Morgunblaðið - 14.04.2002, Page 51

Morgunblaðið - 14.04.2002, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 51 DAGBÓK Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verður haldið föstudagskvöldið 19. apríl og laugardaginn 20. apríl í kórkjallara Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800. Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið Meðvirkni Stefán Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafi föstudaginn 26. apríl hefst helgarnámskeið í Aromatherapy Kennarar verða dr. Erwin Haringer læknir og Margret Demleitner, aromatherapist frá háskólasjúkrahúsinu í Munchen. Bæði fara um Evrópu til að kenna og halda fyrirlestra. Áframhaldandi nám verður í boði, með útskift í Aromatherapy (ilmolíufræði) Upplýsingar í Lífsskólanum sími 557 7070, fax 557 7011, lifskoli@simnet.is www.simnet.is/lifsskolinn AROMATHERAPYSKÓLI ÍSLANDS LÍFSSKÓLINN ILMOLÍUMEÐFERÐARSKÓLI Sími 557 7070 - Fax 557 7011 - lifskoli@simnet.is                              !"# $%%$ &'   ( $ )#  !$%%!*%%                       Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert sterkur og fastheld- inn á vini og kunningja og sýnir þeim líka mikla rækt- arsemi. Þú vilt frekar eyða tímanum með fáum vinum en mörgum kunningjum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ótrúlegasta fólk sækir í þig þessa dagana þér til lítillar ánægju svo nú þarftu að líta í eigin barm og komast að því hvað veldur þessari athygli. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þótt aðrir vilji velta sér upp úr fortíðinni er ekki þar með sagt að þú þurfir að gera það líka. Láttu aðra um sín mál og snúðu þér að öðru á meðan. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þótt forvitnin nagi þig skaltu hugsa þig tvisvar um áður en þú leitar upplýsinga því sann- leikurinn gæti komið illa á óvart. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er nauðsynlegt að gefa sér tíma af og til og rækta þau sambönd sem skipta máli. Ekkert er sjálfgefið í þeim efnum frekar en öðrum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Nú ætti að hýrna heldur bet- ur yfir þér því nú fer boltinn loksins að rúlla og þú munt eiginlega eiga fullt í fangi með að hafa stjórn á hlutunum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Láttu ekkert freista þín því þú gætir átt á hættu að missa mannorðið fyrir það. Staldr- aðu aðeins við og mundu að dómgreind þín hefur hingað til verið í lagi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú munt gera einhverjum smágreiða og átt eftir að undrast hversu mikið þakk- læti þér er sýnt og ekki bara núna heldur um ókomna framtíð. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú munt rekast á gamlan fé- laga þar sem þú áttir síst von á honum svo það verða fagn- aðarfundir. Láttu þér ekkert bregða þótt útlitið hafi breyst. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Hugsaðu alvarlega um að fjárfesta í því sem gefur vel af sér því það er aldrei of seint að búa í haginn fyrir rólegt ævikvöld. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú leitar lausnar á vandamáli en finnur hana ekki því þú ert of ákafur. Ef þú slakar aðeins á eru miklu meiri líkur á að þú dettir niður á lausnina. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Allt virðist vaxa þér í augum og fara í taugarnar á þér og að sjálfsögðu nærðu ekki tök- um á neinu. Hafðu hægt um þig þangað til þú nærð áttum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Einhver er aðgangsharður og vill komast nær þér en þú kærir þig um. Haltu fólki í þeirri fjarlægð sem þú vilt því engan varðar um þína einka- hagi. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ER Bridsfélag Reykjavíkur sterkasta bridsfélag í heimi? Sumir halda því fram, en á þessu stigi skiptir ekki höf- uðmáli að svara þeirri spurningu. Það eina sem máli skiptir hér og nú er þetta: Þú ert að spila hjá BR, í aðaltvímenningi fé- lagsins, og í vörninni eru margfaldir meistarar, inn- anlands og utan. Geturðu sviðið þá? Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠ D754 ♥ 52 ♦ DG5 ♣ÁKDG Suður ♠ ÁG102 ♥ KG108 ♦ Á984 ♣5 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 tígull 1 hjarta Dobl * Pass 1 spaði Pass 4 spaðar Allir pass Þetta eru sagnir. Það er greinilega gott að vestur á útspilið og eftir innhverfa íhugun velur hann tromp- sexuna. Þú átt leikinn. Lítið úr blindum eða drottningin? Ef austur á blankan kóng er rétt að setja lítinn spaða. En myndi vestur spila út sexunni frá 9863? Hvílík snilld það væri! Nei, kannski á hann kónginn þriðja, en spaðinn er varla 4-1. Svo það ætti að vera óhætt að fara upp með drottninguna. Austur er greinilega ekki ánægður, en lætur kónginn eftir nokkurt fum. Þú tekur þrjá slagi á spaða og í ljós kemur að vestur var að spila út frá 86, en austur hafði byrjað með kónginn þriðja. Næst er að spila laufi. Hyggstu henda tíglum eða hjörtum heima? Það er álitamál, því kannski er besti möguleik- inn á tólf slögum sá að aust- ur hafi byrjað með Dx í hjarta. En hitt er líka til í dæminu að vestur sé með 10x í tígli og þú tekur þann kostinn að henda þremur hjörtum. Í fjórða laufið kemur austur á óvart með því að henda tígli. Hvernig viltu nú ljúka verkinu? Norður ♠ D754 ♥ 52 ♦ DG5 ♣ÁKDG Vestur Austur ♠ 86 ♠ K93 ♥ ÁD643 ♥ 97 ♦ K ♦ 107632 ♣108742 ♣963 Suður ♠ ÁG102 ♥ KG108 ♦ Á984 ♣5 Þetta er einfalt: Vestur er upptalinn með 5-5 í hjarta og laufi og tvílit í spaða. Hann spilaði EKKI út ein- spilinu í tígli og skýringin á því getur bara verið ein – hann á kónginn blankan. Að því athuguðu spilarðu smáum tígli á ásinn og fellir kóngsa. Tólf slagir og þú sérð að þú ert að spila á rétt- um stað – í sterkasta brids- félagi heims. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson GULLBRÚÐKAUP. Í dag sunnudaginn 14. apríl eiga hjónin Ásta María Sölvadóttir og Hilmar Valdimarsson, Sólheimum 23, Reykjavík gullbrúðkaupsafmæli. Þau verða að heiman. 60 ÁRA afmæli. Þriðju-daginn 16. apríl verð- ur sextugur Almar Gríms- son lyfjafræðingur, Háa- hvammi 7, Hafnarfirði. Almar og kona hans Anna Björk Guðbjörnsdóttir bjóða vinum og vandamönn- um til fagnaðar á afmælis- deginum kl. 18 – 20 í Fé- lagsmiðstöð eldri borgara, Flatahrauni 3. Almar biður þá sem vilja gleðja hann að beina gjöfum til Sjóðs um líkn og forvarn- ir sjúkdóma reikn. Nr. 1101 05 415160 í Sparisjóði Hafn- arfjarðar. LJÓÐABROT Mansöngur úr Víglundarrímum Hver vill ræna hita frá heiðri sól um vorsins daga, sem lundi grænum logar á, í loftið vill hans greinar draga? ... Hver vill banna fjalli frá fljóti rás til sjávar hvetja? Veg það fann, sem manngi má móti neinar skorður setja. Hver má banna, að blómstur tvenn bindi saman heldar rætur og vaxi þannig saman senn sem náttúran vera lætur? Sigurður Breiðfjörð 60 ÁRA afmæli. HörðurÞórleifsson tann- læknir, Mosateigi 10, Akur- eyri, verður sextugur mánu- daginn 15. apríl. Hann og kona hans, Svanfríður Lar- sen, verða að heiman þann dag. 50 ÁRA afmæli. Í dagsunnudaginn 14. apr- íl er fimmtug Berta A. Tul- inius kennari, Laugateigi 50, Rvík. Berta verður upp í sveit á afmælisdaginn ásamt eiginmanni sinum Helga Halldórssyni og fjölskyldu.             e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Rf3 Bd7 6. Be2 Hc8 7. 0–0 a6 8. Kh1 Rge7 9. dxc5 Rg6 10. Be3 Rcxe5 11. Rxe5 Rxe5 12. b4 Be7 13. Rd2 Rc6 14. f4 Bf6 15. Hc1 0–0 16. Rf3 He8 17. a4 Dc7 18. Bd3 g6 19. b5 axb5 20. axb5 Re7 21. Bd4 Bg7 22. Dd2 f6 23. c4 dxc4 24. Bxc4 Rf5 25. Bg1 Hcd8 26. Da2 Dxf4 27. Rd4 Dg4. Staðan kom upp í fyrsta móti í bikarkeppni FIDE sem lauk fyrir skömmu í Dubai. Alexander Grischuk (2671) hafði hvítt gegn Teymour Radjabov (2599). 28. Hxf5! gxf5 29. c6 bxc6 30. bxc6 Bxc6 Slæmt væri 30... Bc8 vegna 31. Rxe6 Bxe6 32. Bxe6+ Kh8 33. c7 og hvítur vinnur. Framhald- ið varð: 31. Bxe6+ Kh8 32. Rxc6 Hd1 33. h3 Dh5 34. Bf7 og svartur gafst upp. Skák Umsjón Helgi Áss Grét- arsson Hvítur á leik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.