Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 9
kunna í húsinu. Daginn eftir hafði ég veislu og var búin að kaupa mér tvær hænur, en á þess- um tíma fengust þær ekki nema bara á bónda- bæjum. Ég var búin að hreinsa þetta voðalega vel og hafði kertaljós til þess að svíða þær og sauð þær síðan á prímus sem var notaður til eldamennskunnar hér í tvö ár, því ekki var nóg rafmagn fyrir eldavél þó ljósavélin hafi verið góð. Sigurður Thoroddsen og Ásdís systir mín voru boðin í mat, en þegar þau komu var ég al- veg orðin lens í eldamennskunni. Sigurður tók þá af skarið og sagði að það væri svo mikið soð af hænsnunum að við byggjum bara til súpu líka. Hann sá svo um að ljúka við matseldina og súpan hjá honum var fín.“ Svo þið hafið þá verið hér í fyrsta sinn á jóla- nótt 1945? „Ja, Halldór kom ekki fyrr en með gest- unum daginn eftir, þegar allt var tilbúið. Hann var svoleiðis maður og það var allt í lagi með það,“ segir Auður og hefur greinilega ekki kippt sér upp við það. Á milli Auðar og Halldórs var sextán ára aldursmunur og þegar hún er spurð að því hvort hún hafi sem kornung kona gert sér grein fyrir því hverskonar hlutverki hún myndi gegna svarar hún umsvifalaust neitandi. „Ég gerði mér ekkert grein fyrir því,“ segir hún og játar að það hafi kannski verið jafngott. En þetta hlýtur að hafa verið mikil umsýsla hjá þér í byrjun að koma og reka þetta menn- ingarheimili við svona tiltölulega frumstæðar aðstæður? „Það var heilmikið,“ viðurkennir Auður, „en fljótlega var þó farið að huga að því að fá raf- magn í húsið. Í því tilfelli var þó vandinn sá að það þurfti fimmtán manns til að vinna verkið og enginn gat hugsað sér að taka þá í fæði. Það endaði með því að Fríða Eysteinsdóttir, sem var hérna ráðskona, tók þetta allt saman að sér, því ég var að vinna á röntgendeild Land- spítalans á þessum tíma. Hún gaf þessum mönnum að borða þá fimmtán daga eða hvað það var sem það tók þá að setja rafmagn í hús- ið. Það munaði nú aldeilis um það.“ Auður segir að eftir þetta hafi þau ráðist í að koma upp olíukyndingu og það hafi verið óskaplegur munur þegar þau hættu að kaupa kol. „Þeir spurðu bara hvort við ætum kolin,“ segir hún og hlær, „því við þurftum að kaupa svo mikið. Húsið var bæði stórt og heldur ekki vel einangrað.“ Með árunum var því búskap- urinn á Gljúfrasteini færður í líkt horf og aðrir bjuggu við í bænum. Af samræðunum við Auði má draga þá ályktun að hún hafi verið ákaflega nútímaleg kona. Hún var útivinnandi ásamt því að reka heimilið og þótt hún hætti að vinna á Landspít- alanum 1947 sinnti hún margvíslegum störfum eftir það. „Þegar ég sá fram á að geta ekki unnið mitt starf fór ég í Handíðaskólann og tók próf sem handavinnukennari og stundaði kennslu um nokkurt skeið við skólann í Mos- fellsbænum,“ segir Auður. „Halldór var af- skaplega góður með það að hann skipti sér aldrei af því sem ég var að gera,“ segir hún, „heldur hvatti mig frekar til þess að gera það sem mig langaði til. Ég furða mig raunar á því nú í seinni tíð hvað ég gerði mikið. Ég skrifaði t.d. alltaf í kvennablaðið Melkorku og seinna fyrir Hug og hönd. Ég hafði alla mína henti- semi við það, því eins og ég segi var Halldór mikill hvatamaður þess að ég gerði það sem mig langaði til.“ Morgunblaðið/Einar Falur Auður Laxness Lesbók Halldór Laxness 2002 Morgunblaðið ∼ 9  12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.