Morgunblaðið - 20.04.2002, Page 12

Morgunblaðið - 20.04.2002, Page 12
gaman af boltaleik og öðrum algengum leikjum og í flestu farið aðrar leiðir en hin börnin í upp- vextinum. Ég rifja þetta upp er við Halldór spjöllum saman í júnímánuði 1990 og spyr hvort hann hafi hugsanlega verið svolítið skrítinn í æsku. „Þetta er eflaust rétt hjá Þorsteini. Ég var ekki mikið leikjabarn og eflaust mun meiri bókabéus en jafnaldrar mínir í sveitinni; var all- ur í bókum. Ég las mikið mér til gagns og ánægju, bækur ýmsra höfunda, en ekki allar góðar. Ég las líka fyrir heimilisfólkið í Laxnesi; það var reyndar heldur lítil nautn enda hefð- bundnir húslestrar. Bækur virtust berast að mér úr öllum áttum, jafnvel þótt ég væri ekki að bera mig sérstaklega eftir þeim. Áhugi minn beindist inn á önnur svið en almennt gerðist um börn á mínum aldri og má eflaust til sanns veg- ar færa að ég hafi verið talinn eitthvað und- arlegur ef beitt hefði verið á mig viðteknum mælistikum.“ Í viðtalinu við Þorstein kom fram að á æsku- árum þeirra Halldórs hefði vegurinn um Mos- fellsdal legið um áreyrarnar neðan við túnið í Laxnesi og fremst í því hefði verið kargaþýfi. Fólk sem komið hefði ríðandi heim veginn ein- hverju sinni hefði sagst hafa séð smágerðar hendur og fætur standa upp úr þúfunum. Þar hefði verið kominn sonur hjónanna í Laxnesi að horfa upp í himininn og yrkja eða búa til sögur! Þessa frásögn ber ég undir Halldór. „Ég var sískrifandi, fyllti hverja stílakomp- una af annarri og var óþreytandi við að ryðja úr mér sögum.“ Varstu þá skrifandi allt frá því að þú gast haldið á blýanti eða penna? „Eiginlega frá því að ég fór að skríða. Ég var ekki fyrr kominn á fjóra fætur en ég var byrj- aður að pára, heillaður af bókstöfum. Fljótlega fyllti ég öll blöð sem ég komst yfir af sögum. Það var eins og þessi skriftarárátta væri mér í blóð borin og ég þyrfti enga forskrift.“ Halldór hefur orð á því í þessu sambandi að margt borgfirskra skálda hafi verið í ætt föður hans en móðurfólkið hyggur hann ekki hafa verið „skáldafólk“ þó margt af því hafi verið lærdómsfólk. Halldór lýsir skriftargleði sinni á þessum ár- um í minningasögunni Í túninu heima í þriðju persónu eins og oft þegar hann talar um sjálfan sig í fortíð með þeim orðum, að strákurinn í Laxnesi sitji 10 klukkutíma á dag og pári út stílabækur. Honum verði ekki haldið frá þessu. „Hann er ekki einsog fólk er flest. Það hlýtur að vera mikil mæða fyrir hjónin. Sveitin komst við,“ segir þar. Hann bætir við, að skáldsögur hafi hrúgast upp kringum hann hvar sem hann var látinn, og móðir hans hafi horft með skelf- ingu upp á bókmenntaafrekin vaxa hjá barninu. Til er samtímaheimild um lífið í Laxnesi á þessum tíma og hegðun drengsins þegar hann er tæplega níu ára. Það er langt bréf Guðjóns föður hans, til Halldóru systur sinnar, dagsett 12. febrúar 1911. Þar lýsir Guðjón ástandi jarðarinnar í Lax- nesi, tíðarfari, „fénaðareign“ sinni, búskapnum og daglegu lífi: „Venjulegast förum við til vinnu kl. 6 á morgnana um sláttinn og hættum kl. 9 á kvöld- in, 3 tímar fara til máltíða og kaffis, sje átt við heyhirðingu er haldið lengur út á kvöldin þegar þess er þörf. Á veturna er farið á fætur í kring- um kl. 7 og vakað á kvöldin til kl. 10.“ Guðjón segir einnig frá heimilisfólki í Lax- nesi, verkefnum þess og heilsufari í bréfinu og byrjar á einkasyninum: „Dóri minn er farinn að gera ýmsa snúninga úti við þegar gott er veður, optast kann hann bezt við að vera með bækur eða blað og penna þegar hann er inni; hann er mjög skýr og skemtilegur drengur, man það sem hann les og getur sagt frá því skemtilega.“ Foreldrar Halldórs lögðu honum til pappír og stílabækur svo að hann þurfti ekki einungis að skrifa á sál sína eins og annað skáldmenni á svipuðu reki, Ólafur Kárason Ljósvíkingur, sem engan hafði pappírinn og lét sér nægja að krota með priki í moldarflög og snjó. Það var honum svo bannað eins og fram kemur í Heims- ljósi og sagt að með því skrifaði hann sig til skrattans. Fyrstu tvær smásögurnar á prenti Margur gæti haldið, að Halldór hefði látið sér nægja að nota skáldanafnið Snær svinni á ljóð- mælin í Morgunblaðinu og kastað því svo fyrir róða þar sem annað sem hann birtir á prenti á árinu 1916 er merkt honum sjálfum, Halldóri frá Laxnesi eða H. Guðjónssyni frá Laxnesi. Svo er þó ekki. Þetta skáldanafn hefur hann ákveðið að nota á fyrstu þrjár smásögurnar sem hann setur fyr- ir sjónir almennings í stað þess að koma þar fram undir eigin nafni og sama gildir um bók- arkafla sem hann birtir undir dulnefninu. Þetta gerðist árin 1917, 1918 og 1919. Fyrst skal nefna smásöguna „Launin“, sem ber undirtitilinn „Saga sveitamanns“. Fyrri hluti hennar er birtur í Dýraverndaranum 15. september 1917 og síðari hlutinn 15. janúar 1918. Eðli málsins samkvæmt þurftu sögur sem menn ætluðu að fá birtar í þessu tímariti að fjalla um dýr. Í smásögu Snæs svinna segir frá kynnum gamals manns af hesti, sem heitir því hvers- dagslega nafni Gráni. Húsbóndi mannsins á ár- um áður, sem gárungarnir kölluðu Jón dropa, hafði farið illa með hesta sína og eiginlega allar skepnur sem hann átti, – „að því leyti, að þegar þær voru orðnar gamlar og lúnar, eiginlega bara affarafé, þá seldi hann þær frá sér svo háu verði sem hann gat,“ segir í sögunni. Höfundur lýsir á tæpum sjö blaðsíðum í tíma- ritinu, sem er í algengu bókarbroti, atvikum frá ævi hestsins, svaðilförum, lífsháska, samskipt- um hans við samferðamenn og vináttu hans og sögumannsins í blíðu og stríðu uns hesturinn er seldur útlendum hrossakaupmanni. Það voru laun Grána „fyrir 20 ára trúa og holla þjón- ustu“. Smásagan „Seifur“, sem er örlitlu styttri en sagan um hestinn, er svo prentuð í Dýravernd- aranum 15. september 1918. Seifur er fallegur og vel siðaður hundur í eigu ungs heimspekings, Hjálmars, sem nýkominn var utan úr heimi og baðaður hafði verið „úr ferskum mentabrunninum“. Hjálmar trúlofast kaupmannsdótturinni Lovísu, sem ekki kann að meta hundinn og telur að unnustanum þyki vænna um hundinn en hana. Hann sér sitt óvænna og gefur Seif sjómanni nokkrum, sem kallar hundinn Boby. Viðkynning þeirra verður stutt og eftir nokkrar sjóferðir gefur sjó- maðurinn kunningja sínum hundinn. „Þessi nýi eigandi var götusnápur,“ segir í sögunni. Hann skiptir um nafn á hundinum sem nú heitir Svartur. Þegar götusnápurinn er látinn í tukthúsið „lá ekki annað fyrir Seifi en guð og „Í Hafnarfirði má maður segja sannleikann við hvern sem er. “ 12 ∼ Lesbók Halldór Laxness 2002 Morgunblaðið Auður var manni sínum líka að sjálfsögðu mik- il stoð og stytta, en þegar frá leið gegndi hún sífellt veigameira hlutverki í vinnuferli hans. „Ég varð einskonar einkaritari með tímanum,“ segir hún, „en það byrjaði þannig að við vorum í Svíþjóð og Halldór var að skrifa grein um úti- legumenn. Svo var honum boðið í boð þar sem voru eintómir karlmenn – það er eina skiptið sem ég sá vín á honum um ævina – en ég hafði farið í þetta hjá honum á meðan. Hann tók því þó vel og var feginn að ég hafði verið að lesa þetta. Eftir það skrifaði ég alltaf fyrir hann.“ Það kemur í ljós að uppfrá þessu atviki hlustar Auður á bækur Halldórs verða til. „Það gekk þannig fyrir sig að hann sat í horn- inu og „dikteraði“ mér. En svo þegar hann var kominn í síðustu yfirferð þá var ég að sjálf- sögðu með allt á blöðum, enda þá búin að vél- rita sömu bókina margsinnis. Ég tók því þátt í hverri einustu yfirferð,“ segir hún. „Þetta var mikil vinna.“ Aðspurð segist Auður alltaf hafa verið mikill morgunhani, hún vaknaði á undan Halldóri, en svo hófst þeirra vinnudagur saman. „Þetta var um margt óvenjulega náið samlíf, en svo leið oft langur tími þar sem hann var ekkert að skrifa, eða var bara að búa til bók í huganum og þá kom ég ekkert nálægt því.“ Auður segist minnast þess að hafa stundum rætt við hann það sem hún var að hafa eftir honum, sérstaklega á seinni árum þegar hann var orðinn dálítið gleyminn og hún þurfti að gæta að atriðum varðandi það. Þar gegndi hún lykilhlutverki og hefur án efa átt sinn þátt í því að Halldór vann jafnlengi og raun bar vitni. „Ég man nú ekki hvað var fyrsta verkið sem við unnum svona,“segir Auður, „en það var frekar snemma.“ Hún segist því hafa fylgst náið með þeim tímabilum sem Halldór gekk í gegnum í sínum ferli. Annars segist hún ekki hafa blandað sér mikið í þann hluta lífs hans sem honum til- heyrði áður en þau giftust, svo sem kaþólsk- una. Hún kom þó einu sinni til klaustursins í Clervaux í Lúxemborg eftir að Halldór lést og segir það hafa verið sérstaka upplifun. „Mér er það afskaplega minnisstætt þegar ég ávarp- aði munk sem við vorum að versla við og sagði honum að maðurinn minn hefði verið í klaustr- inu og í ljós kom að hann hafði setið inni og verið að lesa bók eftir Halldór.“ Þótt hjónin á Gljúfrasteini hafi alla tíð haft þessar sterku rætur í sinni sveit, Mosfells- sveit, dvöldust þau oft langdvölum erlendis. Líf þeirra var því óvenjuleg blanda af þeirri kyrrð sem fylgir íslenskri náttúru og heims- borgarlífi. „Ég ferðaðist mikið með Halldóri áður en ég átti stelpurnar, en við vorum búin að vera gift í 5 ár þegar þær [Sigríður og Guðný] komu til sögunnar. Á meðan þær voru pínulitlar fór ég eiginlega ekkert, en svo fór ég að ferðast aftur þegar þær komust á legg,“ segir Auður. „Minnisstæðust er að sjálfsögðu þessi mikla heimsferð sem við fórum. Halldór fór á undan mér með skemmtiferðaskipi til New York, en ég flaug þangað á eftir honum ásamt Höllu Bergs sem hafði verið ráðin sem einkaritarinn hans. Það var óskaplega gaman í Ameríku og við hittum marga. Við fórum með lest þvert yfir landið og það stórkostlega landslag sem við sáum þar er ógleymanlegt. Ég man líka að þegar við komum á einhvern vissan blett á þeirri leið fór Halldór að vera svo kátur því honum þótti svo gaman að vera að koma til San Francisco. Hann fór að syngja gamla slagara sem hann kunni frá þeim tíma þegar hann var þar fyrst, og við skemmtum okkur mikið yfir því. Frá San Francisco fórum við svo á skipi yfir Kyrrahafið. Og síðan lá leið okkar víða um Austurlönd; til Indlands og Kína, og síðan til Egyptalands, en ferðalagið í heild tók hálft ár og Halldór skipulagði það allt saman.“ Auður segir þessi ferðalög í rauninni hafa verið einn skemmtilegasta þátt þess fjöl- breytta lífs sem framtíðin bar svo óvænt í skauti sér í upphafi hjónabands hennar. „Það var afskaplega gaman að ferðast með Halldóri, við vorum alltaf á bestu hótelum, enda má segja að hann hafi alltaf eytt öllum sínum pen- ingum í hótel og sjálfan sig,“ segir hún og brosir. „Enda var hann ekkert ríkur, ég var oft að prjóna upp í úthaldið.“ Nú erum við Auður búnar að ræða bæði um hennar störf utan heimilis sem og húsmóð- urstörf hennar á Gljúfrasteini, en höfum þó ekki enn vikið að því opinbera hlutverki sem þau hjónin gegndu sem fulltrúar íslensku þjóðarinnar um margra áratuga skeið. Hvern- ig kom sú þróun til? „Ja, þetta var í rauninni dálítið Halldóri að kenna, því þegar hann þurfti að tala við menn eða þeir spurðu hvort þeir gætu hitt hann, sagði hann alltaf; „þið komið bara til mín“, – hann svaraði alltaf svona,“ segir Auður. Hún segist bara hafa verið viðbúin því og ekkert sparað sér umstangið í kringum þessar heim- sóknir. „Enda hafði ég lengi stúlkur, annars hefði þetta verið óvinnandi vegur.“ Hún vill þó ekki gera mikið úr sínu opinbera hlutverki í þágu þjóðarinnar, en játar að það hafi ekki margir menn sem kvað að komið til Íslands án þess að heimsækja þau að Gljúfra- steini. „Það kom voðalega mikið af fólki,“ segir hún og gefur lítið út á það hvort þetta hafi ver- ið erfiður starfi að sinna. Enda er það deginum ljósara að hún hefur ekki legið á liði sínu í því mikla starfi sem fylgt hefur hjónabandi hennar og Halldórs Lax- ness, starfi sem hún sinnir enn þann dag í dag af mikilli elju. Nú í kringum hundrað ára af- mæli Halldórs hefur verið óvenju mikið um að vera hjá Auði, en hún segist ætla að taka á móti mörgum á heimili sínu á morgun, sunnu- dag. „Þá kemur Davíð Oddsson ásamt fleiri gestum til að taka við húsinu,“ segir hún. „Ég er búin að taka héðan það sem ég ætla mér, en það sem eftir er fylgir húsinu. Þennan stól þarna ætla ég þó að taka líka,“ heldur hún áfram og bendir á sérstaklega fallegan stól, útsaumaðan rósamunstri, „því mamma saum- aði hann.“ Ekki er þó að sjá að við miklu hafi verið hróflað á heimilinu, allt er á sínum stað, skrautmunir, húsgögn og málverk eftir þekkta listamenn, sem prýða alla veggi hússins. Það er farið að líða á morguninn og ljóst að Auði er ekki til setunnar boðið þessa daga fram að hundrað ára afmæli skáldsins. Hún segist dálítið hissa á því hvað mikið hefur verið gert úr afmælinu, en það sé ágætt að þjóðin skuli vilja eigna sér hann. Fyrir sér sé afmælið þó fyrst og fremst einskonar endahnútur á því lífi sem lifað hefur verið í Gljúfrasteini. „Þetta var afskaplega yndislegt líf sem lifað var hérna og í rauninni engu við það að bæta,“ segir hún, „nema ef vera skyldi að ég var af- skaplega frjáls í mínu lífi og gat gert hvað sem ég vildi.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.