Morgunblaðið - 14.04.2002, Síða 36

Morgunblaðið - 14.04.2002, Síða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jón Jóhannes-son fæddist í Múlakoti í Lundar- reykjadal 22. nóv- ember 1905. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut 2. apríl 2002. Foreldrar hans voru Jóhannes Jónsson, f. 10.9. 1870, d. 30.11. 1937, bóndi í Múla- koti í Lundar- reykjadal, ættaður frá Kollslæk í Hálsasveit, og Helga Þórðardóttir, f. 4.12. 1876, d. 6.12. 1960, fædd í Brekkukoti í Reykholtsdal, ætt- uð frá Kjalvararstöðum í Reyk- holtsdal. Systkini Jóns eru Halldóra f. 2.11. 1898, d. 27.10. 1991; Ingi- björg, f. 21.1. 1900, d. 22.1. sama ár; Þórður, f. 6.2. 1901, d. 1.6. 1986; Guðlaug, f. 4.5. 1902, d. 20.2. 1937. Þau eignuðust þrjú börn og 10 barnabörn; 2) Gunnar Örn, f. 29.10. 1944, kvæntur Jennu Kristínu Bogadóttur, f. 5.3. 1947. Þau eiga þrjú börn og fjögur barnabörn; 3) Garðar Val- ur, f. 9.12. 1954. Fyrri kona hans er Eyrún Kristinsdóttir, f. 10.1. 1955, þau eignuðust þrjú börn og eitt barnabarn. Seinni kona hans er Ingibjörg F. Ottesen, f. 28.5. 1948, þau eiga einn son. Jón lærði járnsmíði hjá Ingi- mar Aðalsteinssyni og Kristófer Eyjólfssyni og stundaði nám í Iðnskólanum. Að námi loknu starfaði hann í ýmsum járnsmiðj- um en í 30 ár starfaði Jón í Landssmiðjunni eða þar til hann hætti störfum vegna aldurs. Árið 1950 reistu þau hjónin hús við Laugateig 36 þar sem þau bjuggu allan sinn búskap. Þegar Jón seldi húsið á Laugat- eignum fluttist hann á Kirkju- teig 23 en þar bjó hann þar til hann fluttist á Hrafnistu árið 1992, þar sem hann naut góðs at- lætis uns yfir lauk. Útför Jóns verður gerð frá Laugarneskirkju á morgun, mánudaginn 15. apríl, og hefst athöfnin klukkan 13.30. 28.9. 1990; Kristinn f. 21.10. 1904, d. 18.1. 1986; Guðbjörg, f. 3.3. 1907, búsett á Selfossi; Guðmundur, f. 10.7. 1908, d. 24.7. sama ár; Haraldur, f. 17.2. 1910, d. 16.8. 1982; Steinólfur, f, 27.9. 1914, búsettur í Reykjavík. Jón kvæntist 24. desember 1932 Guð- laugu Friðjónsdóttur frá Hólum í Hvammssveit í Dala- sýslu, f. 7.6. 1912, d. 13.5. 1965. Foreldrar hennar voru Friðjón Sæmundsson frá Hólum í Hvammssveit, f. 17.11. 1874, d. 11.8. 1938, og Elín Kristín Jónsdóttir frá Hellis- sandi, f. 18.8. 1880, d. 17.7. 1920. Börn Jóns og Guðlaugar eru: 1) Kristinn Ástráður, fæddur 2.4. 1936, d. 28.1. 1977, kvæntur Jónu Þórunni Jónasdóttur, f. Nú héðan á burt í friði ég fer, ó faðir, að vilja þínum. Í hug er mér rótt og hjartað er, af harminum læknað sínum. Sem hést þú mér Drottinn, hægan blund, ég hlýt nú í dauða mínum. (H.H.) Nú er tengdafaðir minn farinn, laus úr viðjum gamals og slitins lík- ama sem ekki bar hann uppi lengur á 97. aldursári. Blessuð sé minning hans. Mér er enn í fersku minni þegar ég hitti hann í fyrsta sinn fyrir réttum 35 árum á heimili hans, mér fannst hann taka mér frekar fálega. Við fyrstu kynni þótti mér fremur þungt yfir honum og ég komst að því við nánari kynni að Jón var enginn gleðimaður, en hann var traustur og vænn maður. Hann leitaði ekki eftir hylli margmennis og líkaði fábreytnin best, en hann annaðist fjölskyldu sína af ótrúlegum dugnaði og ósérhlífni. Jón kynntist mótlæti lífsins snemma. Hann fæddist í. Múlakoti í Lundarreykjadal inn í stóran systk- inahóp, var einn af yngri börnunum í 10 systkina hópi. Faðir hans Jóhann- es Jónsson sem var annálaður dugn- aðarforkur af sveitungum sínum og móðir hans Helga Þórðardóttir urðu þó að láta í minni pokann fyrir ofurefli erfiðra lífskjara og leiðir þeirra skildu er Jón var aðeins fimm ára gamall. Þau höfðu eignast tíu börn á 16 árum og tvö þeirra létust nýfædd. Þegar fjölskyldan sundraðist fór faðirinn í vinnumennsku í næstu sveit og yngsta barnið fylgdi móðurinni sem hafði alið með sér þann draum að flytjast til vesturheims í eftirfylgd annarra náinna ættingja. Þetta var hennar einkadraumur sem eiginmað- urinn og faðirinn deildi ekki með henni, hans líf var hér heima í sveit- inni þannig að leiðir þeirra skildu á þessum árum. Hún fór suður og aust- ur með landi með yngsta barnið á leið sinni til fyrirheitna landsins en lengra lá leiðin ekki í þá áttina, það var of erfitt að slíta öll þau bönd sem bundu. Með Jóni varð einnig eftir fullorðin kona í Múlakoti, þegar breytingarnar áttu sér stað og við búinu tóku ung hjón. Við Jón áttum stundum tal sam- an um gamla tímann, eitt sinn sagði hann mér að ef ekki hefði verið fyrir þessa gömlu konu þá hefði líf hans á þessum tíma verið mun erfiðara, en gamla konan lét sér mjög annt um litla drenginn og stakk undan mat- arbita fyrir hann þegar færi gafst. Á þessum árum gat fólk ekki leyft sér að bruðla með nokkurn hlut og allra síst mat sem gat stundum verið af skornum skammti. Jón fór frá Múlakoti að Augastöð- um í Hálsasveit og átti þar flest sín uppvaxtarár. Hann talaði af hlýju og þakklæti um heimilisfólk þar á bæ. Þegar Jón var um sjötugt fórum við með honum að Augastöðum og það var merkilegt að koma þar fyrir okk- ur borgarbörnin því enn stóð gamli bærinn með nýrra svefnlofti við hlið- ina. Það var eins og að ganga aftur í gamla tímann, moldargólf var í gamla húsinu og margt sem minnti á liðinn tíma. Hann kynntist konu sinni Guð- laugu Friðjónsdóttur á Gilsbakka í Hvítársíðu þar sem þau voru bæði í vinnumennsku. Hún var mikið elskuð og virt af fjölskyldu og vinum, en dó langt um aldur fram, aðeins rúmlega fimmtug. Þau bjuggu lengst af heima á Laugateigi í Reykjavík í húsi því sem þau komu yfir sig og syni sína þrjá. Heimilið bar stórhug þeirra og myndarskap vitni. Það kom best fram í veikindum hennar hvern mann Jón hafði að geyma. Hann sýndi þar best kærleikann og umhyggjuna sem hann bar fyrir henni. Guðlaug var ættuð frá Hólum í Hvammsveit, yngst í systkinahópn- um. Hún naut hylli systkina og vina sinna, en hún missti móður sína ung sem varð til þess að hún átti einnig sína aðra fjölskyldu í Vogum á Vatns- leysuströnd hjá þeim hjónum Klem- ens og Maríu sem hafði verið náin vin- kona móður hennar. Þessi vinátta hélst alla tíð. Eitt sinn er þau hjón Jón og Guð- laug voru stödd í Vogum með einn af sonum sínum kornungan veiktist drengurinn hastarlega og var talinn í hættu, þannig að ná varð í lyf til Keflavíkur. Þá voru engin ráð önnur en að Jón gekk þessa leið eftir lyfjum fyrir soninn. Árin eftir að þau komu í bæinn voru baráttuár, því þá varð Jón fyrir því að fá berkla, þennan sjúkdóm sem dró margan til dauða og hafði eyði- leggjandi áhrif á líf annarra. Hann dvaldi á Vífilsstöðum um langan tíma og náði að vinna bug á sjúkdómnum. Jón fór í Iðnskólann og náði sér í járn- smíðamenntun, við þá iðn vann hann síðan um áratuga skeið, lengstum í Landsmiðjunni. Þau hjón eignuðust þrjá syni. Elsti sonurinn, Kristinn Ástráður, dó frá konu og þremur ungum börnum að- eins 40 ára að aldri. Þessi sorgarat- burður hafði mikil áhrif á Jón, sem þá hafði verið ekkill um margra ára skeið. Jón vann verk sín í kyrrþey. Þegar einhver af sonunum eða vinunum þurfti aðstoð sem hann gat veitt þá var hann kominn og taldi ekki erf- iðisvinnuna eftir sér ef hann lagði öðr- um lið með henni. Allir þrír synir hans fengu notið að- stoðar hans þegar kom að því að reisa sér þak yfir höfuðið. Hann mætti óbeðinn með verkfæratöskurnar sín- ar og fór að vinna. Hann átti það til að ganga úr bænum til Halldóru systur sinnar í Mosfellssveit eða til Garðars sonar síns á Kjalarnesi þegar hann var að byggja, til að rétta hjálpar- hönd. Nýtnin samhliða hjálpseminni var honum í blóð borin, þegar einn sona hans var að byrja að klæða þakið á framtíðarheimilinu kom faðir hans til hans með fjóra plastpoka fulla af nöglum sem hann hafði tínt upp eftir yngra fólkið sem var að naglhreinsa, hann hafði rétt þá alla við og nú var hægt að nota þá aftur. Daglega gekk hann til og frá vinnu úr Laugarnesinu í bæinn og skipti þá engu þótt bíll stæði við dyrnar heima seinni árin. Síðustu árin hans á Dvalarheim- ilinu Hrafnistu var vel hugsað um hann. Hann varð æ ófúsari að fara út af Hrafnistu eftir því sem árin liðu. Lengi vel var hægt að fá hann til að koma heim í helgarheimsóknir en þar kom að hann fann sig ekki lengur í því. Garðar og Ingibjörg náðu þó að fá hann með í ferð í Borgarfjörðinn eftir að Hvalfjarðargöngin opnuðu og veitti það honum ómælda ánægju. Jón var ern andlega og hefði margur yngri maðurinn getað verið stoltur af skýrleik andans þar, en líkaminn gaf JÓN JÓHANNESSON ✝ Ingvar Guð-mundur Sig- urðsson fæddist í Innri-Njarðvík 19.8. 1955. Hann lést á Cape Coral í Flór- ída 30.3. 2002. For- eldrar Ingvars voru Sigurður B. Hall- dórsson, f. 13.5. 1913 á Rauðasandi í V-Barðastranda- sýslu, og Elsebeth María Jacobsen, f. 26.1. 1919 í Færeyj- um, d. 19.12. 1993. Systkini Ingvars eru: Sigurður, slökkviliðsmaður á Keflavíkurflugvelli, f. 15.11. 1940, eiginkona hans er Guðríður Helgadóttir kennari, þau búa í Innri-Njarðvík, börn þeirra eru Ingvar ólst upp í Innri-Njarð- vík fram á unglingsár. Varð gagnfræðingur frá Hlíðardals- skóla í Ölfusi, fór síðan til náms við Newbold College á Englandi, þaðan til Alberta, Kanada, fer síðan til Bandaríkjanna og hefur nám við Andrews háskóla í Mic- higan, og lýkur þaðan MA-prófi í fjölskylduráðgjöf árið 1983. Árið 1995 lýkur Ingvar námi í hjúkrunarfræðum við Rock Vall- eye háskóla, Rockford, Illinois. Auk starfa við fjölskylduráðgjöf og hjúkrun kenndi Ingvar lækna- nemum viðtalstækni við Illinois- háskólann, einnig var hann leið- beinandi nemanda í mastersnámi í sálarfræði við Northeastern Ill- inois háskólann. Síðan vann Ingv- ar sem deildarhjúkrunarfræðing- ur við áfallahjálp á bráðamóttöku barna við Ruth Cooper Center í Fort Meyers, Flórída. Útför Ingvars fer fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju á morg- un, mánudaginn 15. apríl, og hefst athöfnin klukkan 15. tvö, auk þess á Sig- urður eina dóttur; Elsa ljósmóðir, f. 3.1. 1942, eiginmaður hennar er Kristian Rasmussen verkfræð- ingur, þau búa í Fær- eyjum, börn þeirra eru þrjú. Bergdís hjúkrunarfræðingur, f. 27.11. 1947, eigin- maður hennar er Smári Sveinsson hóp- ferðabílstjóri, þau búa í Þorlákshöfn, synir þeirra eru þrír. Ingvar kvæntist 8.7. 1984 Joselyn Penaloza frá Bandaríkjunum, sonur þeirra er Christopher Kyle, f. 2.2. 1991. Ingvar og Joselyn slitu samvist- um. Þegar ég ók suður með sjó á dög- unum skipti fjórum sinnum um veð- urlag á leiðinni. Mér varð hugsað: svona er lífshlaup okkar, ýmist skin eða skúrir. Mig setti hljóða er ég heyrði að Ingvar Sigurðsson frændi minn væri allur.Það heyrist oft sagt að þeir, sem guðirnir elska, deyi ungir. Mér finnst að þessi góði frændi hefði átt að fá að lifa miklu lengur. Ég kynnt- ist Ingvari best, þegar hann bjó hjá okkur fyrir átján árum. Gleði, hlý- hugur og mildi bjó í þessum frekar hávaxna glæsilega manni, sem hann deildi með okkur öllum, sem í kring- um hann vorum. Þessa hlýju og alúð erfði hann frá báðum foreldrum sín- um. Já, okkur þótti mjög vænt um Ingvar, annað var ekki hægt. Hjálp- legur var hann við frænku sína, til dæmis þegar snjóaði, þá mokaði hann alltaf tröppurnar óbeðinn. Hér á landi kvæntist Ingvar Josie, en þau bjuggu hér um eins árs skeið. Annars var hann lærður í sínum fræðum í Ameríku og var þar í ára- raðir. Oft sagði hann okkur frá störf- um sínum þar, hve yfirgripsmikil þau væru og erfið. Eitt er víst að hann lagði sig allan fram í starfi sínu og gaf hug sinn og hjarta í að gera öðr- um gott. Josie og Ingvar eignuðust soninn Christopher, sem er 11 ára. Þau skipti sem Ingvar kom til landsins heimsótti hann okkur og þá var hlýja brosið hans það fyrsta sem ég sá og síðan „hvað segirðu elskan“ og svo framvegis. Ég mun sakna þess. For- eldrum sínum var hann góður sonur en móðir hans er látin. Aldraður fað- ir og systkinin geyma minningu um góðan dreng og við hin líka. Guð geymi þig, elsku frændi. Hvíl í friði. Guðríður. Hver morgunn nýr, hugvekjur Jónasar heitins Gíslasonar vígslu- biskups í Skálholti, er einstök bók. Þar tekur hann fyrir alla helgidaga ársins með skírskotun kristinnar trúar til nútímans. Ein fjallar um hvort nafn þitt sé skráð í Lífsins bók. Mikið held ég vér yrðum undrandi, ef vér flettum Lífsins bók, er geymir nöfn þeirra, sem lofsyngja lambinu í hvítklæddum skaranum á himnum. Þar ber lítið á mörgum þeim valdsmönnum veraldar er skreyta spjöld sögunnar. Meir á nöfnum þeirra, er fáir tóku eftir hversdagslega. Þeir þjónuðu Guði í kyrrþey og vöktu sjaldan athygli fjöldans. Einn af þeim sem nú hafa fengið nafn sitt skráð í Lífsins bók er frændi okkar Ingvar Guðmundur Sigurðsson. Ljúflingurinn sem dvaldi fjarri átthögum sínum stóran hluta ævinnar. Ljúflingurinn sem menntaði sig til að þjóna öðrum en gleymdi sjálfum sér. Hann skildi að fullkomið frelsi verður aðeins fundið í fullkominni þjónustu. Ingvar frændi var fallegur og svip- hreinn maður með mýkt og glaðlyndi augna og bross. Mótaður af vest- firskum og færeyskum dugnaði. Hann var yngsta barn heiðurs- hjónanna Maríu J. Halldórsson og föðurbróður okkar Sigurðar Hall- dórssonar. Umvafinn ástúð foreldra og eldri systkina ólst Ingvar upp í Innri- Njarðvík. Aðeins sautján ára gamall hleypti hann heimdraganum og hélt á skóla til Englands, þar dvaldi hann í þrjú ár. Eftir Englandsdvölina var stefnan sett á fyrirheitna landið, Am- eríku. Þar dvaldi Ingvar við nám og störf þar til hann lést. Fyrst mennt- aði hann sig sem sálfræðingur, síðar bættist hjúkrunarfræðin við. Þannig var Ingvar, hann týndi aldrei ein- staklingnum, fyrir honum var hver sérstakur, en sérstakastur var sonur hans Christopher sem nú sér á eftir föður sínum langt um aldur fram. Oft verður vík milli vina þegar fólk dvelst langdvölum erlendis. Það var Ingvari örugglega mikið gleðiefni er hann dvaldi hér heima í eitt ár með konu sinni. En ungu hjónin ákváðu að setjast að fyrir vestan. Með ár- unum urðu heimkomurnar strjálli, réðu þar mestu um breyttar aðstæð- ur en þau hjón slitu samvistum. Í hönd fóru erfiðleikar og frænda okk- ar var í raun fórnað í nafni dóms og laga. Friður Guðs. Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á guð og trúið á mig. Í húsi föður míns eru margar vistarverur. Væri ekki svo, hefði ég þá sagt yður, að ég færi burt að búa yður stað? … Frið læt ég eftir hjá yður, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist. (Jóh. 14:1–2.27) Ingvar er farinn til Guðs. Hann hefur á sinn ljúfa hátt sagt við Lykla- Pétur: Ljúktu upp fyrir mér. Mér er boðið í himin Guðs. Og Pétur hefur auðvitað lokið upp, því himnaríki er fyrir boðsgesti Jesú Krists og Ingvar var einn af þeim. Hann var boðsgestur Jesú Krists. Sigga föðurbróður okkar, Chri- stopher syni Ingvars, systkinum hans og fjölskyldunni allri sendum við samúðarkveðjur og biðjum þeim blessunar Guðs. Sigþrúður og Þuríður Ingimundardætur. Fjölskyldan stóð höggdofa 2. apríl síðastliðinn, þegar fréttin um lát Ingvars barst okkur. Þessi ljúfi mað- ur hafði verið hrifinn á brott skyndi- lega og óvænt. Fráfall Ingvars varð okkur mikið áfall. Ég, sem rita þessar línur, átti því láni að fagna að kynnast fjölskyldu Ingvars á mínum yngri árum og minnist ég margra gleðistunda á heimili hans. Húsið við Akurbraut 11 heitir Blómsturvellir. Þangað kom ég í fyrsta skipti á páskum árið 1964. Þá sá ég Ingvar sem ungan dreng, gest- ir voru á heimilinu og í sjónvarpinu var verið að sýna mynd úr lífi Jesú. Ingvari var mikið í mun að sýna ein- um gestinum, sem var jafnaldri hans, myndina. Þessu fyrstu kynni mín af Ingvari eru mér afar minnisstæð. Ingvar bjó yfir góðum frásagnar- hæfileika sem ég kunni vel að meta. Hann átti auðvelt með að hrífa mann INGVAR GUÐMUND- UR SIGURÐSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.