Morgunblaðið - 14.04.2002, Page 32

Morgunblaðið - 14.04.2002, Page 32
32 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ 14. apríl 1982: „Spurning- unni, Vilja Reykvíkingar áfram vinstri stjórn?, munu kjósendur svara 22. maí næstkomandi, þegar gengið verður til bæjar- og sveit- arstjórnarkosninga. Sumum hefur þótt kosningabar- áttan fara hægt af stað, þeim mun snarpari verður hún vafalaust nú síðustu vikurnar fyrir kjördag. Eins og jafnan er tekist á um málefni og menn. Flokkarnir setja vélar sínar af stað. Flokksvélunum verður ekki síst beint að því fylgi, sem kallað er fljót- andi, það er þeim kjós- endum, er líta ekki alfarið á sig sem stuðningsmenn eins og sama flokksins heldur flytja sig um set á milli kosninga. Úrslit kosninga síðan 1970 benda til þess, að heldur fjölgi í þessum hópi kjósenda en fækki. Engin einhlít skýring er á því, hvað ræður ákvörð- unum hans, en margt bend- ir til, að leiftursókn í fjöl- miðlum ráði miklu um það, hvar krossinn lendir í kjör- klefanum. Í dreifiblaði, sem komm- únistar hafa sent inn á hvert heimili í Reykjavík, er komist svo að orði: „Við viljum áfram vinstri stjórn í Reykjavík. Sért þú sömu skoðunar, þá styður þú Al- þýðubandalagið. Sterkt Al- þýðubandalag er forsenda vinstri stjórnar.“ Hér er ekki töluð nein tæpitunga, forsenda þess, að Alþýðu- bandalagið taki þátt í nýrri vinstri stjórn í Reykjavík, er, að það verði „sterkt“ að kosningunum loknum. Það er greinilegt, að alþýðu- bandalagsmenn vilja, að kosningarnar í vor verði einvígi milli sjálfstæð- ismanna og sín. Komm- únistar gera þá kröfu til framsóknarmanna og krata, samstarfsmanna sinna í vinstri stjórninni í Reykja- vík, að þeir hugsi fyrst um meirihlutann og þar með sterka stöðu Alþýðu- bandalagsins en líti síðan í eigin barm. Hvað sem öðru líður, er augljóst, að komm- únistar munu ekki fá meiri- hluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Hins vegar ganga þeir út frá því sem vísu, að borgarfulltrúar framsóknarmanna og krata muni í einu og öllu lúta vilja Alþýðubandalagsins fyrir kosningar og að þeim loknum og byggja í því efni á undirgefni þessara sömu borgarfulltrúa frá því sum- arið 1978.“ . . . . . . . . . . 14. apríl 1972: „Mesti myndlistarmaður þjóð- arinnar er látinn. Óhætt er að fullyrða að enginn lista- maður íslenzkur hefur notið eins mikilla vinsælda meðal samtíðarmanna sinna og Jó- hannes S. Kjarval. Þar kom ekki einungis til stórbrotin list hans, heldur einnig óvenjulegur persónuleiki, sem líður engum úr minni, sem kynntist honum.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. JAFNVIRÐISSAMNINGUR VIÐ ESB Það er athyglisverð niðurstaðaaf fundi forsætisráðherra Ís-lands og Noregs í Osló í fyrradag að óska eftir því við ESB að gerður verði svonefndur jafn- virðissamningur við þessi tvö ríki. Hugsunin á bak við slíkan jafnvirð- issamning er sú að með stækkun ESB muni falla niður fríverzlunar- samningar Íslands við þau ríki sem ganga inn í Evrópusambandið og eðlilegt sé að eitthvað komi í stað- inn. Í samtali við Morgunblaðið í gær lýsir Davíð Oddsson forsætisráð- herra þessari hugmynd með svo- felldum hætti: „Á meðan ekki fást viðurkenndar uppbætur á fríverzlunarsamning- um, sem úr gildi falla við stækk- unina, er eðlilegt að ræða við Evr- ópusambandið um jafnvirðissamninga. Ég held að það sé mjög hagstætt fyrir Ísland að athuga þetta líka þótt fyrsta krafan hljóti auðvitað að vera sú sem utan- ríkisráðherra hefur verið að vinna að fyrir okkar hönd: Að tryggja það að staða okkar eftir stækkun sam- bandsins verði ekki lakari. Það er reyndar einnig okkar mat að Evr- ópusambandinu sé skylt samkvæmt EES-samningnum að jafna þá stöðu þótt þeir kunni reyndar að hafa aðra skoðun á því. Ef þeim er það ekki skylt samkvæmt EES- samningnum er þeim það skylt á grundvelli samþykkta Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar, WTO.“ Kjell Magne Bondevik, forsætis- ráðherra Noregs, sagði á sameig- inlegum blaðamannafundi forsætis- ráðherranna tveggja í Osló í fyrradag að Norðmenn hefðu enn ekki farið fram á tvíhliða viðræður við ESB um jafnvirðissamning en túlkun sín á samtölum við forráða- menn ESB væri sú að vel yrði tekið í ósk um slíkar viðræður. Hugmyndir um jafnvirðissamn- ing stefna augljóslega að sama eða svipuðu marki og Halldór Ásgríms- son hefur haft í huga varðandi end- urnýjun á EES-samningnum vegna breyttra aðstæðna innan ESB og stækkunar sambandsins. Verði niðurstaðan sú að Ísland og Noregur leiti hvort um sig eftir tví- hliða viðræðum við ESB um gerð jafnvirðissamnings má búast við að sá pólitíski órói, sem verið hefur í löndunum báðum vegna afstöðunn- ar til Evrópusambandsins, muni beinast í þennan uppbyggilega far- veg. Og jafnframt að almenn sátt geti tekizt um að láta á það reyna hvort slíkir jafnvirðissamningar náist og hverju þeir skili. Þegar sú niðurstaða liggur fyrir geta menn svo lagt mat á stöðuna í samskiptum Íslands og Noregs við Evrópusambandið á nýjan leik. Fundur forsætisráðherranna tveggja og ferð Bryndísar Hlöð- versdóttur, formanns þingflokks Samfylkingarinnar, bendir eindreg- ið til þess að viðleitni sé hjá for- ystumönnum í stjórnmálum beggja ríkjanna til að stilla saman strengi sína í þessu máli. Því má þó aldrei gleyma að við Íslendingar getum í veigamiklum atriðum átt annarra hagsmun að gæta en Norðmenn. Sjávarútvegur er grundvallarat- vinnugrein okkar Íslendinga en ekki Norðmanna þótt sjávarútveg- urinn hafi vissulega svipaða þýð- ingu fyrir íbúa Norður-Noregs og atvinnugreinin hefur fyrir okkur Íslendinga. Í SRAELSRÍKI hefur allt frá upphafi notið velvildar og stuðnings á Ís- landi. Á fyrstu árum hins nýja Ísr- aelsríkis – sem jafnframt voru fyrstu árin í sögu íslenzka lýðveld- isins, enda nútímaríkið Ísrael til orðið aðeins fjórum árum á eftir ís- lenzka lýðveldinu – urðu til vináttu- tengsl milli ríkjanna sem hafa haldizt síðan og voru m.a. ræktuð í gagnkvæmum heimsóknum ráðamanna ríkjanna. Þannig komu helztu leið- togar Ísraels, t.d. David Ben-Gurion, fyrsti for- sætisráðherra landsins, og utanríkisráðherr- arnir Abba Eban og Golda Meir í opinberar heimsóknir til Íslands á sjöunda áratugnum. Þáttur Thors Thors Ein mikilvægasta ástæða þessa vináttu- sambands var þáttur Íslands í tilurð Ísr- aelsríkis árið 1948. Thor Thors, sem var fyrsti fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og gegndi því embætti um árabil, lék þar lyk- ilhlutverk sem framsögumaður Palestínunefnd- ar allsherjarþingsins, en nefndin komst að þeirri niðurstöðu að skipta skyldi Palestínu í tvö sjálfstæð ríki Gyðinga og Araba. Ísraelar mátu framgöngu Thors afar mikils eins og sjá má af frásögn Abba Eban í end- urminningum hans, Personal Witness, sem komu út á ensku 1993. Eban segir þar af hinum örlagaríku fundum allsherjarþingsins í New York í nóvember 1947, þegar fjallað var um til- löguna að skiptingu svæðisins: „Þegar sendi- nefnd okkar kom saman að morgni 29. nóvem- ber vissum við að þessi dagur myndi ráða úrslitum. Það var engin leið að seinka málinu frekar. Við vonuðum, þótt við tryðum því ekki enn fyllilega, að hinar miklu fortölur af okkar hálfu og Hvíta hússins hefðu fært okkur mögu- leika á meirihluta. Það var hins vegar hindrun í veginum vegna þingskapa. Nefnd þriggja fram- sögumanna hafði verið skipuð til að kynna skýrslu um niðurstöður Palestínunefndarinnar fyrir allsherjarþinginu. Það var hætta á að þeir myndu greina frá því að enn væri möguleiki á „lausn byggðri á samkomulagi“ milli Araba og Gyðinga. Þetta hefði að sjálfsögðu aðeins verið tæki til að hindra atkvæðagreiðslu um skipt- inguna. Formaður framsögumannanefndarinn- ar var Thor Thors, fulltrúi Íslands, minnsta að- ildarríkis Sameinuðu þjóðanna, með 175.000 íbúa á þeim tíma. Þennan dag vaknaði ég miklu fyrr en vanalega og lagði leið mína á hótel í mið- bænum til að heimsækja Thor Thors. Ég hugð- ist fá hann til að skýra allsherjarþinginu frá því að ekkert væri unnið með frestun; að það væri enginn kostur á samkomulagi Araba og Gyð- inga; að allsherjarþingið yrði þess vegna að skera úr um málið. Þetta var sérkennilegur fundur. Þegar ég kom í svítu íslenzka sendiherrans sagði ég: „Sagan tekur á sig undarlegar myndir. Hér get- ur land yðar, Ísland, smæsta ríkið í samfélagi þjóðanna, haft úrslitaáhrif á hvort Gyðingaþjóð- in fær sjálfstæði eður ei. Sérhver mistök í ræðu yðar eða riti gætu orðið til þess að útskúfa Gyð- ingaþjóðinni og binda enda, kannski um alla framtíð, á hennar hjartfólgnustu vonir og drauma.“ Thor Thors var, eins og flestir landar hans, afar trúaður. Hann endurtók hvað eftir annað, eins og steini lostinn: „Hvernig gat það komið til að litla eyjan okkar ætti eftir að hafa jafnafger- andi áhrif á sögu svo mikillar þjóðar?“ Hann sagðist myndu gera hvaðeina sem nauðsynlegt væri til að gera 29. nóvember að vendipunkti í því, sem hann kallaði „andlega sögu mannkyns- ins“.“ Eban lýsir síðan spennuþrungnu andrúms- loftinu í sal allsherjarþingsins, sem var að springa utan af mannsöfnuðinum og þúsundir manna biðu í röðum fyrir utan. „Thor Thors flutti skýrslu sína. Ég hlustaði á hana og mér létti. Hann sagði að það væri engin ástæða til þess að allsherjarþingið vikist undan ábyrgð sinni. Meirihlutinn hefði greitt atkvæði með stofnun Gyðinga- og Arabaríkis. Þingið myndi bregðast hlutverki sínu ef það tæki ekki af- stöðu.“ Tvö sérstök og sjálfstæð ríki Ræða Thors Thors í umræðunum þennan dag var birt í Lesbók Morgunblaðsins 15. febrúar 1948 ásamt fleiri ræðum hans á allsherj- arþinginu haustið 1947. Í ræðunni rekur hann þær sáttatilraunir, sem reyndar höfðu verið án árangurs og segir síðan: „Af þessu má fulltrúun- um vera ljóst, að allar tilraunir til þess að koma á sáttum virtust fyrirfram dauðadæmdar. Báðir aðilar héldu fast við sitt, hvor um sig trúði því fastlega, að hans málstaður mundi sigra, ann- aðhvort í nefndinni eða á allsherjarþinginu. Sáttanefndin fylgdist nákvæmlega með því, sem gerðist, bæði í undirnefnd 1 og undirnefnd 2. Til allrar óhamingju virtist bilið milli aðila of breitt til þess að það yrði brúað friðsamlega. Arabar virtust ekki vilja fallast á fjöldainnflutn- ing Gyðinga, né að veita sjálfstæði ríki Gyðinga í Palestínu. Gyðingar vildu ekki sætta sig við neitt minna en nokkurn veginn frjálsan inn- flutning og vonir um sjálfstæði. Milli þessara tveggja andstæðna var ekki unnt að koma á neinum sáttum á meðan þetta vandamál var til meðferðar hjá Sameinuðu þjóðunum. Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna í Pal- estínumálinu sneri sér margsinnis til Stórráðs Araba, og leitaði samvinnu þess, vegna starfs nefndarinnar, en því var neitað. Í Palestínu- nefnd þessa þings, sagði fulltrúi Stórráðs Araba, að hann mundi því aðeins taka þátt í starfi hennar, að fallist væri á stofnun eins sjálf- stæðs ríkis, en ekki að því er snertir tillögur rannsóknarnefndarinnar, hvorki meiri hluta hennar né minni hluta. Enn á ný í undirnefnd 1 í Palestínunefnd þessa þings var Stórráði Araba boðið að taka þátt í ákvörðun nefndarinnar að því er snerti hin nýju landamæri hinna tveggja ríkja innan Pal- estínu, en aftur var svarið það, að ráðið vildi að- eins taka þátt í umræðum um stofnun eins alls- herjarríkis í Palestínu. En nú á síðustu stundu, rétt í því að verið er að ganga til atkvæðagreiðslu kemur fram at- hugasemd um starf sáttanefndarinnar, og það er jafnvel gefið í skyn, að sættir hefðu verið hugsanlegar. Hitt er þó vitað, að sáttanefnd reyndi allar leiðir, en árangurslaust. Ennfremur er það ljóst að fram til síðustu stundar höfðu engin ákveðin tilboð eða tillögur um sættir eða samkomulag legið fyrir. Mér virðist nú, að það kunni að vera hugs- anlegt að fyrst eftir að Sameinuðu þjóðirnar hafa tekið sína föstu ákvörðun, og þegar að báð- ir aðilar verða að horfast í augu við blákaldar staðreyndir, að þá geti augnablik sáttanna runnið upp, en fyrr ekki. Ég vona í lengstu lög, að skynsemi foringja beggja aðila geri þeim það ljóst, að það er betra fyrir þá að búa saman sem góðir nágrannar, heldur en að eiga það á hættu, að hvor út af fyrir sig eigi að tortímast. Það ætti að vera ein af aðalskyldum þeirrar nefndar, sem nú verður kosin til að stjórna Palestínu á næstu mánuðum, að leita allra ráða til að koma á sátt- um milli þjóðanna í landinu helga.“ Í framsöguræðu sinni þremur dögum áður hafði Thor Thors lagt ríka áherzlu á að meiri- hluti Palestínunefndarinnar hefði lagt til að Pal- estínu yrði skipt í „tvö sérstök og sjálfstæð ríki, ríki Araba og ríki Gyðinga.“ Hann benti sömu- leiðis á að endanleg lausn væri ekki fundin í mál- inu þótt skipting væri samþykkt: „Ég vil að lok- um leyfa mér að láta í ljós þá ósk, að tíminn og rás viðburðanna megi í ekki alltof fjarlægri framtíð, koma á sáttum, skilningi og samvinnu milli allra íbúanna í Palestínu, svo að friður og farsæld megi ríkja í landinu helga. Hver sem verður ákvörðun þessa þings í dag, þá skulum við vona það, að Sameinuðu þjóðunum megi tak- ast að finna viðunandi, varanlega og heppilega lausn þessa mikla vandamáls, sem nú í dag er eitt af þeim allra erfiðustu, sem hinar Samein- uðu þjóðir eiga við að stríða.“ Fordæmi sótt í sögu Gyðinga Thor Thors var bróðir Ólafs Thors, forsætis- ráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Ólafur var í hlutverki gestgjafans þegar David Ben-Gurion kom í opinbera heimsókn til Íslands í september árið 1962. Matthías Johannessen segir frá heimsókninni í ævisögu Ólafs Thors og kemur þar skýrt fram að þeir Thors-bræður hafa haft svipaða afstöðu til baráttu Gyðinga fyrir eigin ríki: „Ólafur kvaðst hafa sagt eitt- hvað á þá leið, að það hefði gerzt kraftaverk í Ísrael, en Ben-Gurion svarað því til, að hann mætti ekki komast svo að orði, því að í Ísrael hefði ekkert kraftaverk orðið. „Við erum bara haldnir ómótstæðilegri hugsjón, og það er hún, sem er driffjöðurin í öllu okkar starfi.“ Í ræðu, sem Ólafur Thors hélt til heiðurs Ben- Gurion og konu hans í hádegisverðarboði að Hótel Borg, sagði hann m.a.: „Heimsókn mikils Gyðingaleiðtoga, er kemur frá Jerúsalem, hlýt- ur að vekja sterkar tilfinningar í íslenzkum hjörtum. Við vitum öll, hvað þjóð okkar, eins og aðrar vestrænar menningarþjóðir, á að þakka andlegri leiðsögn mikilla trúarleiðtoga Ísraels. Þeir gáfu mannkyninu Biblíuna, trúna á einn Guð, skapara himins og jarðar. Þeir voru fyrstir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.