Morgunblaðið - 14.04.2002, Page 55

Morgunblaðið - 14.04.2002, Page 55
reyksveppur en er einnig norska yfir kjarnorkusveppaský, svo og gorkúl- ur. „Einhver blaðamaðurinn sagði okkur að það væri „markaðslegt sjálfsmorð“ að heita svona skrýtnu nafni,“ segir Svein. „En svo benti annar okkur á það að þetta væri snjallt, fólk myndi eftir svona furðu- legu nafni.“ Svein nefnir Kraftwerk og Art of Noise sem áhrifavalda. „Svo höfum við tekið mið af hústónlistinni og sveiminu, fylgst með því og brugðist við þróun raftónlistar á tíunda ára- tugnum. Hipp-hopp, rokk, sígild tón- list; allt lekur þetta inn í tónlistina okkar.“ Það er hin umsvifamikla dansút- gáfa Wall of Sound í Lundúnum sem gefur Röyksopp út (útgáfan er m.a. með Les Rythmes Digitales, Pro- pellerheads og Wiseguys á sínum snærum). Hvernig vildi það nú til að svefnherbergisgaurar eins og Svein og Torbjørn komust í kynni við slíka útgáfu? „Þetta hljómar kannski eins og lygi,“ segir Svein. „En sannleikurinn er engu að síður sá að við höfum aldrei haft okkur neitt í frammi. Einu sinni sendum við frá okkur disk... og ekki meir. Vinur okkar sem vinnur hjá litlu merki, Tele, sem staðsett er í Bergen byrjaði á þessu. Honum langaði endilega að gefa út efni með okkur og svo fór að það kom út sjötomma í afar takmörkuðu upp- lagi. Hún svamlaði svo um í plötu- snúðaheimi Evrópu þar til við feng- um svo símtöl nokkrum mánuðum síðar, frá hinum og þessum útgáfum í Evrópu. Wall of Sound gerðu okkur svo mjög gott tilboð og við sögðum bara já.“ Svein segir hlutina vissulega hafa gerst hratt, fólk í Noregi sé að líkja þessu við Björk og Gus Gus og útrás þeirra. „Við krossum bara fingur. En vissulega væri gaman að geta lifað á þessu...,“ segir Sein að lokum og kveður með virktum. FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 55 arnart@mbl.is Líf no rskra po ppara e r tau m lau s fó tbo lta- o g ham bo rgarave isla Skotinn í hjartað (Shot in the Heart) Drama Bandaríkin 2001. Skífan VHS. (100 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn Agnieszka Holland. Aðalhlutverk Giov- anni Riblisi, Elias Koteas, Ami Madigan, Lee Tergesen. ÞESSI geysivandaða sjónvarps- mynd frá HBO-sjónvarpsstöðinni segir sanna sögu frá síðustu dög- um Gary Gilmores sem varð fyrst- ur tekinn af lífi eftir að dauðarefs- ing var á ný lögleidd í Bandaríkjunum árið 1977. Sagan byggist á umtalaðri bók litla bróð- ur hans Garys, rithöfundarins Mika, þar sem hann lýsir sam- skiptum sínum við bróður sinn morð- ingjann og hvers vegna hann kaus að reyna ekki að koma í veg fyrir að hann yrði tek- inn af lífi. Myndin er þannig ekki til þess gerð að vinna samúð með dauðadæmdum manni heldur gerir miklu fremur tilraun til þess að skýra út hvers vegna Gary Gilmore sóttist svo fast eftir því við sína nánustu að reyna ekki að fá dauðadómnum hnekkt. Gil- more var tilbúinn til að láta lífið fyrir syndir sínar enda gerði hann sér grein fyrir þeim voðaverkum sem hann hafði framið (tvö hrotta- fengin morð) – þótt hann hafi ekki beint iðrast þeirra. Í gegnum tilfinningaþrungin og einkar vel leikin samtöl þeirra bræðra fær maður smám saman betri innsýn í hvers vegna mað- urinn var svo fullur af heift og grimmd – hvers vegna hann hefur slíka óbeit á sjálfum sér. Þetta er sannarlega ekkert létt- meti á að horfa. Hinn vandaði leik- stjóri Agnieszka Holland gerir engar tilraunir til að gera við- fangsefnið aðgengilegra heldur leyfir dramatík þessara harm- þrungnu og sönnu atburða að njóta sín ómengaðri. Sem er vel. Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Beðið eftir aftöku

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.