Morgunblaðið - 14.04.2002, Side 34

Morgunblaðið - 14.04.2002, Side 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ MEÐ GÆÐIN Í STAFNI Laugavegur 1 • Sími 561 7760 Velkomin um borð Nú er gatan grýtt! Vegna endurbóta efst í Bankastræti er ekki eins auðvelt og áður að komast til okkar. Þess vegna greiðum við þér leið og veitum 15% afslátt af öllum vörum á meðan á framkvæmdum stendur. I. Heilbrigðiskerfi í dauðateygjum! Nú þegar gömlu „heilbrigðis“kerf- in eru í andarslitrunum er ný vakning í uppsiglingu og vor í lofti um allan heim. Þessi hreyfing hefur hlotið nafnið heilnæmisbyltingin! Öfugt við „heilbrigðis“kerfið sem snýst um bírókratí, gervilyf, auka- verkanir og sjúkdóma en þó mest um sjúkdómseinkenni, er heilnæmisbylt- ingin svar fólksins sjálfs – og mark- aðarins – við þörf sem verður æ brýnni: þörfina fyrir einstaklingana að taka ábyrgð á eigin heilsu. Nýjasta aðför þröngs hóps gegn fæðubótarefnum – helsta vaxtar- broddi heilnæmisbyltingarinnar – sýnir best hvað afturhaldsöflin eru orðin aðþrengd. Þessi grein er örstutt úttekt á uppgjörinu sem á sér stað á bak við tjöldin og þeim gerólíku við- horfum sem tekist er á um. Barátta Íslendinga Sú var tíð að Íslendingar létu stóra bróður mata sig á fjölmiðlaefni og skammta sér lyf, vandir á undir dönskum fána að vera þakklátir, jafn- vel hrærðir, þegar þeir fengu að hirða molana af borðum húsbændanna. En margt hefur breyst og þótt ættarveld- ið stýri enn opinberum ákvörðunum á Íslandi – og fjölmiðlum að mestu – hefur þjóðin barist hart. Baráttan fyrir auknu valfrelsi hef- ur óvíða verið rammari en á sviði heilsu. Á Íslandi byrjuðu þessar hræringar á 8. áratugnum eftir að al- þjóðlegar rannsóknir sýndu bein tengsl milli mannskæðustu sjúkdóma nútímans við óhollt mataræði, reyk- ingar og hreyfingarleysi. Var t.d. þessari hreyfingu að þakka að tókst að sporna gegn hinum ill- víga hjartasjúkdómafaraldri á Íslandi. Því miður tókst niðurrifs- öflunum að koma í veg fyrir enn frekari uppskurð á „heilbrigðis“kerfinu. Og ein- mitt nú þegar þetta kerfi er að setja íslenska velferðar- ríkið á höfuðið er nýr farald- ur á góðri leið með að gera að engu allan árangur af for- varnastarfi síðustu hundrað árin! Nýr faraldur! Fyrir hundrað árum var offitan stöðutákn þeirra ríku. Í dag er hún sívaxandi alþjóðlegur faraldur sem herjar harð- ast á þá sem minnst mega sín. Er nú svo komið að hinn virti hagfræðipró- fessor Paul Zane Pilzer, höfundur metsölubókar um heilnæmisbylt- inguna (e. The Wellness Revolution), lýsir ástandinu þannig að nýtt járn- tjald sé komið til sögunnar, járntjald sem skiptir heiminum í tvo ójafna hluta! Öðrum megin er heimur fórnar- lambanna. Er það stór hluti almenn- ings í iðnríkjum heims, sem er of feit- ur, heilsuveill og fjárvana, háður vanabindandi draslfæðu og þaðan af verra, þrælar kerfis, stofnana og fyr- irtækja sem gera fíkn hans og sjúk- dóm að féþúfu í stað þess að hjálpa þeim að sprengja af sér viðjar vanans. Hinum megin eru þeir sem a.m.k. enn sem komið er eru „ósmitaðir“ og oftast betur stæðir. Í þeirra röðum er nú hraðvaxandi minnihluti sem rækt- ar heilsuna og heldur sér í formi. Þetta eru brautryðjendur heilnæmis- byltingarinnar sem er eina vonin til að brjóta járntjald- ið á bak aftur og forða iðnríkjunum frá gjaldþroti. II. Rótin! Eins og flestar heimskreppur á sí- dýpkandi heilsu- kreppa iðnríkjanna sér eina meginor- sök: Í stað þess að taka á málunum firrtu allir sig ábyrgð. Byrjum á lækn- unum, fyrrum yfir- stjórnendum „heil- brigðis“kerfisins“. Í stað þess að halda sjálfstæði sínu og vernda heilsu almennings kusu þeir að verða leiksoppar lyfjaiðnaðarins og gerðu sig þar með óþarfa með öllu. Fyrir bragðið sáu hinir nýju rekstr- araðilar heilsugeirans sér leik á borði og skáru völd þeirra og laun niður við trog. Lyfjaiðnaðurinn var lengi ásakaður um að eltast við sjúkrabíla og einblína á sjúkdóma. En fátt í misjafnri fortíð komst í hálfkvisti við þá skelfilegu ákvörðun á síðasta áratug að beina nær öllu fjármagni til rannsókna að sjúkdómseinkennum en ekki sjúk- dómunum sjálfum! Með þessari ákvörðun hættu lyfjafyrirtækin í raun afskiptum sínum af þjóðarheilsu Ís- lendinga sem annarra jarðarbúa. Þessi skammsýna ákvörðun var tekin þegar ungir markaðsmenn náðu undirtökum í iðnaðinum. Þeir bentu á að útrýming sjúkdóma þjónaði ekki hagsmunum þeirra þar sem hún út- rýmir viðskiptavinunum. Þess í stað ættu lyfjafyrirtækin að einbeita sér að því að hanna lyf sem ráðast á ein- kennin en ekki að rótum vandans!! Rekstraraðilar heilsugeirans (e. Health Management Organizations = HMOs) eru hinir nýju yfirstjórn- endur „heilbrigðis“kerfisins. Enda þótt þeir hafi skert áhrif lyfjafyrir- tækja og lækna hefur starf þeirra snúist um það eitt að auka eigin arð á kostnað allra annarra. Í stað þess að stokka upp hafa þeir því unnið meiri skaða en gagn. Matvælaiðnaðurinn, í stað þess að einblína á hollari matvörur og nýjar tegundir heilsufæðu, afneitaði þeirri staðreynd að afurðir hans hafa áhrif á heilsu hvers mannsbarns á jörðinni. Helsta afrekið – fyrir utan hefð- bundna dauðaleit að æ billegri hrá- efnum – er nýr minnisvarði í mann- legri lágkúru: ný grein matvæla- fyrirtækja, sem sérhæfa sig í framleiðslu skaðlegra, hraðfitandi og ávanabinandi „skyndibita“ draslfæðu. Úr því að matvælaiðnaðurinn firrti sig ábyrgð þurfti ekki að bíða lengi þar til enn siðblindari keppinautur gæfi sig fram. Einmitt þegar heil- brigðisyfirvöld voru að rakna úr rotinu er nýr rekstraraðili að hreiðra um sig í þessari nýju framleiðslu- grein. Eru það að sjálfsögðu sígar- ettuframleiðendur, hinir einu sönnu meistarar í að halda þrælum vanans við efnið og gera sér mat úr ógæfu annarra. Rót vandans! Án efa munu margir sem þessar línur lesa neita að trúa eigin augum. Aðrir munu trúa en eiga erfitt með að botna í hvernig hundruð þúsunda há- menntaðra manna og kvenna létu teyma sig á asnaeyrunum út á svo hálan ís. Hvernig gat ein virtasta starfs- grein okkar tíma, læknarnir okkar, orðið handbendi gerspillts og kaldrifj- aðs iðnaðar með skammtíma gróða- sjónarmið ein að leiðarljósi? Hvernig gat meirihluti forstjóra helstu fæðu- og lyfjafyrirtækja heims, sem mörg hver voru brautryðjendur í fram- leiðslu náttúrulegra tímamótaafurða, tekið þátt í þessari sorasögu? En vandamálið liggur dýpra. Stór hluti af ábyrgðinni lendir á akadem- ískum stofnunum sem – af ástæðum sem eru utan ramma þessara greina – ekki aðeins brugðust þeirri skyldu að kenna heilum kynslóðum nemenda hvað heilsa er, heldur og hvernig á að öðlast, viðhalda og efla hana. Í stað þess að viðurkenna vanþekkingu sína ákváðu þær að leysa sannleikann af hólmi með heimatilbúnum heila- spuna. Læknadeildir háskóla nútímans kenna að læknisfræði – þessi u.þ.b. 3.000 ára gamla vísindagrein – sé hinn eini og sanni heilsubrunnur og eigi því að hafa einokun á hugtakinu heilsa og heilbrigði. Samkvæmt þeirra hug- myndafræði snýst heilsa um lækna sem dreifa afurðum lyfjaiðnaðarins til þurfandi sjúklinga. Fyrirbæri eins og næringarfræði, fæðubótarefni og óhefðbundin læknisfræði eru að mestu leyti hundsuð. Næringardeildir sömu skóla kenna að næringarfræðin – þessi u.þ.b. 300 ára gamla vísindagrein – sé hin eini sanni heilsubrunnur. Að þeirra dómri byggist heilsan á því að borða vítamín, steinefni og önnur næringarefni í réttum hlutföll- um. Fyrirbæri eins og læknisfræði, lækningajurtir og aðrar óhefðbundn- ar náttúrulegar afurðir eru að mestu leyti hundsaðar. Þrátt fyrir allt gort um eigið ágæti er óhrekjanleg staðreynd að hvorki læknisfræðin né næringarfræðin hafa undir höndum eitt einasta notadrjúgt vopn í baráttuni við hættulegasta sjúkdómsfaraldur sögunnar! Ekki svo að skilja að læknar og lyfjaiðnaðurinn hafi ekki reynt. Er ekki tími hér til að rifja upp þann sorgarferil lífshættulegra og vita- gagnslausu gerviefna sem lyfjaiðnað- ur nútímans hefur prangað inn á þá sem áttu þá ósk heitasta að losna við fáein aukakíló, allt frá eiturlyfjum á borð við amfetamín upp í fenfenið á 10. áratugnum sem talið er hafa vald- ið stærsta faraldri hjartalokuskaða í heiminum fyrr og síðar!! Þetta eru sorglegar staðreyndir í ljósi þess að aðeins á allra síðustu ár- um hafa alvarlegustu afleiðingar offi- tufaraldursins komið í ljós. Ekki að- eins aukast líkurnar á lífshættulegum fylgikvillum óðfluga með auknu fitu- hlutfalli líkamans heldur er nú ljóst að vanabindandi draslmatur og aðrar lífshættulegar venjur draga ekki að- eins foreldrana, heldur yngri og yngri börn þeirra öfugum megin við járn- tjaldið! Ísland er lifandi dæmi um þessa öf- ugþróun. Aðeins á allra síðustu árum er offitufaraldurinn kominn á það stig að ekki aðeins þeir sem eru að komast á miðjan aldur, heldur og táningar og jafnvel börn á Íslandi verða í vaxandi mæli fórnarlömb þessa óhugnanlega menningarsjúkdóms! III. Vakningin! Allir vita að besta leiðin til að forð- ast sjúkdóma er heilbrigt líf með nátt- úrulegum mat og drykk, nægri hreyf- ingu, lífsstíl þar sem slökun og lífsgleði ráða ríkjum og með því að forðast skaðvalda á borð við drasl- fæði, ónáttúruleg matvæli, gervilyf og óeðlilegar fíknir í öllum myndum. Enda þótt hollt líferni afstýri þorra sjúkdóma fyrirbyggja þeir aldrei þá alla. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þurfum við alltaf lækningu og lyf. Spurningin er aðeins hvers konar lækningu og hvers konar lyf. Eins og svo oft áður hættir okkur til að leita langt yfir skammt. Þess í stað ættum við rifja lítillega upp eigin sögu. Hvað gerðu formæður okkar og forfeður þegar sjúkdóma bar að höndum? Þau notuðu fæðubótarefni: rætur, stilka, blóm og blöð af jurtum (og sitthvað úr ríki dýranna eins og lýsi). Þessar lækningar ekki aðeins virkuðu, heldur voru svo kröftugar að konur (og karlar í minna mæli nema á örfáum stöðum, þ. á m. á Íslandi) voru öldum saman brenndar á báli fyrir það eitt að hafa í fórum sínum kunn- áttu sem yfirvöld töldu of magnaða til að geta komið úr nema einni átt: Frá djöflinum. List grasakvenna og grasalækna fortíðar eru elsta vísindagrein á jörð- inni og jafnframt stærsta framlag konunnar til vísindaframfara í sög- unni? Grasalækningar eru ekki 300 eða 3.000 ára, heldur a.m.k. 300,000 ára gamlar. Öll þekktustu fæðubót- arefni heims ásamt með ýmsum kröftugustu afurðum lyfjaiðnaðarins eru byggðar á þessari þekkingu. Frá örófi alda fóru þessar formæð- ur okkar – því þær þurftu að sjá um börnin, þá sjúku og særðu, á meðan karlarnir voru í burtu á veiðum eða í stríði – niður á strandirnar, inn í skóg- ana og upp á heiðarnar í leit að ein- hverju sem gat fengið börnin til að hætta að gráta, grætt sár og drepið matarlyst svo eitthvað sé nefnt! Það furðulega var að hvarvetna í nátt- úrunni fundu þær meðul sem virk- uðu... og virka enn! Öfugt við gervilyfin, sem eðli sam- kvæmt eru aðskotaefni og því eitur í náttúrunni og líkama okkar, með öll- um sínum óvæntu og oft hörmulegu aukaverkunum – eru þessi jurtalyf ekki aðeins virk, heldur og fullkom- lega náttúruleg. Ekki aðeins það, heldur er saga þeirra, virkni ásamt með hvers konar jákvæðum og nei- kvæðum hliðarverkunum, ítarlega kortlögð ekki með tilraunum á dýrum í rannsóknastofum, heldur með þeirri einu rannsókn sem tekur af öll tví- mæli um skaðsemi og skaðleysi: Al- mennri neyslu í mannlegu samfélagi oft svo öldum, jafnvel árþúsundum, skiptir! Lykillinn En fæðubótarefnin eru ekki eini lykillinn að sjúkdómavörnum. Nær- HEILNÆMISBYLTINGIN Jón Óttar Ragnarsson Kjarni málsins eru ekki lyf , vítamín eða jafnvel fæðubótarefni, segir Jón Óttar Ragnarsson, heldur sú staðreynd, að þú einn getur tekið ábyrgð á eigin heilsu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.