Morgunblaðið - 14.04.2002, Page 26

Morgunblaðið - 14.04.2002, Page 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ YFIRSKRIFT tónleikanna „Mel- ónur og megabite“ er sérkennileg og átti ekki aðra tilvísun en að á sviðs- brúnina var raðað nokkrum melón- um og megbite mun vera tilkomið vegna tölvumögnunar á flutningsefni tónleikanna. Efnisskrá tónleikanna var tvískipt, annars vegar ljóðalest- ur og hins vegar byggð á tónverkum eftir 16. aldar tónskáld og þrjú nú- tímatónskáld. Flytjendur voru Marta Guðrún Halldórsdóttir, Ca- milla Söderberg, Hildigunnur Hall- dórsdóttir. Ólöf Sesselja Óskarsdótt- ir, Snorri Örn Snorrason, Steef van Oosterhout og Jóhann Sigurðarson, er las upp ljóðaþýðingar á Sónhend- um (sonnettum) eftir Michelangelo, Shakespeare, bæn Stefan George, og ljóð eftir Hallgrím Pétursson, Sigurð Pálsson og Þorgeir Sveinbjarnarson. Tónlist sextándu aldarinnar, sér- staklega hljóðfæratónlistin, er hljóð- lát andstæða hávaðans í dag, fínleg og einföld, sérkennilega settleg en umfram allt falleg. Marta Guðrún söng lög eftir Sixtus Dietrich, Janne- quin, Pierre Sandrin, Bateson, Ro- setter, Antonio Caprioli. Marchetto Cara og frumflutti nýtt verk, Hnjúk- ar eftir Hilmar Þórðarson, hljóm- þýtt, náttúruvænt og pólitískt, er var fallega flutt, þó mátt hefði leggja meiri áherslu á textann, hvað snertir skýrleika, bæði hjá lesara og söng- konu. Það er ekki aðeins að tónlist 16. og 17. aldarinnar sér fjarlæg nútíma- fólki, heldur er saga höfundanna nærri gleymd. Í þessu sambandi er rétt að geta fjögurra. Sixtus Dietrich (1492–1548) lærði hjá og starfaði með Heinrich Isaac, við hirð Max- imilans keisara. Sixtus samdi mikið af kirkjulegri tónlist og varð á efri árum ákafur baráttumaður siðbótar- innar og þurfti um síðir að flýja til Sviss. Pierre Sandrín (d. 1561), franskur lagahöfundur, hét réttu nafni Pierre Regnault en var upp- nefndur Sandrin. Eftir hann liggja eingöngu svo nefndir „chansons“, sem gefnir voru út af Pierre Atta- ingnant (d. 1552), er var mikilvirkur nótnaprentari og útgefandi. Caproli eða Caprioli er í bókum ýmist sagður heita Carlo eða Vincenzo. Vincenzo (1474–1548) var frægur lútuleikari, ítalskur aðalsmaður, sem samdi og útsetti lög, bæði fyrir byrjendur og lengra komna, ásamt því að gefa flytjendum gagnlegar upplýsingar varðandi lútuleik. Carlo (1615–1692) starfaði í Róm og er talinn upphafs- maður kantötunnar en sá Antonio Caprioli, sem tilgreindur er í efnis- skrá, fannst ekki í tiltækum bókum, nema hann sé í raun sá sami og hér er nefndur Vincenzo. Sá fjórði var einnig ítalskur, Marchetto Cara (1740–1525), söngvari, tónskáld og lútuleikari við hirðina í Mantua. Einleikari á þessum tónleikum var Camilla Söderberg, er frumflutti einleiksverk fyrir blokkflautu, eftir Atla Heimi Sveinsson, er hann nefnir Djúp er sorgin, fallegt verk og hljómþýtt, er var afburða vel flutt. Tvíleiksverk fyrir slaghljóðfæri og fiðlu, var eitt af nútímaverkunum og nefnist það Shadower og er eftir David Liptak (f. 1949), bandarískt tónskáld, skemmtilegt verk er kom á óvart, sérstaklega þriðji þátturinn, í sérlega lifandi samspili Hildigunnar Halldórsdóttur og Steef var Oost- erhout. Hnjúkar eftir Hilmar, var loka- verk tónleikanna, einfalt að gerð, rit- að fyrir sérkennilega samsetningu, þ.e. sópranrödd, talrödd, blokkflaut- ur (sópran og (kontra)bassaflautu) fiðlu, selló, gítar og slagverk, Texti lesarans var tekinn úr þeirri póli- tísku umfjöllum fjölmiðla er tengist náttúruvernd og samviskuspurning- um vegna væntanlegra virkjana og áhrif þeirra á þjóðarhag, á meðan söngröddin spyr spurninga um það hver eigi „sér fegra föðurland“. Þetta verk er nýtt „af nálinni“ og þarf áreiðanlega að samstilla betur söng og lestur, hvað snertir styrk, nokkuð sem næst aðeins með meiri æfingu. Þetta verk þarf að flytja aft- ur, sem fyrst, því í sinni einföldu mynd er hér um að ræða hápólitískt verk, er fjallar um mikilvæg mál samtíðarinnar, þ.e. virkjun og vernd náttúru Íslands. Á milli flutnings laganna las Jó- hann Sigurðarson þýðingar Þor- steins Gylfasonar á sónhendum (sonnettum) eftir Michelangelo, og Shakespeare og bæn eftir Stefan George (1868–1933) auk nokkurra ís- lenskra ljóða og var flutningur Jó- hanns á fíngerðari nótunum er féll mjög vel að tónblæ verkanna. Úr ólíkum áttumTÓNLISTSalurinn Contrasti hópurinn flutti gamla og nýja tónlist og frumflutti tvö ný íslensk tón- verk eftir Atla Heimi Sveinsson og Hilmar Þórðarson. Miðvikudagurinn 10. apríl 2002. TÓNLEIKAR OG UPPLESTUR Jón Ásgeirsson HATTUR og Fattur eru skrítnir kallar, greinilega af trúðakyni, sem lenda á vagni sínum á Íslandi, slappa af, hrekkja hvor annan, syngja nokk- ur lög, skreppa í sund og hypja sig síðan á brott. Þessari stund þeirra á skerinu er ætlað að hafa ofan af fyrir börnum, upphaflega skilst mér í sjón- varpinu, en nú í leikhúsinu. Yfirfærsla þessi er verk leikstjórans Elfars Loga en ekki fylgir sögunni hversu miklar breytingar hún hefur kostað á upp- runalegu þáttunum. Heldur er nú efnið rýrt í þessu stykki. Samtöl þeirra félaganna eru til lítils annars en að leiða þá og áhorf- endur milli laga, sem standa vissulega fyrir sínu, sígildar perlur eins og Ryk- sugan á fullu, Eniga meniga og Það vantar spýtur. Gaman má hafa af vandræðum Hatts við að finna orðin sem hann leitar að, og börnin á sýn- ingunni glöddust við hrekkjabrögð þeirra félaganna, feluleik Fatts og vatnsaustur Hatts í tilraunum til að koma andanum yfir tónskáldið Hatt. Best lukkaða atriðið var samt að mínu mati þegar Hattur lét hundinn sinn leika listir sínar fyrir bita af vínar- pylsu. Hundur þessi átti stórleik, en hafði tilhneigingu til að stela senunni með spangóli þegar betur hefði farið á að hann hefði sig lítt í frami. Þeir Páll Gunnar Loftsson og Helgi Þór Arason komast ágætlega frá hlut- verkum sínum, skýrmæltir og kraft- miklir, en hefðu að mínu viti þurft að fá strangari leikstjórn til að skila trúðslegu gamninu fyllilega. Sýningin er óþarflega laus í reipunum varðandi staðsetningar, tímasetningar og fók- us sem kemur niður á áhrifamætti hennar. Enda hélst athygli barnanna ekki óskipt á sviðinu þennan tæpa klukkutíma sem sýningin tekur. Meiri stílfærsla og nákvæmni hefði hér gagnast vel, og ekki að efa að leik- ararnir hefðu ráðið við þá leið. Helgi Þór ber hitann og þungann af söngnum og stendur sig með prýði með bjartri rödd og músíkölskum flutningi. Ágætlega spilandi hljóm- sveit yfirgnæfði þó óþarflega oft söngvarann, og eins virtist staðsetn- ing hennar gera samhæfingu leikar- anna við hana erfiða. Sýningin er flutt í hinu hálfkaraða menningarhúsi Ísfirðinga, Edinborg- arhúsinu. Hráslagalegur salurinn var hin hæfilegasta umgjörð um sýn- inguna og vel má hugsa sér fleiri sýn- ingar við þessar kringumstæður, þó sjálfsagt verði menn því fegnir þegar tekst að koma salnum í endanlegt horf. LEIKLIST Litli leikklúbburinn á Ísafirði Höfundur: Ólafur Haukur Símonarson. Leikstjóri: Elfar Logi Hannesson. Leik- endur: Helgi Þór Arason og Páll Gunnar Loftsson. Edinborgarhúsinu sunnudaginn 7. apríl 2002. HATTUR OG FATTUR Tveir menn og hundur Þorgeir Tryggvason CYRANO frá Bergerac eftir franska nítjándu aldar leikskáldið Edmond Rostand er meðal þekktari leikrita heimsbókmenntanna og var nýlega sýnt hér í Þjóðleikhúsinu, upp- haflega frumsýnt í París 1897. Leikritið nýtur orðsnilldar höfund- arins en um hann og umhverfi verks- ins fjallar Kristján Árnason af mikilli mælsku í inngangi. Kristján skrifar um hinn upphaflega Cyrano sem var til, en kannski ekki nákvæmlega eins og leikpersónan: „Og eins og aðalper- sóna leikritsins var hinn sögulegi Cyrano með eindæmum litrík og margþætt persóna sem fór engan veginn troðnar slóðir né samdi sig að viðteknum venjum. Hann var lausingi og óróaseggur og hólmgöngukappi sem átti í stöðugum útistöðum, og mun tilefnið oftar en ekki hafa verið útlit hans, einkum hið mikla nef sem sögur fara af.“ Í textanum er m. a. talið upp: Skáldmæltur! Vígfimur! Músíkalsk- ur! Margfróður! Cyrano kann vissulega að beita brandi en það sem á hug hans allan er Roxana en því miður er annar henni kærari. Þegar þeir leggja saman, feg- urðin og andríkið, fær Roxana ekki staðist þá og verða samskipti þeirra allra hin kostulegustu. Áhorfandinn/ lesandinn fær þá að gera upp hug sinn og ákveða hvað skiptir mestu máli í fari biðils og er ljós skoðun höfund- arins í lokin. Orðsnilld Cyranos er það sem mest er um vert og hann er knúinn áfram af heift þess sem er smánaður vegna útlits síns og vegna þess að hann nýt- ur ekki þeirrar sem hann ann. Háðið er honum vopn og dugi það ekki til er það brandurinn. Cyrano segir m. a. við Le Bret í langri ræðu sinni: Nei takk Nei takk. Með klækjum sér að pota upp á við og ota sínum tota á allan hátt og iðka fals og smjaður. Nei takk! Nei takk! Nei takk! En . . . vera maður sem syngur, dreymir, fagnar, einn og frjáls, sem upplitsdjarfur opnar hug sín sjálfs, sem ber sitt höfuðfat á ská og skakk að skálda sið – það hæfir Bergerac! Að vinn’ að því að komast tunglsins til í kyrrþey laus við lífsins apaspil. Áhugi skáldsins á himintunglum og hugsanlegra ferða þangað koma fram þarna en slík verk lét hann eftir sig og þau hafa haft sín áhrif. Kristján Árnason hefur tekið mið af frumtextanum eins og framast má og yrkir lipurlega. Þessi klassíski texti Rostand höfðar til samtímans og er nútímalegur þrátt fyrir aldurinn. Því miður varð verkið ekki langlíft í Þjóðleikhúsinu en það segir ekki allt um það og gildi þess. BÆKUR Leikrit Eftir Edmond Rostand. Skoplegur hetju- leikur í bundnu máli. Íslensk þýðing eftir Kristján Árnason. Prentvinnsla: Offset hf. Mál og menning 2002 – 202 síður. CYRANO FRÁ BERGERAC Nefið í aðalhlutverki Jóhann Hjálmarsson HINN þekkti breski píanóleikari John Lill heldur í dag einleikstón- leika á Sunnudags-matinée í tónlist- arhúsinu Ými. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og á efnisskránni eru Sónata í D-dúr eftr W.A. Morzart, Tilbriði og fúga eftir J. Brahms um stef eftir Händel ópus 24, tvær prelúdíur og fúgur úr ópus 87 eftir Shostakovitch og Sónata nr. 32 í c-moll eftir L.V. Beethoven. John Lill skipar sess meðal fremstu píanóleikara samtímans og á mikilfenglegan feril að baki. Hann hélt sína fyrstu einleikstónleika að- eins níu ára gamall og þreytti 18 ára gamall frumraun sína í Royal Festi- val Hall með því að flytja hinn fræga Keisara-píanókonsert Beethovens. Árið 1970 varð Lill fyrstur vestur- evrópskra píanista til að sigra í Tsjækovskí-keppninni í Moskvu og hefur allar götur síðan verið eftir- sóttur og mikilsmetinn listamaður. Hann hefur komið fram með hljómsveitarstjórum á borð við Barbirolli, Osawa og Svetlanov og haldið tónleika í yfir fjörutíu þjóð- löndum. Hann er tíður gestur á BBC Proms-tónleikaröðinni og kemur reglulega fram með Royal Scottish National Orchestra og stærri hljómsveitunum í London. Hann kom nýlega fram sem einleik- ari með Fílharmóníunni í St. Péturs- borg, og hefur undanfarin misseri komið fram með hljómsveitum í Rotterdam, Stokkhólmi, Hannover, Hong Kong og með Orchestre Phil- harmonique de Radio France. John Lill kom fram með Sinfón- íuhljómsveit Íslands árið 1977, en hefur ekki leikið á Íslandi síðan. Fjölbreytt efnisskrá Gerrit Schuil er listrænn stjórn- andi tónlistarhússins Ýmis en hann naut leiðsagnar John Lill er hann var við nám í Tónlistarháskólanum í Rotterdam. „Ég kynntist John Lill fyrst fyrir um þrjátíu árum þegar ég sótti sumarnámskeið í Bretlandi, og naut þar leiðsagnar hans. Við höfum þekkst í mörg ár og þegar John kom í stutta heimsókn hingað til lands fyrir ári, ákvað ég sem listrænn stjórnandi Ýmis að freista þess að fá hann til að halda hér tónleika. John tók vel í hugmyndina, og er það einkar ánægjulegt að hann skyldi finna tíma í annasamri dagskrá sinni til að koma hingað,“ segir Gerrit. Hann segir John Lill búa yfir óvenjulega breiðri þekkingu á tón- bókmenntum heimsins. Hann sé jafnvígur á klassíska tónlist, róm- antíska og nútímatónlist og endur- speglist það glöggt í breidd efnis- skrár dagsins. „Það er ekki síst tilhlökkunarefni að hlýða á flutning hans á sónötu nr. 32 eftir Beeth- oven, en John Lill er almennt talinn einn færasti Beethoven-túlkandi okkar tíma.“ Gerrit segir að lokum að ánægju- legt sé fyrir Ými sem tónleikahús, að geta boðið upp á tónleika píanó- leikara á heimsmælikvarða. „Ég tel það mjög mikilvægt að íslenskt tón- listarfólk og tónlistarunnendur fái tækifæri til að hlýða á – og þannig bera sig saman við hljóðfæraleikara sem eru meðal þeirra bestu á sínu sviði. Slíkar heimsóknir hafa ekki verið svo tíðar síðustu ár utan listahátíðar, og vona ég að fólk láti þetta tækifæri ekki fram hjá sér fara.“ John Lill á Sunnudags-matinée Breski píanóleikarinn John Lill. Einn færasti Beethoven-túlk- andi samtímans Ritmennt, ársrit Landsbókasafns Íslands – háskóla- bókasafns, er komið út og er það sjöundi árgangur þess. Ritið er birt sem sérútgáfa undir heitinu Þar ríkir fegurðin ein – Öld með Halldóri Laxness, en ritið er alfarið helgað honum að þessu sinni. Í ritinu er rúmlega tugur greina. Fjallað er um handrit Halldórs (Ög- mundur Helgason), en Lands- bókasafn er sérstakur vörslustaður þeirra. Greinarhöfundar eru Sveinn Einarsson, Jökull Sævarsson, Að- alsteinn Ingólfsson, Árni Bergmann, Árni Heimir Ingólfsson, Ólafur J. Eng- ilbertsson, Helena Kadecková og Helga Kress. Skrá er um útgáfur verka Halldórs og birtur er í fyrsta sinn skólastíll Halldórs til gagnfræðaprófs. Ritið er um 200 bls., prýtt fjölda mynda, sem flest eru í ritinu, og hafa sumar myndanna hafa ekki birst áður. Rit

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.