Morgunblaðið - 14.04.2002, Side 33

Morgunblaðið - 14.04.2002, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 33 til að vekja máls á vilja Guðs og skyldum mann- anna við Guð sinn. Vizka þeirra og andlegur styrkur urðu mannkyni leiðarljós á leið sinni frá ruglingi og skekkjum fyrri tíma til siðferðilegr- ar meðvitundar og lagasiðgæðis.“... Þá minnist Ólafur Thors á það fordæmi, sem Íslendingar hefðu einlægt sótt í sögu Gyðingaþjóðarinnar, og lagði áherzlu á þann kraft, sem væri nauð- synlegur til að vinna þrekvirki á borð við afrek Ísraelsmanna. Endurheimt hins forna Gyðinga- lands hefði hlotið að vera „nokkurs konar ljóð- rænn draumur.““ Í lok frásagnar Matthíasar Johannessen af heimsókn Ben-Gurions segir: „Bjarni Bene- diktsson segir í Reykjavíkurbréfi í Morgun- blaðinu, að vinarorð Ben-Gurions hafi ekki verið innantómt kurteisishjal, og fann þessum orðum sínum stað með sögulegum rökum: „Það sýndi afstaða fulltrúa Ísraels á landhelgisráðstefn- unni í Genf 1960. Þá gengu hagsmunir Íslands og Ísraels mjög á misvíxl, en fulltrúar Gyðinga studdu málstað okkar af ráðum og dáð, svo sem þeir fremst gátu.““ Áherzla á rétt beggja Vafalaust hefur af- staða margra Íslend- inga til Ísraels mótazt af sömu þáttum og þeirra Thors-bræðra; annars vegar af virðingu fyrir sögu Gyðingaþjóðarinnar, sem er ein af rótum vestrænnar menningar og okkar eigin trúarbragða, og hins vegar af virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti smáþjóða, sem mörkuð er af sögu Íslendinga sjálfra. Ekki má heldur gleyma hörmungum helfararinnar, sem öfluðu Gyðingum samúðar víðs vegar á Vesturlöndum. Í bók Valdimars Unnars Valdimarssonar heitins, Ísland í eldlínu alþjóðamála, er fjallað um framgöngu Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna á árunum 1946 til 1980. Þar segir höf- undur m.a.: „Afstaða Íslands til þróunarmála þriðja heimsins og stöðu Ísraels í málefnum Mið-Austurlanda er í samræmi við almennan stuðning þess við rétt þjóða til sjálfstæðis og sjálfsákvörðunar. Að því leyti hafa vitund um sambærilega, sögulega reynslu og umhyggja fyrir fullveldi þjóða áhrif á afstöðu Íslands til slíkra málefna í Sameinuðu þjóðunum.“ Valdimar Unnar rekur m.a. afstöðu Íslands til nokkurra ályktana allsherjarþingsins um deil- urnar í Mið-Austurlöndum á sjöunda og áttunda áratugnum. Þar var stuðningur Íslands við Ísr- ael stundum eindregnari en flestra annarra vestrænna ríkja og íslenzk stjórnvöld lögðu ítrekað áherzlu á það sjónarmið að lausn vand- ans fyrir botni Miðjarðarhafs yrði að fela í sér viðurkenningu Ísraelsríkis. Árið 1974 samþykkti allsherjarþingið álykt- un, þar sem m.a. var lögð áherzla á að full við- urkenning á grundvallarréttindum palestínsku þjóðarinnar væri forsenda fyrir lausn Palest- ínumálsins. Þingið staðfesti að aðild palestínsku þjóðarinnar að friðarsamningum væri forsenda réttlátrar og varanlegrar lausnar á vandanum í Mið-Austurlöndum og að hún hefði rétt til að berjast fyrir réttindum sínum með öllum leið- um, í samræmi við markmið og grundvallarregl- ur stofnskrár Sameinuðu þjóðanna. Öll ríki og alþjóðastofnanir voru hvött til að auka aðstoð við palestínsku þjóðina í baráttu hennar fyrir þeim réttindum. Ísland, Noregur og Bandaríkin greiddu atkvæði gegn þessari ályktun en önnur vestræn ríki sátu hjá. Valdimar Unnar segir að þau ríki, sem greiddu atkvæði gegn tillögunni eða sátu hjá, hafi fundið að því að í henni væri ekki gætt jafnvægis og ekki væri gert ráð fyrir rétti allra ríkja á svæðinu – þar á meðal Ísr- aelsríkis – til að lifa í friði innan öruggra og við- urkenndra landamæra. Valdimar Unnar telur að í atkvæðaskýringu Íslands við þetta tækifæri sé að finna í hnotskurn meginviðhorf Íslendinga til Palestínumálsins á undanförnum áratugum: „Ekki ber að skilja þetta viðhorf sem afneitun á lögmætum rétti og metnaði palestínsku þjóð- arinnar. Neikvæð afstaða okkar til ályktunartil- lögunnar er byggð á þeirri skoðun að allar ályktanir Sameinuðu þjóðanna um Palestínu- málið eigi ekki aðeins að vísa til réttinda og hagsmuna Palestínumanna, heldur einnig ann- arra þjóða á svæðinu ... Við erum eindregið þeirrar skoðunar að viðurkenna verði fullan rétt allra ríkja á svæðinu, þar á meðal Ísraels, til að búa í friði innan tryggra og viðurkenndra landa- mæra.“ Lögmæt krafa Palestínu- manna Þetta er rakið hér til að varpa ljósi á þá staðreynd að allt frá upphafi hefur einlæg- ur stuðningur Íslands við tilverurétt Ísr- aelsríkis ekki þýtt að Ísland afneitaði réttindum Palestínuaraba, þ. á m. rétti þeirra til að stofna sitt eigið ríki. Sú afstaða íslenzkra stjórnvalda, sem kom fram í orðsendingu utanríkisráðuneyt- isins til stjórnvalda í Ísrael fyrr í vikunni, er í fullu samræmi við þetta. Þar er lögð áherzla á að fara þurfi saman öryggi Ísraels og réttlæti til handa palestínsku þjóðinni. „Lausn á deilunni í Mið-Austurlöndum verður aðeins fundin með formlegum samskiptum og viðræðum milli rík- isstjórnar Ísraels og heimastjórnar Palestínu- manna. Þetta er eina leiðin til að tryggja lang- varandi frið á svæðinu, sem verður að byggjast á stofnun lífvænlegs og lýðræðislegs ríkis Pal- estínumanna og á rétti Ísraela til að lifa í friði og öryggi innan alþjóðlega viðurkenndra landa- mæra,“ segir þar. Menn geta verið stuðningsmenn Ísraelsríkis án þess að leggja blessun sína yfir það blóðuga ofbeldi, sem her Ísraela hefur gerzt sekur um á hernumdu svæðunum undanfarna daga og vik- ur. Sömuleiðis verðskuldar málstaður palest- ínsku þjóðarinnar stuðning okkar, þótt við hljót- um að fordæma morð palestínskra hryðjuverkamanna á óbreyttum borgurum. Ís- lendingar hafa ævinlega haft samúð með smá- þjóðum, sem hafa krafizt réttar síns til sjálf- stæðis. Í augum margra eru Palestínumenn nú komnir í viðlíka stöðu og Gyðingar voru í árið 1948. Þeir hafa liðið margvíslegar hörmungar, verið hraktir frá heimilum sínum, líta svo á að land þeirra hafi verið tekið frá þeim og þrá að eignast sitt eigið sjálfstæða ríki. Þótt Palestínu- arabar hafi e.t.v. ekki átt sér skýra þjóðarvitund fyrir miðja síðustu öld er sú vitund augljóslega fyrir hendi nú og sjálfstæðiskrafa þeirra er jafn- lögmæt og Ísraela. Palestínumenn eru í dag drifnir áfram af álíka „ómótstæðilegri hugsjón“ og Gyðingar við stofnun Ísraelsríkis. Öfl meðal Palestínuaraba hafa gripið til hryðjuverka og þannig aðallega spillt fyrir eigin málstað, en ekki má þó gleyma því að sumar hreyfingar Gyðinga gripu til hryðjuverka gegn stjórn Breta í Palestínu á sínum tíma og myrtu m.a. Folke Bernadotte, sáttasemjara Sameinuðu þjóðanna í Palestínu, árið 1948. Með hernaði sínum gegn Palestínumönnum undanfarnar vik- ur, þar sem oft virðist hafa verið vegið að óbreyttum borgurum að ástæðulausu, hafa Ísr- aelar líka stuðlað að því að samúð heimsbyggð- arinnar er nú fremur með Palestínumönnum en þeim sjálfum. Um áratugaskeið var lausn á deilum Gyðinga og Araba – og um leið stofnun ríkis Palestínu- manna – í raun ómöguleg vegna þess að flest Arabaríki neituðu að viðurkenna tilverurétt Ísr- aelsríkis, vildu reka alla Gyðinga burt úr Palest- ínu og gerðu ítrekaðar en misheppnaðar tilraun- ir til þess með hervaldi. Þetta kann að vera að breytast eins og nýlegar friðartillögur Saudi- Arabíu bera vott um, en þær gera ráð fyrir að Arabaríkin viðurkenni Ísrael og semji frið við það gegn því að Ísraelar yfirgefi hernumdu svæðin algerlega og þar verði stofnað ríki Pal- estínumanna. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, því að samskipti Ísraels og Palestínuríkis yrðu áfram erfið og flókin og yrðu að styðjast við afar ýtarlegt friðarsamkomulag og að öllum líkind- um alþjóðlegt gæzlulið. Hins vegar er það kannski fyrst þegar menn horfast í augu við til- vist tveggja sjálfstæðra ríkja í Palestínu sem blákalda staðreynd, að forsendur geta skapazt fyrir sáttum, eins og Thor Thors hélt fram í ræðu sinni á allsherjarþinginu 1947. Ef Ísland getur eitthvað gert til þess að stuðla að slíkum sáttum og friði, er sjálfsagt að við leggjum okkar agnarlitla lóð á vogarskálarnar, þótt varla verði okkur ætlað jafnsögulegt hlut- verk og þá. Morgunblaðið/RAX Vorfuglarnir streyma til landsins. „Hins vegar er það kannski fyrst þegar menn horfast í augu við tilvist tveggja sjálfstæðra ríkja í Palestínu sem blá- kalda staðreynd, að forsendur geta skapazt fyrir sátt- um, eins og Thor Thors hélt fram í ræðu sinni á alls- herjarþinginu 1947. Ef Ísland getur eitt- hvað gert til þess að stuðla að slíkum sáttum og friði, er sjálfsagt að við leggjum okkar agn- arlitla lóð á vog- arskálarnar, þótt varla verði okkur ætlað jafnsögulegt hlutverk og þá.“ Laugardagur 13. apríl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.