sagt en gert. Menn eru svo uppteknir við að af- greiða fólk sem pantar sér tvöfaldan koffínlausan espresso, skýtur honum í sig við afgreiðsluborðið og biður svo um annan, og fólk sem vill fitulausan hvítan mokkadrykk með jarð- arberjabragði, að þeir geta ekki afgreitt mig þegar ég bið um ,,venjulegan“ kaffi latte, búinn til með nýmjólk. Þetta síðasta er ekkert grín. Á öllum kaffihúsum hér í bæ þarf að taka fram að maður vilji nýmjólk annars eru léttmjólk notuð sjálf- krafa (mér skilst að þetta sé einsdæmi í Bandaríkjunum og örugglega í heiminum ef út í það er farið). Kaffihúsin eiga reyndar fæst nýmjólk, þannig að ég er búin að kenna körlunum á uppá- haldskaffihúsinu mínu að setja smárjóma út í létt- mjólkina þegar þeir búa til kaffi handa mér. Þar með er ég hins vegar orðin að því sem ég fyrirlít hvað mest við áðurnefnd heilsufrík, það er að segja; manneskja með sérþarfir. Það er ekkert nema sjálf- sagt að hugsa um heilsuna, huga að henni með inntöku bætiefna, neyslu hollrar fæðu sem er jafnvel lífrænt ræktuð og svo framvegis. Ekkert að því að kaupa allt sitt í heilsubúðum og gera hollustutilraunir í eldhúsinu, sleppa því að borða alls- konar fæðutegundir ef manni sýnist og þar fram eftir götunum. Einnig er sjálfsagt að hafa varann á við val á kjöt- og mjólk- urvörum í landi þar sem vaxtarhormónum og sýkla- lyfjum virðist dælt í húsdýr eins og fóðurbæti. Hér í Norður-Kaliforníu er heilsuæðið hins vegar komið út í þær öfgar að það er enginn maður með mönn- um nema að hann sé með allar mögulegar tegundir sérþarfa. Fólk skilgreinir sig jafnvel sem týpur eftir fæðutengdum frávikum sín- um; ,,já ég er bara þannig persónuleiki að það hentar mér ekki að borða fiskmeti. Kjötið læt ég náttúrlega al- veg vera, ég er svona að spá í hvað ég á að gera með eggin…“. Ef fólk hér um slóðir heldur matarboð þarf að vera með nokkrar út- gáfur af aðalréttinum, fyrir öll stig grænmetisæta og salatið er haft í bútum á borðinu, því það eru nátt- úrlega ekki allir sem borða gráðost, eða hnetur, eða lauk… Umræðuefnið undir borð- um er svo gjarnan sérþarfir hvers og eins, þar sem fólk skiptist á með fyrirlestrum um fæðuóþol og mat- arpólitík sína og lífsstíl. Satt að segja finnst mér þetta af- ar óáhugavert og ekki mjög kurteis umræða í boðum. Ég er alin upp við að borða það sem er borið fram fyrir mann, sérstaklega þegar maður er gestur í annarra manna húsum. Hér virðist hins vegar sjálfsagt mál að fúlsa við því sem húsráð- endur bera á borð og þykir í raun nokkuð undarlegt að vera ekki með einhverskon- ar sérþarfir. Sérþarfir vekja áhuga og þykja hið besta umræðuefni. Til dæmist þykir heiftarlegt ofnæmi mitt fyrir baunum (sem mér tekst stundum ekki að leyna í matarboðum þar sem baunir eru á borðum) alveg stórsniðugt. ,,Vá, hvernig lýsir þetta sér?“ ,,Hvernig uppgötvaðist þetta?“ Mér þvert um geð, neyðist ég til að útskýra þetta allt saman í smáatriðum, verð fyrir vik- ið miðpunktur athyglinnar; sérþarfadrottning kvöldsins. Nokkuð öfugsnúið og líklega alveg gott á mig fyrir að láta heilsuæðið fara svona í taugarnar á mér. Kannski eru þetta bara fordómar í mér. Ég hef aldrei smakkað jarð- arberjamokka, hvað þá kar- mellusojalatte á klaka. Ég ætti nú kannski að bragða á einhverju af þessu, svona til að lækka aðeins í mér rost- ann. Ókei, ég fæ mér soja- latte næst þegar ég fer á kaffihús. Nei annars… ég get það ekki, ég er með of- næmi fyrir baunum. Morgunblaðið/Ásdís Soja-latte og sérþarfir Birna Anna á sunnudegi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.