Morgunblaðið - 20.04.2002, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 20.04.2002, Qupperneq 10
Gljúfrasteinn, hús HalldórsKiljans og Auðar Sveins-dóttur Laxness, var reistí Mosfellsdal árið 1945. Halldór hafði valið því stað neðan við samnefndan stein í landareign Laxnessbæj- arins, þar sem hann undi sér oft sem ungur drengur. Þaðan sér nið- ur dalinn og til hafs. Bygging hússins hófst í júnímánuði 1945 og hjónin fluttu inn um jólin sama ár. Húsið var teiknað af Ágústi Páls- syni, arkitekt, og hann valdi einnig alla viði innanhúss. Auð- ur segir að Ágúst hafi mest talað um hljómburð í sambandi við húsið, eins og hann gerði ráð fyrir að þar yrði eintómur konsert. Í viðtalsbókinni Á Gljúfrasteini segir Auður Halldór hafa óskað eftir því að hafa húsið sveitalegt, einfalt og ekkert óþarfa tildur. Dönsk vin- kona Auðar, Birta Fróðadóttir, innan- hússarkitekt og húsgagnasmiður, tók að sér að búa húsið innan. Hún teiknaði alla innanstokksmuni og var Auði innan handar í litavali en Auð- ur segist hafa haft ákveðnar skoðanir um húsbúnað og áhuga á innlendu efni. Hús- gagnasmíðin fór fram á verkstæðinu Björk og var svo vönduð að ekk- ert hefur gefið sig af húsgögnunum. Húsið hefur þurft talsvert viðhald í gegn- um árin og sá Auður oft um framkvæmdir þegar Halldór var erlendis, því hann þurfti að hafa næði til að skrifa. Margskonar listaverk eru á Gljúfrasteini, skúlptúrar, vefnaður og málverk. Þá er vitaskuld mikið af bókum í húsi Nóbelsskáldsins, í her- bergjum á efri hæð; vinnuherbergi Halldórs og svefnherbergjum. Hús skáldsins Veggteppi Auðar í stofunni. Hér er horft úr stofunni og inn í borðstofuna. Stofan er klædd með viðarplötum en þetta mun hafa verið í fyrsta skipti sem slíkt var gert hér á landi. Veggmyndina til vinstri teiknaði Auður Laxness og saumaði. Formin klippti hún út úr stein- bítsroði og saumaði á klæði. „Ég gerði þetta þegar Halldór fékk Nóbelinn,“ segir hún. „Hann var þá úti í tvo mán- uði og ég var búin með myndina þegar hann kom heim“. Fyrir neðan myndina eru kínverskur vasi og Búddastytta sem Auður keypti í Kína. „Ég keypti tvær svona styttur en önnur þeirra var tekin af mér, það mátti ekki flytja hana úr landi,“ segir hún. Yfir skenknum í borðstofunni hangir málverk eftir Svav- ar Guðnason. Til vinstri á skenknum eru silfurkönnur, aðra gáfu vinnufélagar Auðar á Landspítalanum henni í brúð- argjöf en hina keypti Halldór. Sögu silf- urskálarinnar á miðjum skenk segir Auður sérkennilega. Þegar Halldór sigldi í fyrsta sinn utan eftir að heims- styrjöldinni síðari lauk fór hann til Kaupmannahafnar. Þar hitti hann konu sem þekkti Jón Helgason prófessor, hún var frá einu Eystrasaltslandanna, ákafur aðdáandi Halldórs og vildi þýða verk eftir hann. Hún var vistmaður á taugahæli. Skömmu síðar sá hún í dönsku dagblaði mynd af Gljúfrasteini, en húsið var þá nýbyggt og algjör ber- angur umhverfis. Konunni varð mikið um að sjá hvernig umhorfs var hjá skáldinu og í kjölfarið fyrirfór hún sér. Skömmu síðar hafði lögfræðingur sam- band við Halldór og sagði konuna hafa ánafnað honum þessa skál í erfðaskrá sinni; Jón Helgason arfleiddi hún að ljósakrónu. Veggteppi fyrir ofan flygilinn. Halldóra Jónsdóttir, móðir Auðar, teiknaði og saumaði veggteppið eftir fyrirmynd á Þjóðminjasafni en ljósið fyrir ofan það smíðaði faðir Auðar, Sveinn Guðmundsson. Flygilinn, sem er af Steinway-gerð, keypti Halldór en áður var í stofunni flygill sem Ragnar í Smára lagði til. Á flyglinum er skúlptúr eftir Erling Jónsson. Bækur, brúður og fyrsta Svavarsmálverkið. Í vinnustofu Halldórs eru ýmsar bækur en starfsmenn bókasafnsins í Mosfellsbæ hafa flokkað þær allar. Mál- verkið keyptu þau Auður á fyrstu sýningu Svavars Guðnasonar eftir að hann sneri heim frá Danmörku við lok heimsstyrjaldarinnar; fyrsta verkið sem hann seldi hér. Á hillunni eru ýmsar brúður og líkneski, flestar úr eigu dætra Halldórs og Auðar. Yst til hægri stendur mynd af Henrik Ibsen, norska leikskáldinu. Púð- ann á stólnum, neðst til vinstri, átti amma Halldórs, Guðný Klængsdóttir. Klukkan úr Brekkukotsannál. Efsti hluti klukkunnar frægu frá Brekku á Álftanesi sem sagði „ei-líbbð ei-líbbð“ í Brekkukotsannál. Árið 1916 skrifaði Halldór Lax- ness grein um klukkuna í Morgunblaðið og kemur þar fram að hún hafi komið til landsins „á öndverðum síðasta fjórðungi 18. aldar“. Hún gengur enn og slær með björtum fögrum hljóm. Með stiganum upp á efri hæðina hanga tvö málverk eftir Svavar Guðnason og eitt eftir norska málarann Weiderman. Myndina yfir dyr- unum inn í eldhúsið segir Auður Halldór hafa keypt í útlöndum. Myndir og texti: Einar Falur Ingólfsson 10 ∼ Lesbók Halldór Laxness 2002 Morgunblaðið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.