Morgunblaðið - 14.04.2002, Síða 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 41
minningarnar sem maður yljar sér
við þegar mann langar að vera
með ömmu. Hversu oft var maður
ekki búinn að sitja á Borgarbraut
30 og rabba um heima og geima,
og velta fyrir sér hvað sæist í boll-
anum. Eða brasa í Bakkakoti í
krókum og kimum sem virtust
vera óendanlegir, þaðan eru æv-
intýralegar æskuminningar. Ekki
er hægt að segja að það hafi verið
mikil lognmolla í kringum ömmu,
alltaf nóg af gestum og gangandi
og alltaf gaf hún sér tíma til að
sinna öllum. Oftar en ekki vakti
amma kátínu með skemmtilegum
athugasemdum og ógleymanlegum
hlátri. Elsku amma, þín er sárt
saknað en sú trú okkar að þú sért
nú komin til afa hjálpar okkur í
þessari sorg. Hvíl þú í friði.
Þínar
Sigríður og Rannveig.
Í örfáum orðum langar mig að
kveðja ömmusystur mína, hana
Stínu í Bakkakoti.
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson.)
Hafðu þökk fyrir allt og allt,
elsku Stína mín. Ég mun alltaf
minnast þín sem yndislegrar
frænku.
Þín
Helga Rannveig
Kristjánsdóttir.
Elsku Stína mín.
Ég fæ tár í augun að hugsa til
þess að þín nýtur ekki lengur við.
Ég á eftir að sakna þess að geta
ekki lengur kíkt inn á Borgar-
brautina og þegið kaffi og andlega
upplyftingu. Góða skapið þitt og
yndislegur húmor, sem allir elsk-
uðu, kom mér alltaf í gott skap. Á
annan dag páska kíkti ég í heim-
sókn. Við sátum við eldhúsborðið
og röðuðum vítamíntöflum í pillu-
kassann þinn fyrir vikuna. Við vor-
um báðar grunlausar um það að
einungis einnar pillu var óneytt.
Að morgni hafðir þú fyrirvaralaust
kvatt. Kannski táknrænt, því þú
varst ekki að velta þér upp úr smá-
atriðum eða formlegheitum. Þegar
ákvörðun var tekin var drifið í
hlutunum. En þú fékkst ósk þína
uppfyllta, að fá að sofna í hinsta
sinn í rúminu þínu heima. Ég veit
að það hefur verið stór vinahópur
sem tók á móti þér og að það hafa
verið líflegar móttökur, því það var
sjaldnast lognmolla í kringum þig í
góðra vina hópi. Ég og fjölskylda
mín kveðjum þig með söknuði og
sendum fjölskyldu þinni innilegar
samúðarkveðjur.
Guð blessi þig.
Þóra Sigríður.
Mig langar að minnast vinkonu
minnar hennar Stínu í örfáum orð-
um.
Ég kom til hennar reglulega
núna síðustu misserin sem hún
lifði og urðum við mjög nánar.
Stína var mjög heilsteypt mann-
eskja, var hreinskiptin, sagði sína
meiningu og dró ekki af.
Hún var ákaflega skemmtileg og
vinsæl, og átti sína tryggu vini. Við
áttum margar góðar samveru-
stundir yfir kaffibolla frammi í eld-
húsi hjá henni og síðan færðum við
okkur inn í stofu og þá tóku við
Borgfirskar æviskrár.
Hún kvaddi þennan heim einn
morguninn í rúminu sínu og þann-
ig var það best.
Ég votta aðstandendum hennar
mína dýpstu samúð.
Ég leitaði blárra blóma
að binda þér dálítinn sveig,
en fölleit kom nóttin og frostið kalt
á fegurstu blöðin hneig.
Og ég gat ei handsamað heldur
þá hljóma, sem flögruðu um mig,
því það voru allt saman orðlausir
draumar
um ástina, vorið og þig.
En bráðum fer sumar að sunnan
og syngur þér öll þau ljóð,
sem ég hefði kosið að kveða þér einn
um kvöldin sólbjört og hljóð.
Það varpar á veg þinn rósum
og vakir við rúmið þitt,
og leggur hóglátt að hjarta þínu
hvítasta blómið sitt.
(Tómas Guðmundsson.)
Blessuð sé minning Stínu frá
Bakkakoti.
Steinunn Pálsdóttir.
Kveðja frá leikdeild
Ungmennafélags
Stafholtstungna
Í vetur duldist engum þeim sem
hitti vinkonu okkar, Kristínu
Kristjánsdóttur eða Stínu í Bakka-
koti, eins og hún var jafnan kölluð
þó að flutt væri í Borgarnes, að
lífsklukka hennar var langt fram
gengin og því kom það ekki á óvart
að frétta lát hennar 3. apríl síðast-
liðinn. Líkaminn bar merki langrar
ævi starfa og annríkis, en hún var
óbuguð andlega, gat enn brugðið á
glens og brosið var einlægt og
hlýtt.
Því er það, að okkur finnst sem
við fráfall hennar sé slitinn enn
einn þeirra þráða sem tengja sam-
an liðna tíð og ókomna og skarð
komið í hópinn, er seint verði fyllt.
Með Stínu er horfin úr héraði
ein þeirra kvenna, sem í krafti
einbeitni og áhuga voru framar-
lega í félagsstarfi kvenna á svæð-
inu og settu með því svip á um-
hverfi sitt, stóðu að því að gefa
tilveru sveitafólksins lit og líf og
fórnuðu til þess mörgum stundum
eigin hvíldartíma. Hún var mjög
félagslynd og átti létt með að
vinna með fólki og því var það að
hún var oftar en ekki kölluð til
starfa, þegar mikið lá við um und-
irbúning jólaskemmtana, þorra-
blóta og annarra mannfagnaða
sveitunganna. Þó að hún ætti við
ákveðið vandamál að glíma vegna
málhömlunar, sem til dæmis stóð
í vegi þess að hún stigi á svið, þó
að allir sæju hæfileika hennar til
túlkunar, og væri þess vegna ekki
mikið fyrir að láta á sér bera, lét
hún það ekki aftra sér í því að
taka forystu, þegar þess gerðist
þörf, og ýta af stað og fylgja eftir
undirbúningi og framkvæmd
þeirra verkefna er á döfinni voru.
Má sem dæmi um þann hlut sem
hún átti að málum nefna, að hin
árlega jólagleði Kvenfélags Staf-
holtstungna hefur fyrir löngu hlot-
ið nafnið „Stínuballið“ og segir það
greinilega hverri fólk taldi að
þakka bæri að samkoman hélt velli
og ávann sér sess.
Sjálf kunni hún vel að gleðjast í
góðum hópi og naut sín þá vel, en
tíðum munu þó önnur verkefni er
snertu framkvæmd samkomunnar
fremur hafa tekið tíma hennar,
meðan samkoman stóð, en eigin
gleðskapur.
Þegar leikdeild Ungmennafélags
Stafholtstungna tók til starfa gerð-
ist Stína fljótlega þar hinn örugg-
asti liðsmaður og studdi deildina
og félaga hennar með ráðum og
dáð, bæði andlega með notalegri
hvatningu og uppörvun á æfingum
og fyrir sýningar og líkamlega með
kaffi og meðlæti, sem hún kom
með og var ekki við nögl skorið.
Hana skipti engu þó að æfing
stæði fram á nótt. Hún stóð sína
vakt meðan verið var að og margir,
sem titrandi af skrekk biðu þess að
stíga á svið, sóttu styrk til Stínu,
kaffisins hennar og einlægrar al-
úðar og slökuðu á við glaðvært og
hlýlegt spjall.
Um þetta eigum við öll, sem höf-
um verið með í starfi deildarinnar,
ljúfar og hlýjar minningar og
þökkum það innilega nú, þegar
leiðir skilja.
Við félagar leikdeildar lútum
höfði í þakklátri minningu um góða
vináttu og fórnfúst starf að sam-
eiginlegu áhugamáli og sendum
öllum aðstandendum einlægar
samúðarkveðjur. Megi minningin
verða deildinni og félögum hennar
örvun og styrkur til öflugra starfs
í framtíðinni.
Mannsævi er af-
markað og undarlegt
fyrirbæri, óendanlega
fjölbreytt, sé litið á
hana sem hluta af lífi
þjóðar. En hver maður
skynjar oftast sína eig-
in ævi sem röð margra daga, sem
flestir eru hver öðrum líkir, nema
hvað einstakir dagar koma inn á
milli, sem svo miklu breyta, að heim-
urinn virðist ekki samur á eftir í
huga manns.
Slíkur dagur varð hjá mér 1. októ-
ber 1924. Þá flutti ég búferlum, 12
ára gamall, með foreldrum og systk-
inum frá Höfða í Reykjavík á Vest-
urgötuna og gerðist vesturbæingur.
Höfði hét þá reyndar Héðinshöfði og
var á þeim tíma talsvert utan við
borgina. En öllu mikilvægara var, að
þann sama dag hófst nám í „Hinum
almenna menntaskóla í Reykjavík“,
sem nú er bara nefndur MR, en var
þá eini skólinn í landinu, sem útskrif-
aði stúdenta. Í einni svipan var ég
kominn í hóp 56 pilta og stúlkna,
sem voru að leggja á menntabraut-
ina. Síðan eru liðin 77 ár.
Skólinn hafði tvær kennslustofur
fyrir hvern árgang nemenda og með
því voru takmörk sett, hve marga
„lærða menn“ þjóðin gæti eignast.
Ég lenti í 1. bekk A, og þá kynntist
ég Úlfari Þórðarsyni. Við fylgdumst
síðan að til stúdentsprófs, nema
hvað hann kaus að fara í máladeild
en ég í hina nýju stærðfræðideild,
þegar komið var að 4. bekk.
Úlfar kom frá Kleppi, þar sem
eina geðveikrahæli landsins var.
Faðir hans var þar yfirlæknir, há-
menntaður og virtur maður. Hælið
hafði verið reist á einum afskekkt-
asta stað á Laugarnesi, og eins og til
var stofnað kom þangað fátt fólk,
þótt það væri ein stærsta stofnun
landsins. Þangað lá aðeins einn veg-
ur, en engir voru strætisvagnar og
bílar mjög fáir. Barnaskólar í
Reykjavík voru aðeins tveir, annar
við Tjörnina, hinn í Landakoti.
Börnin á Kleppi lærðu heima framan
af ævi.
Úlfar hafði því ekki setið á skóla-
bekk áður en hann kom í Mennta-
skólann. Hann var þá lítt agaður í
skipulegum námsvinnubrögðum, en
kvikur og átti ekki gott með að sitja
kyrr á botninum í kennslustundum.
En þetta var sem krydd í tilveruna
fyrir okkur bekkjarsystkinin, því að
hann var jafnframt svo klár í koll-
inum og fljóthuga, að af bar, og var
auk þess næmur fyrir hinu broslega
í tilverunni. Tilsvör hans við kenn-
arana voru oft frumleg og skemmti-
leg og báru vott um menningarlegar
aðstæður á æskuheimili hans.
En jafnframt var Úlfar glaðlynd-
ur, broshýr maður og ekkert fyrir
það að þrasa við aðra. Hann hefur
eflaust verið búinn að skynja nóg af
óhamingju annarra í nábýli við geð-
veikrahælið, til þess að láta ekki
smámuni angra sig.
Það var talsvert ferðalag í þá daga
að fara inn að Kleppi. Ég minnist
sérstaklega einnar ferðar þangað á
sunnudegi vorið 1927 ásamt öðrum
bekkjarbróður. Þá voru öll börn
læknishjónanna heima. Um eftir-
miðdaginn var eitt ríkulegt kaffiboð
að dönskum sið. Húsmóðirin fagra
var af dönskum ættum. Húsbændur
sátu hvort við sinn borðsenda og
hefðarbragur var á öllu. Að kaffi-
drykkju lokinni fór Þórður læknir í
broddi fylkingar með allan hópinn í
gönguferð út í Kleppsmýrina til þess
að skoða grös og skýra lögmál nátt-
úrulegra fyrirbæra fyrir okkur ung-
lingunum. Man ég vel að hann tók
þar sóldögg og skýrði, hvernig sú
planta færi að því að veiða flugur sér
til næringar.
ÚLFAR
ÞÓRÐARSON
✝ Úlfar Þórðarsonfæddist á Kleppi
2. ágúst 1911. Hann
lést á Landspítala –
háskólasjúkrahúsi
28. febrúar síðastlið-
inn og fór útför hans
fram frá Dómkirkj-
unni 8. mars.
Löngu seinna
skyggndist ég eftir sól-
dögginni á sama svæði,
en fann ekki. Þá var
búið að ræsa fram mýr-
ina og þurrka landið.
Eins og kunnugt er
voru framhaldsskólar
fyrr á árum ætlaðir
piltum eingöngu.
Námsefni og húsa-
kynni Menntaskólans
voru miðuð við það. Fá-
einar stúlkur voru
samt í Menntaskólan-
um á undan okkur, yf-
irleitt ein til þrjár í
hverjum árgangi, en nú brá svo við,
að í okkar árgangi urðu níu stúlkur
stúdentar. Það lífgaði óneitanlega
tilveruna og átti þátt í því, að við tók-
um síðar að hittast regulega einu
sinni á ári. Í þessum samkvæmum
þótti okkur Úlfar ómissandi með all-
an sinn ferskleika, sem hann bjó yfir
til hinsta dags.
Árið 1930 – á alþingishátíðarvor-
inu – urðum við stúdentar, alls 51, að
utanskólamönnum meðtöldum. Við
tókum þátt í hátíðinni í sérstökum
hópi. Þar voru einnig 227 erlendir
stúdentar frá Norðurlöndum, sem
komu hingað á stóru skemmtiferða-
skipi. Við ímynduðum okkur, að við
værum „stúdentar aldarinnar“. Kon-
ungur heimsótti okkur í tjaldborg
okkar í Hvannagjá á Þingvöllum. Al-
þingishátíðin 1930 var svo fjölsótt,
að segja mátti, að þá sæi íslenska
þjóðin sjálfa sig í fyrsta sinn. Þá
urðu á ný tímamót í lífi okkar ný-
stúdentanna. Menntaskólanámið var
að baki og eitthvað nýtt og örlaga-
ríkt framundan.
Nú er Úlfar horfinn okkur. Ég
veit að ég mæli fyrir munn bekkjar-
félaga okkar, er ég votta ástvinum
hans einlæga samúð.
Einar B. Pálsson.
Vinir og frændur Úlfars Þórðar-
sonar sögðu oft, er ég heyrði, að
hann væri engum líkur. Þetta var
ekki djúpt í árinni tekið. Margir eru
engum líkir, en eiga sér fátt til ágæt-
is. Mannkostir, jákvæð sérstaða og
raunar frægð Úlfars var með þeim
hætti, að hann vakti hvarvetna at-
hygli á mannfundum, málaðist
sterkustum litum fundarmanna og
hafði enda oftast orðið. Hann var
æðsti prestur heitu pottanna, sem
jafnvel Gunnlaugur bróðir hans varð
að lúta, meðan báðir lifðu. Hafði að
vísu minnkað vettvangurinn frá því,
að Úlfar setti Íslandsmet í sundi og
keppti á Ólympíuleikum.
Hann gat ættfært flesta Reykvík-
inga og alla Valsmenn og Húnvetn-
inga, hann þekkti öll loftför á hljóð-
inu, nafnspjöld náttúrunnar voru
honum opin bók, og hann þekkti alla
skriðdrekaforingja síðari heims-
styrjaldar frá von Reichenau til Pat-
tons. Sögur Úlfars voru með ólík-
indum. Þær voru nákvæmar,
fyndnar og dálítið absúrd, og þótt
þær ættu til að breytast dálítið við
endursögn voru þær sannar í höfuð-
atriðum.
Æviferill Úlfars er með sömu ólík-
indum. Fáir læknar síðari áratuga á
Íslandi hafa átt annríkara aðalstarf,
en auk þess tók hann að sér stærð-
arverkefni, sem snertu m.a. borgar-
mál, íþróttamál, flugmál og augn-
læknisþjónustu við dreifbýli.
Kunnugt er, að Úlfar dró stundum
upp eigið tékkhefti til að greiða iðn-
aðarmönnum, ef hægt gekk við
sundlaugarbyggingar í Laugardal
eða framkvæmdir á Hlíðarenda. Mér
er til efs, að hann hafi alltaf gert
reikning fyrir endurgjaldi. Ekki var
heldur alltaf gengið hart að sjúkling-
um eða flugliðum um greiðslu fyrir
þjónustu. Stundum datt manni í hug
pressarinn í Dúfnaveislunni.
Ættrækinn var Úlfar með af-
brigðum og leit á alla afkomendur
foreldra sinna sem eigin skjólstæð-
inga. Sumir þeirra missa líkt og ann-
an föður við fráfall Úlfars Þórðar-
sonar.
Þórður Harðarson.
Bústaður til flutnings
Til sölu ca 10 ára 50 fm sumarbústaður með 25 fm manngengu
svefnlofti. Góður stigi á milli hæða. Bústaðurinn er ekki fullbúinn.
Verð 2,9 millj.
Upplýsingar á Valhöll fasteignasölu, sími 588 4477.
Einnig veitir Bárður Tryggvason upplýsingar í síma 896 5221.
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
OPIÐ HÚS - Rofabær 43 - Falleg - 4ra
Í dag, sunnudag, frá kl. 14-16 sýna Linda og
Sæþór fallega og mjög vel skipulagða 96 fm
4ra herbergja endaíbúð á 3ju hæð (efstu) Ný-
leg mahóníeldhúsinnrétting með nýjum tækj-
um. Parket og flísar á gólfum. Stór og björt
stofa. 3 svefnherbergi á svefnherbergisgangi.
Nýlegt rafmagn, innihurðir og sólbekkir. Frá-
gangi á baðherbergi og skápum er ólokið. V.
12,3 m. 3150
Kransar - krossar
Kistuskeytingar • Samúðarvendir
Heimsendingarþjónusta
Eldriborgara afsláttur
Opið sun.-mið. til kl. 21
fim.-lau. til kl. 22