Morgunblaðið - 14.04.2002, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 14.04.2002, Qupperneq 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 37 sig smám saman, þannig að hans heimur var orðinn lítill hringur í kringum rúmið hans og það var orðið of langt að fara út á stétt að lokum. Við þökkum Guði samfylgdina við kæran föður, tengdaföður og afa. Jenna Kristín. Látinn er tengdafaðir minn, Jón Jóhannesson, á 97. aldursári. Jón var á níræðisaldri þegar ég kom inn í fjöl- skyldu hans, svo hvorki urðu kynni okkar löng né mikil, þó langar mig að minnast hans í örfáum orðum. Jón ólst upp í Borgarfirðinum, ungur var hann settur í fóstur eftir að heimilið flosnaði upp sökum fátæktar, og hefur reynsla þessi eflaust markað djúp spor í sálu lítils drengs og að ein- hverju leyti mótað persónuleika hans. Ekki finnst mér lífið hafa leikið við tengdapabba, kona hans Guðlaug Friðjónsdóttir lést þegar yngsti son- urinn var innan við fermingu og elsti sonur hans, Kristinn, dó um fertugt frá eiginkonu og þremur börnum. Jón var fámáll og virkaði ómann- blendinn, en hjálplegur með eindæm- um og nutu margir hjálpsemi hans, ekki síst synirnir þrír og mér er sagt að nokkrar ferðirnar hafi hann gengið úr Laugarnesinu upp í Mosfellssveit til að hjálpa systur sinni, Halldóru á Mosfelli. Þrátt fyrir að allar aðstæður og aðbúnaður hafi breyst til batnaðar á síðustu öld held ég að segja megi að þessi eiginleiki, þ.e.a.s. hjálpsemi við náungann, sé á miklu undanhaldi hjá íslenskri þjóð. Við fráfall Jóns er mér efst í huga hversu ern hann var og hve vel hann fylgdist með heimsmál- unum, alveg fram á síðasta dag. Jón var vistmaður á Hrafnistu síð- ustu tíu ár ævi sinnar og vil ég nota tækifærið og þakka starfsfólki alla aðhlynningu sem það veitti honum. Ég bið Guð að blessa minningu Jóns Jóhannessonar. Ingibjörg F. Ottesen. Elskulegur afi minn er sofnaður svefninum langa. Minningin um hann er – þægileg – stöðugleiki – hann og amma Ella alltaf um helgar hjá okkur – hann í köflóttri skyrtu, gengur hæg- um skrefum – hljóðlátur og jánkar öllu sem unglingurinn spyr hann – sit- ur í sófastólnum með spenntar greip- ar og fer hring eftir hring með þum- alfingurna – á Kirkjuteignum í köflóttri skyrtu og flókaskóm – myrk- ur, því hann hafði lifað tímana tvenna og kunni að spara – Nóa-konfekt í eldri kantinum – með kaskeiti á litlu bláu Mözdunni á leiðinni… Eitt kvöld mun ég ganga til hvíldar þreyttur og þjáður, og þúsundir stjarna munu á himninum skína. Og þá mun ég hugsa um það allt, sem gerst hefur áður, og íhuga bljúgur og hreinskilinn tilveru mína. Og kringum minn banabeð fólkinu saman ég safna og segi því alla þá visku, sem lífið mér kenndi og öðrum má lýsa til einhverra friðsælli hafna, svo erindisleysu í veröld mig herrann ei sendi. (Steinn Steinarr.) Bryndís Mjöll Gunnarsdóttir. Nú ertu farinn, afi minn. Ég vil þakka þér allt og fyrir góðu dagana bæði á Laugateignum og í Hjalla- brekkunni. Það var alltaf gaman að heimsækja þig og margt að skoða. Þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa, þegar pabbi dó labbaðir þú frá Laugateign- um í Hjallabrekkuna til þess að klæða loftið í bílskúrnum sem var óklárað. Alltaf var gaman að tala við þig og eyddum við mörgum góðum tímum í að tala um störf okkar í Landssmiðj- unni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Megir þú hvíla í friði, afi minn. Jónas Þór Kristinsson. með sér, hvort sem hann sagði frá lífi sínu og starfi, einhverju skondnu at- viki eða spennandi kvikmynd sem hann hafði séð. Hann fylltist eldmóði þegar hann ræddi um kenningar uppeldisfræðinga og þá var eins gott að vera með á nótunum. Strax eftir stutta barnaskóladvöl fór hann á Hlíðardalsskóla og í fram- haldi af því lá leiðin til Englands en þar var hann við nám í eitt ár. Í Eng- landi kynntist hann stúlku frá Kan- ada en þau kynni áttu líklega stóran þátt í því að hann fór til Ameríku til frekara náms. Samband þeirra varð stutt. Snemma á námsárum sínum í Am- eríku kynntist Ingvar annarri stúlku og árið 1984 komu þau til Íslands til að giftast. Fjölskylda brúðarinnar kom til landsins til að vera viðstödd athöfnina. Þetta var góður tími og skemmtilegur. Við minnumst þessa tíma með ánægju. Á heitasta degi sumarsins, 8. júlí 1984, var brúð- kaupið haldið. Þau bjuggu í eitt ár í Reykjavík en síðan lá leiðin aftur til Ameríku – Chicago varð fyrir valinu. Þar eign- uðust þau drenginn Christopher Kyle sem var augasteinn föðurins allt frá fyrsta degi, reyndar snerist allt líf Ingvars um þennan litla dreng. Árið 1995 flutti fjölskyldan til Flórída til að vera í nálægð við tengdaforeldrana en þeir skipuðu ákaflega stóran sess í lífi þeirra. Í Flórída byggðu þau sér stórt og mikið hús þar sem þau bjuggu í um fjögur ár en þá skildu þau. Enn á ný byggði Ingvar sér fallegt hús og honum til mikillar gleði komu faðir hans, systir og eiginmaður hennar í heimsókn. Þá lék allt í lyndi. Ingvar var hamingjusamur í nýja húsinu ásamt sambýliskonu og syni hennar. Þetta var örskammt frá heimili sonarins en eins og Ingvar sagði: „Hvers get ég óskað mér frek- ar en að sjá drenginn minn á hverj- um degi?“ En lukkan er skammvinn og fyrr en varði varð hann að fara úr húsinu og finna sér nýjan samastað. Hinn 13. maí 1998 varð faðir hans 85 ára. Haldið var upp á afmælið í júlí. Ingvar kom heim til að fagna þessum tímamótum föður síns. Allar fréttir af Ingvari gegnum tíðina voru á einn veg – að hann bæði að heilsa og að allt gengi vel. Eins var í þetta skiptið þegar hann kom heim, þá var hann nýfráskilinn en lét ekki vita af því til að skyggja ekki á gleðina. Þannig var Ingvar, hugsaði fyrst og fremst um aðra en lét sjálfan sig sitja á hakanum. Ætlunin var að þeir feðgar kæmu í heimsókn í haust og tilhlökkunin var mikil en fljótt skipast veður í lofti. Á milli heimsálfa er langur vegur og fréttir af daglegu lífi einstaklings ekki miklar og því erfitt að gera sér grein fyrir raunverulegu aðstæðum. Þegar fjölskyldan fór út til að flytja jarðneskar leifar hans heim var það huggun harmi gegn að heyra í sam- starfsmönnum og félögum hans. Þetta fólk umgekkst hann daglega og þekkti hann vel. Hann var ákaf- lega vel liðinn, hvers manns hugljúfi sem vildi allt fyrir aðra gera. Sökn- uður þeirra er einnig mikill. Í nátt- borðsskúfunni hans var biblían og boxið frá móður hans með manna- kornunum. Ingvar var einlægur í sinni trú allt til æviloka. Það er erfitt fyrir aldraðan föður á ævikvöldi sínu að sjá á eftir yngsta barninu sínu. Elsku tengdapabbi, ég sendi þér hugheilar samúðarkveðjur. Missir þinn er mikill en minningin um þinn góða dreng mun ylja þér þína ævi- daga. Ég bið þér blessunar Guðs og minnstu þess að öll él birtir upp um síðir. Ég færi systkinum, sem misstu góðan bróður, svo og öðrum ættingj- um, innilegar samúðarkveðjur. Kahili Gibran segir: „Skoðaðu hug þinn vel þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur skoð- aðu þá hug þinn aftur og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ Að leiðarlokum vil ég þakka Ingv- ari fyrir einlægni og hlýju öll þessi ár. Við söknum þín öll óumræðilega mikið. Sofðu rótt, mágur. Guðríður Helgadóttir. Það var að kveldi 2. apríl sem við fengum hringingu sem enginn var tilbúinn að trúa. Uppáhalds frænd- inn sem bjó svo langt í burtu var far- inn í enn lengra ferðalag. Dauðinn kemur óumbeðinn þegar um ungt fólk er að ræða og eftir sitjum við með margar minningar sem nú fara í gegnum huga okkar. Ingvar fór ungur utan til náms og tók síðar ákvörðun um að vera frændinn okkar í útlöndum. Sam- verustundirnar voru því alltof fáar en ylja okkur nú um hjartarætur. Fyrst heimsóttum við Ingvar þar sem hann stundaði nám við And- rews-háskólann í Michigan í Banda- ríkjunum en í Chicago nokkrum ár- um síðar. Ævinlega munum við muna eftir Flórídaferðinni fyrir rúmum þremur árum með stelpurnar okkar fjórar, Ingvari og Christopher syni hans í skemmtigörðum í Orlando. Þetta voru yndislegir dagar og margt að sjá. Það var gaman að sjá hvað Ingv- ar var spenntur að sýna okkur nýja húsið sem hann var að byggja. Húsið var vel skipulagt með mikinn tilgang og mikla framtíðarsýn. Þarna átti að vera gaman og gott að búa en á bak- við allar hugmyndirnar var hugsunin um að geta tekið vel á móti fjölskyld- unni allri. Christopher átti að vera í þessu herbergi og ættingjarnir frá Íslandi í hinu. Það var hans draumur að öllum liði vel. En dagarnir í fal- lega húsinu urðu alltof fáir. Ingvar náði þó að fá aldraðan föður sinn og Elsu systur sína ásamt eiginmanni hennar í heimsókn. Daginn áður en við fengum frétt- irnar vorum við að tala um Ingvar. Hann ætlaði að koma í haust heim til Íslands ásamt syni sínum til að sýna honum snjóinn. Flórídaferðina átti síðan að endurtaka næsta vetur. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Það er trú okkar að Ingvar sofi svefni hinna réttlátu og sé laus við þá byrði sem á hann var lögð í þessu lífi. Við vitum að við munum sjá hann aft- ur þar sem við munum skoða nýja garða og nýja staði saman. Við mun- um hlæja eins og við gerðum í Flór- ída og rifja upp góðar stundir. Það var erfið ferð sem farin var til Flórída að sækja jarðneskar leifar Ingvars. Sólin skein bjart og hvert sólarlag minnti okkur á hann. Hinn 7. apríl héldum við minningarathöfn um Ingvar Sigurðsson í Fort Ma- yers. Fólk sem þekkti og starfaði með Ingvari streymdi að. Hans var sárt saknað. Elsku Ingvar, við munum aldrei gleyma þér. Við biðjum algóðan Guð að blessa og styrkja afa, pabba, Elsu, Dísu og Christopher. Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. (1. Korintubréf 13.4–8.) Þín frænka Hildur og Steinþór. Ingvar var góður maður, góður frændi. Alltaf hafði hann eitthvað til að segja frá. Sögur hans voru snið- ugar, spennandi og fyndnar, ég mun aldrei gleyma þeim. Ég hitti Ingvar síðast fyrir þrem- ur árum þegar ég og fjölskylda mín fórum í frí til Flórída. Við skemmtum okkur konunglega með honum og syni hans Christopher. Við fórum í skemmtigarða og ég man aðallega eftir því þegar hann vildi alltaf fara með mömmu í tækin því hún öskraði svo mikið. Og ég man hvað hann hló að því. Það var eins og mamma væri það fyndnasta sem hann hafði séð. Þótt ég hitti hann ekki oft hafði hann þau skringilegu áhrif að maður gleymir honum aldrei, það er eins og allt hafi gerst í gær. Mér þótti afar vænt um Ingvar og ég veit að við munum hittast aftur á himnum. Ingvar verður alltaf stór hluti af okkur, hluti af mér. Vertu sæll, Ingvar minn. Ég mun aldrei gleyma þér. Þín frænka, Lilja Karen Steinþórsdóttir. Þegar ég frétti um fráfall vinar míns Ingvars G. Sigurðssonar kom fyrst upp í huga mér að það væri mis- skipt mannanna böli. Þeir sem þekktu Ingvar hlutu að hrífast af elskulegu viðmóti hans og dreng- lyndi. Aldrei heyrði ég hann hatast út í nokkurn mann. Þvert á móti var hann eins umburðarlyndur og hugs- ast gat gagnvart þeim sem viku mis- jöfnu að honum. Vegna hins blíða og yndislega viðmóts voru fáir sem grunaði að þessi drengur hefði geng- ið í gegnum ótrúlegt mótlæti á lífs- leiðinni sem náði loks hámarki í sál- ardrepandi aðstæðum sem ég er sannfærður um að leiddu hann til dauða. Ég man fyrst eftir Ingvari í barna- skólanum í Njarðvík. Þar man ég eft- ir laglegum, lítillega stamandi drenghnokka með þykk gleraugu og spelku á fæti. Þrátt fyrir þessa lík- amlegu annmarka virtist hann glað- lyndur og tók allri stríðni án þess að gera mikið mál úr henni. Þegar ég kynntist honum síðar meir og spurði hann út í þessa tíma gerði hann lítið úr þessu. Hann hafði yfirunnið þetta allt saman. Það sem hann sagði fáum hins vegar var að það sem raunveru- lega hrjáði hann voru stöðugar áhyggjur af sjúkri móður hans sem honum fannst hann þurfa að aðstoða og leggja rækt við. Þessar áhyggjur ollu honum mörgum andvökunóttum og yfirgáfu aldrei huga hans á þeim tíma. Slík var tryggð og umhyggja hans fyrir móður sinni. Ingvar lagði snemma land undir fót. Hann kynntist snemma söfnuði sjöunda dags aðventista og fljótlega eftir nám á Hlíðardalsskóla fór hann til náms á Newbold College í Eng- landi. Þar kynntist hann fyrstu stóru ástinni í lífi sínu. Hún var frá Kanada og henni fylgdi hann þangað. Sú ást varð skammvinn og endaði með skip- broti sem lá þungt á honum í langan tíma á eftir. Eftir þá reynslu gat Ingvar ekki hugsað sér að snúa aftur til Íslands og vann fyrir sér með skógarhöggi í Kanada og síðar sem vaktmaður á stórum heimavistar- skóla. Á þessum tíma lenti Ingvar í ýmsum ævintýrum og öðlaðist lífs- reynslu sem herti hann og gerði hann enn sjálfstæðari en áður. Ingvar hafði alltaf ætlað sér að halda áfram námi. Leiðir okkar lágu aftur saman á Andrew-háskólanum í Michigan í Bandaríkjunum þar sem við námum báðir fjölskylduráðgjöf. Ingvar var góður námsmaður og lauk þar MA-prófi. Við lok þessa tíma kynntist hann konu af asísku foreldri og felldu þau hugi saman. Þau komu saman til Íslands þar sem þau unnu og giftu sig loks í litlu kirkjunni í Innri-Njarðvík, þar sem fjölskylda Ingvars býr. Engan sem viðstaddur var þá fallegu athöfn renndi grun í þá miklu erfiðleika sem þetta hjónaband átti eftir að færa Ingvari. Ungu hjónin fluttu til Chicago þar sem þau eignuðust yndislegan son sem nú lifir föður sinn. Þegar ungu hjónin voru búin að koma sér fyrir í nágrenni við foreldra brúðarinnar fór að bera á mislyndi hennar. Þetta mislyndi hennar ágerðist er fram liðu stundir og leitaði Ingvar til tengdaforeldranna í áhyggjum sín- um af konu sinni. Smám saman varð hann þess áskynja í samtölum við foreldra hennar að hún átti við lang- varandi þunglyndi að etja og hafði verið undir læknishendi í mörg ár. Hins vegar virtist hún hafa ráðið við sjúkdóminn um tíma og kynnst Ingv- ari á þeim tíma sem hún var við bestu heilsu. Þrátt fyrir aðstoð lækna og ástúðlegt viðmót eiginmannsins hélt heilsa eiginkonunnar áfram að versna og olli það eiginmanni hennar miklum áhyggjum. Að nokkrum ár- um liðnum fluttu foreldrar hennar til Flórída og færðu hjónin þá heimili sitt þangað einnig. Ingvar bætti við sig menntun í hjúkrunarfræðum og fékk full réttindi sem hjúkrunar- fræðingur auk þeirrar menntunar sem hann hafði í fjölskylduráðgjöf. Hann vann sig von bráðar í góða stöðu en konu hans hrakaði stöðugt og beindist biturð hennar æ meir að eiginmanninum. Svo kom að hún fór fram á skilnað og veitti Ingvar henni hann. Samkvæmt bandarískum lög- um hélt eiginkonan nýbyggðu húsi þeirra hjóna og naut þægilegra líf- eyrisgreiðslna og barnsmeðlags frá fyrrverandi eiginmanni sínum. Ingv- ari var ljúft að verða við kröfum hennar þar sem hann elskaði son sinn umfram allt annað og bar vel- ferð hans mjög fyrir brjósti. Í sam- tali mínu við hann á þeim tíma komst ég að því að mestallar tekjur þessa vinar míns fóru til heimilis fyrrver- andi eiginkonu og sonar. Þó tókst honum með elju að auka tekjur sínar og gera gott úr því sem hann hafði úr að spila. Þegar ljóst var að þessi góði drengur átti afgang af tekjum sínum gekk maður undir manns hönd að gera enn frekari kröfur á þennan vin minn og svo fór að framlög hans til fjölskyldunnar voru hækkuð eins mikið og talið var að hann frekast þyldi. Tilvera hans og tilgangur voru nú orðin þau ein að framfleyta þeim mæðginum. Ingvar tók öllu þessu mótlæti af sínu vel þjálfaða æðru- leysi og kom fram af ástúð og um- hyggju til síðasta dags. Síðasta dag- inn sem hann lifði átti hann með syni sínum sem hann elskaði umfram allt annað í lífinu. Ég veit að Ingvar átti í miklu sál- arstríði innra með sér. Öðrum megin hafsins var aldraður faðir hans sem hann hugsaði stöðugt til og systkini hans en hinumegin við hafið var son- urinn sem var augasteinninn hans. Þessi staða var ástand sem hann gat aldrei leyst úr. Hann varð að velja. Hann leit þannig á að ættingjar hans og vinir hér á landi gætu spjarað sig án hans en sonur hans þyrfti á hon- um að halda. Ingvar G. Sigurðsson sýndi þann innri styrk að láta ástúð og umhyggju ráða breytni sinni og varðveitti kærleika sinn við ótrúlega erfiðar aðstæður. Þannig lifði hann samkvæmur sjálfum sér allt til enda. Hann hætti aldrei að vera sá ynd- islegi vinur og félagi sem við þekkt- um sem héldum sambandi við hann. Það er sárara en tárum taki að kveðja þennan vin, en við huggum okkur við það að kærleikur hans frammi fyrir mótlæti verður okkur eilíf áminning um sigur mannsand- ans. Ég votta föður hans, systkinum og öðrum ættingjum mínar hugheilu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Árni Þór Hilmarsson. Enn einn maðurinn hefur fallið frá á besta aldri. Ingvar þekkti ég frá því hann var ungur piltur hér á Suður- nesjum og sé ég hann glöggt fyrir mér brosandi og blíðan, njótandi samvista, spjalls og gríns þótt hann gengi ekki heill til skógar. Síðar braggaðist hann og kynntumst við hjónin honum enn betur á Hlíðar- dalsskóla í og síðan á Newbold Col- lege í Englandi. Hann var þá sami gamli, góði Ingvar, en þó hraustari og færari um að taka þátt í líflegu umstangi og atgangi unglingsár- anna. Þótt leiðir okkar hafi ekki oft legið saman síðustu árin er okkur of- arlega í huga hlýlegt viðmót og vin- gjarnleiki þessarar viðkvæmu, dulu sálar sem hugsaði svo margt og hafði stundum skemmtilega og sérstaka sýn á lífið og tilveruna. Það var svo margt gott við Ingvar, enda var hann af góðu fólki kominn og eflaust hafa erfiðleikar hans í æsku gert hann að þeirri næmu persónu sem hann var. Í veikri trú og auðmýkt biðjum við Guð að styrkja ungan son, aldraðan föður, systkini og aðra ástvini Ingv- ars sem eiga eftir að syrgja, sakna og spyrja um langa tíð. Megi sá hinn sami gefa okkur hinum visku og ást- úð til að leggja græðandi smyrsl á hjartasárin. Kæru vinir, megi allar ljúfu minn- ingarnar um góðan dreng styrkja ykkur í þungum harmi. Blessuð sé minning Ingvars. Einar Valgeir og Karen Elizabeth.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.