Morgunblaðið - 20.04.2002, Page 6

Morgunblaðið - 20.04.2002, Page 6
6 ∼ Lesbók Halldór Laxness 2002 Morgunblaðið Og gleymið aldrei, aldrei, að út við Norðurpól þið eigið heimahúsin og hásett feðra ból. Þá er talið það fernt sem vitað er til, að H. Guðjónsson frá Laxnesi hafi birt í blöðum á Ís- landi og í Kanada undir eigin nafni sumarið og haustið 1916. Athygli beint að Snæ svinna Nýjar vísbendingar um elstu skrif Halldórs sem birst hafa á prenti komu fram í bók Auðar, konu hans, og Eddu Andrésdóttur, skrásetjara og meðhöfundar hennar, Á Gljúfrasteini, sem við hjá bókaforlaginu Vöku gáfum út haustið 1984. Þar segir Auður: „Við Halldór sitjum oft við Sjónvarpið á kvöldin nú orðið. Halldór segir mér þá margt af því sem ég hef aldrei heyrt áður. Innan við fermingu var hann farinn að skrifa í blöðin. Hann skrifaði undir dulnefni smásögur í Dýra- verndarann og fékk prentaðan kvæðabálk í Morgunblaðinu þegar hann var tólf ára. Ég vissi ekki fyrr en nýlega að hann skrifaði þá undir nafninu Snær svinni.“ Mér var eins farið og flestum öðrum, að um huldumanninn Snæ svinna hafði ég ekki heyrt né séð nefndan fyrr en Auður gat hans í bók- inni. Það var því eðlilegt að Snæ bæri á góma eftir að við Halldór fórum að hittast reglulega hálfu öðru ári eftir útkomu bókarinnar Á Gljúfrasteini. Þá var ég orðinn útgefandi hans samhliða kaupum bókaútgáfunnar Vöku á bókaforlaginu Helgafelli sem Ragnar Jónsson í Smára hafði stýrt rúma fjóra áratugi. Í minnispunktum mínum frá þessum tíma kemur fram, að ég hef spurt Halldór um Snæ svinna á vordögum 1986. Halldór sagðist hafa verið löngu búinn að gleyma þessu fyrsta „brambolti“ sínu á síðum blaðanna undir dulnefninu Snær svinni en það hefði svo allt í einu rifjast upp í kvöldrabbi við Auði. „Það er svo einkennilegt, að því eldri sem maður verður þeim mun fleira flökrar að manni frá fyrstu æviárunum og sitthvað sem hefur legið gleymt og grafið áratugum saman skýst upp í vitundina.“ Manstu hvers vegna þú valdir dulnefnið Snær svinni fremur en eitthvað annað? „Nei, það man ég ekki gjörla en til þess greip ég vafalaust af nauðsyn en ekki sérstakri löng- un. Mér þykir ekki örgrannt um, að ég hafi not- að dulnefni sökum þess, að hæpið eða nánast útilokað hafi verið að blöð eða tímarit létu hvarfla að sér að birta á prenti efni eftir ungling um fermingu. Þess vegna var stóra málið að finna leiðir til þess að fela aldur þessa blek- bera,“ segir hann dálítið sposkur á svip. „Með því að senda textana til þeirra í pósti undir dul- nefni urðu hæstráðendur á blöðunum að meta efnið eitt og sér án tillits til þess hver væri höf- undur þess eða hve margra vetra hann væri.“ Ég hafði orð á því, að hæpið væri að ungling- ar almennt nú um stundir væru svo sjálfsörugg- ir, að þeir teldu hugmyndir sínar eða skáldskap eiga erindi í dagblöðin. „Sjálfstraustið skorti mig ekki á unglingsár- unum enda skrifaði ég ótrauður marga hjól- börufarma af sögum og taldi mig hafa fullan þroska til þess þótt nú orðið líti ég öðrum aug- um á þessi bernskubrek mín,“ sagði Halldór. Ég rifjaði í þessu sambandi upp að í fyrsta kafla bókarinnar Úngur eg var segði hann frá því að á siglingu frá Íslandi til Danmerkur árið 1919 hefði hann reynt að bera sig fullorðinslega í fötum frá Andrési skraddara. Þar segðist hann í raun hafa verið „dulklæddur krakki“ eins og Strindberg ku hafa verið þegar hann hefði fyrst farið að láta mynda sig. Halldór sagði mér að í Kaupinhöfn hefði hann verið sýnilegur og orðið að vera með til- gerðarlegan fullorðinssvip. Snær svinni hefði gagnstætt því verið ósýnilegur og getað haldið sig eins og hvert annað venjulegt barn í föð- urhúsum í Mosfellsdal án þess að nokkur tengdi það barn við efni í blöðunum eftir Snæ svinna. „Virðulegir ritstjórar blaðanna hafa eflaust talið að skrif mín undir þessu dulnefni væru komin frá einhverjum fullþroska og ráðsettum manni, kannski frá bústnum klerki í sveit, ann- ars hefðu þau líklega ekki verið prentuð og sett fyrir augu almennings,“ sagði Halldór. En í þetta sinn og einnig síðar þegar ég impr- aði á hinum dularfulla Snæ svinna gat Halldór með engu móti munað meira en hann hafði sagt Auði um það hvað hann hefði sent frá sér undir þessu nafni. „Á unglingsárunum orti ég heilmikið af ljóð- um,“ sagði hann, „þótt sagnaformið hafi heillað mig meira og verið mér meiri ögrun að fást við það. Mörgu af þessu dóti brenndi ég sjálfur og annað fór forgörðum heima í Laxnesi á meðan ég var á flandri um heiminn, jafnt ljóð og stórar skáldsögur eins og stórbókin Afturelding. Hana skrifaði ég á þrettánda árinu, mörg hundruð síður og átti að vera einhvers konar mótsvar við endurlausnarkenningunni og sennilega skáld- sögu Thorfildar Hólm, Eldingu. En eftir ferm- ingu fannst mér skáldsagan sú heldur ókristileg og nánast andkirkjuleg og fargaði henni.“ Ég beindi spjallinu nánar að ljóðasmíð Hall- dórs og minnti hann í því sambandi á erindin sem hann hefði fellt inn í kveðju sína til vestur- íslenskra barna 1916. Hann kvaðst hafa rekist á þann kveðskap síðast í „einhverju afmælis- skrifi“ um sig en taldi ekki mikið til hans koma. „Önnur ljóð frá þessum dögum eru að ég held öll löngu komin í glatkistuna og sennilega hvergi finnanleg. Mig rámar þó eitthvað í þenn- an kvæðabálk sem fór í Morgunblaðið. Hann hefur varla verið upp á marga fiska þótt hann kæmist í blöðin. Svo faldi ég mig á bakvið þenn- an sama Snæ með sögur af íslenskum húsdýr- um sem eflaust hafa verið einfeldningslegar. Þetta efni skrifaði ég nálægt fermingu og tel ólíklegt, að langt hafi verið milli birtingar þess og greinarinnar um gömlu klukkuna í Morg- unblaðinu.“ Sem fyrr segir var sú grein prentuð árið 1916, merkt H. Guðjónssyni frá Laxnesi. Dagar, vikur og ár liðu áður en ég fór að grennslast nánar fyrir um Snæ svinna og leitast við að fylla í þá eyðu sem verið hefur varðandi skrif Halldórs undir þessu dulnefni. Upphaf skáldferils á prenti Nú hefur komið á daginn, að skáldskapur frá hendi Halldórs birtist á prenti tæpum fimm mánuðum fyrr en margnefnd klukkugrein, og tveimur dögum áður en bréf hans til íslenskra barna í Vesturheimi var þrykkt í Sólskini, barnablaði Lögbergs. Á dimmgráu kvöldi, haustið 2001, runnu bernskuljóð Halldórs upp á skjá skrýtilegs tækis sem nefnt hefur verið örfilmulesvél í Þjóðarbókhlöðunni. Í tækið hafði verið smeygt „... því hvað er auður og afl og hús ef eingin jurt vex í þinni krús?“ 1924 Laugardaginn 13. desember 1924 var viðtal við Halldór Kiljan Laxnessí Morgunblaðinu vegna þess að daginn eftir ætlaði hann að lesa upp úr Heiman ek fór, sem hann hafði þá í smíðum, en kom síðan ekki út fyrr en haustið 1952. Í upphafi viðtalsins sagði blaðamaðurinn: „Mun mörgum forvitni á að sjá þetta unga skáld, augliti til auglitis, en um hann hafa, eins og kunnugt er, verið allskiptar skoðanir meðal manna, enda þótt enginn hafi efast um, sem annars nokkuð til hans þekkir, að hann hafi hæfileika til að bera.“ Skáldið sagði að það væri fyrir áskoranir góðra manna að hann færðist það í fang að lesa upp. „Ég bjóst nefnilega varla við að fólk í Reykjavík mundi hafa áhuga á að heyra til manns sem í fyrsta lagi er kaþólskur, í öðru lagi sakaður um ofmetnað, í þriðja lagi persónulega ókunnugur flestum hér – hefi ekki dvalið hér neitt að staðaldri síðan ég var krakki – nú og í fjórða lagi – ritdómarnir um bækur mínar hafa ekki allir verið til þess fallnir að vekja áhuga manna fyrir mér.“ Halldór var 22 ára, hafði farið til útlanda fimm árum áður en eitthvað komið heim og gefið út þrjár bækur, Barn náttúrunnar, Nokkrar sögur og Undir Helgahnúk. Aðspurður neitaði Halldór því að kaþólskunnar gætti í upplestrinum: „Fyrir mér eru sannfæringaratriðin eitt, listin annað.“ Þegar Halldór var spurður hvort hann væri sest- ur að hér á Íslandi fyrir fullt og allt sagði hann: „Nei, nei, nei. Á hér ekki einu sinni heima. Það stóð til að ég dveldi hér aðeins eitt misseri mér til skemmtunar en nú eru all- ar líkur á að ég dveljist hér til vors mér til leiðinda.“ Í lok viðtalsins spurði blaðamað- urinn hvert ferðinni væri heitið og fékk afdráttarlaust svar: „Suður, alfarinn. Ég er vantrúaður á pólarloftslagið.“ Vantrúaður á pólarloftslagið 1927 „Af öllu því merkilega fólki sem ég hef kynnst síðustu vikurnar varðmér einna furðulegast við að kynnast Bill Cody. Hann er heimsfrægasti kúreki,“ sagði Halldór Laxness í grein í Morgunblaðinu 18. desember 1927, en hann var þá staddur vestanhafs. Þegar Halldór hitti Bill Cody var honum sagt að Halldór kæmi frá Íslandi. „Þá varð hann allur að einu brosi og sagði: Þaðan kem ég líka.“ Halldór komst brátt að því að Bill var af fátæku fólki í Kanada og var bróðir listmálarans Emile Walters, sem fjallað hafði verið um í blöðum á Íslandi. „Frá Íslandi á ég mínar skemmtilegustu endurminningar,“ sagði Bill Cody við Hall- dór. „Það var þar sem ég lærði fyrst að sitja hest. Ég var sendur til ættlands foreldra minna sjö vetra gamall drengur, munaðarlaus. Ég dvaldi á Íslandi á annað ár. Ég er nú því miður búinn að týna íslenskunni minni alveg niður, nema einu orði, og það er harð- fiskur.“ Halldór sagði síðan frá því í greininni að þessi þekkti kúreki hefði átt heima á Húsabakka við Sauðárkrók og að hann „væri ákveðinn í því að skreppa til Íslands innan skamms“. Skagfirðingur í Hollywood 1923 Fyrsta smásaga Halldórs Laxness í íslensku dagblaði birtist í Morg-unblaðinu 6. mars 1923. Hún hét Jarðarför Laugu í Gvöndarkoti. Fram í júní birtust ellefu aðrar sögur eftir Halldór frá Laxnesi, eins og hann nefndi sig þá. Þær voru síðan gefnar út í bókinni Nokkrar sögur, sem sérprentun úr Morgunblaðinu. Hall- dór sagði rúmri hálfri öld síðar: „Hjartagóður kunningi minn, gamalt skáld, sem þá réði fyrir blaði, bauðst til að prenta þær í blaðinu og lofaði að láta sérprenta þær síðan.“ Hér er átt við Þorsteinn Gíslason skáld (f. 1867, d. 1938) sem var ritstjóri blaðsins á þessum árum. Ein af smásögunum í Morgunblaðinu var nefnd Barn náttúrunnar, eins og fyrsta bók skáldsins fjórum árum áður, og var tileinkuð Jóhanni Jónssyni (f. 1896, d. 1932), skáldi og skólabróður Halldórs. Þessi sama smásaga hafði verið birt í sunnudagsblaði Berl- ingske Tidende 19. október 1919, þegar Halldór var sautján ára, og hét þá Den tusind- aarige Islænding. Hún mun einnig hafa birst í þýsku tímariti undir heitinu Ein Nat- urkind. Í Nokkrum sögum hét smásagan enn Barn náttúrunnar, en þegar bókin var endurútgefin um miðja öldina var sagan nefnd Heiðbæs, eftir einni persónunni. HALLDÓR LAXNESS OG MORGUNBLAÐIÐ Nokkur nöfn á sömu sögu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.