Morgunblaðið - 14.04.2002, Síða 38

Morgunblaðið - 14.04.2002, Síða 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ                         ! "  #            !"# $ $ !%      % # $ &  '   $    $#()  & " *                                                                     !   ! " #  !  !" # $                                !   !"#$ %$$ &"$'(                         !" !#$% &$              !   ' !(  )((* + ,- #%)(" ,.( ) /-0 "((* !"  " ' !((*-                     !          !"     #$%  % &     '(  "  #)%   % #*%*$% +     ,    -    %   "  ""#  $% % $% &"'(  ()" ()""#  *&+ , -" ()""#  .  ()""#   ( *&+ ""#   /0(%"#    1/23"'(  (4  '( / ✝ Sigurður Frið-finnsson fæddist á Kjaransstöðum í Dýrafirði 26. mars 1916. Hann lést á heimili sínu 19. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðrún Jóhanna Jónsdóttir frá Grasi á Þingeyri, f. 17.9. 1885, d. 1.7. 1962, og Friðfinnur Þórðar- son frá Kjaransstöð- um, f. 22.2. 1877, d. 15.2. 1950. Eldri systkini Sigurðar voru Guðmundur Hermann; Sig- ríður Dagrún; Þórður Jakob og Friðgerður. Yngri voru þeir Óskar Jens, sem lést tveggja ára; Her- mann Bjarni; Óskar Jens; Sigurlíni Hannes; Guðjón Hreiðar og eftirlif- andi eru tveir bræður, þeir Gunnar og Elís Kjaran, báðir búsettir á Þingeyri. Sigurður kvæntist 25.12. 1946 Björnfríði Ólafíu Magnúsdóttur, f. 14.12. 1926. Foreldrar hennar voru Sigríður Sigurðardóttir og Magn- ús Einarsson. Börn Sigurðar og Björnfríðar eru: 1) Þórður Jakob, f. 21.6. 1946, fyrrverandi maki Ól- ína Sigríður Jónsdóttir. Þau eiga þrjár dætur; 2) Líni Hannes, f. 29.6. 1947, maki Gunnhildur Björk Elí- asdóttir. Þau eignust fimm börn, Þau eiga þrjú börn; 15) Smári, f. 10.11. 1964, maki Alda Ólfjörð Jónsdóttir. Þau eiga þrjú börn; 16) Þrúður Sjöfn, f. 22.2. 1967, maki José Luis Garcia. Þau eiga tvö börn; 17) Sigurborg Guðrún, f. 2.2. 1967. Fyrrverandi maki Axel Jesp- ersen. Þau eiga þrjú börn. Barna- börn Sigurðar og Björnfríðar eru 47 og barnabarnabörn 28. Sigurður ólst upp á Kjaransstöð- um hjá foreldrum sínum. Hann stundaði hefðbundið skólanám heima fyrir og var tvo vetur í skóla á Núpi. Hann stundaði nám við Bændaskólann á Hólum og útskrif- aðist þaðan sem búfræðingur árið 1942. Hann vann ýmis landbúnað- arstörf og tók þátt í Samvinnuút- gerð Dýrfirðinga. Um tíma sigldi hann á skipi þeirra Sæhrímni. Árið 1945 hóf Sigurður búskap með eig- inkonu sinni á Ketilseyri. Auk hefðbundins búskapar með kýr og kindur stundaði hann um tíma refarækt. Sigurður vann að upp- byggingu atvinnumála í Dýrafirð- inum, studdi við starfsemi Kaup- félags Dýrfirðinga, stundaði vélaútgerð og stofnaði síðan um reksturinn fyrirtækið Brautina sf. Árið 1997 stofnaði Sigurður ásamt tveimur sonum sínum verslunina Sandafell. Sigurður var í Búnaðar- félagi Þingeyrarhrepps í 63 ár og heiðursfélagi þar frá árinu 1987. Síðustu tvo áratugina lagði Sigurð- ur aðaláherslu á skógrækt og fékk hann viðurkenningu frá Skóg- ræktarfélagi Íslands fyrir störf sín. Útför Sigurðar fór fram frá Þingeyrarkirkju 24. febrúar síð- astliðinn. en sonur þeirra Hreið- ar Snær lést 4.1. 2002; 3) Guðfinna Sigríður, f. 15.5. 1949, maki Samúel Jón Guð- mundsson. Þau eiga fjögur börn; 4) Gunnar Gísli, f. 14.5. 1950; 5) Friðfinnur Sigurður, f. 20.5. 1951, maki Sig- ríður Helgadóttir. Þau eiga þrjú börn; 6) Sig- urbjörn Ingi, f. 29.7. 1952, maki Marta Bjarnadóttir. Sigur- björn á þrjú börn með fyrri eiginkonu sinni, Maríu Brink; 7) Magnús, f. 23.9. 1953, maki Sigríður Þórdís Ást- valdsdóttir. Þau eiga fjögur börn; 8) Rafn, f. 25.9. 1957. Fyrrverandi maki Soffía Steinunn Jónsdóttir. Hann á eina fósturdóttur; 9) Guðný Erla, f. 15.9. 1956, maki Jón Stein- ar Guðmundsson. Þau eiga tvö börn; 10) Jón Reynir, f. 10.9. 1957, maki Ingibjörg Ósk Vignisdóttir. Þau eiga tvær dætur; 11) Helga Björk, f. 7.4. 1959, maki Þórir Jens Ástvaldsson. Þau eiga þrjú börn; 12) Sunna Mjöll, f. 9.9. 1960, maki Sófus Oddur Guðmundsson, d. 1.2. 2002. Þau eiga þrjú börn; 13) Ósk- ar Jóhann, f. 7.6. 1962, maki Guð- björg Leifsdóttir. Þau eiga þrjár dætur; 14) Ómar Dýri, f. 8.7. 1963, maki Guðrún Íris Hreinsdóttir. Elsku afi. Mig tekur það sárt að hafa ekki getað verið viðstödd jarðarförina þína, en maður ræður víst ekki hve- nær kveðjustundina ber upp á. Mig langar að þakka þér fyrir all- ar góðu minningarnar, þær mun ég alltaf geyma. Ég hafði sérstaklega gaman af bíltúrunum með ykkur ömmu, sem voru stundum hálfgerð rússnesk rúlletta. En best var að sitja í ró og næði í eldhúsinu og spjalla, amma að prjóna og þú að taka í nefið. Þú varst alveg einstakur maður, afi, yndislega sérvitur, ákveðinn og þrjóskur sem naut. Besti afi í heimi. Ég sakna þín heilmikið en við eigum víst eftir að hittast einhvern tímann aftur. Takk fyrir allar samverustundirn- ar. Hvíl í friði. Þín Maríanna. Myndin af Sigurði Friðfinnssyni, tengdaföður mínum, er skýr í end- urminningunni. Hann var svipsterk- ur maður með mikið silfurlitt hár og skegg. Undir rólyndu yfirbragðinu var staðfastur maður sem hvikaði ekki frá sannfæringu sinni og skoð- unum. Hann var sanntrúaður fram- sóknarmaður og fulltrúi sinnar dug- miklu kynslóðar. Á heimili þeirra hjóna á Ketilseyri var oft gestkvæmt og við eldhúsborðið spunnust oft fjörugar umræður um landsins gagn og nauðsynjar. Stjórnmál, barna- uppeldi og hlutverk kynjanna voru vinsæl umræðuefni. Þegar umræður gerðust snarpar, þá batt Sigurður gjarnan enda á þær með því að lýsa skoðun sinni hægt og rólega með miklum sannfæringarkrafti. Sló hann þá stundum hnefanum létt í borðið til að leggja áherslu á orð sín og átti þar með síðasta orðið. Sigurður og Fríða eignuðust 17 börn á 23 árum. Þau hjónin voru samhent og með forsjálni og dugnaði tókst þeim, án utanaðkomandi hjálp- ar, að koma þeim öllum til manns. Sigurður var úrræðagóður og nýtti sér búfræðimenntun sína, keypti vinnuvélar og stofnaði í tengslum við það fyrirtæki, sem er ennþá starf- rækt. Þegar synirnir uxu úr grasi fóru þeir að vinna á vélunum, grafa áveituskurði og vinna ýmis verk sem til féllu. Sigurður las mikið og má segja að hann hafi verið alæta á bækur. Hann las ljóðabækur, bækur um garð- rækt, íslenskar og erlendar bók- menntir, bækur um dularfull fyrir- bæri og ýmislegt fleira. Hann hafði gaman af ljóðum og gerði sjálfur dá- lítið af því að setja saman vísur. Sigurður var eldhugi. Brúun Dýrafjarðar var einn af hans stóru draumum. Þegar kunngjört var að samkvæmt útreikningum verk- og tæknifræðinga væri fjörðurinn óbrúanlegur var Sigurður ekki sátt- ur við niðurstöðurnar. Með sinni al- kunnu þrjósku og sannfæringu fór hann á skektu útá fjörðinn og mældi sjálfur með bandi og lóði dýpt fjarð- arins. Að því loknu gerði hann sína eigin útreikninga. Með þá í fartesk- inu ásamt undirskriftum fjölda Vest- firðinga fór hann til Reykjavíkur og heimsótti hið háa Alþingi. Þar tókst honum að afla hugmyndum sínum fylgis. Brúunin varð að veruleika, þökk sé þrjósku og áræði manns sem trúði að allt væri mögulegt, ef viljinn væri fyrir hendi. Eftir að Sigurður hætti hefð- bundnum búskap varð trjárækt hans aðaláhugamál. Hann var sann- færður um að Ísland mætti klæða með skógi milli fjalls og fjöru. Þrátt fyrir að hann væri orðinn lélegur til gangs síðustu árin lét hann það ekki aftra sér frá stórum verkum. Á sumrin safnaði hann trjáfræjum sem hann sáði á veturna í stóra fiski- kassa og raðaði á stofugólfið á Ket- ilseyri. Á vorin plantaði hann ný- græðingunum í mjólkurfernur sem hann setti út garð. Með þessu móti fjölgaði hann plöntunum um fleiri þúsundir á hverju ári. Þessi „af- kvæmi“ hafa dreifst um allt land og meira að segja til skógarlandsins Noregs. Í dag er myndarlegur skóg- ur á Ketilseyri vitnisburður um djörfung og dugnað Sigurðar. Það er óhætt að segja að hann hafi verið frjósamur í orðsins fyllstu merk- ingu. Sigurður talaði oft um bruðlið í þjóðfélaginu og fannst slæmt að fólk væri of upptekið af lífsgæðakapp- hlaupinu. Hann og Fríða voru nægjusöm og þrátt fyrir að hafa marga munna að metta tókst þeim að leggja fyrir umtalsvert sparifé. Þegar allt stefndi í að togari Dýr- firðinga yrði seldur úr byggðarlag- inu og með honum allur kvótinn ákvað Sigurður að styrkja útgerð- arfélagið. Flestir töldu þetta glatað fé, en Sigurði fannst allt til vinnandi að halda togaranum. Þrátt fyrir góð- an vilja og framlög heimamanna fór þó svo að togarinn var seldur sem var mikið áfall fyrir íbúana. Sigurð- ur hafði mikla fyrirlitningu á kvóta- kerfinu. En örlögin geta verið kald- hæðin. Kerfið sem varð þess valdandi að lífsviðurværið var haft af byggðarlaginu færði Sigurði stórfé. Hann var ekki ánægður, þar sem ætlunin hafði verið að styrkja byggðina og tryggja afkomendum sínum aukið afkomuöryggi. Þegar Kaupfélag Dýrfirðinga hætti rekstri fékk Sigurður aftur tækifæri til að nýta féð á farsælan hátt og stofnaði verslunina Sandafell. Síðustu jól eru eftirminnileg fyrir margra hluta sakir. Þau héldum við með Sigurði, Fríðu og Gunnari á Ketilseyri. Þar ríkti gleði og frið- sæld og var þessi tími kærkomin hvíld frá streitunni og erlinum hér í Reykjavík. En skjótt skipast veður í lofti. Sorgin og áföllin voru skammt undan. Eftir áramótin varð eldsvoði á Þingeyri og Hreiðar Snær, son- arsonur Sigurðar, Ingibjörg kona hans og litli Leon Örn létust. Tæp- um mánuði síðar lést tengdasonur- inn Sófus í umferðarslysi. Sigurður bar ekki tilfinningar sín- ar á torg og talaði ekki mikið um trú- mál en hann trúði á góðan Guð. Hann var viðbúinn dauðanum og ef- laust hafa áföllin flýtt för hans. Síð- ustu stundina átti Sigurður með Fríðu sinni. Þau hjónin horfðu út um gluggann og dáðust að fegurð Dýra- fjarðarins. Sjórinn var spegilsléttur og fjörðurinn upplýstur í björtu tunglskininu. Þetta var fögur sjón og sú síðasta í lífi Sigurðar. Ég kveð Sigurð Friðfinnsson með þakklæti í huga fyrir allar samveru- stundirnar. Blessuð sé minning hans. Guðbjörg Leifsdóttir. SIGURÐUR FRIÐFINNSSON Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.